Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 31 ÁRIÐ sem nú er að líða er það svartasta i sögu Reykjanesbraut- arinnar. Sex einstaklingar hafa lát- ist í umferðarslysum á árinu þar með talinn ungur varnarliðsmaður sem lést nokkrum vik- um eftir að hann slas- aðist alvarlega í um- ferðarslysi á Strandarheiði. Sam- kvæmt Umferðarstofu er talning látinna á brautinni fimm en ekki sex því í alþjóðlegri skilgreiningu á dauðs- föllum eru þeir einir taldir með er látast innan þrjátíu daga frá slysi. Aðrar ábend- ingar eða aðstoð hefur umrædd stofnun ekki átt við áhugahóp um örugga Reykjanesbraut. Á fundi áhuga- hópsins í febrúar 2001 með Sólveigu Pétursdóttur þáverandi dóms- málaráðherra lofaði fulltrúi Um- ferðarráðs, eins og það hét á þeim tíma, umferðarfræðslu í sjónvarpi varðandi axlir/hjáleiðir á Reykja- nesbrautinni. Enn í dag hefur vinnsla þessara þátta ekki verið hafin þrátt fyrir slysaöldu þessa árs. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem áhugahópurinn vinnur að. Á síðustu þremur árum hefur áhugahópur um örugga Reykjanes- braut unnið öturlega að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu og fylgt stíft eftir lof- orðum ráðamanna á hinum ýmsu sviðum m.a. frá fjölmennum borgarafundi í Stapa 11. janúar 2001. Fjöl- margir fundir hafa verið haldnir síðan m.a. með samgöngu- og dómsmálaráðherra, þingmönnum auk sýslumanna, lögreglu, Umferðarráði, vega- gerð og verktökum. Umferðarskilti hafa verið sett upp, bílabænum, jólakort- um og skilboðum dreift svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur hópurinn séð um borgarafund, vígsluathafnir og birt fjölmargar auglýsingar. Heild- arkostnaður vegna baráttu hópsins er þegar orðin vel á fjórðu milljón króna án þess að opinberir styrkir hafi þar komið við sögu. Á þessu sést hve kraftur þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem stutt hafa þetta mikilvæga verkefni er mikill. Í dag köllum við eftir samstöðu og fjár- stuðningi til að leiða þessa baráttu til enda því að mörgu leyti finnst okkur sem veitum hópnum forstöðu að málið sé aftur á byrjunarreit – að minnsta kosti hvað varðar seinni verkáfanga. Tölulegar staðreyndir Á síðustu fjörutíu árum hafa sextíu einstaklingar látið lífið á Reykja- nesbrautinni. Þá hefur fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega aukist hlutfallslega mest á síðustu þremur árum eins og sjá má á töfl- unni hér að neðan. Ástæðurnar eru án efa aukin umferð og umferð- arhraði sem hvort tveggja eru þætt- ir sem magna áhættu þegar bifreið- ar mætast úr gagnstæðri átt. Í þessu samhengi má t.d. nefna aukn- ingu ferðamanna til Keflavík- urflugvallar sem í dag eru yfir 300.000 og þurfa þeir eðli málsins samkvæmt að keyra fram og tilbaka á þessum líklega fjölfarnasta þjóð- vegi Íslands. Þróun síðustu ára: Á árunum 1963–2003 60 látnir, að meðaltali einn með 300 daga milli- bili. Á árunum 2000–2003 11 látnir, að meðaltali einn með 99 daga millibili. Árið 2003 6 látnir, að meðaltali einn með 60 daga millibili. Barátta áhugahópsins hefur m.a. einkennst af góðu samstarfi við samgönguráðherra og verktaka. Sá ávinningur kemur m.a. fram í til- kynningu verktaka um verklok á fyrstu 11,8 km kaflanum í byrjun júní sem er sex mánuðum á undan áætlun. Þetta eru miklar gleðifrétt- ir þar sem ætla mátti af þeim miklu umræðum sem hafa