Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÁN Í ERLENDRI MYNT Íslandsbanki mun frá og með ára- mótum bjóða nýja gerð húsnæð- islána, en lánin eru óverðtryggð og að hluta til eða öllu leyti í erlendri mynt. Lántakandi velur lánstíma, en hann verður á bilinu 5 til 40 ár og veðsetningarhlutfall mest 80%. Vopnaðir verðir skylda Bandarísk stjórnvöld ætla fram- vegis að krefjast þess að flugvélar sem eru á leið til landsins hafi vopn- aða lögreglumenn um boð ef vís- bendingar hafa borist um að flug- ræningjar hyggist ræna vélinni og nota hana til árása vestra. Á reglan að gilda um jafnt farþegavélar sem flutningavélar. Heimaríki umrædds flugfélags fær það hlutverk að út- vega verðina. Fulltrúar heima- varnaráðuneytisins í Washington munu láta flugfélög vita þegar sér- stök hætta er talin vera á að ákveð- inni vél verði rænt. Fölsuð vegabréf í skónum Karlmaður var stöðvaður á leið úr landi með þrjú fölsuð japönsk vega- bréf falin í skónum. Þegar maðurinn gekk í gegnum vopnaleitartæki í Leifsstöð kom viðvörunarhljóð og var maðurinn þá beðinn um að fara úr skónum. Vegabréfin voru stíluð á þrjár kínverskar stúlkur sem nýlega luku afplánun 30 daga fangelsis fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum. Þjóðernisöfgamenn sigruðu Flokkur þjóðernisöfgamanna, Róttæki flokkurinn, sigraði í þing- kosningunum sem fram fóru í Serbíu á sunnudag. Fékk hann rúm 27% at- kvæða og 81 þingsæti af alls 250. Næstur kom flokkur Vojislavs Kost- unica, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu sem var, með tæp 18% og 53 sæti. Meðal liðsmanna Róttæka flokksins er Vojislav Seselj sem nú er í varðhaldi í Haag, sakaður um stríðsglæpi. Þrátt fyrir sigur þjóð- ernisöfgamanna er talið líklegt að flokkar lýðræðislegra umbótasinna myndi samsteypuríkisstjórn. Met í verðbréfaviðskiptum Met verður slegið í verðbréfa- viðskiptum með hlutabréf og skulda- bréf í Kauphöll Íslands á árinu sem er að líða. Stefnir í að veltan verði 1.570 til 1.580 milljarðar króna í ár, sem er tæplega 40% aukning frá síð- asta ári þegar veltan var 1.133 millj- arðar. Veltan í ár er á við fimmföld ríkisútgjöld. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 12 Þjónusta 31 Erlent 14/16 Viðhorf 32 Heima 17 Minningar 34/39 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 18 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Sport 44/47 Landið 20 Kvikmyndir 48 Austurland 21 Fólk 48/53 Daglegt líf 24 Bíó 50/53 Listir 25/26 Ljósvakar 54 Umræðan 27 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ELSA E. Guðjónsson hlaut í gær heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright fyrir árið 2003. Elsa hlýtur verðlaunin fyrir víðtækar rannsóknir sínar á vefnaði og útsaumi og ritstörf um hannyrðir íslenskra kvenna. Heið- ursverðlaunin voru veitt við hátíð- lega athöfn í Norræna húsinu í gær. Ötul við að lýsa vinnuáhöldum og tækni við handverk Dr. Sturla Friðriksson, stjórn- arformaður Ásusjóðs, flutti ávarp við afhendinguna og fjallaði m.a. um þann mikla fróðleik sem íslenskar bókmenntir geyma um vefnað og fatnað fyrri alda. „Íslendingar hafa löngum verið sauðfjárræktarþjóð. Þar af leiðandi hefur verið fram- leidd hér mikil ull, og kunnu konur að breyta „mjólk í mat og ull í fat“. Þær sáu þjóðinni raunverulega fyrir fatnaði um allar aldir. Til gamans má áætla, að landsmenn hafi að jafnaði átt um 250 þúsund fjár. Á hverju vori þurfti að rýja þetta fé. Fékkst af ánni um tveggja kílóa ull- arreifi. Árlega fengust því 500 þús- und kíló ullar, 500 tonn, sem konur þurftu að þvo og þurrka, kemba, spinna og vefa úr og að lokum sníða, sauma og gera úr klæði eða prjóna úr og þæfa. Þetta unnu 20 þúsund konur árlega í ellefu hundruð ár,“ sagði Sturla m.a. í erindi sínu. Sagði hann verðlaunaþegann hafa verið ötula við að lýsa vinnuáhöldum og tækni við hin ýmsu handverk og gera grein fyrir margþættum hann- yrðum kvenna á Íslandi. Elsa er fædd í Reykjavík 21. mars 1924. