Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gleðilegt „Gullkálfa“ ár. Neyðarlínan á vaktinni Nýársnóttin er heitasti tíminn Í dag er gamlársdagurog í kvöld er gamlárs-kvöld. Síðan tekur við nýársnótt og er hér um annasamasta tíma ársins hjá Neyðarlínunni, 112, að ræða. Morgunblaðið ræddi við Þórhall Ólafs- son, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar. – Segðu okkur fyrst eitthvað frá Neyðarlín- unni… „Það er kannski fyrst að nefna að hér er ekki um opinbera stofnun að ræða heldur þjónustufyrirtæki sem starfar í nánum tengslum við fjölda neyð- arsveita, fyrirtækja og stofnana, samkvæmt samningi sem gerður var við dómsmálaráðuneytið. Þetta fyrirtæki var stofnað árið 1996 og er því á níunda ári. Um- fang þjónustunnar og vöxt henn- ar má glöggt sjá á því að fyrsta árið var 50 þúsund hringingum svarað, en á þessu ári stefnir í að hringingar verði um 300 þúsund. Starfsemin hefur samkvæmt því sexfaldast á tæpum níu árum og mest hefur aukningin verið allra síðustu árin.“ – Í hverju liggur aukningin? „Hún liggur í ýmsum þáttum. Til dæmis er almenningur mun betur meðvitaður um okkur held- ur en áður og auk þess sinnum við fleiri þjónustuþáttum heldur en við gerðum fyrstu árin. Við viljum að sem flestir geti leitað til okkar og þjónustusviðum hefur fjölgað ár frá ári. Þetta snýst ekki aðeins um eldsvoða, sjúkra- flutninga eða lögregluaðstoð. Fólk, sem er með sprungið dekk uppi á Hellisheiði um miðja nótt, á að geta leitað til okkar, svo dæmi sé tekið. Eins hefur það færst í vöxt að fólk, sem á í sál- arkröggum, hringir í Neyðarlín- una. Næsta ár bætum við svo enn við, en þá förum við að svara fyrir barnaverndarnefndir í landinu og koma skilaboðum áleiðis á þeim vettvangi. Það eru hins vegar dregnar línur, það er t.d. ekki ætlast til þess að hringt sé í Neyðarlínuna til að forvitnast um opnunartíma verslana, kvik- myndahúsa eða þess háttar, svo dæmi sé tekið. Starfsemin liggur þannig séð í nafni fyrirtækisins.“ – Hvernig mætti þá skilgreina ykkur? „Við erum þjónustuaðili milli landsmanna og viðbragðsaðila. Og eins og ég kom að, ekki aðeins fyrir lögreglu, slökkvilið og sjúkrabíla. Við erum að þjónusta 120 aðila og meðal þeirra má nefna Securitas og þannig séð er- um við tengiliðir fyrir um 10 þús- und öryggiskerfi í landinu.“ – Á hverju byggist 112-módel- ið? „Evrópska neyðarnúmerið 112 hefur verið við lýði frá árinu 1988 og er grunnhugsunin að baki fyr- irkomulagi okkar. Hér á landi hefur Neyðarlínan hins vegar verið útfærð enn frek- ar heldur en í öðrum löndum. Það byggist á því að hér á landi er aðeins eitt númer sem heldur utan um alla þessa víðtæku þjónustu, en í mörgum Evrópulöndum eru jafn- vel þrjú til fjögur önnur númer sem sinna hinum ýmsu þjónustu- þáttum og dregur það að sjálf- sögðu úr öryggi og þjónustu þar eð hætt er við að viðbragðstími lengist.“ – Er sá sólarhringur sem í hönd fer sá annasamasti á árinu hjá Neyðarlínunni? „Já, það er engin spurning. Mesta álagið er á nýársnótt. Um síðustu áramót svöruðum við 2.000 símtölum og voru þau af öll- um toga. Við erum með sex manns á vakt til að sinna þessu verkefni og við höfum fólk til vara ef þurfa þykir.“ – Ná sex manns að svara tvö þúsund símtölum á einni nóttu? „Þetta hefur gengið eins og vel smurð vél, en að sjálfsögðu von- um við að það verði sem minnst að gera á þessum áramótum eins og öðrum, að þau verði svo frið- sæl, slysa- og vandræðalaus að fólkið okkar hafi lítið að gera.