Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Flugeldasala björgunarsveitanna Með 21 gám af flugeldum Það styttist ótæpi-lega í gamlárs-kvöld, sala flug- elda er í algleymingi og heyrst hefur að útlit sé fyrir að landsmenn kaupi meira af flugeldum heldur en nokkru sinni fyrr og eins og kunnugt er þá hefði margur vart trúað því fyrirfram að slíkt væri hægt. Slysavarnafélögin, undir hatti Landsbjargar, fjármagna megnið af starfsemi sinni með tekjum af flugeldasölu og gera það í mikilli sam- keppni við aðra aðila, t.d. íþróttafélög sem hafa um- talsverðar tekjur af söl- unni. Morgunblaðið ræddi um gang mála við Krist- björn Óla Guðmundsson, framkvæmdastjóra Slysavarna- félagsins Landsbjargar, og fara svör hans hér á eftir. Hvað flytjið þið mikið inn af flugeldum? „Þær upplýsingar eru ekki fyr- irliggjandi hjá okkur, en þetta er heildarinnflutningur upp á nokk- ur hundruð tonn og eftir áramót- in verður reiknað út hver okkar hlutur er í því. Það sem við vitum er að 21 gámur kom til landsins okkur til handa fyrir þessi ára- mót sem er aðeins meira en í fyrra. Salan er þó svipuð og verð- ið það sama. Annars er þetta ekki alveg svart og hvítt, vöru- breytingar hafa komið við sögu. Menn kaupa t.d. meira af tertum og ein terta er þyngri heldur en tvær rakettur. Krónutalan breyt- ist ekki, en þyngdin breytist.“ Hvað er mikil framleitt hér á landi? „Framleiðsla á flugeldum hér á landi er lítil sem engin en það sem er framleitt hér eru hand- blys hjá Flugeldaiðjunni í Garða- bæ. Mestallir flugeldar okkar koma frá Kína en Kínverjar hafa framleitt flugelda í um 2000 ár þannig að þeir vita alveg hvað þeir eru að gera. Kína stærsta framleiðsluland á flugeldum í heimi og selur flugelda til flestra Evrópulanda og Ameríku.“ Þetta er væntanlega allt vottað og viðurkennt? „Allir flugeldar sem fluttir eru inn standast nýja reglugerð sem dómsmálaráðuneytið var að gefa út. Þá koma engir flugeldar til landsins á okkar vegum nema- uppfylla Evrópustaðla.“ Eru einhverjar skemmtilegar nýjungar í ár ... og hvað virðist vera vinsælast? „Það er mikið um nýjungar í ár. Við erum að koma með nýja línu af risaskotkökum, 7 kökur, 100 og 150 skota, sem eru nefnd- ar eftir mörgum af stærstu bar- dögum Íslendingasagnanna, Ör- lygsstaðabardaga, Flóabardaga o.fl. Fleiri nýjungar sækjum við í fornsögurnar; brennur s.s. Njáls- brenna og Flugumýrarbrenna verða ljóslifandi aftur en nú í formi gosa. Þá gengu fjölskyldupakkarnir í endurnýjun lífdaga fyrir áramótin og nú er orðið samræmt innihald í fjölskyldu- pökkum sem við seljum á 135 flugeldamörkuðum björgunar- sveitanna um allt land.“ Hvaða máli skiptir veðurspáin? „Hún virðist ekki hafa mikil áhrif. Á sínum tíma spáðu menn því að hámarki í sölu yrði náð aldamótaárið, síðan myndi salan minnka til muna, en það hefur ekki gerst, hún hefur haldist stöðug síðan hvað sem veður- spám líður. Reyndar er spáin góð núna fyrir gamlárskvöld, a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu.“ Það er mikil samkeppni í flug- eldasölunni ... hver er markaðs- hlutdeild Landsbjargar? „Samkeppnin hefur ávallt ver- ið mikil. Sem dæmi um það eru 49 sölustaðaleyfi gefin út í Reykjavík fyrir þessi áramót og eru flugeldamarkaðir björgunar- sveitanna með 23 leyfi af þeim þannig að við erum í hörkusam- keppni. Við finnum hins vegar fyrir miklum meðbyr almennings í ár að venju.