verið á Alþingi um lokaáfanga tvöföldunar Reykja- nesbrautarinnar að lokið yrði við þessa framkvæmd í beinu framhaldi af fyrsta áfanga. Svo virðist því miður ekki vera raunin á. Ljóst er að hálfnuð braut skapar ákveðna hættu eins og gefur að skilja. Fyrst eru 8 km keyrðir frá Keflavík- urflugvelli á einfaldri braut og síðan næstu 11,8 km á tvöfaldri braut og síðan aftur síðustu 4 km til Hafn- arfjarðar á einfaldri braut. Þetta fyrirkomulag er engan veginn bjóð- andi og má undir engum kring- umstæðum sætta sig við að fram- kvæmdir stöðvist. Þau svör sem áhugahópurinn hef- ur fengið frá ráðamönnum um framhald verksins er að fram- kvæmdir stöðvist sjálfkrafa í byrjun sumars, við verklok fyrsta áfanga, enda ekkert viðbótarfjármagn á fjárlögum. Framhald verksins er því í uppnámi og frekari fram- kvæmdir ekki til umræðu fyrr en við endurskoðun vegaáætlunar í haust! Þetta er skelfileg staða sem ekki er hægt að sætta sig við og leggur áhugahópur um örugga Reykjanesbraut því fram nýjar kröfur í ljósi stöðunnar í dag. Kröfur áhugahópsins í dag Að beiðni áhugahópsins hafa verk- takar sem nú vinna við fram- kvæmdir við Reykjanesbraut sent inn tilboð í 2 km til viðbótar þeim 11,8 km sem nú er verið að vinna við. Hljóðar tilboð þeirra upp á sömu einingarverð og nú eru í gangi og voru aðeins um 60% af kostn- aðaráætlun. Þessi aukakafli er því vel undir 200 milljónum króna sem ekki er há upphæð þegar hin háa dánartíðni á þessum vegakafla er höfð í huga. Að auki lofa þeir verk- lokum á þessum kafla þegar í sept- ember nk. og eru tilbúnir að lána heildarupphæðina þar til vegaáætl- un liggur fyrir. Með þessu geta ráðamenn tryggt hagkvæmni um leið og tryggt er að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar stöðvist ekki eins og nú er útlit fyr- ir. Við endurskoðun vegaáætlunar í september gefst tækifæri til að bjóða út þá 10,2 km og þau mislægu gatnamót sem eftir verða og tryggja þannig verklok árið 2005 eins og loforð hafa verið gefin um. Önnur niðurstaða er í raun óhugs- andi. Samstaða allt til enda Á borgarafundinum þann 11. janúar 2001 lofuðu þingmenn, allir sem einn, að ljúka við tvöföldun Reykja- nesbrautar í síðasta lagi á árinu 2005 og hlýtur það að vera okkar krafa að þeir fylgi þessum loforðum eftir og láti í sér heyra. Víst má telja að vilji þingmanna sem þá voru við stjórnvölinn, svo og þeirra sem nú sitja við völd, sé samhljóða kröfum hópsins um flýtingu verks- ins og tími á áætluð verklok sé að engu leyti metnaðarminni. En þess- um vilja sínum verða þeir að koma á framfæri í umræðum m.a. á Al- þingi þannig að samstaða þing- manna svæðisins sé skýr og öllum ljós. Í fyrstu viku nýs árs hefur áhugahópurinn bókað nokkra fundi m.a. með samgöngu- og dóms- málaráðherra, verktökum, Umferð- arstofu, lögreglu og þingmönnum. Þar ætlum við að ítreka kröfur um flýtingu framkvæmda, tryggja frek- ari umferðargæslu og kalla eftir skilningi á þessu mikilvæga verk- efni. Þá mun tillaga hópsins og fjár- hagsaðstoð vegna áberandi skiltis sem sýna á fjölda látinna árið 2003 samanborið við árið 2004 verða rædd og vonandi sett í framkvæmd sem fyrst. Við köllum nú eftir sam- stöðu því nú er þörf fyrir kraft fjöldans sem lætur þetta mál sig skipta og vill láta verkin tala! Hvort nýr borgarafundur verður haldinn skýrist á viðbrögðum ráðamanna á næstu dögum og vikum. Að lokum sendum við ökumönn- um ábendingar í upphafi nýs árs, að fara að öllu með gát og þannig tryggja saman slysalaust ár á Reykjanesbraut 2004. Fleiri slys á brautinni getum við einfaldlega ekki sætt okkur við! Gleðileg nýtt ár. Berjumst áfram að settu marki og látum verkin tala! Steinþór Jónsson skrifar um tvöföldun Reykjanesbrautar ’Þetta er skelfileg staðasem ekki er hægt að sætta sig við og leggur áhugahópur um örugga Reykjanesbraut því fram nýjar kröfur í ljósi stöðunnar í dag.