“ – Það eru þá ekki mikil áramót hjá vaktfólki Neyðarlínunnar? „Nei, ekki í þeim skilningi, en það er þeim mun minna að gera á aðfangadag og jóladag. En það er óhætt að segja að okkar fólk víki varla úr símanum yfir áramótin.“ – Er Neyðarlínan fullmótuð sem slík, eða er hún enn í mótun? „Starfsemin er í stöðugri end- urskoðun, þróun og mótun, enda hefur þetta fyrirtæki varla slitið barnsskónum, rétt að verða níu ára eins og ég gat um áðan. Við störfum eftir hugbúnaðarkerfi sem við höfum byggt upp í sam- vinnu við lögreglu, slökkvilið og sjúkraflutninga, og er eitt hið fullkomnasta í heiminum í dag, en eigi að síður leitum við alltaf eftir því að bæta þjónustuna. Það er verkfræðistofan Hnit sem hef- ur veg og vanda af hugbúnaðin- um og er um stórvirki að ræða.“ – Hvað er það sem þarf að end- urskoða, þróa og móta? „Það er skilvirknin sem um er að ræða. Hraðinn og gæðin. Við þurfum ávallt að leitast við að stytta viðbragðs- tímann frá því að leitað er til okkar og þar til að sá sem leitað er til bregst við. Í dag er um mjög stuttan tíma að ræða, en gott getur alltaf orðið betra, það er því verkefni okkar að stytta þann tíma enn frekar. Ástæðan er sú að styttri viðbragðstími get- ur skipt sköpum um það hvort hjálp berst í tæka tíð þeim er á henni þarf að halda og leitað hef- ur eftir henni.“ Þórhallur Ólafsson  Þórhallur Ólafsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1952. Hann er útskrifaður tæknifræðingur frá Köbenhavns Technikum árið 1978. Var tæknifræðingur hjá Vegagerð ríkisins um 18 ára skeið og var síðan aðstoðar- maður dóms- og kirkjumála- ráðherra á árunum 1995 til 1999, en þá tók hann við framkvæmda- stjórastöðu hjá Neyðarlínunni ehf. Maki er Gróa Dagmar Gunnarsdóttir og eiga þau tvo syni, Jón Gunnar og Einar Karl. Mesta álagið er á nýársnótt PRÓFANIR á nýju lyfi, Pyridorin, sem er við nýrnaveiki af völdum sykursýki, hafa komið mjög vel út að sögn Jóns Inga Benediktssonar, framkvæmdastjóra Líftæknisjóðs- ins. Það er BioStratum sem þróar lyfið og á Líftæknisjóðurinn tæp 8% eignarhlut í fyrirtækinu. Samið við alþjóðlegt lyfjafyrirtæki Niðurstöður þriggja rannsókna staðfesta að kreatinin í blóði hækk- aði hægar hjá sjúklingum sem fengu Pyridorin en þeim sem fengu lyfleysu. Var munurinn tölfræði- lega marktækur og enn meiri í seinni rannsóknunum tveimur sem lauk fyrir rúmum mánuði. Var munurinn mestur hjá sjúklingum með svokallaða sykursýki tvö, sem fer stigvaxandi á Vesturlöndum. Áfram verður hald- ið að prófa lyfið á sjúklingum og hefur BioStratum, sem er leyfishafi lyfsins, ver- ið að semja við alþjóð- leg lyfjafyrirtæki um áframhaldandi klín- ískar prófanir á Pyri- dorin. Jón Ingi segir að gangi allt saman að óskum sé næsta skref- ið að markaðssetja lyfið. Hann segir mikla eftirspurn eftir þessu lyfi og í raun ekkert lyf til sem beinist markvisst gegn þessum sjúkdómi. Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi veitt þessu lyfi forgang í allri með- höndlum og vinnslu hjá sér. Jón Ingi tekur þó sérstaklega fram að þrátt fyrir góðar nið- urstöður og áhuga lyfjafyrirtækja sé alls- kostar óvíst hvort þessar viðræður komi til með að skila BioSt- ratum tilætluðum ár- angri. Viss áhætta fylgi ávallt slíku ferli hjá líftæknifyrirtækj- um. Líftæknisjóðurinn á tæp 8% hlut í Bio- Stratum og er það stærsta eign fé- lagsins. Binda forsvarsmenn sjóðs- ins miklar vonir við þetta nýja lyf. Niðurstöður þriggja rannsókna BioStratum Nýtt lyf við nýrna- veiki lofar góðu Jón Ingi Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.