“ Hversu mikilvæg er flugelda- salan fyrir Landsbjörg? „Flestar björgunarsveita okk- ar eru að afla meginhlutans af sínu rekstrarfé fyrir árið 2004 með flugeldasölunni þessa fjóra daga. Sumar björgunarsveitir- taka inn jafnvel 90% af rekstr- arfé sínu. Án flugeldasölunnar væru björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins Landsbjargar ekki eins öflugar í dag og þær eru.“ Telur þú að hið opinbera eigi að koma meira að rekstri björg- unarsveita? „Okkar hlutur er vel viður- kenndur af hinu opinbera og við njótum góðvildar hjá því og al- menningi.“ Það heyrist oft að flugeldar séu dýrir ... gætu þeir verið ódýrari? „Flugeldasala björg- unarsveitanna er fjár- öflun, fyrst og fremst. Ef við myndum reikna tímakaup kæmi væntanlega í ljós að flugeldasalan væri rekin með tapi þar sem álagning á flugelda er ekki mikil. Hins vegar er allt starf sem unnið er í flugeldasölunni sjálf- boðastarf þannig að allur hagn- aður fer beint til björgunarsveit- anna sem gerir þeim kleift að sinna útköllum, endurnýja tækja- búnað og mennta björgunarsveit- arfólkið sitt.“ Kristbjörn Óli Guðmundsson  Kristbjörn Óli Guðmundsson er fæddur 15. febrúar 1961 í Reykjavík. Maki er Hildur Vals- dóttir og börn þeirra Arna Björk, Eva Kristín og Kristinn Óli. Kristbjörn varð rafvirki 1982. Hann vann hjá Rafveitu Hafnarfjarðar 1985–1997, var sjálfstætt starfandi rafvirkja- meistari frá 1997–1999 og fram- kvæmdastjóri fyrir Slysavarna- félagið Landsbjörg frá 1999. Innan samtakanna 1982 varð hann félagi í björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði, 1992– 1994 formaður Björgunarsveitar Fiskakletts, 1994–1996 ritari stjórnar Slysavarnafélags Ís- lands og 1996–1999 varaforseti Slysavarnafélags Íslands. Álagning á flugelda er ekki mikil ALLS var slátrað 99.444 kindum hjá sláturhúsinu á Sauðárkróki á árinu 2003 og var meðalfallþungi dilka yfir árið 15,42 kíló. Þetta er 81% aukning frá árinu á undan því þá var slátrað 54.649 kindum. Þessi gríðarlega aukning er ekki til kom- in vegna aukins fjárfjölda í heima- héraði heldur miklu frekar vegna þess að ekki var starfrækt slát- urhús í Borgarnesi og að mun færra fé var slátrað í Búðardal en fyrri ár. Af þessum svæðum, eink- um Borgarfirði, kom margt fé, einnig kom fé víðs vegar af Vest- fjörðum og talsvert af Austurlandi, t.d. alveg sunnan úr Breiðdal. Í hinni hefðbundnu sláturtíð í september og október var slátrað um 83.600 fjár, þá var meðalfall- þungi 15,52 kíló. Talsvert margir bændur kusu að geyma sláturlömb þar til útflutningshlutfallið lækkaði en það var 38% í lok október og var komið í 17% í byrjun desember. Þannig var slátrað 10.500 dilkum í nóvember og desember en síðasti sláturdagur á árinu var 11. desem- ber. Þá var slátrað 5.300 kindum á fyrstu átta mánuðum ársins, lang- flestum þó í ágústmánuði. Alls störfuðu um 90 manns hjá slát- urhúsinu yfir hávertíðina, yfirleitt var lógað 2.100 til 2.200 fjár á dag. Sláturhúsið starfrækir öfluga kjötvinnslu þar sem starfa hátt í fjörutíu manns allt árið. Þess má geta að í haust tók húsið í notkun mjög fullkomna pökkunarvél fyrir kjöt. Með svokallaðri gaspökkunar- aðferð er hægt að geyma kjötið ferskt í allt að þrjá mánuði. Þessi geymsluaðferð gerir fyrirtækinu í rauninni mögulegt að bjóða upp á ferskt dilkakjöt nánast allt árið. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson. Þeir voru glaðbeittir í kjötvinnslunni á Sauðárkróki enda mikið að gera fyrir jólin. Frá vinstri eru þeir Sigurður Bjarni Rafnsson, Jón G. Magnússon, Ragnar Pálsson og Pólverjinn Waciaw Biadin. Stóraukning varð í sauðfjár- slátrun á Sauðárkróki á árinu Skagafirði. Morgunblaðið. SVERRIR Hermannsson alþingis- maður segir það fráleitan hugarburð að hann hafi tekið þátt í og stutt stjórnarmyndun Gunnars Thorodd- sen í febrúar 1980 þar til að honum var synjað um embætti fjármálaráð- herra. Hann hafi aldrei átt orðastað við Gunnar í aðdraganda þessarar stjórnarmyndunar en hafi verið far- inn að fá sterkan grun um gang mála um miðjan janúar sama ár. Það hafi síðan ekki verið fyrr en í febrúar að hann ræddi við Pálma Jónsson og Friðjón Jónsson að beiðni Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins. Haft er eftir Gísla Baldvinssyni, sem sat í framkvæmdastjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna á þessum tíma, í Morgunblaðinu í gær að Sverrir hafi vitað vel um þessar stjórnarmyndunarviðræður. Hann hafi að minnsta kosti mætt á einn fund og tjáð sig um málefnasamning en orðið fráhverfur þessum viðræð- um og stuðningi við stjórnina þegar ljóst var að hann fengi ekki sæti fjár- málaráðherra. Sverrir segir að ýmsar sögur hafi verið uppi á þessum tíma og síðan hafi verið reynt að láta líta þannig út að hann hafi komið að þessari stjórn- armyndun með einhverjum hætti. Hann hafi hins vegar aldrei mætt á fund í Rúblunni, eins og Gísli heldur fram, og tjáð sig um drög að mál- efnasamningi þessarar ríkisstjórnar. Ekki ætlar hann Gísla Baldvinssyni að skrökva viljandi en segir einhvern hafa sagt honum ósatt um gang mála. Margir séu til frásagnar um þennan atburð sem hægt sé að spyrja um sannleiksgildi þessarar frásagnar. Júlíus fékk ekki boðsent umslag Gísli segir jafnframt að Júlíus Hafstein og fleiri hafi fengið boðsent umslag frá Gunnari Thoroddsen á aukaþing SUS þar sem samþykkja átti skýra andstöðu við ríkisstjórn- ina. Í því hafi Gunnar skýrt sína ástæðu fyrir stjórnarmynduninni. Þetta segir Júlíus að sé ekki rétt. Hann hafi ekki fengið slíkt umslag sent og opinberlega gagnrýnt ríkis- stjórn Gunnars. Það hafi ekki verið vegna andúðar á Gunnari sjálfum, sem Júlíus segir að hafi verið mikill stjórnmálamaður, heldur hvernig að stjórnarmynduninni var staðið. Ekki hefði verið hægt að styðja ríkisstjórn sem í sátu fyrrverandi kommúnistar. Sverrir Hermannsson kom ekki að stjórnarmynduninni 1980 Fráleitur hug- arburður Gísla Baldvinssonar STJÓRNENDUR Landspítala – háskólasjúkrahúss undirbúa um þessar mundir hvernig hrint verð- ur í framkvæmd tillögum um sparnað og uppsagnir á sjúkrahús- inu til að mæta minnkandi fjárveit- ingum. Ljóst er þó að ekki verður um neinar fjöldauppsagnir að ræða nú um áramótin, skv. upplýsingum sem fengust hjá Magnúsi Péturs- syni, forstjóra LSH í gær. Fram hefur komið að fækka þarf um 200 ársverkum á spítalanum og gera tillögurnar ráð fyrir að rekstrarkostnaði verði náð niður um 800-1.000 milljónir króna á næsta ári. Engar fjölda- uppsagnir á LSH um áramót RAFMAGN fór af meirihluta Fljóts- dalshéraðs og Borgarfirði eystra um hálfsexleytið í gærmorgun. Raf- magnslaust var í um hálfa klukku- stund í Eiða- og Hjaltastaðarþing- hám, en í um tvær klukkustundir í Jökulsárhlíðinni og á Jökuldal. Dís- ilrafstöð var keyrð á Borgarfirði meðan á biluninni stóð. Hús á þessu svæði eru öll hituð með rafmagni og var frost frá 10 til 17 stigum þegar rafmagnið fór af. Orsökina má rekja til þess að spenni í aðveitustöð Lagarfossvirkj- unar sló út. Rafmagns- laust í kuld- anum eystra ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.