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942, en fór að því loknu til Bandaríkj- anna og stundaði nám í textíl- og búningafræði ásamt listasögu við Washington-háskólann í Seattle í Bandaríkjunum. Hlaut hún BA- gráðu þaðan 1945 og MA-gráðu 1961. Elsa vann að stofnun handa- vinnudeildar Kennaraskóla Íslands 1947 og kenndi þar til 1954. Hún varð safnvörður og sérfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands frá 1963 og deildarstjóri frá 1985. Hefur hún kennt sögu íslenskra textíla og þjóð- búninga við Kennaraháskóla Ís- lands, Húsmæðraskólann á Varma- landi, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Heimilis- iðnaðarskólann og í félagsvísinda- deild Háskóla Íslands. Hefur hún víða flutt fyrirlestra um heimilis- iðnað og fræðsluerindi, fjallað um handavinnu kvenna í útvarpi og sjónvarpi og kynnt íslenska þjóð- búninginn erlendis. Sá íslenski fræðimaður sem mest fjallaði um fornan vefnað „Elsa er einn sá íslenski fræði- maður, sem mest hefur fjallað um fornan vefnað. Hefur hún ritað gagnmerkar greinar um vefstaði þá sem notaðir voru til þeirrar iðju fyrr á öldum, en leifar kljásteins- vefstaða hafa bæði fundist hér og í Grænlandi,“ sagði Sturla. Hefur Elsa einnig fjallað mikið um list- saum íslenskra kvenna og rakið mjög rækilega sögu þeirrar list- handavinnu. Elsa varð félagi í Vísindafélagi Ís- lendinga 1985, hún hlaut verðlaun frá Konunglegu Gustav Adolfs Aka- demíunni í Uppsölum 1987 og við- urkenningu Hagþenkis 1992. Elsa var sæmd doktorsnafnbót frá Há- skóla Íslands árið 2000. Elsu E. Guðjónsson veitt heiðursverðlaun Ásusjóðs fyrir hannyrðarannsóknir Víðtækar rannsóknir og ritstörf um hannyrðir íslenskra kvenna Morgunblaðið/Jim Smart Sturla Friðriksson, formaður stjórnar Ásusjóðsins, veitir Elsu E. Guð- jónsson viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar í Norræna húsinu í gær. KONAN sem slasaðist þegar hún varð fyrir bíl á leið yfir Kringlumýrarbraut 19. desem- ber sl. er komin til meðvitund- ar, en henni var haldið sofandi í öndunarvél þar til á sunnudag. Hún er á góðum batavegi að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Komin til meðvitundar EKIÐ var á tvö tólf ára börn á umferðareyju við hringtorg á Lönguhlíð í Reykjavík um kl. 22 í gær. Ökumaður mun hafa misst stjórn á bílnum og lent á börnunum. Annað barnið var í fyrstu fast undir bílnum og var það flutt á slysadeild, en hitt hlaut minniháttar meiðsl. Ekið á tvö börn TÓLF ára drengur slasaðist á andliti og höndum þegar skot- terta sem hann var að taka í sundur ásamt níu ára frænda sínum sprakk í höndunum á honum. Slysið varð á sunnudag á höfuðborgarsvæðinu. Drengurinn liggur nú á Barnadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss og er þar í um- sjón lýtalækna. Hann hlaut 2. stigs brunasár í öllu andlitinu og skaddaðist á hægri hendi. Hann gekkst undir aðgerð í gær og segir læknir hans að hann komi til með að ná sér með tímanum. Drengurinn skaddaðist líka í augum en það virðist minniháttar. Ljóst er að hann þarf að liggja á sjúkrahúsi fram yfir áramót. Á sjúkrahúsi eftir flug- eldaslys ÁKVEÐIÐ hefur verið að vaktstöð siglinga taki til starfa á næsta ári og verði í Skógarhlíð í Reykjavík, en um er að ræða eftirlitsmiðstöð skipaum- ferðar í íslenskri lögsögu. Verkefnin hafa verið á vegum