Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 33 mur rennt stoðum orsendur hennar. sem alþjóðasam- ma bíða alvarlegan þjóðanna að hætta ályktana samtak- a um að Saddam m á að brölt sitt kki gert með trú- karar skríða gegn lfarið hafa stjórn- hafa haft óhreint fa iðrast. Þau hafa m að hætta þróun óðlegt eftirlit með nna í Íraksmálinu höfðu vafalítið rík sstjórna Írans og ðvænlegra í heim- á milli ríkra þjóða ert á móti. Millj- rónur á mánuði til ssulega leitast við msum hætti. Upp- , hjálp í tengslum hjálp má nefna til Þó verða menn að mt og í sumum til- viðleitni þiggjend- mynd er auðvitað ög takmarkað svar r munu fara mjög ið utan við múra ðs eða öllu heldur þær gera nú. Bent þriðja heimsins í þyrfti aðeins að 0 milljónir manna ta hvarvetna verð- nartilburðum. Við ynslu að fornu og ávísun á laka lífs- t til að yngri kyn- ri skilning en þær ng veraldargæða, ækifæri, verður að ækt“ að einu meg- n snemma sleginn isvel grunduðum, tu menn að tilefn- æðunni. Eftir kosn- úr þeirri umræðu. n á fátæktarvand- ust búa yfir síðast- vera ágætur um- von um þingsæti, truflar ekki rök- assað vel, svo var- nt hefur verið sem fram fari fræðileg sefni. Við vitum að erið hærri. Kaup- t, hefur ekki verið ira en tvöfaldast á nnkandi og er hér . Framlög til heil- undanförnum tíu Barnabætur hafa til. Minni vanskil i en oftast áður og ættir liggja fyrir. ullyrðingar manna ust er að gera lítið n þetta hlýtur að fyrir þá sem hæst na til að lýsa sjón- agna því ef virtir ast til botns í mál- . VI Á undanförnum árum hefur viðskiptalíf Íslendinga þróast hratt í átt til þess sem best gerist með öðrum þjóðum. Heilbrigð viðskipti milli þjóða draga ekki ein- ungis björg í bú, þau bera með sér nýja þekkingu og fagmennsku og eyða heimóttarskap. Íslendingar eru nýjungagjörn þjóð sem er fljót að tileinka sér nýjar hugmyndir og tækni, í því felst mikill styrkur. Um það er fjármálamarkaðurinn okkar ágætt dæmi. Hann var áratugum saman lítt þroskaður og óhagkvæmur, póli- tísk afskipti landlæg og kerfið allt staðnað. Frelsi á fjármagnsmarkaði og einkavæðing ríkisbankanna leysti úr læðingi mikið afl. Íslensku bankarnir hafa ver- ið ötulir við að styrkja sig og efla jafnt innanlands sem utan. Þessi kappsfulla útrás hefur nú þegar skilað ís- lensku samfélagi miklum verðmætum. En kappi verð- ur að fylgja forsjá. Ella kann illa að fara. Við þurfum að gæta þess, að gera ekki þau mistök sem við sjáum að öðrum hefur orðið á. Ástæðan til þess að á þetta er minnst er sú að borið hefur á því að stjórnendur nokk- urra fyrirtækja hér á landi hafa gert samninga um kaup og kjör sem gefa tilefni til að staldrað sé við. Í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi, urðu s.k. valrétt- arsamningar við forstjóra algengir á síðasta áratug síð- ustu aldar. Reynslan af þessum samningum hefur ver- ið tvíbent í besta falli. Ef vel er að málum staðið og hófsemi gætt er þetta ágætt fyrirkomulag til að tengja saman hagsmuni eigenda fyrirtækjanna og æðstu stjórnenda þeirra. En ef óvarlega er farið þá geta slíkir samningar valdið miklum skaða í efnahagslífinu. Hætta er á því að stjórnendur fyrirtækja reyni að blekkja markaðinn, jafnvel freistist til að hagræða bók- haldi þannig að afkoma virðist betri en varfærið mat gæfi til kynna. Eins er hætt við því að fyrirtækjum sé síður stýrt með langtímahagsmuni hluthafanna að leið- arljósi heldur sé fyrst og fremst horft til þess tíma sem valréttarsamningarnir ná til. Má þá einu gilda hvað verður um hag hins almenna hluthafa í kjölfarið – sá í neðra hirðir þann sem síðastur er út eins og hjá Sæ- mundi forðum í Svartaskóla. Um þetta eru mörg dæmi af erlendum vettvangi. Óhóflegir og glannalegir launa- samningar áttu að minnsta kosti nokkurn þátt í falli fyrirtækja eins og Enron og WorldCom og skemmst er þess að minnast er stjórnarformaður kauphallarinnar í New York varð að segja starfi sínu lausu, vegna launa- samninga sem þóttu ekki vera í nokkrum takti við það sem siðlegt þykir. Þessir atburðir hafa rýrt traust manna á fyrirtækjum og markaðinum og gefur auga leið hversu dýrkeypt það er. Það er engin ástæða til þess að við Íslendingar föllum ofan í þá pytti sem aðrir eru nú með erfiðismunum að koma sér upp úr. VII Síðastliðinn tíu ár hefur kaupmáttur launa vaxið meira en dæmi eru um á lýðveldistímanum. Sérstakt ánægjuefni er að kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið mest og hefur í þeim efnum náðst mikill og góður ár- angur. Þessi þróun mála er mjög athyglisverð. Sé litið til áranna 1980 til 1990 sést að laun hækkuðu tuttugu- falt en kaupmáttur þeirra óx einungis um 4,5%. Frá 1995 hafa laun hækkað 1,8-falt en kaupmátturinn hækkað um 34%. