Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU mánuðum hefur gef- ist tækifæri til að upplifa og bera saman helstu verk tveggja af kunn- ustu brautryðjendum íslenskrar ljósmyndunar, feðganna Magnúsar Ólafsson (1862–1937) og Ólafs Magnússonar (1889–1954). Ljós- myndasafn Reykjavíkur reið á vaðið með yfirlitssýningu á verkum Magnúsar og upp á síðkastið hefur Þjóðminjasafn Íslands, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, staðið fyrir veglegri sýningu í Hafnarhús- inu á verkum Ólafs. Samhliða sýn- ingunni kom út myndarleg bók um Ólaf, með úrvali mynda og saman- tekt Ingu Láru Baldvinsdóttur, for- stöðumanns myndadeildar Þjóð- minjasafns, um feril hans. Verk Ólafs – sem skreytti sig með titlinum „Konunglegur hirðljós- myndari“ – hanga í þremur sölum Hafnarhússins. Í þeim stærsta eru landslags- og staðamyndum hans gerð skil, en fyrir þær varð Ólafur hvað kunnastur á sinni tíð, ekki síst þær handlituðu. Í minni sölum eru síðan myndraðir úr konungsheim- sóknum og úrval portretta frá stofu Ólafs. Í grein sinni „Ljósmyndun Ólafs Magnússonar“ í bókinni, fjallar Inga Lára í upphafi um misskilning sem hún hefur orðið vör við á síðustu ár- um, ekki síður en við á Morgun- blaðinu, að Konunglega hirðljós- myndaranum Ólafi er ruglað saman við nafna hans, Ólaf K. Magnússon, blaðaljósmyndara „sem um áratuga skeið skapaði sýn Morgunblaðsins á land og þjóð með myndum sínum. Það sama gerðist þegar blaðaljós- myndarinn Ólafur var að hefja störf því þá var honum einmitt ruglað saman við nafna sinn hirðljósmynd- arann. Það varð til þess að hann bætti millistaf í nafn sitt og varð Ólafur K. Magnússon til aðgrein- ingar frá kollega sínum, sem þá hafði rekið ljósmyndastofu í Reykja- vík um áratugi, Ólafi Magnússyni hirðljósmyndara.“ Þá bætir Inga Lára við: „Auk þess er tilhneiging til þess að blanda saman myndum Ólafs og föður hans, Magnúsar Ólafssonar …“(5) Hún segir mynda- söfn þeirra feðga hafa tvinnast sam- an og á stundum reynist jafnvel erf- itt fyrir safnamenn að greina hvor hefur tekið tilteknar myndir. Ólafur var næstelstur barna Magnúsar og mun snemma hafa far- ið að aðstoða föður sinn. „Sjálfur sagðist Ólafur hafa litið starf föður síns stórum augum og þegar hann rakst eitt sinn á orðin „hinn mikli myndasmiður“ í sálmabókinni var hann ekki í nokkrum vafa um að þar væri átt við pabba sinn.“(6) Ólafur lærði því ljósmyndun hjá föður sín- um og árið 1908, þegar hann var 19 ára, var opinberlega farið að titla Ólaf ljósmyndara. Hann hélt til Kaupmannahafnar árið 1911, til frekara náms, og var í tvö ár hjá kunnum ljósmyndara, Juncker-Jensen að nafni. Árið 1913 kom Ólafur heim og opnaði stofu í Templarasundi 3, á sama stað og faðir hans starfaði. Umsvif hans urðu strax mikil, hann hafði aðstoðarmenn og nema. Meðal þess sem kemur fram í fróðlegri grein Ingu Láru er að með sam- anburði á útsvarsgreiðslum helstu ljósmyndastofa Reykjavíkur, á fyrstu áratugum nýliðinnar aldar, má sjá að umsvifin voru svo sann- arlega mest hjá Ólafi. Hún segir að ekki sé vitað hvað olli því að hann var valinn til að fylgja dönsku konungsfjölskyldunni um Ísland árið 1921, en líklega hafi hann verið valinn úr röðum