‘ Steinþór Jónsson Höfundur er formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. ALFREÐ Þorsteinsson borg- arfulltrúi skrifar grein í Morg- unblaðið í gær sem væntanlega á að vera svargrein við grein minni sem birtist á mánudaginn. Alfreð á mjög erfitt með að taka þátt í málefnalegri umræðu um málefni Línu.net og fyr- irtækja tengdra henni og hefur kall- að alla þá sem hafa gagnrýnt Línu.net- málið „kverúlanta“. Ég ætla hins vegar að halda mig við stað- reyndir. Hinn gleymdi til- gangur Línu.net Alfreð virðist vera bú- inn að gleyma af hverju farið var út í stofnun Línu.net árið 1999. Flytja átti tölvuboð í gegnum raflínur! Sú lausn átti vera bylting fyrir Reykvíkinga og átti að flytja boð með miklu ódýrari og einfaldari hætti en áður hafði þekkst. Í fyrirtækið átti að setja að hámarki 200 milljónir króna af fjár- munum Orkuveitunnar. Félagið átti að verða arðbært og seljast á mark- aði. Ekkert af þessu gekk eftir. Í stað 200 milljóna framlags er kostnaður Orkuveitunnar, beinn og óbeinn, orð- inn vel yfir 3000 milljónir og enn er verið að greiða reikninga fyrir þessi ævintýri. Nú síðast í þessum mánuði, þegar Orkuveitan tók yfir fyrirtækið Rafmagnslínu ehf. enda gat það ekki starfað sjálfstætt. Yfirteknar skuldir Orkuveitunnar vegna þess fyrirtækis eru um 200 milljónir króna. Lína.net fór aldrei á markað en þess í stað var Orkuveitan notuð til að bjarga fyr- irtækinu frá gjaldþroti. Það skal tekið fram að á þessum tíma var flestum ljóst að hér var á ferðinni mikið hættuspil og því um gríðarlega áhættufjárfestingu að ræða. Til dæmis er hægt að lesa grein dr. Úlfars Erlingssonar frá 5. mars 1998 í Morgunblaðinu en hann bendir á að á þeim tíma hafði þessi lausn ekki verið í þróun neins staðar í heiminum nema hjá litlu fyrirtæki sem hét Norweb og einungis tólf tölvur í Manchester á Englandi tengdar með þessum hætti. Lína.net fór síðan í samvinnu við Norweb en síðarnefnda fyrirtækið dró sig út úr þeirri samvinnu eins og velþekkt er. Einnig má benda á grein Sæmundar E. Þorsteinssonar frá 16. júlí 1999 en hann bendir á að ef þessi leið næði einhverri útbreiðslu, rafmagnsnetið hefði virkað frá upphafi og orðið vin- sælt og 10-20% heimila hefði tengst við hverja spennistöð, hefðu gæði þjónustunnar við sérhvern við- skiptavin orðið lakari en hefði mátt fá með venjulegu símamódemi. Það vandamál kom aldrei upp vegna þess að rafmagnsnetið náði aldrei þeim vinsældum sem að var stefnt og almenningur hefur fremur valið lausnir símafyrirtækj- anna, t.d. ADSL- tengingar. Ljósleiðarinn Á seinni stigum hefur því verið haldið fram að farið hafi verið út í þessar fjárfestingar til að byggja upp það sem kallað hefur verið „fjórða veitan“, það er ljósleiðari um borgina. Þetta er alrangt, vissu- lega lagði Lína.net ljósleiðara ásamt Íslandssíma um borgina en hug- myndirnar um