Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 14
Viðbrögð við kröfu bandarískra stjórnvalda um vopnaða verði í flugvélum TOM Ridge, ráðherra heimavarna í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sagðist í gær ánægður með þau viðbrögð sem nýjar reglur sem ráðuneyti hans kynnti á mánu- dag hafa hlotið. Þær lúta að því að flugfélögum sem fljúga til Banda- ríkjanna kunni að vera gert að hafa vopnaða verði um borð í flugvélum sem flogið sé inn í bandaríska loft- helgi. Líta bandarísk stjórnvöld á þetta sem nauðsynlegan lið í viðbún- aði gegn hryðjuverkum. Varði Ridge rétt bandarískra stjórnvalda til að leggja slíka kvöð á erlend sem innlend flugfélög. „Hver fullvalda ríkisstjórn hefur rétt til að heimila eða banna flug til og frá við- komandi landi eða lofthelgi þess,“ sagði hann. En Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, gagnrýndi tilskipunina harð- lega í gær. Í yfirlýsingu IATA segir að sé um að ræða reglur sem flug- félög verði að fara eftir, verði þær ríkisstjórnir sem geri slíkar kröfur að borga brúsann. Engin fordæmi sögð til „Afstaða okkar er sú að við viljum ekki byssur um borð í flugvélum og við viljum alls ekki að starfsmenn í flugstjórnarklefum séu vopnaðir,“ sagði Anthony Concil, talsmaður IATA. „Ef vopnaðir verðir verða um borð í vélunum förum við fram á að flugstjóranum sé tilkynnt um það … og við teljum einnig að ríkisstjórnir, sem gera slíkar kröfur, verði að greiða kostnað sem af þeim hlýzt.“ Þá lýstu flugmenn SAS-flug- félagsins sig andvíga kröfum af þessu tagi. Að mati Mogens Holga- ard, formanns Félags danskra at- vinnuflugmanna, er mesta öryggið fyrir flugfarþega falið í öflugri ör- yggisgæzlu á jörðu niðri. „Hingað til eru þess engin dæmi, að ríkisstjórn hafi reynt að neyða upp á önnur lönd tilteknum ráðstöf- unum í flugöryggismálum,“ hefur AP eftir Rafi Ron, forstjóra New Age Security Solutions, ráðgjafar- fyrirtæki sem starfar í bandarísku höfuðborginni Washington, en hann var áður yfirmaður öryggismála í flugmálastjórn Ísraels. Þrátt fyrir mótmæli úr ýmsum áttum segist Ron ekki búast við öðru en að kröfu Bandaríkjamanna verði hlítt, vegna þess hve gríðarmikilvægur Banda- ríkjamarkaður sé flugfélögunum. Í franska dagblaðinu Liberation var í gær fullyrt, að vopnaðir sér- sveitarmenn hefðu, borgaralega klæddir, setið í nokkrum flugvélum sem flogið hefðu á síðustu dögum frá Frakklandi til Bandaríkjanna. Að sögn blaðsins var ákvörðunin um að tveir til sex meðlimir frönsku GIGN- sérsveitarinnar færu með í vissar flugferðir tekin hinn 22. desember og henni hrint í framkvæmd strax á Þorláksmessu. Þá greindu áströlsk stjórnvöld frá því að gert hefði verið samkomulag við Bandaríkjastjórn um vopnaða verði um borð í flugvél- um sem fljúga til Bandaríkjanna. Tilskipunin gagnrýnd Washington, París. AP, AFP. ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÆR 15 metra löng kyrkislanga, sem veiddist á eynni Súmötru í Indónesíu í fyrra, var nýlega sýnd í fyrsta skipti opinberlega í dýragarði í smábænum Curugsewu á eynni Jövu. Slangan er 447 kg að þyngd og mun vera sú stærsta sem nokkru sinni hefur náðst lifandi. Lengsta slang- an sem áður hafði veiðst var tæpir tíu metrar. Á myndinni sést Maryoto, starfsmaður dýragarðs- ins, sinna slöngunni löngu sem sögð er éta þrjá til fjóra hunda á mánuði. Kyrkislanga af þessari stærð getur étið dýr á stærð við kind og vitað er að þær hafa ráðist á menn og étið þá. AP Stærsta kyrkislanga allra tíma ÞJÓÐ íslams, ein samtök músl- íma í Bandaríkjunum, hafa lýst yfir stuðningi við söngvarann Michael Jackson og hafa m.a. tekið að sér að gæta öryggis hans. Jackson býr sig nú undir að verjast ásökunum um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn barni. Á blaðamannafundi, sem Mark Geragos, lögfræðingur Jacksons, efndi til 18. þessa mánaðar, var einnig Leonard F. Muhammad en á heimasíðu Þjóðar íslams er hann kallaður starfsmannastjóri samtakanna. Sagt er, að