Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÖRYGGISDEILD sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli kom á sunnudag upp um karl- mann á leið úr landi með þrjú fölsuð vegabréf falin í skónum. Þegar maðurinn gekk í gegn- um vopnaleitartæki í Leifsstöð heyrðist við- vörunarhljóð og var maðurinn þá beðinn um að fara úr skónum. Komu þá vegabréfin þrjú í ljós og gaf hann skýringar sem þóttu fjar- stæðukenndar. Í ljós komu þrjú fölsuð jap- önsk vegabréf, sem stíluð voru á þrjár kín- verskar stúlkur sem nýlega luku afplánun 30 daga fangelsisdóms fyrir að framvísa föls- uðum vegabréfum í Leifsstöð í nóvember. Málið og tenging þess við mál kínversku stúlknanna er talið styðja þá tilgátu lögregl- unnar að alþjóðlegir glæpahringir eigi í hlut þegar ólöglegir innflytjendur eru stöðvaðir með fölsuð vegabréf við komuna til landsins. Sums staðar erlendis er varsla falsaðra vega- bréfa refsiverð og hefur dómsmálaráðuneyt- ið lýst vilja sínum til að breyta útlendingalög- gjöfinni til samræmis við það. Vísað úr landi í dag Lögreglan sér enga aðra skýringu á ferð mannsins hingað til lands en þá, að hann hafi komið til að afhenda stúlkunum ný vegabréf í stað þeirra sem yfirvöld tóku af þeim. Ljóst er að hann hitti ekki á stúlkurnar því að yfir- völd sendu þær strax úr landi um leið og af- plánun þeirra lauk. Ekki er refsivert að hafa undir höndum fölsuð vegabréf og verður málið því ekki tek- ið til rannsóknar hjá lögreglunni. Manninum verður hins vegar vísað úr landi í dag. Fölsuð vega- bréf í skóm ferðamanns Alþjóðaglæpahringir taldir koma við sögu TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra hélt móttöku til heiðurs A-landsliði kvenna í knatt- spyrnu í ráðherrabústaðnum í gær. Auk þess að sýna góðan árangur á fótboltavellinum síðustu misserin fengu stelpurnar ekki síður viðurkenn- ingu menntamálaráðherra fyrir að sýna mikla framtakssemi í því augnamiði að fjölga áhorf- endum á landsleikum landsliðsins og auka um- fjöllun um kvennaknattspyrnu í fjölmiðlum. Af því tilefni veitti Tómas þeim táknrænan styrk að upphæð 250 þúsund krónur með því að kaupa auglýsingaspjöld landsliðsins, sem hafa birst í fjölmiðlum fyrir landsleiki. Var við hæfi að Ást- hildur Helgadóttir, fyrirliði, og Helena Ólafs- dóttir, þjálfari, afhentu menntamálaráðherra myndina af liðinu þar sem þær sátu við borð rík- isstjórnarinnar að Bessastöðum yfir fyrirsögninni „Stelpurnar stjórna“. Menntamálaráðherra heiðraði kvennalandsliðið Morgunblaðið/Jim Smart Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins, og Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði, afhenda Tómasi Inga Ol- rich menntamálaráðherra auglýsingaspjaldið „Stelpurnar stjórna“ sem birt var í fjölmiðlum fyrir leik liðsins. Fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur ÍSLENSKA ríkið er ekki lengur skráð eigandi að nein- um hlutabréfum í viðskipta- bönkum eftir að kaupendur hlutar ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka hafa nú hvorir tveggja innt af hendi lokagreiðslu fyrir bréfin. Féð, samtals yfir 6 milljarðar króna, verður notað til að greiða niður erlendar skuldir ríkisins. Samson eignarhaldsfélag greiddi ríkinu í gær jafnvirði tæplega þriggja milljarða króna og hefur með því greitt að fullu fyrir eignarhlutinn sem ríkið seldi Samson í árs- lok í fyrra. Ríkið greiddi Sam- son eignarhaldsfélagi á sama tíma 700 milljónir íslenkra króna vegna samningsákvæð- is um sérstakt mat á ákveðnum eignum bankans, sem varð til þess að lækka verðmæti hans. Samson eignarhaldsfélag er nú eigandi að 44,3% hluta- fjár Landsbankans. Greiddu fjóra milljarða Lokagreiðsla hefur einnig farið fram á þeim 8,3% hlut í Kaupþingi Búnaðarbanka sem átti eftir að greiða sam- kvæmt samningi frá því í jan- úar á þessu ári. Þá sömdu nokkrir aðilar, meðal annars Ker, Vátryggingafélag Ís- lands og Samvinnulífeyris- sjóðurinn, um kaup á um 46% hlut í Búnaðarbankanum. Lokagreiðslan nam rúmum fjórum milljörðum króna. Hlutur ríkisins að fullu greiddur MET verður slegið í verðbréfavið- skiptum í Kauphöll Íslands á árinu, jafnt með hlutabréf sem skulda- bréf. Að sögn Þórðar Friðjónsson- ar, forstjóra Kauphallarinnar, stefnir í að veltan verði 1.570 til 1.580 milljarðar króna í ár, sem er nærri 40% aukning frá síðasta ári er veltan nam 1.133 