Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 9 SVEITARFÉLÖGIN Ölfus og Hveragerði hafa í gegnum tíðina haft með sér víðtækt samstarf á ýmsum sviðum, sem bundið hefur verið í sérstakan samning. Und- anfarna mánuði hefur samráðs- nefnd á vegum sveitarfélaganna unnið að endurskoðun á þessum samningi. Í samráðsnefndinni sitja tveir kjörnir fulltrúar frá hvoru sveitarfélagi auk bæjarstjóra beggja sveitarfélaganna. Endur- skoðunin leiddi síðan til undirskrift- ar á nýjum samningi hinn 12. des- ember. Samningnum er skipt niður í fjögur meginsvið: Sameiginlegur rekstur sveitarfé- laganna á Grunnskólanum í Hvera- gerði. Þar er kveðið á um með hvaða hætti grunnskólinn þjóni dreifbýlinu í Ölfusi en á þjónustu- svæði skólans eru allir bæir í sveit- arfélaginu að undanteknu Árbæj- arhverfi. Sveitarfélagið Ölfus greiðir fyrir námskostnað skóla- barna úr sínu sveitarfélagi í hlut- falli við nemendafjölda hverju sinni ásamt því að greiða fast hlutfall stofnkostnaðar þegar um fram- kvæmdir er að ræða. Sveitarfélagið Ölfus stendur straum af kostnaði við akstur barnanna til og frá skóla. Rekstur leikskólans Undralands Sveitarfélagið Ölfus tekur þátt í rekstrarkostnaði leikskólans í hlut- falli við nýttan fjölda rýma og rekstrarkostnaður fasteignarinnar skiptist til samræmis við eignar- hlutfall sveitarfélaganna tveggja í leikskólanum. Í staðinn fær Ölfus forgang að nýtingu tiltekins fjölda plássa í leikskólanum. Leikskólar og grunnskóli heyra undir skóla- nefnd Hveragerðisbæjar þar sem Ölfus á 2 fulltrúa. Slökkvilið Hveragerðis sér um slökkvistarf og annað björgunar- starf í austurhluta Ölfuss, norður og vestur um og allt að landi Þurár í suðvestri. Sveitarfélagið Ölfus greiðir 35% af rekstrarkostnaði slökkviliðsins líkt og verið hefur, en hættir hins vegar þátttöku í stofn- kostnaði slökkviliðs vegna fram- kvæmda og meiriháttar tækja- kaupa. Viðauki við samninginn staðfestir að með undirritun hans komi til breytingar á sveitarfélagamörkum sveitarfélaganna þannig að 77,4 hektara landspilda í landi Reykja- torfunnar, austan Varmár, færist inn fyrir sveitarfélagamörk Hvera- gerðis, við þessa breytingu opnast nýir möguleikar á þróun byggðar í Hveragerði til austurs, norðan þjóðvegar. Samið um breytt mörk Ölfuss og Hveragerðis Hveragerði. Morgunblaðið Nýja landspildan sem falla á undir Hveragerði er blá á myndinni og getur bærinn nú tekið til við skipulag hennar. TVEIR Íslendingar eru haldnir af- ar sjaldgæfum en illvígum sjúk- dómi er nefnist lungnaslagæð- aþrýstingur og lýsir sér aðallega með mikilli mæði. Í grein í Lækna- blaðinu eftir þrjá lækna á Land- spítalanum kemur fram að stinn- ingarlyfið Viagra hefur reynst vel við meðhöndlun á þessum sjúk- dómi, auk lyfsins Tracleer sem þróað hefur verið sérstaklega vegna sjúkdómsins. Hjá þessum tveimur sjúklingum, karlmanni á áttræðisaldri og sextugri konu, hefur mæði þeirra minnkað, hreyfigeta aukist og lífsgæði um leið batnað. Nýgengi sjúkdómsins er aðeins eitt til tvö tilfelli á hverja milljón íbúa á ári. Gunnar Guðmundsson lungnalæknir, einn höfunda grein- arinnar, segir við Morgunblaðið að hér komi upp eitt tilfelli á þriggja til fjögurra ára fresti. Hann segir miklar framfarir hafa orðið í með- höndlun lungnaslagæðaþrýstings. Fyrir tíu árum hafi sjúkdómurinn verið talinn nær ólæknandi og sjúklingar aðeins taldir geta lifað í tvö ár frá greiningu. Með nýjum lyfjum eins og Tracleer og nú síð- ast Viagra hafi lífslíkurnar aukist um ár eða áratugi. Dýr og flókin meðferð Í Læknablaðinu kemur fram að meðferðarkostir við sjúkdómnum hafi verið fáir til þessa og að auki dýrir og flóknir. Miklar aukaverk- anir hafi fylgt fyrir sjúklingana. Er sjúkdómurinn algengari meðal kvenna en karla og kemur oft fram á yngri fullorðinsárum. Meðal þekktra orsaka fyrir sjúkdómnum eru lungnarek, langvinnur lungna- teppusjúkdómur og kæfisvefn. Gunnar segir að til þessa hafi Viagra ekki verið viðurkennt til meðferðar við lungnaslagæð- aþrýstingi og Tryggingastofnun ríkisins hafi ekki getað tekið þátt í kostnaðinum fyrir sjúklingana. Fyrirtækið Pfizer á Íslandi, sem hefur umboð fyrir Viagra, hefur hins vegar útvegað lyfið sjúkling- unum að kostnaðarlausu. Mun meðferð á mánuði kosta tæpar 100 þúsund krónur. Tracleer, sem er sérlyfjaheiti en samlyfjaheitið er bósentan, er enn dýrara lyf þar sem árleg meðferð kostar um sex milljónir króna, eða 500 þúsund krónur á mánuði miðað við 125 mg skammt tvisvar á dag. Hefur TR tekið þátt í þeim kostnaði. Að sögn Gunnars er Tracleer vel rannsakað lyf en dýrt, þar sem mikil þróunarvinna hefur legið þar að baki undanfarin ár. Notkunar- gildi þess hafi þó sýnt sig með óyggjandi hætti. Hann segir að á næstu árum þurfi að gera frekari rannsóknir á Viagra til að sýna betur fram á gagnsemi þess lyfs gegn lungnaslagæðaþrýstingi. Viagra notað á nýju sviði Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Saumlaust aðhald Þú minnkar um 1 númer Póstsendum 40% afsláttur af yfirhöfnum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Gunnar R. Sverrisson, lögg. sjúkraþjálfari hefur störf í BATA-Sjúkraþjálfun, stóra turni Kringlunnar, 5. hæð þann 5. janúar nk. Tímapantanir í síma 553 1234. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Gleðilegt nýtt ár Opið á gamlársdag kl. 10-12 Lokað 2. janúar Mikið úrval 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Áramóta- útsala Í dag, þriðjudag 30. desember, kl. 13-19 Sími 861 4883 Töfrateppið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.