þau hafi einnig ann- ast öryggisgæslu er Jackson efndi til hófs á heimili sínu, Neverland, fyrir um 10 dögum. Talsmaðurinn hættur Haft var eftir heimildum, að Þjóð íslams ætlaði að auki að taka að sér fjármál Jacksons en þau neita því og einnig Ger- agos, lögfræðingur hans. Einn bróðir Jacksons, Jermaine, hef- ur snúist til íslamstrúar en hann segir, að Jackson hafi ekki gert það. Stuart Backerman, talsmað- ur Jacksons, hefur sagt starfi sínu lausu vegna „ágreinings“ að eigin sögn en Geragos segist aftur á móti hafa rekið hann. Þjóð ísl- ams gætir Jacksons Los Angeles. AP. SADDAM Hussein, fyrrverandi for- seti Íraks, er sagður hafa gengist við því við yfirheyrslur að hann hafi komið um 40 milljörðum Banda- ríkjadala (um 3.000 milljörðum króna) undan og að þessir fjár- munir séu geymdir í bönkum er- lendis. Þetta segir Iyad Allawi, sem situr í framkvæmdaráði Íraks, í við- tali við blaðið Asharq al-Awsat við sem gefið er út í Lundúnum. „Saddam hefur veitt upplýsingar um nöfn manna, sem hafa lofað því að gæta peninganna og hann gaf einnig upp nöfn þeirra, sem búa yf- ir upplýsingum um vopnabúnað og vopnageymslur,“ sagði Allawi. Á myndinni sést Íraki lesa eintak af arabíska blaðinu Al Mutamar sem nýverið birti myndir af því er Ahmed Chalabi, sem situr í Íraska framkvæmdaráðinu, hitti Saddam Hussein eftir handtöku hans. Reuters „Saddam hefur veitt upplýsingar“ RONALD Reagan, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, kallaði hann á sínum tíma „óða hundinn í Miðaust- urlöndum“ en síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið. Muammar Gaddafi er orðinn leiður á útlegðinni og vill nú semja sátt við samfélag þjóðanna. Í fyrradag áttil Gaddafi 45 mín- útna fund með Mohamed ElBaradei, yfirmanni Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar, IAEA, og sagði þá, að hann væri einlægur í þeirri ætlun sinni að hætta við áætlanir um framleiðslu gereyðingarvopna. Kvaðst hann vona, að brátt yrði Líb- ýa fullgildur þátttakandi á al- þjóðavettvangi. Þótt Gaddafi hafi ekki alltaf þótt sem áreiðanlegastur, er þessum yf- irlýsingum hans almennt trúað enda hefur hann fylgt þeim eftir með fullu samstarfi við IAEA. Hafa fulltrúar stofnunarinnar nýlokið við eftirlits- ferð í Líbýu og að því er fram kom hjá Mark Gwozdecky, talsmanni El- Baradeis, var orðið við öllum þeirra óskum um upplýsingar og annað, sem eftirlitinu tengdist. Vill gjarnan losna við hryðjuverkaímyndina Í þrjá áratugi hefur Gaddafi verið sakaður um að fjármagna hryðju- verkastarfsemi og eru kunnustu dæmin örlög Pan Am-þotunnar, sem sprakk yfir Lockerbie í Skotlandi; franskrar farþegaþotu, sem fórst í Afríku, og sprengjutilræði á diskó- teki í Berlín. Hefndu Bandaríkja- menn þess síðastnefnda með loft- árásum á Líbýu, sem ollu dauða 40 manna, þar á meðal fósturdóttur Gaddafis. Sagt er, að skömmu síðar hafi hann hreykt sér af því, að hann gæti „tortímt Bandaríkjunum“. Gwozdecky segir að í viðræðunum við ElBaradei nú hafi Gaddafi haft mikinn áhuga á að fá tryggingu stór- veldanna fyrir öryggi Líbýu. Margt bendir til, að Íraksstríðið hafi haft sín áhrif á Gaddafi en til- raunir hans til að nálgast alþjóða- samfélagið eiga sér þó meiri aðdrag- anda. 1999 leyfði hann, að réttað væri yfir tveimur Líbýumönnum vegna Lockerbie-hryðjuverksins og gekkst raunar formlega við ábyrgð á því í ágúst síðastliðnum. Varð það til þess, að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna aflétti refsiaðgerðum gegn Líbýu. Gaddafi fordæmdi einnig harðlega árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001 og lét kné fylgja kviði gegn íslömskum öfgamönnum í Líbýu, þ.á m. þeim, sem tengdust al- Qaeda-hryðjuverkasamtökunum. Með það í huga var fundur Gaddafis með ElBaradei aðeins rökrétt fram- hald á hinni nýju stefnu hans. Gaddafi Líbýuleiðtoga trúað, aldrei þessu vant Vín. AP. Tom Ridge, ráð- herra heimavarna í Bandaríkjastjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.