Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 23
árið 1993 varð henni þungbært. Áfram hélt hún þó ótrauð þar til heilsan bilaði árið 1995. Þá fékk hún kransæðastíflu og heilablóðfall í kjöl- farið. Eftir það bjó hún við helftar- lömun og átti erfitt með að tjá sig en skildi þó vel það, sem sagt var, og fylgdist áfram með flestu. Hún dvaldi síðustu árin á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Þar fékk hún afar góða umönnun og ekki fór á milli mála að hún leit á Skjól sem sitt heimili síðustu æviárin. Bestu þakkir skulu færðar starfsfólki 4. hæðar Skjóls fyrir að hlúa að henni með mikilli alúð þau ár sem hún dvaldist þar. Ég er sannfærð um að Maja-Greta taldi sig lánsama manneskju og að árin hennar hér á Íslandi hafi í raun verið henni ævintýri líkust. Það voru henni eflaust mikil viðbrigði að flytj- ast til Íslands í miðri seinni heims- styrjöldinni, setjast að í landi, sem var mun skemmra á veg komið en Svíþjóð. Á hinn bóginn fékk hún við hlið Eiríks að taka þátt í ótrúlegu uppbyggingarstarfi á mesta fram- faraskeiði þjóðarinnar frá upphafi. Hún, sem hafði fylgt vorskáldinu sínu til Íslands og lært að elska land- ið, festi hér rætur. Henni tókst til hinstu stundar að miðla kærleik og gleði til ástvina sinna. Fyrir það allt er henni þakkað og hún kvödd með djúpum söknuði. Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir. Við andlát tengdamóður minnar Maju-Gretu Briem er margs að minnast. Ég kynntist henni þegar ég flutti úr foreldrahúsum 18 ára gömul til tengdaforeldra minna Maju- Gretu og Eiríks Briem í Snekkjuvog 7. Maja-Greta var sænsk að uppruna og flutti til Íslands með eiginmanni sínum árið 1943. Hún var lagleg kona, kvik í hreyfingum og með bros sem heillaði alla. Hún var ræðin, skemmtileg og vinsæl. Hún var vel að sér í flestum málefnum enda menntuð og víðlesin. Hún fylgdist vel með heimsmálunum og las erlend blöð og tímarit að jafnaði, eins og Time og Newsweek. Maja-Greta var mikil málamanneskja og talaði mörg tungumál. Hún náði strax góðum tökum á íslenskri tungu og talaði málið afburðavel. Hún var fljót að aðlaga sig íslenskum aðstæðum, sem oft voru erfiðar, og kunni vel við land og þjóð. Maja-Greta unni listum og músík, enda alin upp á listamanna- heimili í Svíþjóð. Hún sótti tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í ára- tugi og var dugleg að sækja alla helstu listviðburði sem í boði voru hverju sinni. Maja-Greta ferðaðist til margra landa og heimsálfa og ferð- aðist einnig mikið um Ísland. Þegar ég flutti til tengdaforeldra minna árið 1969 var Snekkjuvogur- inn sérstakt samfélag. Mikil vinátta var milli fjölskyldna og samgangur milli fólks. Fjörugar garðveislur voru á sumrin þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar, etið, skál- að og sungið. Fastur liður í tilver- unni var sunnudagsmatur sem var alla sunnudaga þar sem fjölskyldan kom saman, börn, tengdabörn og barnabörn. Maja-Greta var afburða kokkur og kenndi hún mér slátur- og sultugerð og einnig margt úr sænskri matargerðarlist. Ógleyman- legt er sænska jólahlaðborðið með jólaskinku, kjötbollum, lifrarkæfu, síld og fleiri gómsætum réttum. Einnig hafði Maja-Greta yndi af garðrækt og var óþreytandi að leið- beina mér í þeim efnum. Margar góðar samverustundir áttum við fjöl- skyldan úti í náttúrunni, við sveppa- og berjatínslu. Mjög náið samband var við bróður Maju-Gretu, Anders, og konu hans Maj-Britt sem búsett eru í Svíþjóð. Þau komu á hverju sumri til Íslands um áratuga skeið. Þá var ferðast um landið og oft dvalist við Búrfells- virkjun. Maja-Greta hlúði vel að fjöl- skyldu sinni. Hún var góð eiginkona sem stóð þétt við hlið eiginmanns síns. Oft var mikið umleikis kringum starf Eiríks, bæði hjá Rarik við raf- væðingu landsins á 5. og 6. áratugn- um og síðar hjá Landsvirkjun við byggingu stórvirkjana. Maja-Greta var alltaf til taks. Hún