Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Munurinn virðist ef til vill ekki vera mikill en þegar þetta er yfirfært yfir á fólksfjölda er hann stór,“ hefur sænska fréttastofan TT eftir Hans Jidebäck, tölfræðingi hjá sænsku hagstofunni. Íslendingar eru einnig efstir á list- anum þegar lífslíkur eru metnar. Ís- lenskar konur geta að jafnaði átt von á að lifa í 82,3 ár, eða jafn lengi og sænskar konur. Íslenskir karlmenn verða hins vegar að jafnaði eldri en kynbræður þeirra á hinum Norður- ÍSLENDINGAR eru hamingjusam- astir í heimi, samkvæmt Alþjóða hamingjuupplýsingabankanum (The World Database of Happiness), og sérfræðingur hjá sænsku hagstofunni segir, að út frá fólksfjöldafræðilegum viðmiðum sé best að búa á Íslandi af Norðurlöndunum. Þannig séu ís- lenskar konur frjósamastar og eignist að jafnaði 1,9 börn ef miðað er við síð- ustu tölur, norskar konur eignist að jafnaði 1,8 börn og danskar, finnskar og sænskar konur 1,7 börn að jafnaði. löndunum eða 78,5 ára í samanburði við 77,8 ár hjá Svíum. „Meðalævin er lengst á Íslandi. Það gæti stafað af því hvað Íslendingar borða mikinn fisk,“ segir Jidebäck. Á lista Alþjóða hamingjuupplýs- ingabankans er Ísland í fyrsta sæti en síðan koma Holland, Svíþjóð, Sviss, Danmörk, Írland, Belgía, Bretland, Ástralía og Bandaríkin í 10. sæti. Byggist á gleðinni og góðu lífi Martin Seligman, prófessor við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjun- um, segir að hamingja sé á þremur sviðum. Í fyrsta lagi byggist hún á ánægjulegu lífi, gleðinni sem fylgir mat, drykk, kynlífi og skemmtunum. Í öðru lagi komi hún frá góðu lífi, það er því að gleðjast yfir því sem viðkom- andi gerir vel. Í þriðja lagi hafi þýð- ingarmikið líf, það að verja lífinu í eitthvað sem viðkomandi trúi á, mikið að segja varðandi hamingju, en lykill- inn að hamingju felist einkum í tveim- ur síðastnefndu atriðunum. Íslendingar eru hamingjusamastir ALÞJÓÐAHÚSIÐ afhenti í gær í fyrsta skipti verðlaun Alþjóðahúss fyrir lofsverða frammi- stöðu í málefnum innflytjenda en verðlaunin nefnast „Vel að verki staðið“. Að þessu sinni voru fyrirtækinu Granda og Guðrúnu Halldórs- dóttur, skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, veitt verðlaunin, sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn í Alþjóðahúsinu. Grandi hefur í tvö ár boðið útlendingum sem starfa hjá fyrirtækinu að læra íslensku í vinnu- tímanum, þeim að kostnaðarlausu. Hjá fyrir- tækinu starfar fólk frá 17 þjóðlöndum. Guðrún hlýtur verðlaunin m.a. fyrir að vera frumkvöðull í að kenna útlendingum íslensku og að hafa unn- ið að því að sníða kennslu eftir uppruna og móð- urmáli nemendanna. Höfum fundið meiri þörf fyrir að fólk geti talað saman á íslensku Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda, segir árangur af íslenskukennslunni góðan. „Eftir því sem erlendu starfsfólki hefur fjölg- að hjá okkur höfum við fundið meiri þörf fyrir að fólkið geti talað saman á íslensku,“ segir Svavar. „Þess vegna fórum við út í það fyrir tveimur ár- um að kenna íslensku upp á hvern einasta dag.“ Kennslustofu var komið upp í þessum tilgangi og er starfsfólkinu skipt í hópa eftir getu en Fjölmennt hefur annast kennsluna. „Við höfum boðið upp á kennslu í því sem kall- ast starfstengd íslenska og kennsluefnið hefur verið búið til á staðnum og tekur mið af starf- semi okkar.“ Svavar segir ávinning af námskeiðahaldinu tvíþættan. Það meginmarkmið að starfsfólkið geti tjáð sig á íslensku hefur náðst. „Fólkið hef- ur náð meiri færni í að tala saman á íslensku sem er bráðnauðsynlegt því við erum með fólk frá 17 þjóðlöndum í vinnu og ekkert tungumál annað en íslenskan er betra til að tala saman á því margir tala ekki ensku.“ Þá segir Svavar ekki síður mikilvægt að finna hve starfsfólkið sé þakklátt fyrir kennsluna og kunni að meta hana. „Þetta hefur skilað sér í jákvæðara viðhorfi og samskiptum. Við höfum fengið ómælda starfs- ánægju út á þetta sem ég tel mjög mikilvæga.