Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KVEIKT verður í áramótabrennum kl. 20:30 á gamlárskvöld víða í Reykjavík. Treglega gekk að safna í bálkesti í gær vegna ófærðar, en þeireru reistir í samstarfi við Eld- varnareftirlit og sækja þarf um brennuleyfi hjá lögreglunni í Reykjavík. Ekki er heimilt að setja hvað sem er í brennur en almenningi er frjálst að koma með ýmislegt úr fórum sín- um sem ekki er hættulega meng- andi. Kjósa því margir að farga drasli sínu á áramótabrennu og sjá logana gleypa jafnvel heilu eldhús- innréttingarnar og kyrja um leið Máninn hátt á himni skín. Að þessu sinni er spáð rigningu á gamlárs- kvöld en votviðrið eitt ætti þó ekki að skemma fyrir brennuglöðu fólki, sem upp til hópa hefur það fyrir fastan sið að sækja brennur í sínu hverfi, sýna sig og sjá aðra. Æskilegasta brennuefni er ómeð- höndlað timbur, pappi og pappír. Óheimilt er að brenna gagnfúavarið timbur, plast og gúmmíefni svo sem plastkassa, fiskikör, netaafskurð, bíldekk og spilliefni. Lögreglan í Reykjavík vekur at- hygli fólks á því að vera ekki með skotelda við brennur, enda getur notkun skoteldanna verið varasöm þar sem margir safnast saman. Við brennur þarf að sýna ýtrustu var- kárni engu síður en annars staðar. Enginn má versla með skotelda í smásölu nema hann hafi til þess leyfi frá hlutaðeigandi lögreglu- stjóra. Skotelda má ekki selja til unglinga yngri en 16 ára. Öll sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára er óheimil nema annars sé sérstak- lega getið. Fullorðið fólk þarf að hafa vit fyr- ir börnunum og gæta þess að þeim stafi ekki hætta af skoteldum og blysum. Börnin geta stundum orðið áköf, vilja gleyma sér við spennandi aðstæður og ganga þá stundum lengra en æskilegt er. Lögreglan hvetur fólk þá til að gæta hófs í áfengisneyslu og for- eldra til að gleyma ekki börnum sín- um svo flestir megi eiga ánægjuleg áramót. Hverjum og einum má einn- ig vera ljóst að meðferð áfengis og notkun skotelda og blysa fer alls ekki saman. Tekið á móti efni fram á gamlársdag Söfnun í áramótabrennur hófst í gær og verður tekið á móti efni þar til bálkestir eru orðnir hæfilega stórir eða í síðasta lagi kl. 14 á gaml- ársdag. Tveir til þrír starfsmenn frá hverfabækistöðvum Gatnamálastofu verða á vakt fram á gamlársdag og taka á móti efni. Bálkestir verða síð- an vaktaðir fram til 20:30 á hverjum söfnunardegi. Um hádegi á morgun verður olía sett á bálkesti og frá þeim tíma verður einn starfsmaður á vakt fram til kl. 20:30, en þá verður kveikt í bálköstunum. Frá kl. 20:30 til mið- nættis verður brennustjóri ásamt aðstoðarmanni á vakt til miðnættis. Gert er ráð fyrir að 4 vatnsbílar fari út um kl. 2 aðfaranótt nýársdags og hefji slökkvistarf. Bálkestir rísa víða í Reykjavík Morgunblaðið/RAX MEÐ upptöku neta er hægt að auka verulega arðsemi vatnasvæðis Ölfus- ár og Hvítár í Árnessýslu og þar með tekjur veiðiréttarhafa og annarra sem tengjast sölu veiðileyfa og þjón- ustu. Með því að hætta netaveiðum og taka alfarið upp stangveiði má allt að tífalda tekjur af laxi, eða úr 500 krónum kílóið fyrir netalax í 5.000 kr/ kg fyrir stangveiddan lax. Þetta er ein helsta niðurstaða loka- verkefnis nokkurra nemenda í verk- efnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntunardeild Háskóla Ís- lands. Verkefnið miðaði að því að kanna hvort hægt væri að auka arð- semi vatnasvæðisins með upptöku neta og seiðasleppingum með kvía- aðferð. Einnig var ætlunin að kanna viðhorf og væntingar veiðiréttarhafa og stangveiðifélaga. Verkefnavinnan fólst í því að safna upplýsingum, m.a. með viðtölum við ellefu einstaklinga; hagsmunaaðila, menn með reynslu af sambærilegum verkefnum annars staðar og með þekkingu á stangveiðimarkaðnum. Einnig var viðhorf meðal 182 veiði- réttarhafa á svæðinu kannað í þeim tilgangi að fá fram hug þeirra til þess að netaveiði yrði hætt, stangaveiði tekin upp og laxagengd aukin með seiðasleppingum. Niðurstaða þessarar viðhorfskönn- unar, þar sem svarhlutfallið var 67%, var að 55% þeirra sem svöruðu vildu að netaveiði yrði hætt, 40% vildu það ekki og 5% voru hlutlaus eða óákveð- in. Er spurt var um seiðasleppingar með kvíaaðferð á vatnasvæðinu vildu 83% svarenda taka upp þá aðferð, 13% vildu það ekki og 4% voru hlut- laus eða óviss. Þá töldu 57,4% svar- enda að tekjur sínar myndu aukast við upptöku neta og með seiðaslepp- ingum, 32% töldu svo ekki gerast og 10,6% voru óviss. Þau sem unnu verkefnið; Helga Jónsdóttir, Hulda Bergvinsdóttir, Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson og Steinar Jónsson, telja að upptaka neta sé lykilatriði til að ná arðseminni fram. Veiðifélag Árnes- inga gegni lykilhlutverki í því sam- bandi að ná samstöðu og samningum um það. Miðað við gefnar forsendur aukist arðsemin mest við upptöku netanna og sé grunnur að stóraukinni fiskirækt og fiskgengd á svæðinu sem skapi mikinn arð. Taka nemendurnir undir með einum viðmælanda sínum sem sagði að þetta væri „stærsta tækifærið í íslenskri laxveiðisögu.