Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 37
vaktmaður hjá Landhelgisgæslunni. Nú síðast er hann var orðinn veik- ur og aldraður komst hann á dval- arheimilið Droplaugarstaði og var þar síðasta hálfa árið. Þar naut hann aðhlynningar og ómetanlegrar hjálp- ar. Guð launi öllum sem hafa veitt Björgvini hjálp. Nú er hann kominn í dýrðarsali Drottins, hann andaðist á Droplaug- arstöðum 20. desember síðastliðinn. Anna G. Jónsdóttir. Elsku pabbi. Ég sakna þín sárt, en ég veit að nú líður þér vel og við sjáumst á ný síðar. Ég kveð þig með eftirfarandi ljóð- línum og þakka þér fyrir hvað þú varst mér góður faðir. Ég gat alltaf leitað til þín með allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð veri með þér. Þín dóttir Guðborg Elín (Bugga). Ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig að föður elsku pabbi minn. Ég man þegar ég var lítil og veik og þú gekkst með mig um gólf nótt eftir nótt, hve gott var að hvíla á öxlinni þinni. Þú varst hörkuduglegur og ósér- hlífinn og tókst þarfir okkar fram yfir þínar. Þú áttir fáar frístundir en þær notaðir þú til lestrar fræðibóka. Þú þekktir landið þitt eins og lófann á þér, einnig lastu oft ljóðin hans Ein- ars Ben. Stundum léstu mig lesa þau og útskýrðir fyrir mér öll þessi erfiðu orð. Þú varst dýravinur og unnir sveitinni. Þau voru yndisleg árin á Hafragili. Þú áttir oftast einhverja hesta og annaðist þá af natni. Á milli þess sem þú stundaðir sjóinn vannstu oft við standsetningu lóða sem marg- ar fengu viðurkenningu. Þú varst einnig mjög laghentur og vandvirkur og hafðir ánægju af smíðum. Þú gerð- ir sjálfur upp húsið ykkar á Vestur- brautinni og lánaðir okkur aðra íbúð- ina. Ég þurfti aldrei að biðja þig um hjálp, því þú sást ef mig vantaði eitt- hvað og hjálpaðir alltaf óbeðinn. Þú stundaðir vinnu fram undir áttrætt en þá fór krafturinn þverrandi og síð- ustu þrjú árin varstu farinn að kröft- um. Mig dreymdi fyrir skömmu að þú værir aftur orðinn ungur og vildir hjálpa mér, elsku pabbi minn. Ég samgleðst þér að vera laus úr viðjum lasburða líkama og kominn í dýrð Drottins. „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Elsku pabbi, þökk fyrir allt. Þín dóttir Guðrún Hafdís (Hadda). Elsku besti afi minn. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur í bili og ég er fegin þín vegna því þú varst orðinn svo lasinn. Ég veit að þú vildir frekar fara og hitta alla hinum megin, ég er viss um að Sara systir hefur tekið á móti þér eins og engill. Það er svo margs að minnast þegar ég hugsa til baka, enda ekki skrítið þar sem þú varst mér alltaf nálægur á mínum uppvaxtarárum elsku afi minn. Oft á tíðum skildi ég ekki af hverju þú varst að skamma mig og siða mig til í tíma og ótíma og segja mér hvernig ég ætti að haga mér og fannst mér þú oft óþarflega harður, en núna skil ég það, þú varst að kenna mér og búa mig undir lífið, sem oft á tíðum er frekar þungt og erfitt að bera þungann af. Þú kenndir mér að vera alltaf hrein og snyrtileg og koma til dyranna eins og ég er klædd. Þótt ég hafi ekki alltaf hagað mér í samræmi við það sem þú kenndir mér svíður mig í hjartað í hvert sinn sem ég haga mér kjánalega, vegna þess að ég veit betur og það er þér að þakka, elsku afi minn. Þú veist hvað mér þótti vænt um þig og ég skammast mín fyrir hvað ég heimsótti þig sjald- an á elliheimilið, en það var vegna þess hversu sárt mér fannst að sjá þig svona veikan og máttvana. Í mín- um augum varst þú sá stóri og sterki sem ég hljóp til og faldi mig hjá þegar erfiðleikar komu upp og fann ég þá öryggiskennd hjá þér og ömmu sem ég fann hvergi annarstaðar. Ég man ekki öðruvísi eftir þér elsku afi minn en vinnandi. Þú varst hörkuduglegur