“ Fjölmenningarlegur vinnustaður Svavar segir dæmi um það að starfsfólkið hafi í kjölfar námskeiðanna sótt sér frekara ís- lenskunám, t.d. í Háskóla Íslands. „Við höfum t.d. dæmi um Pólverja sem byrjaði að læra ís- lensku hjá okkur og sú kona hefur náð mjög góð- um tökum á tungumálinu. Það finnst okkur ánægjulegt að heyra.“ Svavar segir vinnustaðinn mjög fjölmenning- arlegan, þar sem yfir 60% af starfsfólkinu í fisk- iðjuverinu við Norðurgarð séu af erlendu bergi brotin. „Starfsmannafélagið okkar heldur al- þjóðlegt kvöld einu sinni á ári og helgar það þá ákveðinni þjóð. Þannig að það er mjög gaman að upplifa þessa alþjóðlegu stemmningu sem hér ríkir. Það er sérstakt og finnst kannski ekki mjög víða. Hér starfar fólk frá mörgum löndum úr ólíkum menningarheimum og öllum gengur vel að vinna saman.“ Alþjóðahúsið afhendir verðlaun fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda Kenna íslensku á hverjum degi Svavar Svavarsson tók við viðurkenningu úr hendi forseta Íslands fyrir hönd Granda. Morgunblaðið/Árni Sæberg aði reyndar mörg tungumál, en hann kom frá Indlandi úr stétt sem ekki var ætlað að ganga í skóla. Nú er hann hins vegar vel læs og stendur sig ákaflega vel.“ Guðrún segist hafa kynnst mörgum inn- flytjendum náið og m.a. eigi hún því láni að fagna að hafa orðið amma átta barna sem hingað fluttu. „Fyrir um 15 árum kom hingað flóttamannafjölskylda sem var ansi barn- mörg og sú elsta í fjölskyldunni kunni ís- lensku af því hún hafði komið hingað áður með frænda sínum. Hún kom til mín og sagð- ist vera með þá beiðni frá yngri systkinum sínum, sem ættu enga ömmu á Íslandi, hvort ég vildi ekki verða amma þeirra. Þar með varð ég allt í einu amma átta barna. Það hef- ur glatt mig í gegnum árin því þau hafa alltaf verið svo góð við mig. Ég er auðvitað amma fleiri barna, en þetta var svona viðbót,“ segir Guðrún. ÞAÐ hefur auðgað ævi mína mikið aðeiga alla þessa vinsemd og vináttuþessa fólks. Það verður aldrei annað sagt,“ segir Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokka Reykjavíkur, sem hefur sinnt kennslu innflytjenda í nærri aldarfjórð- ung, eða allt frá því að fyrstu fóttamennirnir komu frá Víetnam árið 1979. „Það var merki- legt og áberandi hvað þetta var vinnusamt fólk og maður sá strax að slíkt fólk passaði mjög vel inn í íslenskt samfélag, þar sem við erum að vinna allan sólarhringinn.“ Allar götur síðan hafa Námsflokkar Reykjavíkur verið með samfellda fræðslu fyr- ir bæði flóttamenn og aðra nýbúa. „Þetta hef- ur aukist og aukist, þeir voru 35 þessir fyrstu sem við tókum á móti og núna held ég að höfðatalan sé hátt í 2.000 manns á þessu ári,“ segir Guðrún. Hún segist í gegnum tíðina hafa kynnst mörgum innflytjendum nokkuð vel og líta á marga þeirra sem vini sína. Óhætt er að full- yrða að fólkið hefur komið víða að og segir Guðrún að þátttakendur á sumarnám- skeiðum Námsflokkanna í fyrra hafi verið frá 100 þjóðum og talað 80 tungumál. „Það hefur frá öllum þessum þjóðum verið alveg úrvals fólk sem ég hef kynnst. Margt af því hefur verið mjög hæfileikaríkt og vel menntað en getur ekki notað menntun sína hér af því hún er ekki tekin gild. Það finnst mér vera ógurleg sóun, af því að okkur vant- ar alltaf fólk með hæfileika og hæfni,“ segir Guðrún. Hún segist telja að gera ætti meira af því að hjálpa þessu fólki til að komast á það skrið í íslensku og því sem á vantar til að hægt sé að bjóða þessum einstaklingum vinnu við sitt hæfi. „Ég man eftir einum sem er sérfræð- ingur í öldrunarsjúkdómum og hann hefur verið að vinna á lyftara inni við Sundahöfn. Hann sagðist reyndar ætla að læra íslensku og fara í Háskólann og taka íslenskt lækna- próf, en það tekur tíma. Ég þekki þónokkuð mikið af læknum sem ekki geta stundað lækningar því prófin eru ekki tekin gild.