Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ T ómas Ingi Olrich var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Norður- landskjördæmi eystra árið 1991 og hefur gegnt emb- ætti menntamálaráðherra síðan í mars 2002. Hann segir töluvert samhengi hafa verið í starfi sínu sem þingmaður og ráðherra. „Ég býst við að það sé ekki hægt að lýsa mér sem ástríðu- pólitíkusi, það held ég að ég sé ekki,“ segir Tómas. „Og þegar ég setti stefnuna á þingsæti á árunum 1985 til 1986 var það í mínum huga fyrst og fremst hluti af verkefni sem þurfti að takast á við. Ég hygg að margir sjálfstæðismenn á þeim tíma hafi verið þeirrar skoð- unar að það væri kominn tími til að takast af fullri alvöru á við óheilla- vænlega þróun sem fólst í því að útgjöld ríkisins jukust sífellt en tekjurnar minnkuðu. Meðal annars af þessum sökum varð ekkert ráðið við verðbólgu, sem var búin að vera langvarandi vandamál. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði freistað þess hvað eftir annað að ná tökum á vandanum, en hafði í raun og veru skort samstarfsaðila til verksins. Ljóst var að það yrði ekki gert án þess að færðar yrðu fórnir. Þegar ég var svo kjörinn á þing árið 1991 gekk ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks í þetta starf af heilum hug, sem kostaði mikil átök og harðar deilur. Ég bjóst allt eins við því að nauð- synlegar en óvinsælar ráðstafanir yrðu okkur þungar í skauti í kosn- ingunum 1995. Við hjónin vorum búin að sætta okkur við þá til- hugsun að stjórnmálaferill minn myndi ekki standa lengur en eitt kjörtímabil. En í ljós kom að þjóð- in hafði skilning á því umbótastarfi sem við höfðum verið að vinna. Sú gagnrýni sem við urðum fyrir af hálfu stjórnarandstöðunnar, meðal annars í þá veru að við værum að grafa undan velferðarkerfinu og heilbrigðis- og menntamálunum, náði ekki til þjóðarinnar, sem þvert á móti endurnýjaði umboð okkar. Uppbyggingarstarfið var hafið strax á þessu fyrsta kjörtímabili og segja má að drifkraftur þeirra framfara sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum árum sé fólginn í þremur meginatriðum. Í fyrsta lagi í þeim stöðugleika í stjórnmálum sem var innleiddur á þessum tíma. Í öðru lagi í mikilli viðleitni stjórn- valda til að lækka opinberar skuld- ir. Ég get nefnt sem dæmi að um tíma voru vextir og afborganir af erlendum lánum álíka há upphæð og heildarútgjöld til menntamála – svona var komið fyrir okkur. Og loks var gengið í það að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, í þeirri von að hvorir tveggja myndu fjárfesta skynsamlega, þar á meðal í menntun, þekkingu og vísindum. Og þetta gekk eftir. Íslendingar eru nú orðnir forystuþjóð að því er varðar rannsóknir og þróun. Við verjum nú í heild, bæði opinberir aðilar og einkafyrirtæki, um þrem- ur prósentum af vergri þjóðarfram- leiðslu til þessa málaflokks, sem er með því hæsta í heiminum. Áður nam fjármagn frá hinu opinbera um 60% af heildarframlögum til rannsókna og þróunar, en nú hefur það hlutfall snúist við þannig að rúmlega 60% koma frá atvinnulíf- inu, sem er mjög mikilvæg þróun. Ég tel að þessi miklu umskipti ráði, ásamt stöðugleika í stjórn- málum og lækkun opinberra skulda, mestu um það hversu vel okkur hefur vegnað á undanförnum árum, þegar hagvöxtur hefur verið mikill hér og lífskjör hafa batnað hratt, á sama tíma og stöðnunar hefur gætt víðast hvar annars stað- ar. Þetta gefur okkur skýr skilaboð um það hvert við eigum að stefna.“ Hver telur þú vera mikilvæg- ustu skrefin sem stigin hafa verið í menntamálum á Íslandi á und- anförnum árum? „Það má segja að þetta mikla uppbyggingartímabil hafi á sviði menntamála markast af því að við höfum eflt framhaldsskólann og há- skólastigið mjög, bæði hvað varðar innra starf og umbúnað allan. Stofnunum á háskólastigi hefur fjölgað, bæði ríkisreknum og einka- reknum, þannig að flóran er orðin mjög fjölbreytileg. Það hafa skap- ast möguleikar bæði til samkeppni og samvinnu á milli skólanna. Þetta hefur orðið til þess að styrkja háskólastigið og rann- sóknaumhverfið verulega. Við höfum einnig stigið mjög mikilvæg skref í þá átt að flytja menntunarmöguleika