koll- eganna af íslenskum stjórnvöldum. Konungskoman var mikill viðburður og myndaði Ólafur fyrirmennin á vandaðan en um leið hversdagsleg- an hátt. Í kjölfarið virðist Ólafur hafa sótt um titilinn „konunglegur hirðljósmyndari“, en samkvæmt Ingu Láru gaf titillinn viðkomandi „heimild til að tengja sig hinu kon- ungborna fólki og hefur verið sterkt í ímyndasmíð á þeim tíma enda var greitt sérstakt gjald til hirðarinnar fyrir hann. Eftir það voru myndir Ólafs ekki bara merktar með titl- inum heldur kórónu að auki. Eftir konungskomuna 1921 varð Ólafur fastur fylgdarmaður meðlima kon- ungsfjölskyldunnar hér á landi.“ Þekktastur hefur Ólafur orðið fyrir landslagsmyndir og skipa þær öndvegi á sýningunni. Inga Lára segir að í því efni hafi Ólafur verið „mjög mótaður af hugmyndum föð- ur síns um að ná myndum af öllum fegurstu stöðum á landinu og koma upp sem fullkomnustu myndasafni af íslensku landslagi“. Ólafur fór í sérstakar ferðir til að mynda landslag, kjarna þeirra tók hann í hefðbundum landslags- myndastærðum en um 1925 eign- aðist hann panórama-myndavél, sem opnaði honum nýja möguleika. Myndir Ólafs voru prentaðar á póst- kort, birtust í árbókum Ferðafélags Íslands eftir stofnun þess árið 1927, og í fjölda annarra bóka og blaða. Einn vettvangur fyrir þessar landslagsmyndir var að stækka þær upp og ramma inn, en það gerði Ólafur allar götur frá 1914 og jók þá iðju eftir því sem leið á starfsferil hans. Fyrst voru myndirnar brún- tónaðar en síðan sérhæfði Ólafur sig í að litsetja landslagsmyndir eða handmála yfir þær. Notaði hann ýmsa liti við málun þessa, jafnvel ol- íuliti. Síðar fann hann upp sérstaka aðferð við að lita myndir með bláum blæ og var sú aðferð ríkjandi hjá honum upp frá því. Samkvæmt rannsóknum Ingu Láru voru þessar landslagsmyndir Ólafs alls ekki ódýrar, ef miðað er við verðlag á ljósmyndum. Þær voru í milliverð- flokki málverka og ekki á allra færi að eignast þær. Hversdagslegt landslag og listlíki Í stærsta sal sýningarinnar hefur verið safnað saman á fimmta tug frumprenta Ólafs af þessu tagi, landslags- og staðamyndum og eru flestar þeirra handlitaðar. Þá eru í miðjum sal 16 ný og stór tölvuút- prent eftir panorama-filmum Ólafs, en hann mun ekki hafa haft aðstöðu til að prenta þær í fullri breidd á sínum tíma. Það er sérkennilegt að skoða handlituðu myndirnar – tíminn hef- ur ekki gert þeim gagn. Víst eru margar glæsilegar. Ein af Dettifossi er með mikilfenglegustu myndum sem sést hafa af fossinum; þarna er tignarleg stór mynd af Tindum í Öxnadal, í blátónum, og önnur í brúnum og þrungin rómantík sýnir Flosagjá. Ólafur hefur vissulega haft ágætt auga fyrir landinu, en það vekur furðu þegar svona marg- ar landslagsmynda hans eru sýndar saman, hversu einhæf nálgun hans er, til dæmis í myndbyggingunni. Þar hefur hann staðið föður sínum talsvert að baki. Tæknilega er frá- ganginum líka stundum ábótavant, prentin loðin og óskörp. Sú spurn- ing kemur upp í hugann hvort hann hafi ekki treyst miðlinum – ljós- myndinni – til að standa á eigin fót- um. Með handlituninni verða mynd- irnar að furðulegu listlíki – kits – og verstar eru þær sem litaðar eru með olíulitum. Þessar myndir