var dugleg að bjóða innlendum sem erlendum gestum heim og nutu margir gest- risni þeirra hjóna. Þá komu tungu- málakunnátta og samskiptahæfileik- ar Maju-Gretu sér vel. Heimilið var sannkallað menningarheimili þar sem bókmenntir, ljóð og listir voru í hávegum hafðar. Einnig var heimilið hlýlegt, stílhreint og umlukt falleg- um málverkum eftir föður Maju- Gretu. Oft var glatt á hjalla enda þau hjón með góða kímnigáfu. Maja-Greta var góð amma. Hún var alltaf til taks ef leitað var til hennar, uppörvandi, hlý og góð. Barnabörnin nutu því góðrar leið- sagnar hennar og umhyggju. Það var mikið áfall þegar Maja- Greta fékk blóðtappa árið 1995 og seinna á árinu annað áfall sem gerði að hún lamaðist hægra megin og missti málið. Síðustu árin dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Maja-Greta tók veikindum sínum með miklu jafnaðargeði og æðru- leysi. Þegar við heimsóttum hana á Skjól tók hún ávallt á móti okkur með hlýju brosi og konfekti. Í stuttri grein er margt ósagt af kostum Maju-Gretu Briem. Hún var sannarlega flestum dyggðum prýdd. Kona sem ég mat mikils – kona sem ég á svo margt að þakka – kona sem ég unni heitt. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Ragnarsdóttir Briem. Ég tók mín fyrstu skref á sænskri grundu líkt og föðuramma mín, Maja-Greta Briem, rúmum 50 árum áður. Síðar, hér á Íslandi, þreyttist ég seint á að skoða með henni ljós- myndir frá uppvaxtarárum hennar og hlusta á sögur frá Svíþjóð. Ég sá sem í draumi föðurhús hennar þar sem listir og menning skipuðu stóran sess, sá ömmu mína, unga og glaða, fyrir framan trönur föður síns. Einn- ig þótti mér rómantísk sagan af kynnum afa míns heitins, Eiríks Briem, og ömmu minnar. Bæði höfðu þau lokið námi og störfuðu í litlum bæ í Svíþjóð, fundu hvort annað og héldu síðar til Íslands þar sem þau bjuggu allar götur síðan. Ég á afa mínum og ömmu margt að þakka. Hjá þeim leið mér alltaf vel og Snekkjuvogur var mitt annað heim- ili. Sem barn var alltaf á vísan að róa hvað ömmu mína varðaði. Hún hafði ómælda trú á mér og hvatti mig til dáða. Á menntaskólaárunum mætti ég reglulega til hennar hvort sem um var að ræða frönskutíma, ferðir á listasöfn, tónleika hjá sinfóníunni, bíóferðir eða enska boltann. Alltaf var hún boðin og búin að ræða við mig um mín hjartans mál. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð okkar til Svíþjóðar þar sem við dvöldum í góðu yfirlæti hjá Anders, bróður hennar, og Maj-Britt nöfnu minni. Þar sýndi hún mér æskuslóðir sínar og ég sá hana ljóslifandi fyrir mér mörgum áratugum fyrr tilbúna til að takast á við lífið. Óhætt er að segja að lífshlaup ömmu minnar hafi verið farsælt og við sem þekktum hana söknum hennar sárt. Ég mun aldrei gleyma stundum okkar saman og þakka henni allan áhuga minn á list- um og klassískri tónlist. Hún kenndi mér að sjá hlutina í nýju ljósi og er mér mikilvæg fyrirmynd. Ég erfði grænu augun hennar og mun kapp- kosta að temja mér æðruleysi henn- ar og góðvild. Ég mun ætíð geyma minningu hennar í brjósti mér. Maj Britt Hjördís Briem. Sunnudagsmaturinn hjá ömmu og afa í Snekkjuvogi er okkur ógleym- anlegur. Við hlökkuðum til að fara til þeirra í hverri viku þar sem öll fjöl- skyldan var samankomin. Alltaf var nóg að gera í Snekkjuvogi, t.d. fannst okkur algjört ævintýri að fara upp í Dimmukompu og týnast þar innan um gamalt dót og hlusta á plötur. Jólin í Snekkjuvogi voru að sænskum hætti. Aðfangadagskvöld er sérstaklega bjart í minningunni. Amma bauð upp á sænskan jólamat og svo voru gjafirnar geymdar í lok- rekkju uppi á lofti. Við gátum ekki hugsað okkur að eyða aðfangadags- kvöldi annars staðar en hjá ömmu og afa í Snekkjuvogi. Amma bjó til góðan mat og var einnig góður kennari. Hún var alltaf tilbúin til að hjálpa til við heimanám- ið og segja okkur sögur bæði frá Sví- þjóð og Íslandi. Henni fannst alltaf gaman að hlusta á