milljörðum og tvöföldun frá árinu 2001 er veltan var ríflega 750 milljarðar króna. Veltan í ár er á við fimmföld út- gjöld ríkissjóðs. Viðskipti með hlutabréf verða í ár um 500 milljarðar króna, sam- anborið við rúma 320 milljarða árið 2002 og 138 árið 2001. Aukningin frá fyrra ári nemur 56%, sem er svipuð hækkun og orðið hefur á úr- valsvísitölu hlutabréfa, ICEX-15, á þessu ári. Er viðskiptum lauk í gær var vísitalan í 2.102,5 stigum, sam- anborið við um 1.330 stig í upphafi ársins. Hagsveiflan á undan öðrum Þórður segir mörg met hafa fall- ið á árinu, m.a. hafi úrvalsvísitalan náð sögulegu hámarki og slegið tveggja ára gamalt met. Þetta sýn- ir að mati Þórðar að hagsveiflan á Íslandi er á undan öðrum þjóðum. Venjulega byrji hlutabréfaverð að hækka á undan hagsveiflum og hagvöxtur fylgi síðan í kjölfarið. „Við erum fyrsta þjóðin, í hópi þeirra sem hafa sambærilega stöðu í efnahagslífinu, sem nær fyrra há- marki eftir almenna efnahagslægð í heiminum,“ segir Þórður og bend- ir á að meðan hlutabréfavísitalan hafi hækkað hér um 56% hafi hækkunin numið 20–30% víða ann- ars staðar, ef undan sé skilin Nas- daq-vísitalan í Bandaríkjunum sem hefur hækkað um 45% á árinu. Spurður um skýringu á þessari þróun á Íslandi segir Þórður að bjartsýni sé ríkjandi um gott gengi þjóðarbúsins næstu árin, aðallega vegna stóriðjuframkvæmdanna á Austurlandi. Aðra sögu sé að segja um margar nágrannaþjóðir þar sem hik hefur verið á hagvexti og óvissa ríkjandi. Reiknað sé með að hagvöxtur á Íslandi verði meiri næstu árin en í kringum okkur. Gott gengi margra stórra fyrir- tækja á árinu hefur haft sitt að segja um þróunina á hlutabréfa- markaðnum, að mati Þórðar, eins og hjá Pharmaco og bönkunum. Þannig hefur vísitala fjármálafyr- irtækja hækkað um 53% á árinu og vísitala lyfjagreina um 173%. Ein grein hefur þó átt undir högg að sækja á árinu, þ.e. sjávarútvegur, en vísitala sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöllinni hefur lækkað um 6,5% frá áramótum. Telur Þórður að vegna gengisþróunar og verð- lækkunar á sjávarafurðum muni sú grein eiga áfram í vanda. Annað einkenni ársins í Kaup- höllinni er fækkun fyrirtækja. Alls hafa 18 félög farið af markaðnum en tíu gerðu slíkt hið sama árið 2002 og sjö árið 2001. Eru nú um 50 fyrirtæki skráð í Kauphöllinni. Hærra markaðsvirði Þórður telur þetta ekki vera jafnneikvæða þróun og umræðan hafi gefið til kynna. Um leið og skráðum félögum hafi fækkað hafi þau stækkað sem eftir hafa verið á markaðnum og eflst. Þannig sé markaðsvirði þeirra meira nú, sem hlutfall af landsframleiðslu, en þegar fyrirtækin voru flest. Verð- myndun og skilvirkni í Kauphöll- inni hafi aukist og það sé í raun meginmálið. Þórður segir margt annað hafa gerst á árinu, samið hafi verið við Færeyinga um að skrá færeysk fyrirtæki í Kauphöllina og sam- starf verið aukið við önnur Norð- urlönd í gegnum NOREX þar sem stefna eigi Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum í sameiginlegan markað. Veltan í Kauphöllinni fimmföld ríkisútgjöld        !  "    /-'0     +  + #$1'  2 > ? = , = > > @ A 3 B NÁLÆGT hundrað svartfuglar hafa fund- ist dauðir á Hofstrandarfjöru í Borgarfirði eystri undanfarna daga. Skúli Sveinsson stýrimaður segist ganga fjöruna reglu- lega. Hafi hann talið 23 hræ fyrir nokkr- um dögum og mörg bæst við síðan. Skúli segir fuglinn ekki vera mjög hor- aðan. Hann sendi Skarphéðni Þórissyni, líffræðingi í Fellabæ, fjóra fugla til skoð- unar. Skarphéðinn segist hafa skoðað einn fuglinn lítillega og hann hafi ekki verið feitur, bringubeinið fundist vel en hann hafi þó áður séð fuglinn horaðri. Hann segir það árvissan atburð að svartfugl reki á fjörur og yfirleitt sé það sökum skorts á æti. Skúli Sveinsson er á sama máli og seg- ir líklega skorta eitthvað í fæðu fuglanna þar sem fuglinn hafi ekki verið grindhor- aður þegar hann drapst. Skúli segist ekki hafa skoðað í maga svartfuglsins en hann viti að loðnu hafi vantað fyrir austan. Páll Leifsson á Eskifirði hefur í mörg ár fylgst með svartfuglinum eystra. Hann segir eins og Skúli að loðnuna vanti í æti fuglsins og hann lifi á sandsílum og marsíl- um, en á þessum árstíma elti fuglinn venjulega loðnuna inn firðina. Morgunblaðið/Ómar Fjöldi svart- fugla dauður í fjörunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.