Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Siglufjörður | Skömmu fyrir jól varð svokölluð Bátaskemma, sem verið er að byggja í Siglufirði, fok- held. Bátaskemman er 1.050 fer- metrar að grunnfleti og mesta hæð um 14 metrar. Hún mun í framtíð- inni hýsa nokkra báta sem eru sýn- ingargripir Síldarminjasafnsins í Siglufirði. Burðarvirki hússins er límtrésgrind og það rís á svæði Síldarminjasafnsins undir bökkun- um í bænum. Grunnur undir þetta mikla hús var byggður sumarið 2001 en árið 2002 var komið fyrir á grunninum tveimur stærstu bátun- um sem í húsinu verða. Í sumar var svo ráðist í byggingu á sjálfu hús- inu og náðist að loka því um miðjan desember. Talsverð vinna er þó eft- ir utanhúss, m.a. að setja járn á þakið og klæða allt húsið utan. Því á samkvæmt áætlun að skila fullfrá- gengnu utandyra 20 maí nk. Það er Byggingafélagið Berg hf. í Siglu- firði sem er verktaki við byggingu Bátaskemmunnar. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar, safnstjóra Síldarminjasafnsins, er í rauninni allt tilbúið til að hefjast handa við vinnu inni í húsinu eftir áramótin nema hvað fjármagn til þess, um 15 milljónir króna, vantar. Sú vinna felst í smíði bryggjupalla umhverfis bátana, uppsetningu raf- búnaðar og margskonar aðstöðu fyrir sýningargesti því þarna er stefnt á að hafa fjölbreyttar sýn- ingar. Sú umfangsmesta verður sjálf hafnarsýningin þar sem marg- ir bátar liggja við bryggjur, brygg- juskúrar verða á svæðinu og hafn- arstemmningin frá síldarárunum verður endursköpuð eins og kostur er. Örlygur sagði að stjórnendur safnsins hefðu vissulega vonast til að hægt yrði að ljúka við Báta- skemmuna fyrir síldarhátíðina sem halda á næsta sumar í tilefni þess að árið 2004 verða hundrað ár liðin frá því Norðmenn byrjuðu síldveið- ar hér við land. Það væri ekkert útilokað enn í því efni. „Oft hafa gerst óvæntir og skemmtilegir hlut- ir hvað fjármuni til uppbyggingar safnsins á liðnum árum varðar og við höfum notið mikils velvilja svo margra manna og svo víða í þjóð- félaginu og vissulega vonumst við til að svo verði áfram,“ sagði Örlyg- ur safnstjóri. Þess má að lokum geta að alls verða átta bátar í Báta- skemmunni. Sá stærsti, Týr, var 38 tonna reknetabátur á sínum tíma en tveir þeir minnstu eru aðeins smájullur. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Bátaskemman er mikið hús og mun setja svip á svæði Síldarminjasafnsins. Bátaskemman fokheld Vestmannaeyjar | Sparisjóður Vestmannaeyja afhenti sinn árlega styrk úr styrktar- og menning- arsjóði sínum á Þorláksmessu. Sjóðurinn var stofnaður til minn- ingar um Þorstein Þ. Víglundsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Í ár fengu fimm félög styrk, Leik- fangasafn Vestmannaeyja var styrkt en það varð tíu ára á árinu og flutti í nýtt húsnæði. Athvarfið er til húsa á sama stað og Leik- fangasafnið í Þórsheimilinu og hlaut einnig styrk. Skjalasafn Vest- mannaeayja fékk styrk sem ætl- aður er til skráningar, frágangs og flokkunar á skjalsafni Þorsteins Þ. Víglundssonar, eins af stofnendum Sparisjóðsins. Þá hlaut Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vest- mannaeyja, VISKA, sem var komið á laggirnar í upphafi árs, styrk. Að lokum fengu Gísli Helgason og Ingi Gunnar Jóhannsson styrk en þeir áforma að safna saman og gefa út efni eftir Ástgeir Ólafsson sem ætíð var nefndur Ási í Bæ. Er það gert í tilefni þess að hinn 27. febrúar nk. eru liðin 90 ár frá fæð- ingu hans. Morgunblaðið/Sigurgeir Þór Vilhjálmsson stjórnarformaður Sparisjóðsins, Páll Helgason sem tók við styrknum fyrir hönd bróður síns, Gísla, Bergþóra Þórhallsdóttir for- stöðukona VISKU, Jóna Björg Guðmundsdóttir safnvörður Héraðs- skjalasafnsins, Jóna Ólafsdóttir forstöðukona Athvarfsins, Guðbjörg Guð- mundsdóttir frá Leikfangasafninu og Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri. Sparisjóður Vestmanna- eyja afhendir styrk Sandgerði | Níu stærri fiskiskip voru í Sandgerðishöfn um hátíð- irnar. Voru þau öll fagurlega skreytt og þótt ekki sé mikill kvóti eftir í bænum telja Sandgerðingar að þar hafi verið einna fallegustu skipaskreytingarnar að þessu sinni. Var því jólastemmning yfir höfn- inni. Skip Nesfisks hf. í Garði eru gerð út frá Sandgerði og voru þau öll vel skreytt, eins og venjulega um jól. Að þessu sinni voru einnig skreyt- ingar á skipum annarra útgerða auk þess sem einstaka smábátur skartaði jólaljósum. Skipin eru flest enn inni og verða væntanlega fram yfir áramót. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Jólastemmning í höfninni Garður | Gert er ráð fyrir því í drögum að fjárhagsáætlun Gerða- hrepps fyrir komandi ár að samn- ingar takist um sölu á vatnsveitu hreppsins til Hitaveitu Suðurnesja á næsta ári og fyrir hana fáist 50 milljónir kr. Hitaveitan hefur lýst sig reiðubúna til viðræðna um kaup á vatnsveitum sveitarfélag- anna en viðræður eru ekki hafnar. Fjárhagsáætlun Gerðahrepps fyrir næsta ár var lögð fram á fundi hreppsnefndar í fyrrakvöld og vísað til síðari umræðu sem fyr- irhuguð er 7. janúar næstkomandi. Fram kom í greinargerð Sigurðar Jónssonar sveitarstjóra að full samstaða væri í hreppsnefndinni um álagningarreglur. Útsvar er áfram 12,7% og Gerðahreppur hækkar ekki fasteignagjöld, eins og mörg önnur sveitarfélög, nema sorpgjöld sem ákvörðuð eru sam- eiginlega af sveitarfélögunum vegna nýrrar sorpbrennslustöðvar í Helguvík. Haldið verður áfram átaki í lagningu gangstétta og malbikun. Hafist verður handa við stækkun Byggðasafnsins á Garðskaga og lagningu gervigrasvallar á lóð Gerðaskóla. Þá er gert ráð fyrir upphafsframkvæmdum við skrúð- garð á opnu svæði við Garðbraut, samkvæmt tillögum sem ligga fyr- ir. Gerðahreppur mun taka tæp- lega 60 milljóna króna lán, gangi þessi áætlun eftir og er þá miðað við að 50 milljónir fáist vegna eignasölu eins og fram kemur hér að framan. Með því móti haldast skuldir í horfinu. Hyggjast selja vatnsveitu Reykjanesbær | Sautján ára stúlka leitaði til lögreglunnar í Keflavík um klukkan þrjú í fyrrinótt til að kæra nítján ára pilt fyrir nauðgun sem hafði átt sér stað í heimahúsi í Reykjanesbæ skömmu áður. Kemur þetta fram á vef lögregl- unnar í Keflavík. Pilturinn var handtekinn og vistaður í fanga- klefa.    Nauðgun kærð til lögreglu Mikið byggt | Á árinu sem nú er að ljúka voru teknar í notkun fjórtán íbúðir í Garði, samkvæmt upplýs- ingum skrifstofu Gerðahrepps. Í byggingu eru fimmtán íbúðir og fyr- ir liggja tólf umsóknir um lóðir fyrir íbúðarhús. Samkvæmt þessu er útlit fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa í Garðinum. Njarðvík| Íþróttamaður Reykjanes- bæjar verður útnefndur í hófi sem að venju verður efnt til í Íþróttahúsi Njarðvíkur í dag, gamlársdag, klukk- an 13. Verðlaun verða veitt þremur efstu í kjöri Íþróttamanns Reykjanesbæjar 2003 og útnefndir íþróttamenn hverr- ar íþróttagreinar fyrir sig. Þá verða allir íþróttamenn úr Reykjanesbæ sem hlotið hafa Íslandsmeistaratitil á árinu heiðraðir sérstaklega. Örn Arnarson var útnefndur Íþrótta- maður Reykjanesbæjar 2002 og Örn Ævar Hjartarson á árinu 2001. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar vekur athygli á því að athöfnin er op- in öllum bæjarbúum.    Íþróttamaður Reykjanesbæjar útnefndur Sandgerði | Síðustu karftöflurnar frá sumrinu voru teknar upp úr garðinum hjá Birni Maronssyni og Lydíu Egilsdóttur í Sandgerði á aðfangadag. Voru það sannkallað- ar jólakartöflur og komu sér vel í uppstúfið með hangikjötinu á jóla- dag. Björn og Lydía hafa ræktað kartöflur í garðinum í áraraðir og segir Björn að þetta sé í fyrsta sinn sem hann taki upp svo seint. Frostið hafi aðeins náð að skemma efstu kartöflurnar en þær sem hann tók upp á aðfangadag hafi verið stórar og fallegar. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Kartöflur með hangikjötinu: Björn með fallegar jólakartöflur. Teknar upp kartöflur á jólum Sandgerði | Framkvæmdir við ráð- hús og íbúðir Búmanna á miðbæj- arsvæði Sandgerðis hefjast í janúar, samkvæmt ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar. Verið er að leggja lokahönd á nýja hönnun hússins eftir að það var minnkað. Áður hafði verið ákveðið að byggt yrði hús við Miðnestorg í miðbæ Sandgerðis og bygging hússins boð- in út. Búmenn tóku að sér að byggja húsið en Sandgerðisbær hugðist leigja húsnæði fyrir skrifstofur bæj- arins, bókasafn og þjónusturými. Ákveðið var að taka þessar áætlanir til endurskoðunar og á síðasta bæj- arstjórnarfundi samþykkti meiri- hluti bæjarstjórnar nýjar áætlanir. Nú er gert ráð fyrir að húsið verði heldur minna, það verður einni íbúð færra og skrifstofur og annað rými minnkar samsvarandi. Þá hefur bæj- arstjórn ákveðið að festa kaup á þjónusturými sem nemur um einum þriðja eignarinnar og taka á leigu húsnæði fyrir bæjarskrifstofur og það nemur einnig einum þriðja hluta hússins. Búmenn munu eiga og reka níu íbúðir sem verða leigðar út í Bú- mannakerfinu. Búmenn, sem munu annast bygg- ingu hússins, eru nú að ganga frá lokahönnun byggingarinnar til að leggja fyrir viðkomandi fagnefnd Sandgerðisbæjar og semja að nýju við verktaka. Áætlað er að fyrsta skóflustungan verði tekin föstudaginn 23. janúar næstkomandi klukkan 16 og að framkvæmdir hefjist þann dag. Framkvæmdir við ráð- hús hefjast í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.