voru vin- sælar á sínum tíma, en í dag eru þær fyrst og fremst söguleg fyr- irbæri. Handavinna litarans er einn þeirra þátta sem koma í veg fyrir að myndirnar lifi. Önnur ástæða er sú, að svo margar myndanna sýna landslag þar sem ekkert vitnar um ljósmyndarann og samtíma hans; fólkið í kringum hann eða samfélag- ið. Landslagið hefur lítið breyst og í dag geta menn ennþá tekið svona myndir, oft á sömu stöðum – og leyst verkið betur af hólmi tækni- lega. Áhugaverðu myndirnar, og þær sem helst lifa, eru myndir sem sýna tímann þegar verkin urðu til: eft- irminnileg mynd af börnum sem mynda hringi við Austurbæjarskól- ann, stílhreinar ljósmyndir þar sem horft er yfir Reykjavík, og svo frægasta mynd Ólafs, þar sem fjár- safn rennur niður Þjórsárdal árið 1938. Í heildina eru sterkustu lands- lagsmyndir Ólafs, og þær sem koma á óvart, nýprentuðu panorama- myndirnar. Víst saknar maður þess að sjá þær ekki prentaðar á ljós- myndapappír, þá hefði dýptin í þeim orðið meiri. Farin er sú leið að hafa myndirnar frekar kontrastlitlar, lík- lega til að smáatriði komi sem best fram, en þarna eru fágætar perlur. Rómantísk nálgun Ólafs skilar sér vel, en um leið eru þessar myndir oft skemmtilega hversdagslegar. Og laus við handlitunina er betra að velta fyrir sér sýn ljósmyndarans, hvernig hann vinnur með rýmið. Það má minnast á áhrifaríkar myndir úr Húsafelli og frá Löð- mundarvatni, áhugavert er að geta skoðað bæinn að Svínafelli í Öræf- um, með grjóturðina alveg uppað heimatúninu og góðar myndir sýna ferðafélaga Ólafs í landslagi. Eft- irminnilegust í þessum hópi er mynd af fjársafni Gnúpverja að renna niður Þjórsárdal – og sú slær við þeirri frægu sem var á Heims- sýningunni 1939 og hundraðkallin- um. Féð rennur suður með Þjórsá, það er dempuð kvöldbirta og stemn- ingin töfrandi – það er afar falleg ljósmynd. Í portrettsalnum eru tæplega fjörutíu myndir og þar hefur einnig verið farin sú leið að sýna ekki lítil frumprentin, heldur hafa myndir verið skannaðar inn og prentaðar út á vandaðan hátt. Vissulega saknar maður þess að sjá ekki handbragð ljósmyndarans og aðstoðarmanna hans – eða vönduð ný prent eins og Þjóðminjasafnið gerði fyrir sýning- arnar á ljósmyndum Lofts Guð- mundssonar og Hans Malmberg í Hafnarborg hér um árið. En engu að síður er hér saman komið gott yf- irlit portrettmynda, sem sýna hvernig Ólafur myndaði fólk á stof- unni. Þetta eru oft formlegar mynd- ir og vel lýstar; þær gefa gjarnan meira upp um ljósmyndarann en fyrirsætuna. Á því eru þó áhrifa- miklar undantekningar, eins og myndin af Þorvaldi á Þorvaldseyri, frábært portrettið af Stephani G. og myndin af Jóhannesi Kjarval, æði ströngum á svip. Myndraðirnar frá konungskom- unum árin 1921 og 1926 eru mjög áhugaverðar. Við fyrstu sýn láta þessi litlu brúnleitu frumprent lítið yfir sér, en þegar betur er að gáð er um að ræða heillandi heimildir um yfirreið þessara tignu gesta um landið – og allt tilstandið sem heim- sóknirnar hafa valdið. Myndirnar sýna okkur fólk í landinu; langborð á Laugarvatnsvöllum, hóp manna í hnapp á stíflugarði Flóaáveitunnar, þennan holdgranna konung, Krist- ján X., stoltan á svip með veiðistöng og leiðsögumaður