eins langt út í dreifðar byggðir og kostur er, og höfum gengið lengra í þeim efnum en flestar þjóðir. Á því leikur lítill vafi að mestur árangur í byggðamálum hefur náðst á sviði menntamála. Fæstum blandast til dæmis hugur um að Háskólinn á Akureyri hafi verið mikilvægasta byggðamál sem unnið hefur verið að til þessa. Eins hefur uppbygging Viðskiptaháskólans á Bifröst verið til mikillar fyr- irmyndar. Með þessum hætti höfum við styrkt þjóðfélagið út á við í sam- keppni við aðrar þjóðir og jafn- framt inn á við með því að flytja menntunina eins nærri fólkinu og kostur er. Í tengslum við þessa við- leitni er rétt að nefna FS-netið, sem tengir saman alla framhalds- skóla landsins, auk símennt- unarmiðstöðvanna og útstöðva þeirra, og býður þeim upp á mikla flutningsgetu. Þetta net er í raun lykillinn að því að við getum boðið upp á jafn marga kosti í fjarnámi og raun ber vitni. Þátttaka okkar í fjarnámi og símenntun er hlutfalls- lega mjög mikil og hefur byggst upp mjög hratt. Og FS-kerfið var meðal mikilvægustu skrefanna sem stigin voru í minni ráðherratíð til að tryggja þetta góða aðgengi að menntun. Jafnframt er stefnt að því að tryggja aðgang dreifðari byggða að háskólanámi með því að setja á laggirnar háskólanámssetur á Eg- ilsstöðum og þekkingarsetur á Húsavík. Ísafjörður er næstur á dagskrá. Þarna er ekki verið að stofna sjálfstæða háskóla heldur koma á fót aðstöðu til að gera há- skólamenntun sem boðið er upp á annars staðar sem aðgengilegasta. Ég tel að eitt mikilvægasta skrefið sem ríkisstjórnin hefur stigið í minni ráðherratíð sé stofn- un hins nýja Vísinda- og tækniráðs, sem hefur það að markmiði að efla vísinda- og tækniþróun í landinu. Samhliða því var ákveðið að auka verulega fjárframlög til rannsókna og þróunar. Í þessu felst mikilvæg stefnumörkun og skýr framtíð- arsýn sem ríkisstjórnin hefur mikla sannfæringu fyrir. Atvinnulífið krefst þess að vinnu- aflið endurnýi sig sífellt og við þurfum að bjóða upp á símennt- unarkosti starfsævina á enda. Þetta er verkefni sem flestar þjóðir eru byrjaðar að glíma við en gera sér jafnframt grein fyrir að er óhemju kostnaðarsamt og verður ekki leyst öðruvísi en að allir taki höndum saman. Að sumu leyti stöndum við Íslendingar betur en margar aðrar þjóðir. Við höfum stundað ráðdeild, safnað digrum lífeyrissjóðum, lækkað opinberar skuldir og atvinnulífið er að byggja upp endurmenntunarsjóði. Þótt það sé annað mál, þá var það mér mikil ánægja að taka þátt í stofnun Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins nýlega. Þar er um að ræða athyglisvert verkefni sem miðar að því að efla samstarf rík- isins og atvinnulífsins í þessum efnum. Það mun til dæmis gera starfsmönnum sem hafa mjög tak- markaða menntun kleift að byggja formlegt nám ofan á starfsreynslu sína í fyrirtækjum og komast þannig áfram innan mennta- kerfisins.“ Á haustdögum skapaðist mikil umræða um tillögur um styttingu námstíma í framhaldsskólum. Hvað hefur þú að segja um þá gagnrýni sem komið hefur fram á þær hugmyndir? „Ég held að það skipti miklu máli fyrir menntamálaráðuneytið að hlusta á þessar gagnrýnisraddir. Nú er málið komið í þann farveg að samtök framhaldsskólanna, framhaldsskólakennara og nem- enda eiga aðild að þeim þremur nefndum sem um málið fjalla. Þeg- ar hinar raunverulegu tillögur sjá dagsins ljós munu þessir aðilar því hafa komið að því að móta þær. Þess misskilnings gætti í fyrstu að þessar tillögur hefðu þegar verið mótaðar og að ákvörðun hefði verið tekin í menntamálaráðuneytinu, en „Ekki hægt að lýsa mér sem ástríðupólitíkusi“ Morgunblaðið/Ásdís Tómas Ingi Olrich á skrifstofu sinni í menntamálaráðuneytinu, sem hann kveður um áramótin. Tómas Ingi Olrich lætur af embætti mennta- málaráðherra um ára- mótin, en á næsta ári tekur hann við starfi sendiherra í París. Aðalheiður Inga Þor- steinsdóttir ræddi við hann á þessum tíma- mótum. ’ Mestur árangur íbyggðamálum hefur náðst á sviði menntamála ‘ ’ Fjárfesting ímenningarmálum skilar sér með marg- víslegum hætti ‘ ’ Æskilegt væri aðgera breytingar á rekstrarformi Rík- isútvarpsins ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.