samgönguráðuneytisins, en rekstur vaktstöðvar siglinga verður í hönd- um dómsmálaráðuneytisins frá og með áramótum. Yfirumsjón með framkvæmdinni verður áfram hjá Siglingastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmdinni og verður hinn fag- legi kaupandi þjónustunnar. Samkvæmt samningi hafa Lands- síminn og Slysavarnafélagið Lands- björg sinnt starfinu en auk fulltrúa þeirra, Siglingastofnunar og ráðu- neytisins hafa fulltrúar frá ríkislög- reglustjóra, Neyðarlínunni og Land- helgisgæslunni unnið að undirbúningi stöðvarinnar að undan- förnu. Gert er ráð fyrir að þessar stofnanir komi að framkvæmdinni í nánustu framtíð. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að hug- myndin sé að koma vaktstöðinni fyr- ir í Skógarhlíðinni þar sem björgun- armiðstöð sé fyrir. „Menn sjá ýmis samlegðaráhrif við það að hafa þetta allt á einum stað,“ segir hann og vís- ar til fyrrnefndra stofnana og ann- arra sem koma að björgunarmið- stöðinni. „Þarna gefst möguleiki á því að tengja þetta saman við stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar en það kallar þá á flutning hennar upp í Skógarhlíð, ef af verður.“ Samningur laus um áramót Að sögn Stefáns er málið enn á teikniborðinu. Stíft hafi verið fundað að undanförnu, þar sem menn hafi skipst á skoðunum og velt fyrir sér mögulegum útfærslum. Um áramót- in renni út samningar milli Siglinga- stofnunar annars vegar og Símans og Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar hins vegar, en þeir verði fram- lengdir í að minnsta kosti eitt ár á meðan verið sé að ganga frá fyrir- komulaginu til framtíðar. Samning- urinn við Símann sé upp á um 170 til 180 milljónir króna á ári en samning- urinn við Slysavarnafélagið Lands- björg upp á 25 til 35 milljónir kr. á ári. Öllum starfsmönnum hafi verið sagt upp en ráðning þeirra hafi verið framlengd í samræmi við framleng- ingu samninganna út næsta ár. Starfið hefur að mestu verið í Gufunesi en auk þess falla strand- stöðvar, sem að mestu leyti eru sjálf- virkar, undir vaktstöðina. Stefán segir að auk samlegðaráhrifanna telji menn að öryggi aukist til mikilla muna við það að hafa þjónustuna alla á einum stað og það sé aðalatriðið. Vaktstöð siglinga verður til húsa í Skógarhlíð VIÐRÆÐUR við þá aðila, sem lýst hafa áhuga á kaupum á hlutum úr Brimi, sjávarútvegsdeild Eimskipa- félagsins, munu hefjast af alvöru 5. og 6. janúar næstkomandi. Lands- bankinn náði ekki að ljúka und- irbúningsvinnu vegna viðræðnanna fyrr en rétt fyrir jól og því var ákveðið að bíða fram á nýja árið, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, for- manns stjórnar Eimskipafélagsins. Heimamenn á öllum stöðum hafa lýst áhuga sínum á viðræðum um hugsanleg kaup. KEA og Afl, fjár- festingarfélag, hafa lýst áhuga á kaupum á starfsemi ÚA, heima- menn á Skagaströnd vilja kaupa starfsemi Skagstrendings og Fisk- iðjan Skagfirðingur hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Á Akra- nesi vilja stjórnendur HB ræða kaup ásamt Ísfélaginu og Trygg- ingamiðstöðinni. Sandgerðisbær hefur lýst áhuga á kaupum á afla- hlutdeild þeirri, sem fluttist úr bænum upp á Akranes við samein- ingu Miðness og HB, um 4.000 tonnum og loks hefur Grandi lýst áhuga á HB eins og reyndar hafði komið fram áður. Ekki liggur fyrir hvort fyrirtækið hyggst standa eitt að kaupunum eða í félagi við aðra. Kristján Davíðsson, forstjóri Granda, segir að eins og áður hafi komið fram hafi Grandi lýst áhuga sínum, hvað út úr því komi verði einfaldlega að koma í ljós. Ekkert sé að segja frekar um málið nú. Viðræður um Brim hefjast í janúar Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.