Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Sverrir Bílstjórar á minni bílum lentu í vandræðum í lélegri færð í gær. TALSVERÐAR tafir urðu í umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu í gær, en hríðarbylur geisaði fram undir hádegi og skóf mikið í skafla á gatnamótum, hringtorgum og bíla- stæðum. Bílar voru stopp víða um borgina í gær og ollu þeir talsverðum töfum þar sem þeir sátu fastir á götunum og töfðu auk þess snjómokstur. Ekki var mikið um óhöpp af völdum kyrrstæðra bíla og segir Lögreglan í Reykjavík fjölda slysa eins og á meðaldegi. Lögreglumenn vildu ekki meina að bílar væru verr búnir nú en áður, færð hafi spillst fljótt og ekki orðið verri í langan tíma. Björgunarsveitir Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar voru kall- aðar út um kl. 11 í gærmorgunn að beiðni lögreglu til að aðstoða bíla sem sátu fastir víða á höfuðborg- arsvæðinu. Alls voru 84 björg- unarsveitarmenn á 29 björg- unarjeppum að hjálpa fólki sem ekki komst leiðar sinnar. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að mest hafi verið um hjálparbeiðnir frá ökumönnum í efri hverfum borgarinnar, og áætlar hann að hjálparsveitarmenn hafi komið rúmlega 200 bílstjórum til aðstoðar. Nokkuð var um að bílar festust á Hellisheiði og hjálpuðu björg- unarsveitarmenn á vel búnum jepp- um fólki sem komst ekki leiðar sinnar niður af heiðinni, og gekk greiðlega að losa bílana að sögn lögreglu. Færð á Vesturlandi og Snæfells- nesi var almennt ágæt, og ekki margir á ferð þegar veðrið var sem verst, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Mikil ófærð og umferðartafir á götum höfuðborgarsvæðisins í gær eftir talsverða snjókomu Björgunarsveitarmenn komu rúmlega 200 ökumönnum til hjálpar í slæmri færð í gær. Tugir björgunarsveitar- manna til aðstoðar Margir skildu bílana eftir heima og notuðust við strætisvagna til að komast leiðar sinnar. FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR sjúkrabílar hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins voru settir á keðjur í gær. Nokkur ár eru síðan tilefni var til þess síð- ast en ófærðin á höfuðborgar- svæðinu í gær krafðist tafar- lausra úrlausna. Slökkviliðið á fimm fjórhjóla- drifna sjúkrabíla og sjö bíla með afturhjóladrifi sem allir voru settir á keðjur þar sem mjög erf- iðlega gekk að komast að heim- ilum þar sem sjúklingar biðu. Í a.m.k. einu bráðatilviki skap- aðist hætta þegar afturhjóladrif- inn sjúkraflutningabíll komst alls ekki á leiðarenda og þurfti fjórhjóladrifinn neyðarbíll að annast flutning á sjúkrahús. Einkum voru það sjúkraflutning- ar vegna veikinda sem mæddu á sjúkraliðinu í gær en slysatilvik voru vart teljanleg að sögn vakt- stjóra. Strætisvagnaumferð gekk fremur illa í gær og voru það vanbúnir bílar sem stöðvast höfðu á götum sem töfðu stræt- isvagna auk sjálfrar ófærðarinn- ar sem ríkti í gær. Þó var reynt eftir fremsta megni að halda strætisvagnaleiðum opnum. Annir hjá leigubílstjórum Leigubílastöðvarnar fengu líka sinn skerf af annríki því upp úr kl. 9.30 kom sprenging í leigu- bílapöntunum. Hjá Hreyfli Bæj- arleiðum var gríðarlegt álag og voru bílar pantaðir út um alla borg. Kalla þurfti út aukalið til að svara símanum og var aðeins farið að draga úr hringingum upp úr kl. 14. Ekki hafði starfsfólkið hjá BSR það náðugt heldur, illa gekk að sinna pöntunum og van- búnir bílar út um alla borg töfðu umferð mikið. Einnig tafði það þjónustuna að lítið var skafið af götum borgarinnar vegna dimmra élja Keðjur settar á sjúkrabílana KAUPFÉLAG Borgfirðinga svf. segir að félagið og dótturfélag þess, KB Borgarnesi ehf., hafi einkarétt á vörumerkinu KB og hefur það nú falið lögmanni sínum að gæta hagsmuna félagsins gagn- vart Kaupþingi Búnaðarbanka sem hefur tekið upp skammstöfunina KB í auglýsingum og kynningum og hyggst breyta nafni bankans í KB banka. Í tilkynningu kaupfélagsins segir að vörumerkið sé hluti af heiti fé- lagsins og kaupfélagið hafi allt frá stofnun fyrir hundrað árum, 4. jan- úar 1904, notað umrætt vörumerki til styttingar á heiti sínu. Þá er á það bent að skammstöfunin KB sé í merki kaupfélagsins og ennfremur sé