“ Viðkvæmt mál Netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár hefur verið viðkvæmt mál í gegnum tíðina og skiptar skoðanir verið uppi meðal neta- og stangveiði- manna. Þetta birtist m.a. í því að for- maður Veiðifélags Árnesinga svaraði ekki spurningum sem honum voru sendar, gjaldkeri félagsins neitaði viðtali við nemendurna og hið sama gerði einn netabóndi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Netaveiði í Ölfusá og Hvítá hefur snarminnkað á undanförnum árum og er nú ekki nema um 20% af því sem hún var árin 1972–1980, og hefur stangveiði einnig minnkað. Hægt er að auka tekjur af þeim með því að hætta netaveiðum. Unnt að tífalda veiðitekjur LÖGREGLAN í Reykjavík vekur sérstaka athygli á því bannað er að nota skotelda að nóttu til fram til 6. janúar að nýársnótt undan- skilinni. Eftir þrettándann, 6. jan- úar, eru skoteldar alfarið bann- aðir, hvort heldur er að degi eða nóttu. Lögreglan segist munu fylgja þessu banni fast eftir og hvetur fólk til þess að virða bann um að skjóta engum skoteldum upp eftir miðnætti og fram til klukkan níu á morgnana næstu daga. Nýársnótt er því eina nóttin þar sem skot- eldar eru leyfilegir. Undanfarin ár hefur mikið verið kvartað við lögregluna undan sí- felldri skoteldanotkun að næt- urlagi með tilheyrandi hávaða og hefur nú verið brugðist við með því að banna slíkt. Skoteldar bannaðir að næturlagi ÞREMUR jeppamönnum á þremur jeppum var komið til aðstoðar í fyrri- nótt skammt austan við Landmanna- laugar. Mennirnir voru á sínum jeppanum hver og völdu sér Fjalla- baksleið af Breiðbaki í Laugar. Það er nokkuð algeng leið úr austri í Laugar, en færið reyndist ferðalöng- unum of þungt og fjórhjóladrifið í einum jeppanum bilaði. Fjórir björg- unarsveitarmenn frá Dagrenningu á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveit- inni Hellu fóru til aðstoðar á og komu mönnunum á greiðan veg svo þeir urðu sjálfbjarga. Þeir voru á Toyota, Isuzu og Musso jeppum og vel búnir að sögn Jóns Her- mannssonar vettvangsstjórnanda. Útkallið kom kl. 23 á sunnudags og lauk aðgerðum kl. 8 í gærmorgun. Jeppamönnum við Laugar hjálpað GRUNUR leikur á að flugeldur hafi orsakað eldsvoða í gamla Ís- bjarnarhúsinu á Seltjarnarnesi í fyrrakvöld. Rannsókn á tildrögum eldsvoðans stendur yfir hjá lögregl- unni í Reykjavík. Rannsóknin nær einnig til þess gífurlega magns af bensíni sem geymt var í húsnæðinu í trássi við reglur. Um eitt þúsund lítrar voru geymdir þar á brúsum og stenst slíkt ekki byggingarreglugerð nr. 441/1998. Samkvæmt henni verður að geyma eldfim efni í sérstökum brunahólfum og varðar brot á reglugerðinni sektum eða varðhaldi. Búið er að fjarlægja bensínið og rannsakar lögreglan hvernig á því stóð að því var komið fyrir í jafn- miklum mæli og raun ber vitni. Þá var mikið af flugeldum í húsnæðinu en þar voru öll leyfi í lagi að sögn lögreglunnar. Kanna bens- ínbirgðir ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir að landrými sé mjög tak- markað í vesturbæ Reykjavíkur og því hafi borgin ekki á lausu lóðir fyrir hjúkrunarheimili í þeim bæj- arhluta. „Við höfum fengið um- sóknir frá aðilum í Reykjavík en höfum ekki getað brugðist við þeim óskum.“ Fram kom í Morgunblaðinu í gær að bæjarstjórn Seltjarnarnes- bæjar hefði falið Jónmundi Guð- marssyni bæjarstjóra að vinna að áformum um byggingu hjúkrunar- heimilis á svonefndri Lýsislóð við Eiðsgranda. Þórólfur bendir á að þegar einkaaðilar eigi lóðir, eins og í tilviki Lýsislóðarinnar en hún er í eigu Íslenskra aðalverktaka, séu þær falar á markaðsvirði. „Það gerir þeim aðilum, sem eru í upp- byggingarstarfsemi fyrir ríki og borg erfiðara fyrir, þ.e. fjárhags- legur grundvöllur verður erfiðari, ef þeir þurfa að kaupa lóðirnar á markaðsvirði.“ Lóðir ekki á lausu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.