barnabörnin spila á píanó og studdi hún okkur í þeirri iðju. Amma var hlý og góð og við mun- um sakna hennar sárt. Við eigum henni margt að þakka og minning hennar mun alltaf lifa í hjarta okkar. Eiríkur, Katrín og Ólafur Andri. Ég kynntist Maju Grétu í gegnum móðurbróður minn, Eirík Briem. Maja Gréta var einstök kona, skemmtileg og greind og hvers manns hugljúfi. Þrátt fyrir veikindi hin síðari ár hélt hún skapgerðarein- kennum sínum og gladdi ávallt nær- stadda með ljúfu viðmóti og hlýju í hjarta. Ég á Maju Grétu, sonum hennar og tengdadætrum mikið að þakka fyrir að hafa tekið mér sem einni af fjölskyldunni og hef ég ávallt metið það mikils. Hennar verður sárt saknað. Fjölskylda mín og ég vottum Haraldi, Eiríki og fjölskyld- um þeirra dýpstu samúð okkar. Katrín S. Briem Cotton. Maja Greta var hugrökk kona. Hún tók veikindum sínum með æðruleysi. Brosti alltaf þegar hún fékk heimsóknir. Okkar kynni eru gömul. Hún var sú fyrsta af fjöl- skyldunni sem Pétur Thorsteinsson, eiginmaður minn, kynnti mig fyrir. Hann var mágur hennar og hafði kennt henni íslensku þegar hún flutti hingað frá Svíþjóð nýgift með eig- inmanni sínum, Eiríki Briem. Hún vildi tala íslenskuna rétt. Við urðum góðar vinkonur. Maja Greta var svo skemmtileg, svo greind. Hún vildi vita deili á öllum hlutum. Þegar við hittumst á árum áður vildi hún tala um heimspólitík- ina. Hvað var að ske í heiminum í dag? Af nógu var að taka, umræðu- efnin óþrjótandi og stutt í hláturinn. Betri vinkonu gat enginn átt. Ég mun aldrei gleyma henni. Oddný E. Thorsteinsson. Árið 1952 stóðu fjórir ungir menn að byggingu raðhúss við Snekkjuvog 3–9 í Reykjavík og fluttust þar inn um haustið ásamt fjölskyldum sín- um. Í þessum hópi var Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri og síðar forstjóri Landsvirkjunar, og kona hans Maja-Greta og synir þeirra tveir. Foreldrar mínir voru einnig þátttakendur í þessari framkvæmd, og fljótt myndaðist náin vinátta milli fjölskyldnanna. Um áratugi var ég heimagangur hjá þeim Maju-Gretu og Eiríki og tel ég það ekki lítið happ að hafa fengið að kynnast þeim svo vel. Maja-Greta var glæsileg kona og listræn eins og hún átti kyn til. Það var sænskur svipur yfir heimilinu, málverk eftir föður húsfreyjunnar prýddu veggi og langi bekkurinn við stofugluggann framandlegur en þó eins og hann hefði verið sniðinn fyrir þennan stað. Móðirin talaði sænsku við syni sína og það reyndist þeim því leikur einn að umgangast ömmu sína, móðurbróður og annað vensla- fólk þegar svo bar undir. Maður fann kannski til smæðar sinnar þegar er- lend tunga hljómaði í þessu húsi í út- hverfi Reykjavíkur. Þetta var eigin- lega forsmekkur að heimsmenningunni og lyfti í raun- inni tilverunni á nýtt stig. Glúntarnir hljómuðu á góðri stund. Maturinn var öðruvísi en annars staðar, hefðir og venjur aðrar en maður þekkti. Jólaskrautið var ekki það sama og hjá hinum. Og merkilegt fannst barninu að jólahaldið í Snekkjuvogi 7 skyldi hefjast um hádegi á aðfanga- dag. En sú venja hafði skapast hjá nokkrum sænsk-íslenskum vinafjöl- skyldum að koma þá saman til að fagna jólum. Þetta var sterkur hópur en kjarni hans og drifkraftur voru sænskar konur sem flust höfðu með mönnum sínum til Íslands í lok stríðsins. En það var ekki bara þessi sænski framandleiki og ljómi sem maður heillaðist af. Það var persónan sjálf, hún Maja-Greta, barngóð og þolin- móð; hún útskýrði en ávítaði ekki þó að stundum hefði sennilega verið ástæða til að skipta skapi. Og alltaf sýndi hún öðrum áhuga og þannig laðaði hún að sér unga sem aldna. Garðurinn hennar var sérlega gróskumikill enda hafði hún yndi af að annast hann. Fegurðarsmekkur- inn náði reyndar langt út fyrir húsið og garðinn því að umhverfið allt var henni hugleikið – og oft sást hún á gangi um næsta nágrenni og tíndi þá gjarnan upp rusl sem varð á vegi hennar. En hún fór víðar en um