hans heldur á tveimur löxum. Bókin bætir við Í bókinni Ólafur Magnússon – Konunglegur hirðljósmyndari, eru rúmlega áttatíu ljósmyndir. Ánægjulegt er hvernig hún bætir talsverðu við sýninguna, þar sem í henni er nokkuð af myndum sem ekki eru þar, en einkum eru þetta myndir úr fyrirtækjum og af fólki við störf. Val myndanna er til fyrirmyndar og gefur góða tilfinningu fyrir störf- um Ólafs. Þá hefur verið farin sú leið, þegar handmáluðu myndirnar eru sýndar, að sýna einnig ramm- ana utan um þær, og er það vel, því fjölbreytileg rammaflóran – ramma- gerðir sem einkum sjást utan um málverk – segja sína sögu um það hvernig fólk upplifði þessar myndir á sínum tíma. Litmyndirnar eru vel prentaðar og sama má segja um frumprentin sem eru brúntónuð, en hinsvegar er það galli á bókinni hvað nýkópíur eru hrapalega illa prentaðar, gráar og flatar. Í dag gerir fólk það miklar kröfur til prentverks að þetta telst vart boðlegt. Hvað skrif Ingu Láru Baldvins- dóttur varðar, þá eru þau afar upp- lýsandi um Ólaf og störf hans, og vart við öðru að búast þar sem höf- undurinn er fremsti ljósmyndasagn- fræðingur þjóðarinnar. Ólafur Magnússon var merkur frumkvöðull og einn aðal ljósmynd- ari þjóðarinnar á fyrri hluta síðustu aldar. Þessi vandaða úttekt á ferli hans leiðir í ljós að áhrifamestu verk hans eru ekki þau sem hann hélt helst fram, eins og handmáluðu landslagsmyndirnar, heldur frekar þau hófstilltari sem og heimildaljós- myndirnar. BÆKUR Ljósmyndir Myndaval: Inga Lára Baldvinsdóttir og Ív- ar Brynjólfsson. Prentvinnsla: Svansprent. Þjóðminjasafn Íslands, 2003– 152 bls. ÓLAFUR MAGNÚSSON – KONUNGLEGUR HIRÐLJÓSMYNDARI. Rómantísk náttúrusýn Ólafur Magnússon/Þjóðminjasafn Fjársafn rekið niður Þjórsárdal hjá Bringu, 1938. Þessi mynd var á Heimssýningunni í New York árið 1939. MYNDLIST Ólafur Magnússon Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Sýningunni lýkur 4. janúar Einar Falur Ingólfsson SETT hefur verið upp vefsíða til minningar um leikkonuna Önnu Borg á heimasíðu Leikminjasafns Íslands. Tilefnið er að hundrað ár voru liðin fyrr á þessu ári frá fæð- ingu hennar. Anna Borg fæddist í Reykjavík 30. júlí 1903. Foreldrar hennar voru Borgþór Jósefsson bæj- argjaldkeri og kona hans, leik- konan þjóðkunna, Stefanía Guð- mundsdóttir. Anna lauk ásamt Haraldi Björnssyni leikaraprófi frá skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn vorið 1927, fyrst íslenskra leikara. Eftir það starfaði hún í Dan- mörku til æviloka og var lengst af fastráðin við Konunglega leik- húsið. Árið 1932 giftist hún Poul Reumert, einum fremsta leikara Dana á síðustu öld, og eignuðust þau tvo syni. Komu þau nokkrum sinnum saman til Íslands og léku gestaleiki, oftast með leikurum Leikfélags Reykjavíkur. Síðast lék Anna Borg hér á sviði Þjóðleik- hússins á fyrsta starfsári þess, 1950–51. Hún fórst með flugvél- inni Hrímfaxa á Fornebu-flugvelli við Ósló á leið til Íslands 14. apríl 1963. Slóðin að síðunni er www. leik- minjasafn.is Leikminjasafnið minnist Önnu Borg Anna Borg í hlutverki heilagrar Jó- hönnu í samnefndu leikriti George Bernhard Shaw í Þjóðleikhúsinu 1951.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.