Línu.net stækkuðu mjög hratt hjá vinstri meirihlut- anum, Ákveðið var að félagið ætti að verða „alhliða“ fjarskiptafyrirtæki og það boðaði byltingarkennda þjón- ustu; m.a. þáttasölusjónvarp og víd- eóleigu heima í stofu. Farið var út í tuga milljóna króna auglýsinga- herferð til að kynna þessa þjónustu. Þegar hringt var í þau númer sem gefin voru upp í bæklingum og beðið um þjónstuna kom í ljós að þjónustan var ekki til staðar en vonast var til að hún kæmi á næstunni! Hún kom aldrei. Fyrirtæki voru keypt fyrir háar upphæðir. Þegar ljóst var að ekkert af áformunum gekk eftir þrátt fyrir að myndarlega hefði verið gengið í sjóði Orkuveitunnar til að fjármagna herlegheitin, kom sú eft- iráskýring að verið væri að byggja upp „fjórðu veituna“. Ef það hefði verið upphaflega markmiðið, hefði væntanlega verið byggt upp ljósleið- arakerfi og öll hin ævintýrin látin eiga sig. Því skal einnig haldið til haga að Sjálfstæðismenn lögðu til í stjórn Orkuveitunnar, þegar ljóst var að einkaaðilar höfðu áhuga á að leggja ljósleiðara um borgina og nýta til þess aðstöðu Orkuveitunnar, að aðstaða Orkuveitunnar til þessa yrði leigð út og hefði það að sjálfsögðu verið langbesta leiðin fyrir Reykvík- inga. Það er þess vegna út í hött hjá Al- freð að halda því fram að undirrit- aður sé á móti ljósleiðaratækninni, eins og hann gerir í grein sinni í blaðinu í gær. Ég er ekki á móti ljós- leiðaralagningu frekar en tog- araútgerð. Hins vegar tel ég alveg einsýnt að Reykjavíkurborg og fyr- irtæki hennar eiga að vasast í hvor- ugu, enda hafa einkaaðilar sýnt að þeir gera það betur, með hagkvæm- ari hætti og minni tilkostnaði fyrir skattgreiðendur. „Ekki vandamál“ Alfreðs Alfreð Þorsteinsson talar um að eina vandamálið sem nú sé glímt við í fjarskiptarekstri borgarinnar sé rekstur Tetra Ísland. Tetra Ísland var áður Tetra.Net og þar áður Irja ehf. en varð Tetra Ísland eftir sam- einingu við önnur fyrirtæki. Hlut- verk þess er rekstur á svokölluðu Tetra-kerfi sem er fjarskiptakerfi fyrir lögreglu og slökkvilið og ég held að öllum sé hulin ráðgáta af- hverju sveitarfélagið Reykjavík á að standa í rekstri á þessu sviði. Um síðustu áramót voru skuldir Tetra Ísland rúmlega 700 milljónir, þjón- ustutekjur áranna 2001 og 2002 voru 76 milljónir króna en tapið á þessum tíma 346 milljónir og nú fyrir nokkr- um vikum fór einn viðskiptavinur fyrirtækisins fram á fjárnám hjá því þannig að við getum verið sammála Alfreð um að hér er um vanda að ræða. Tölurnar eru ekki glæsilegar en alveg í samræmi við tölur sem við höfum séð í reikningum Línu.net- fyrirtækjanna. Það sem gerir það að verkum að „vandinn“ er ekki lengur til staðar hjá Línu.net og Rafmagns- línu ehf. er að það er búið að nota fjármuni Orkuveitunnar til að bjarga þeim fyrirtækjum og það eru ekki litlir fjármunir. Þegar allt er talið þá erum við að tala um vel yfir 3.000 milljónir sem samsvarar bygg- ingarkostnaði 25 nýrra leikskóla af stærstu gerð. Alfreð og staðreyndirnar Guðlaugur Þór Þórðarson svarar Alfreð Þorsteinssyni ’Alfreð á mjög erfittmeð að taka þátt í mál- efnalegri umræðu um málefni Línu.net og fyr- irtækja tengdra henni…‘ Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Sendum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Fasteignamarkaðarins j . . l i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.