og lagðir ríka áherslu á að maður væri duglegur og reglusamur. Ég veit elsku afi minn að ég hef brugðist þér á margan hátt og hagað mér eins og manneskja sem hefur ekki haft svona góðan lærimeistara eins og þú varst mér elsku afi minn. En sú hegð- un hjá mér segir ekki hvað í mér býr, og það er svo ótrúlega gott og dásam- legt vegna þess eins að ég hlaut þá dýrmætu gjöf að eignast þig sem afa og þú trúir því ekki hversu fegin ég er því að hafa alist að hluta til upp hjá þér og ömmu. Manstu hvað við skemmtum okkur vel að sjá um hest- ana? Það var þitt yndi og þú leyfðir mér að taka þátt í því með þér, því mun ég aldrei gleyma. Elsku afi minn, Guð geymi þig, ég sé þig þegar minn tími kemur. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Úr Einræðum Starkaðar e. Einar Ben.) Ég elska þig djúpt frá hjartanu elsku afi minn. Þín Sakína. Nú er kær bróðir farinn yfir móð- una miklu. Hann lést á Droplaugar- stöðum 20. desember síðastliðinn. Björgvin var fæddur á Dyrhólum í Vestur-Skaftafellssýslu 26. ágúst 1918. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Hafliðadóttur og Eiríks Jó- hannssonar búanda þar. Árið 1931 fluttu þau með öll börn sín að Felli í sömu sveit. Fellið var allgóð jörð en mjög fólksfrek, bæði við heyskap og smala- mennsku. Þar var mikill orfasláttur og hefur faðir okkar víst hugsað að gott væri að nota allan strákaskarann við sláttinn. Sjö vorum við strákarnir og ein dóttir. Óhætt er mér að segja að Björgvin var okkar langmestur við sláttinn enda flugbeit hjá honum og kunni hann vel að leggja á ljá svo hann var sem rakhnífur. Þegar við fluttum að Felli var Björgvin þrettán ára og var hann að- al sigmaður þegar sigið var í björgin eftir fugli. Er mér óhætt að fullyrða að Björgvin var okkar skarpastur við alla vinnu ásamt Örnólfi bróður okk- ar sem dó um aldur fram tuttugu og sex ára (fórst með bv. Sviða 1941). Þeir voru báðir velfærir og sterkir. Björgvin hafði mikið yndi af öllum skepnum, sérstaklega hestum og sauðfé. Sauðféð breyttist mikið til hins betra þegar Björgvin fór að velja líflömb. Nítján ára gamall fer Björgvin á vertíð í Vestmannaeyjum. Eina til tvær vertíðar var hann á bát frá Tanganum, en lengst af var hann á mb. Leó VE hjá Þorvaldi Guðjóns- syni sem var alltaf með aflahæstu skipstjórum þar. Svo lá leið hans til Reykjavíkur og þá var það togarasjómennskan sem tók við. Eitthvað var hann á bv. Hannesi Hafstein með Ólafi Ófeigs- syni og á Júpiter, þar var skipstjóri aflamaðurinn Bjarni Ingimarsson. Er mér kunnugt um að þeim líkaði vel við Björgvin enda þýddi öngvum aukavisa að falast eftir plássi hjá Bjarna Ingimarssyni. Fyrsta september 1945 gifta þau sig Björgvin og Anna Jónsdóttir, glæsileg og mikilhæf kona. Anna er dóttir Elínar og Jóns Teódórssonar bónda og skrautritara á Brekku í Gilsfirði. Björgvin og Anna hafa eign- ast þrjú myndarleg og vel gefin börn. Þau byrjuðu búskap sinn í sama húsi og tengdaforeldrar hans, Mjóuhlíð 16. Fljótlega fóru þau Björgvin og Anna að byggja sér hús. Reistu þau sér hús með mági Björgvins, Korn- elíusi Jónssyni úrsmið og skartgripa- sala í Mávahlíð 33. Hugur Björgvins var alltaf við sveitina, og 1968 kaupa þau jörðina Hafragil í Laxárdal í Skagafirði og flytja þangað með tvö yngri börnin, eldri dóttirin var þá við nám og vinnu í Bandaríkjunum. Þetta var ekki stór jörð, bar ekki meira en tvö hundruð fjár. Honum fannst þetta of lítil jörð, sérstaklega fyrir soninn líka sem hneigðist til sveitabúskapar. Koma þá að máli við hann nokkrir laxveiði- menn úr Reykjavík og bjóða í jörðina margfalt verð. Flytja þau þaðan 1971. Sonurinn lærir húsasmíði og síðar meir kaupir hann eina stærstu jörð í Vestur-Húnavatnssýslu, Efri-Núp