Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EITT af eftiminnilegustu kvöldum mínum í leikhúsi er þegar ég rétt tví- tugur fór að sjá Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur. Þetta var afar ljóðrænt verk, frábær- lega leikstýrt af Maríu Kristjáns- dóttur, þar sem blandað var saman napurri og raunsærri lýsingu á lífi einstæðrar móður í Reykjavík þess tíma og lýsingum á innstu hugsun- um hennar í ljóð- formi. Egill Ólafsson sat við flygilinn og lék eigin tónsmíðar og söng ljóð Nínu Bjarkar eins og hann ætti lífið að leysa. Agli tókst af- ar vel að túlka þær tilfinningar sem hrærðust í hjarta aðalpersónunnar þó að hann væri eins og hafinn yfir hið daglega strit sem einkenndi líf persónanna í verkinu. Nína Björk skrifaði aldrei framar jafn magnað leikrit og Þórunn Magnea Magnús- dóttir fékk aldrei jafn gott hlutverk aftur en Egill hélt ótrauður áfram að semja tónlist fyrir leiksýningar. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að rifja upp kynnin við þessi gamalkunnu stef. Auðvitað væri best ef Egill syngi þau sjálfur, helst að það væri til upptaka með honum frá því fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En ef því er ekki að heilsa er hægt að sættast á næst besta kostinn, að Jóhanna Vigdís Arnardóttir túlki þau með sinni flauelsmjúku og flugbeittu rödd. Söngvarinn Egill Ólafsson hefur ákveðið að láta lítið á sér bera á þess- um diski, svona eins og til að skyggja ekki á samnefnt tónskáld. Stóra und- antekningin er leikandi létt lag um „Mýs og menn“ þar sem rödd hans nýtur sín til fullnustu. Þó að hann sé fyrst og fremst þekktur sem tónlist- armaður á sviði dægurtónlistar hef- ur hann komið víða við. Hann hefur samið tónlist við vel á annan tug leik- sýninga og að minnsta kosti tvo söngleiki hér á landi og tvo í New York. Meðal leikverka sem Egill hef- ur samið tónlist fyrir, sem ekki eru dæmi tekin af hér á disknum, má nefna Grænjaxla, Kirsiblóm á Norð- urfjalli, Ég dansa við þig, Dampskip- ið og People Come, People Go. Tón- listin úr íslensku söngleikjunum tveimur, Gretti og Evu Lunu var á sínum tíma gefin út í heild sinni, eða því sem næst. Á diskinn er valið efni úr Önnu Kareninu, Sem yður þókn- ast, Músum og mönnum, Come Dance With Me, Sögum úr sveitinni og Súkkulaði handa Silju. Oftast er notast við upptökur frá sýningartíma en efnið úr síðastnefnda verkinu a.m.k. var hljóðritað sérstaklega fyr- ir þennan disk. Þegar gætt er að hvernig tónlist Egils hefur verið metin af leikgagn- rýnendum hér á blaðinu kemur í ljós að þeir hafa undantekningalaust hrifist af þessu framlagi hans til sýn- inganna. Auðvitað gefur hið tak- markaða rými lítið svigrúm en svo dæmi séu nefnd hefur Egill fengið allt frá snubóttu „Tónlistin er áheyrileg“ frá Súsönnu Svavarsdótt- ur um Evu Lunu (1994) til mun há- stemmdari lýsinga frá sama gagn- rýnanda um tónlistina við Sögur úr sveitinni (1992): „Tónlist Egils Ólafs- sonar slær svo punktinn yfir i-ið, sér- staklega „Vals Platanov“ og á stóran þátt í að gæða sýninguna angurværð og styðja hana í að kafa niður í dimma djúpið þar sem tilfinningarn- ar eru geymdar.“ Það sem einkennir þennan disk er mikil fjölbreytni, tónskáld sem feng- ið er til að semja hljómlist fyrir leik- sýningu verður að finna leið til að greina aðstæður og aðferð til að und- irstrika þau áhrif sem þegar eru til staðar í leik og texta. Þennan hæfi- leika hefur Egill Ólafsson í ríkum mæli. En það er svo undarlegt að ýmis stef sem hrífa áhorfandann með sér í einni svipan í samhengi leiksýn- ingarinnar reynast þurfa töluverða hlustun þegar hlustandinn situr einn í stofu sinni fyrir framan hljómflutn- ingstækin. En þannig er galdur leik- hússins, þar leika listamenn sér með tilfinningar áhorfenda sem líkt og haldnir skynvillu gleyma stund og stað og lifa sig inn í þessa tilbúnu veröld. Til að ná sömu hughrifum með einungis hluta af galdratólunum í höndunum getur verið hægara sagt en gert. Það er greinilegt að Egill Ólafsson er hæfileikaríkt tónskáld sem hefur alla þræði sköpunarinnar í hendi sér. Þessi óvenju langi diskur hefur ein- ungis að geyma sýnishorn af starfi hans í leikhúsi í vel á þriðja áratug. Ætla má tónskáldið hafi valið þau brot sem hann vildi að sýndu hvað liggur best fyrir honum á þessu sviði og sýndu á honum aðra hlið en þá sem aðdáendur hans sem leikara, dægurtónlistarmanns og söngvara tónlistar af öðru tagi þekkja best. Þetta gengur mætavel upp. Hér hef- ur tekist vel til enda vandað til verka. Útlit disksins - en notast er við teikn- ingar Gretars Reynissonar og ljós- myndir úr leikmynd hans í Önnu Kareninu - er sérstaklega glæsilegt, hljómur