“ Varð amma átta barna Þá segir Guðrún að ekki megi gleyma öðr- um hópi sem íslenskt samfélag beri vissa ábyrgð á að hjálpa. „Það eru þeir sem koma ólæsir og óskrifandi. Sá hópur er að verða meira áberandi, líklega vegna þess að fólk þorir orðið að gefa sig fram. Fyrsti maðurinn sem ég man eftir að við kenndum að lesa tal- Hefur auðgað ævi mína mikið Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Halldórsdótir hlaut viðurkenningu fyrir að kenna innflytjendum íslensku. Trausta en á Akureyri mældist úrkoman um 526 mm og er það um 7% umfram meðallag. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 1.308 og er það um 40 stundum umfram meðallag. Á Akureyri mældust 1.008 sólskinsstundir og er það um 40 stundum undir meðallagi. Þegar horft er til fleiri staða reynist met hafa verið slegið í Stykkishólmi að sögn Trausta en þar var meðalhiti ársins 5,4°C eða 0,3°C hlýrra en 1941 sem var hlýjasta árið fram til þessa. „Vegna flutninga veðurstöðva er erfiðara um samanburð á norðanverðum Vestfjörðum en í Bolungarvík verður árið jafn- hlýtt og 1941 sem var hið hlýjasta á 20. öld á þeim slóðum. Meðalhiti á Dalatanga mældist 5,2°C og hefur ekki orðið hlýrra þar frá því að mælingar hófust þar 1938. Á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum var meðalhitinn 6,2°C en það er 1,4°C yfir meðallagi, jafnhlýtt var á Stórhöfða 1941 og nú en ívið kaldara 1939,“ segir Trausti. ÁRIÐ sem er að kveðja er meðal þriggja til fjögurra hlýjustu ára sem komið hafa hér á landi frá upphafi mælinga að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Hann segir að vísu vera nokkuð misjafnt eftir landshlutum hvort árið verði hlýjasta, næsthlýjasta eða þriðja hlýjasta ár sem vitað er um. „Meðalhiti í Reykjavík var 6,1°C eða 1,8°C yfir meðallagi, og sé leiðrétt fyrir flutningi stöðvarinnar milli staða innan borgarinnar telst árið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Munur á hita nú og árin 1939 og 1941 er þó vart marktækur,“ segir Trausti. Hlýjasta sumar frá upphafi mælinga í Reykjavík Hann segir mánuðina júní til ágúst hafa ver- ið þá hlýjustu í Reykjavík frá upphafi mælinga, 12,1°C, en næst komi sömu mánuðir 1880 og 1939 með 11,7° og 11,6°C. „Á Akureyri var meðalhitinn 5,1°C og er það 1,9°C yfir meðallagi. Aðeins er vitað um eitt hlýrra ár þar, 1933, en þá var meðalhitinn 5,6°C. Á Akureyri voru júní til ágúst heldur hlýrri 1933 en nú og svipaðir 1955, 1976 og 1984 en öll þau sumur var nær stöðug rigning um sunnanvert landið.“ Úrkoman í Reykjavík mældist um 980 mm og er það um 20% umfram meðallag að sögn Eitt hlýjasta ár frá upphafi mælinga Morgunblaðið/Ásdís STRAUMUR, fjárfestingafélag, keypti í gær tæplega 20% hlut í Kög- un, en átti engin hlutabréf í félaginu. Seljendur eru Íslenskir aðalverktak- ar, sem áttu 10,5% hlut og seldu hann allan, og Landsbanki Íslands, sem átti 10,4% hlut og seldi 9,3%. Verð hlut- arins sem Straumur keypti er um 570 milljónir króna og er Straumur er nú langstærsti hluthafi félagsins. Gunn- laugur M. Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segist telja að áherslur Straums og Kögunar fari vel saman, báðir aðilar hafi áhuga á útrás Kög- unar á erlenda markaði í framtíðinni. Straumur eignast 20% í Kögun TILDRÖG eldsvoðans í gamla Ís- bjarnarhúsinu eru enn í rannsókn lögreglunnar og leikur enn grunur á að eldurinn hafi kviknað út frá flug- eldi. Börn voru að leik með flugelda skömmu fyrir brunann og er talið að rekja megi brunann til þess. Í húsinu voru geymdir 1 þúsund lítrar af bensíni sem eldurinn náði ekki í. Bensínið mun vera í eigu vél- sleðamanna og var fjarlægt af lög- reglu í fyrradag. Lögreglan telur að vélsleðamennirnir hafi ekki áttað sig á að bannað er að geyma bensín í svo gríðarmiklu magni. Bensínið í eigu vélsleðamanna ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.