í Miðfirði. Björgvin fer nú til sjós aft- ur. Síðar gerist hann starfsmaður hjá Landhelgisgæslunni. Björgvin var mikill hagleiksmaður og mikill smiður þó ólærður væri. Kaupir hann um þessar mundir gam- alt hús í Hafnarfirði, innréttar það uppá nýtt og vinnur það allt sjálfur. Björgvin var víðlesinn. Hann hneigðist mjög að ljóðum, sérstak- lega var Einar Ben. honum hugleik- inn og kunni hann mikið af hans ljóð- um utanbókar. Hann var sjálfur vel hagmæltur. Læt ég hér fylgja tvö er- indi úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Eiði og tómt er í afgrunns hyl, þótt allt þangað dragi hinn rammi taumur. Að ósi þar falla öll uppsprettu skil, – en alltaf er dauðinn jafn snauður og naum- ur. Hver ævi og saga, hvert aldabil fer eina samleið sem hrapandi straumur. – Eilífðin sjálf, hún er alein til. – Vor eigin tími er villa og draumur. Björgvin var mikið snyrtimenni og ber íbúð þeirra í Mávahlíð gott vitni þar um, og ekki var Anna kona hans síðri með snyrtimennskuna. Björgvin var mikill trúmaður, þó hann bæri ekki trú sína á torg. Nú er komið að leiðarlokum og bið ég algóðan Guð að varðveita hann á nýjum stigum. Far vel bróðir og vin- ur. Kveð ég þig nú kæri bróðir með þessu erindi úr erfiljóði eftir Einar Ben: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Leifur Eiríksson, Inga J. Ingimarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Björgvin Eiríksson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 37 ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 1. júlí 1931. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 17. desember síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar frá Narf- eyri og Kristínar Vig- fúsdóttur frá Brokey á Breiðafirði. Systkini Guðrúnar, Þóra og Atli, eru bæði látin og hálfsystkini hennar, samfeðra, Steinar, Nanna, Krist- ján, Guðlaug, Magni og Lárus, eru einnig öll látin. Guðrún giftist Gunnari Jóhannes- syni, f. á Bessastöðum í Dýrafirði 6. mars 1927, d. 10. júní síð- astliðinn. Synir þeirra eru Gunnar, f. 1959 og Steinar, f. 1964. Guðrún fluttist til Reykjavíkur árið 1945 og vann við ýmis störf. Hún kynntist Gunnari árið 1958 og árið 1962 stofnuðu þau bakarí sem þau ráku samfellt þar til Gunnar lést. Útför Guðrúnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jólin er tími friðar og gleði. Eft- irvæntingin vex eftir því sem nær dregur jólum og hefði átt að ná há- marki um jólin. En í okkar fjöl- skyldu er því ekki svo farið þetta ár- ið. Í júní fyrr á árinu lést faðir minn Gunnar Jóhannesson óvænt eftir stutta legu á sjúkrahúsi og nú á milli jóla og nýárs fylgjum við móður minni Guðrúnu Guðmundsdóttur til grafar eftir mjög erfið veikindi og baráttu við illvígan sjúkdóm sem krabbameinið er. Mamma var einstök kona. Betri móður getur enginn sonur óskað sér. Okkur bræður skorti aldrei um- hyggju og hlýju. Hjá henni áttum við öruggt skjól fyrir saklausa og góða æsku. Efnin voru ekki mikil hjá mömmu og pabba framan af en mamma var dugleg að gera það besta úr því sem hún fékk í hendur. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég viðbeinsbrotnaði í fyrsta sinn og mér finnst eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom heim há- grátandi og föður mínum féllust hendur, þá tók mamma til sinna ráða, hlúði að mér og huggaði og fór svo með mig niður á slysavarðstofu. Meðferðin þar var fjögurra ára dreng afar sársaukafull en mamma var hjá mér allan tímann og hvíslaði að mér hvatningu og huggun. Og nú þrjátíu og fimm árum síðar þegar hún er sjálf fallin frá þá finnst mér eins og ég heyri hvíslað í eyrað hvatningu og huggun hennar eins og forðum daga. Mamma var tryggur vinur vina sinna. Hún eignaðist nokkrar vin- konur í gegnum ævina. Það var í hennar eðli að vera tryggur vinur í raun sem og gleði. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð að rækja vináttu sína gagnvart vinkonum sín- um. Í mörg ár annaðist hún stjúp- móður einnar vinkonu sinnar sem fluttist til Vesturheims og treysti engum betur en mömmu til að ann- ast stjúpmóður sína. En eins og oft gerist þá gerði vinnan mömmu erfitt fyrir að hitta vinkonur sínar eins oft og hún vildi. Minnisstætt er mér þegar ég kynnti tilvonandi eiginkonu mína fyrir foreldrum mínum að henni var strax tekið sem hún væri þeirra eig- in dóttir. Aldrei bar nokkurn skugga á samskipti milli Önnu Rósu minnar og tengdaforeldranna. Og þegar ömmubörnin litu dagsins ljós þá var það ljóst frá fyrsta sonarsyni að hvert barn yrði sérstakt hjá henni. Drengirnir fjórir syrgja nú allir ömmu sína mikið enda missir þeirra mikill. Árið 1962 lögðu foreldrar okkar út í það að hefja rekstur á bakaríi og varð sá rekstur að ævistarfi þeirra beggja. Á þeim tíma var erfitt að hefja slíkan rekstur og þau þurftu því að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu. Mér eru minnisstæðir margir sunnudagarnir þar sem við bræður fórum með þeim til vinnu en höfðum betri fötin með svo við gætum kom- ist í þrjúbíó meðan þau kláruðu vinnu sína. En eins og hjónaband þeirra var þá unnu þau þétt saman og voru alla tíð samtaka í vinnu sem einkalífi. Ég man aldrei eftir því að þeim hafi orð- ið sundurorða en mamma hafði þann hæfileika að bera klæði á vopnin og takast á við erfiðleikana áður en þeir urðu óyfirstíganlegir. Stundum kom það fyrir að faðir minn þurfti á hvatningu að halda og þá skorti ekki á að mamma stæði þétt með honum og hressti hann við þannig að hann varð allur annar maður á eftir. Samband foreldra minna verður mér minnisstætt ævilangt. Milli þeirra var óslítanlegur þráður sem erfitt er að útskýra en þau voru ást- fangin alla tíð hvort af öðru. Mamma var hláturmild kona og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á hverju máli og þau voru óteljandi skiptin þegar hún kom með annað sjónarhorn á hlutinn sem pabbi sá ekki fyrir og á endanum þá gátu þau hlegið saman að því. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Árni Magnússon pré- dikar í Bústaðakirkju á nýársdag FJÖLBREYTT tónlist verður flutt í áramótamessum í Bústaðakirkju. Á gamlárskvöld verður aftansöngur kl. 18. Þá verður einleikari á trompet Guðmundur Hafsteinsson. Á nýársdag verður ræðumaður Árni Magnússon félagsmálaráð- herra. Árni tók þetta verkefni fús- lega að sér en Jónína Bjartmarz, sem áður hafði verið auglýst, for- fallaðist. Það hefur verið siður í Bústaða- kirkju að leikmaður hefði nýtt ár með prédikun á nýársdegi. Víólu- leikari verður Margrét Hjaltested og organisti er Guðmundur Sig- urðsson. Áramótamessurnar verða sendar út á Netinu á slóðinni kirkja.is. Fjölmargir nýttu sér þennan möguleika í jólamessunum, sem sendar voru út á Netinu. Á að- fangadag voru tengingar inn á vef- inn um 500 frá um 20 þjóðlöndum. Nettengingin hefur verið end- urbætt og gæði útsendinganna verða við bestu skilyrði í líkingu við sjónvarpsgæði og hljóðgæði mjög góð. Notaður er nýr hugbúnaður frá Microsoft, sem bætir stórlega bæði mynd- og hljóðgæði frá því sem áður hefur þekkst. Nauðsyn- legt er að hafa nýjustu útgáfu þessa hugbúnaðar til þess að bestu gæði náist. Þessi útsending er í sam- vinnu við Opin kerfi og tonlist.is. Bústaðakirkja sendir áramóta- kveðjur til allra velunnara sinna með ósk um blessun mót nýju ári. Pálmi Matthíasson. Morgunblaðið/ÁsdísBústaðakirkja. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf SJÁ NÆSTU SÍÐU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.