allur tær og breiður og yfir áttatíu mínútur af efni til að velja úr. Best er samt að láta uppröðunina njóta sín og leyfa disknum að snúast óhindrað, perlurnar skína bjartar við hverja hlustun. Tónlist Hlustað og hrifist með EGILL ÓLAFSSON Brot - Músík úr leikhúsinu SMEKKLEYSA SM Höfundur tónlistar: Egill Ólafsson. Hljóð- færaleikarar: Árni Scheving, víbrafónn, marimba; Ásgeir Óskarsson, slagverk; Egill Ólafsson, píanó; Eiríkur Örn Páls- son, trompett; Eyþór Gunnarsson, slag- verk; Gunnar Hrafnsson, kontrabassi; Jónas Þórir, píanó; Kjartan Guðnason, slagverk; Kjartan Óskarsson, klarinett; Kjartan Valdimarsson, píanó, hljómborð; Kristján Eldjárn, gítar; Marion Andree Simon Herrera, harpa; Matthías Hem- stock, slagverk; Olivier Manouri, band- oneon; Pétur Grétarsson, slagverk; Rich- ard Korn, bassi; Stefán S. Stefánsson, saxófónar, flauta; Tómas Tómasson, bassi; Tryggvi Hubner, gítar; Vilborg Jónsdóttir, uphonium; og Þórður Árna- son, gítar, balalaika. Söngvarar: Andrea Gylfadóttir, Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir, Erlingur Gíslason, Hanna María Karlsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, leikhópar úr sýningum Þjóðleikhússins á Önnu Kareninu og Sem yður þóknast; leikhópar úr sýningum Leikfélags Reykjavíkur á Gretti og Evu Lunu; og Kór Langholtskirkju. Upp- tökustjórn: Addi 800, Gunnar Smári Helgason, Hafþór Karlsson, Jónas R. Jónsson, Pétur Hjaltested, Sigurður Bjóla og Tómas Tómasson. Samsetning og eftirvinnsla: Hafþór Karlsson. Hönnun bæklings: Goddur. Útgefandi: Smekk- leysa. Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Ásdís „Það er greinilegt að Egill Ólafsson er hæfileikaríkt tónskáld sem hefur alla þræði sköpunarinnar í hendi sér,“ segir í umsögn um leik- húsplötu Egils. ÞESSI dularfulla skífa hefur lengi beðið umsagnar og tími til kominn að bæta úr því. Í raun er um „stuttskífu“ að ræða, eitt lag, rafsmíð sem er um fimmtán mínútur að lengd. Umslagið er einnig myndskreytt saga eða æv- intýri um furðuverurnar Mjálf og Hníf og leit að týndum hljóðfærapört- um og lagi sem „talar til myrku hlið- arinnar“. Ef hlustað er á diskinn án þess að kíkja á söguna er þetta hin undarlegasta súpa af ókennilegum raf- og málmhljóðum, suði og braki, og sumt hljómar eins og tíðnihljóð úr ein- hverju sjúkrahús- tæki. Hjartsláttur kemur upp í hug- ann – jafnvel þótt maður sé ekki búinn að lesa um hjúkrunarfólkið sem er aðeins klætt hlustunarpípum. Und- irliggjandi er umlykjandi, lágvær hvinur eða þytur sem gerir allt and- rúmsloftið annarlegt og þokukennt. Það er farið sparlega með takta og hljóð, oft afar hljóðlátir kaflar inn á milli sem gera að verkum að maður dettur stundum út og gleymir að það sé eitthvað á fóninum, dettur svo inn aftur þegar næsta rjátl- og brakrispa byrjar. Hins vegar fær tónlistin aðra vídd eftir að sagan hefur verið lesin, lagbrotin raðast saman og merking færist í heildina – kannski ekki mjög skýr, og stundum slitrótt en tónlistin fær skýrara mál og það er skemmti- legt hvernig hlutirnir eru í raun út- pældir þó þeir virki samhengislausir á yfirborðinu. Í sjálfu sér er tónlistin einskonar „myndskreyting“ við sög- una en þegar búið er að skoða hana frá fleiri hliðum stendur hún sjálfri sér nóg. Leit að lagi MÁLFUR TÁMJÓI Kira Kira KITCHEN MOTORS Kira Kira er Kristín Björk Kristjánsdóttir sem semur tónlistina og söguna um Mjálf og hannar umslag. Teikningar eftir Siggu Björg. Upphafsstef: Magga Stína. Talað mál: Þorgeir Guðmundsson. Steinunn Haraldsdóttir. Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Þri. 30. des. kl. 21.00. uppselt Fös. 2. jan. kl. 21.00. örfá sæti Lau.10. jan. kl. 21.00. laus sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20, Fö 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14,- UPPSELT Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Su 8/2 kl 14 SPORVAGNINN GIRND Á NÝJA SVIÐI JÓLASÝNING BORGARLEIKHÚSSINS **************************************************************** MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU lau. 3. jan. kl. 20 - laus sæti sun. 11. jan. kl. 20 - laus sæti AUKASÝNING SUN. 4/1 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Frumsýning 7. jan. uppselt 2. sýning 10. jan. 3. sýning 17. jan. 4. sýning 24. jan. Sýningar hefjast kl. 20 Miðasala hafin í síma 555-2222 Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 4. jan. kl. 14.00 - Síðasta sýning!! „Felix er hér í sínu besta formi... einlægnin þvílík að sterkt samband myndast við áhorfendur án nokkurra hafta..“ SH, Mbl. „Yndisleg sýning..“ SS, Rás 2 Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.