vörumerkið notað sem forskeyti um ýmsar rekstrareiningar innan félagsins. Notkun Kaupfélags Borgfirðinga svf. hafi því skapað félaginu ótvíræðan vörumerkjarétt á vörumerkinu KB samkvæmt vörumerkjalögum. Þá komi skammstöfunin KB fyrir í slóð að heimasíðu Kaupfélags Borgfirð- inga svf.: www.kb.is. Opna undir nýju heiti á 100 ára afmælinu Guðsteinn Einarsson, kaup- félagsstjóri, segir að í vor hafi bankinn falast eftir því að fá lénið kb.is keypt en ekki hafi náðst lend- ing í því máli og síðan hafi engar viðræður farið fram. „Okkur fannst og finnst enn að staðreyndin sé sú að þeir hefðu getað fundið sér frumlegra nafn en að taka upp þetta heiti. Okkar lögmenn meta það þannig að á grundvelli þess að við séum búnir að nota nafnið með þessum hætti svona lengi sé þessi réttur til staðar. Okkur finnst að okkur vegið og þetta líka mjög leið- inleg tímasetning að daginn sem bankinn verður opnaður undir þessu nafni verðum við að halda upp á 100 ára afmæli kaupfélagsins með stórveislu í Borgarnesi. Þann- ig að þetta er líka tilfinningamál,“ segir Guðsteinn. KB ekki í vörumerkjaskrá KB banki vísar gagnrýni Kaup- félags Borgfirðinga um misnotkun á vörumerki alfarið á bug. Í yfirlýs- ingu frá Kaupþingi Búnaðarbanka segir að bankinn telji sig í fullum rétti til að notast við heitið KB banki enda sé vörumerkið KB ekki skráð í vörumerkjaskrá. „Vandlega var farið yfir málið af lögfræðingum bankans og leitað ráða hjá sérfræðingum í vöru- merkjarétti. Samhljóða álit þeirra er að KB banki sé í fullum rétti til að nota heitið. Þess má geta að nú þegar eru skráð og starfandi önnur félög með heitinu KB, sem eru ótengd rekstri Kaupfélags Borg- firðinga. Starfsemi þessara félaga sem og Kaupfélags Borgfirðinga er mjög ólík starfsemi bankans og því fæst ekki séð að ruglingshætta skapist. Bankinn harmar því þessi viðbrögð Kaupfélags Borgfirð- inga,“ segir í yfirlýsingu bankans. Hafa notað vörumerk- ið KB í heila öld Kaupfélag Borgfirðinga mótmælir nafninu KB banki UNGIR jafnaðarmenn, ungliða- hreyfing Samfylkingarinnar, fá ekki aðgang að lista yfir stofn- fjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Ungir jafnaðarmenn höfðu beðið embættis- og stjórn- málamenn í röðum stofnfjáreig- enda í SPRON að afsala sér og skila öllum hugsanlegum gróða af sölu SPRON umfram eðlilega vexti og verðbætur og jafnframt fóru þeir fram að fá aðgang að lista yfir stofnfjáreigendur. Rætt á stjórnarfundi Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri, segir málið hafa ver- ið rætt á stjórnarfundi í SPRON í gær. „Í samþykktum SPRON er kveðið á um að allir stofnfjár- eigendur hafi aðgang að þeirri skrá sem geymir nöfn stofnfjár- eigenda en aðrir eru ekki til- greindir þannig að þetta liggur alveg ljóst fyrir. Ef menn horfa til annarra laga eins og um hlutafélög fá þeir einir aðgang að slíkum upplýsingum sem eru hluthafar og svo opinberir aðil- ar. Þetta á einnig við um SPRON. En ef stofnfjáreigend- ur koma hingað geta þeir að sjálfsögðu fengið að sjá þessa skrá en hún er ekki opin al- menningi,“ segir Guðmundur. Aðeins stofn- fjáreigendur hafa aðgang að listanum EKKI er inni í myndinni að annar að- ili en Kaupþing Búnaðarbanki eignist hlut sjálfseignarsjóðs SPRON þegar sparisjóðnum verður breytt í hlutafélag og breytir engu þótt hærra tilboð kynni að koma fram á síðustu stundu þar sem SPRON er bund- inn af samkomu- lagi því sem hann hefur gert við Kaupþing Búnaðar- banka. „Við höfum gefið út viljayfirlýsingu um þetta samstarf við Kaupþing Bún- aðarbanka,“ segir Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON. Jón segir menn hafa leitað til við- skiptabankanna í þeim tilgangi að fá að vita hvernig þeir sæju fyrir sér samstarf eða breytingu á eignarhaldi SPRON. Í ljósi þeirra hugmynda sem viðskiptabankarnir þrír hafi síðan lagt fram fyrir stjórn SPRON hafi hún valið Kaupþing Búnaðarbanka sem hún hafi talið hagstæðasta kost- inn fyrir SPRON, bæði að því er snerti verð og starfsemi. „Það má segja að við höfum þannig lokað dæminu fyrirfram,“ segir Jón G. Tómasson. SPRON bundið af viljayfir- lýsingu Jón G. Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.