Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Litli grís framhald ... SNIFF! © DARGAUD © DARGAUD ÞÉR GETIÐ VERIÐ VISSIR UM ÞAÐ, UND- IRFORINGI, AÐ EFTIR LESTUR þESSA SEKTARMIÐA MUN SENDIHERRANN HAFA MIKLA ÁNÆGJU AF ÞVÍ AÐ SJÁ SJÁLFUR UM STARFSFRAMA þINN! SENDI ...HERRA ... BRE ... BRET- LANDS ?... JA! AF STAÐ, JARVIS YES SIR ÉG REYNDI AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ ... EN ... ÞÚ HJÁLPAR MÉR KANNSKI AÐ SETJAST NIÐUR, HA, MÓRIS? EF ALLIR VINIR þÍNIR ERU EINS OG þESSI, þÁ LEIÐIST þÉR VARLA Í LONDON! ...SNIFF ÞESSI ER EKKI MEÐ- LIMUR Í KLÚBB MÍN- UM, ÞAÐ GETIÐ þÉR VERIÐ VISSIR UM! VEL Á MINNST ÓLIVER, HEF ÉG EF TIL VILL SMÁSTUND FYRIR MATINN TIL AÐ HRINGJA Í ...VIN? SÍMINN ER þARNA! ... ÞÚ VERÐUR BARA EINS OG HEIMA HJÁ ÞÉR ... JÁ ... HÉRNA ... ÞAÐ ER ... NEFNILEGA ... SKO ... SNIFF GROIN! NÚNA ÆTLA ÉG AÐ KUBBA NAFNIÐ MITT ... SNIFF! OG SVO ÞITT ... ADDA!! ÞÚ MÁTT EKKI GERA ÞETTA! ÞÚ DEILIR EKKI SAMLOKUNNI MEÐ SVÍNINU JÁ, ÞÚ GÆTIR SMITAST AF VÍRUS ... ... SVONA BERAST SMITSJÚKDÓMAR ... ÉG HELD AÐ HÚN HAFI SKILIÐ ÞETTA! ERTU VISS?? DREKKTU RÚNAR, DREKKTU HÓSTASAFANN ÞINN ÉG HELD ÉG HAFI SMITAÐ ÞIG SNIFF! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ líður að áramótum og þeir sem hafa gaman af skoteldum eru farnir að láta sig hlakka til og vonast eftir góðu veðri. Það er svo sannarlega gaman að horfa yfir himininn um áramót þegar vel viðrar og flugeldar og blys lýsa upp nýtt ár. Þannig á það líka að vera – gaman fyrir alla. En það má samt ekki gleyma því að það gleðjast ekki allir við flugelda. Þeir sem ekki skilja af hverju há- vaðinn, púðurlyktin, ljósblossarnir og titringurinn í lofti og jörð stafar skelfast og sumir verða viti sínu fjær. Eðlisávísunin segir þeim að eitthvað skelfilegt sé að gerast enda minnir það helst á eldgos eða stríðs- átök. Þetta gildir ekki aðeins um mörg dýr, heldur einnig suma menn sem ekki hafa þroska eða heilbrigð skilningarvit til að greina hvað veld- ur. En það er hægt að verja þessa ein- staklinga og gera þeim lífið bæri- legra í kringum áramótin með viss- um einföldum ráðum og hér eru nokkur þeirra. Þau eru miðuð við hunda en að sjálfsögðu gera þau sama gagn fyrir ketti og aðrar lifandi verur sem skelfast flugeldaskothríð- ina. 1. Haldið hundunum inni á gaml- ársdag, gamlárskvöld, nýársdags- kvöld og þrettándanum. 2. Farið aldrei með hunda á brennusvæði, ekki einu sinni í taumi. Hundurinn lærir ekkert á því og nýt- ur þess ekki. 3. Búið vel að hundinum á þessum árstíma og hafið handa honum skjól sem hann getur farið í. Skjólið mætti vera undir einhverju traustu (t.d. borði eða stól) hugsanlega með teppi fyrir til að veita öryggistilfinningu. 4. Hafið kveikt á útvarpi og stillið fremur hátt (þó ekki með skothríðina í beinni útsendingu!). Hægt er líka að setja kunnuglega plötu á fóninn. 5. Talið rólega við hundinn og ver- ið hjá honum ef hann sækir öryggi til ykkar. 6. Hræðslan eykst oft með árunum og því ættu menn ekki að reyna að „venja hundinn við“ skotelda, það gerir aðeins illt verra. 7. Ef hundurinn hefur verið miður sín um síðustu áramót er stundum eina ráðið að fá handa honum róandi lyf. Ráðfærið ykkur við dýralækni, en þeir eru vanir að fást við slíkt um áramótin. Að lokum má minna á að aðeins er leyfilegt samkvæmt lögum að skjóta upp flugeldum frá og með 28. desem- ber til 6. janúar. Utan þess tíma er það ekki aðeins lögbrot, heldur einn- ig ósvífin atlaga að okkar minnstu bræðrum því að mörg alvarleg slys og jafnvel dauðsföll hafa orðið þegar dýr hafa fælst við óvæntar spreng- ingar. Sýnum öðrum lifandi verum tillits- semi og förum eftir þessum lögum því að áramót eiga að vera skemmti- legur og góður tími fyrir alla. JÓHANNA HARÐARDÓTTIR, Áslandi 14, Mosfellsbæ. Áríðandi ábending við áramót Frá Jóhönnu Harðardóttur: Klökkna hugir, komin eru jól. Kvikna ljós um myrkvað jarðarból. Friðarengill flytur kærleiksmál er fögnuð veitir hverri þreyttri sál. Allt er hljótt og unaðslega bjart, í austri stjarna rís með logaskart, boðar heimi fæðing frelsarans, friðarboðann, hetju sannleikans. Fögnum komu frelsarans á jörð færum Guði lof og þakkargjörð. Á lífsins armi logi trúarglóð, er lýsi í vanda allri heimsins þjóð. Stjörnur loga stillt á helgri nótt. Stormar þagna, allt er orðið hljótt. Lát þú Jesús jólaeldinn þinn jafnan vera förunautinn minn. DANÍEL VIGFÚSSON (Dulvin) Jól Frá Daníel Vigfússyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.