ná- grennið. Hún ferðaðist um heiminn með Eiríki, þeim mikla öðlingi, og kunni að njóta þess. Aðdáunarvert var að sjá hvað vel þau áttu saman. Þetta kom kannski best í ljós síðustu árin þegar Eiríkur hafði látið af störfum og líkamlegri heilsu hans hrakaði. Þá var Maja-Greta hans mikla stoð og stytta. Mikil andleg upplyfting var þá sem endranær að koma á heimili þeirra. Eiríkur lést veturinn 1989. Og sex árum síðar veiktist Maja-Greta og varð þá fljótlega að yfirgefa sína fal- legu íbúð. Það hafði verið tilhlökk- unarefni fjölskyldu minnar að flytj- ast aftur í nágrenni við hana. En þetta fór þá svona – og nú er Maja- Greta öll. En það lýsir af minning- unni um þessa einstöku og heil- steyptu konu. Sannarlega hafði hún sín hljóðlátu og menningarlegu áhrif á umhverfi sitt. Og ég sem þetta skrifa mun ætíð minnast hennar sem einhverrar merkustu og frábærustu manneskju sem ég hef kynnst. Baldur Hafstað. Maja-Greta Briem var, ásamt móður minni, ein af nokkrum ungum sænskum konum sem giftust ís- lenskum námsmönnum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og fluttust með þeim til Íslands þegar stríðinu lauk. Þessar konur mynduðu næstu áratugi kjarnann í félagsskap sem kallaði sig Islandssvenskorna og hélt í heiðri sænska siði og venjur. Í minningunni stafar miklum ljóma af Luciuhátíðum 13. desember og klukkan eitt á aðfangadag kom sam- an þrengri hópur við sænskt jóla- hlaðborð með skinku, síld og kjöt- bollum, sem þótti þá mikil nýlunda. Með Maju-Gretu og móður minni var alla tíð djúpstæður vinskapur og þau tíu ár sem hún lifði föður minn reyndist Maja-Greta henni ómetan- leg stoð og stytta. Ég hef dáðst mjög að Maju-Gretu Briem frá því ég man fyrst eftir mér. Hún var falleg kona, skarpgreind og vel að sér um flesta hluti. Sem barni var það mér sérstakt tilhlökkunar- efni að koma í heimsókn til sona hennar, Haraldar og Eiríks, á hið fallega heimili þeirra, prýtt stílhrein- um sænskum húsgögnum og með málverkum eftir föður Maju-Gretu, sænskan listmálara, á veggjum. Mér leið alltaf vel í návist hennar. Hún var hinn mildi og styrki stjórnandi sem hélt vel um alla þræði, en horfði samt í gegnum fingur sér með ýmis strákapör og hló jafnvel að vitleys- unni sínum hvella smitandi hlátri, en var svo alltaf til staðar til þess að bjarga málum ef eitthvað fór úr- skeiðis. Þegar heilsan brast fyrir tæpum tíu árum mætti hún erfiðum örlögum sínum með aðdáunarverðri reisn og æðruleysi og þótt hún mætti ekki mæla gat hún enn hlegið þessum smitandi hlátri. Ég kveð hana með söknuði og virðingu. Sven Þ. Sigurðsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2003 23 Móðir mín og amma, ODDNÝ SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR frá Refsstöðum, Melteig 8, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 16. des- ember. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 11.00. Jarðsett verður frá Stóra-Ási síðar sama dag. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Dagbjartur Kort Dagbjartsson, Sigurður Árni Dagbjartsson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólheimum 25, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 30. desember kl. 13.30. Gunnar Gunnarsson, Málfríður Skjaldberg, Steinar Gunnarsson, Anna Rósa Kristinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Bára Benediktsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn og faðir, ÞORKELL ÁRNASON frá Teigi í Grindavík, til heimilis á Höskuldarvöllum 13, lést í Víðihlíð mánudaginn 22. desember sl. Hann verður jarðsettur frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 13.00. Fyrir hönd barna okkar og fjölskyldna, Kristín J. Hjaltadóttir, Kristín Þorkelsdóttir og Árni Þorkelsson. Lokað ARKO teiknistofa verður lokuð þriðjudaginn 30. desember vegna útfarar GUÐFINNU GUÐJÓNSDÓTTUR, hárgreiðslumeistara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.