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn. Hann er afrakstur festu í efnahagsstjórninni og ábyrgra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Ekki er hægt að gefa sér að kaupmáttur haldi áfram að vaxa ár frá ári nema það takist að tryggja hagvöxt og stöð- ugleika í efnahagslífinu. Framundan er lota kjara- samninga. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur sýnt í senn framsýni og ábyrgð á undanförnum áratug og átt drjúgan hlut í tilurð hinnar miklu kaupmátt- araukningar sem orðið hefur. Það vakti þó nokkra undrun hvernig verkalýðsforystan hagaði málflutningi sínum þegar Alþingi afgreiddi nýverið lög um lífeyr- isréttindi forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Það er einungis hægt að líta á þetta atvik og þau ótrúlegu stóryrði sem felld voru þá að lítt athuguðu máli, sem eitthvert dularfullt minni frá löngu liðinni tíð, sem verður öllum óskiljanlegt þegar fram líða stundir. Það var einsog yfir þeirri umræðu allri lægi einhver hörmulegur klaufadómur og var dap- urlegt fyrir flesta að verða vitni að. Engin ástæða er hins vegar til að ætla að með þessu hafi upphafstónn í samningaviðræðum á vinnumarkaði verið sleginn. Samningar um kaup og kjör eru allt of mikið alvörumál fyrir almenning á Íslandi til þess að menn nálgist þá af léttúð eða flumbrugangi. Það er brýnt hagsmunamál þjóðarinnar, að í þeirri samningalotu, sem framundan er, hafi þeir sem þar ráða för, gæfu og þrek til að leiða mál til lykta með jafn heilladrjúgum hætti og áður. Þannig yrði lagður traustur grunnur að auknum kaup- mætti næstu árin, öllum til hagsbóta. Þeir sem gerst þekkja til efnahagsmála halda því fram að við Íslend- ingar getum vænst þess að hagvöxtur verði umtals- verður á næstu árum en þó einvörðungu ef rétt er á haldið. Okkar er því að grípa tækifærin, sem nú gefast, til að efla hag þjóðarinnar enn frekar. Þau eru mörg. Framlög til menntamála og vísinda, heilbrigðismála og félagsmála hafa verið stóraukin. Skattar hafa lækkað og munu lækka enn frekar, skuldir ríkissjóðs hafa lækkað og munu lækka enn frekar og lífeyrissjóðs- kerfið okkar hefur styrkst, meðan slík kerfi standa á brauðfótum víða. Bjartsýni við þessar aðstæður má áhættulítið flokkast undir raunsæi. Það er á mörgu að taka og margt óunnið. Vaxandi fiskistofnar, álver og virkjunarframkvæmdir á Austurlandi, framsækin líf- tækni- og lyfjafyrirtæki, öflugir bankar og vel menntað og dugandi starfsfólk, allt eru þetta sóknarfæri fyrir ís- lenskt atvinnulíf sem okkur ber að nýta til fulls. Þó syngi í rá og reiða er ekki ástæða til að slá af. Gæfan er þeim gjarnan hliðholl sem sækja djarft og af krafti. En sókndirfska er eitt og fífldirfska annað og ástæða til að gæta vel að öllum veðrabrigðum. Á árunum 1999 til 2001 fóru margir mjög geyst og kapp réð stundum meiru en forsjá. Forráðamönnum íslenska bankakerf- isins er rétt um þessar mundir að horfa til baka til þess- ara ára. Þá var gengismálum okkar til að mynda þann- ig háttað að Seðlabanki Íslands bar ábyrgð á því að gengi íslensku krónunnar héldist innan ákveðinna vik- marka og freistandi var að flytja inn í landið fjármuni umfram það sem vöxtur hagkerfisins þoldi. Það hrikti mjög í á árinu 2001 þegar efnahagslífið þurfti að vinna á viðskiptahallanum sem myndast hafði. Margir sem höfðu tekið mikla áhættu með óhóflegri erlendri lán- töku töpuðu umtalsverðu fé þegar krónan féll. Erlend lántaka er að aukast umfram það sem heppilegt getur talist og sérstaklega veldur taumlaus erlend lántaka bankanna nokkrum áhyggjum um þessar mundir. Ríki og Seðlabanki hafa vissulega bætt erlenda lánastöðu sína svo um munar og m.a. af þeim ástæðum er mat á lánsfjárhæfni Íslands afar traust. Erlendar skuldir annarra hafa á hinn bóginn aukist mjög mikið og er óhjákvæmlegt að hvetja til aukinnar varfærni í þeim efnum og munu yfirvöld fylgjast náið með þróun mála á næstu mánuðum og misserum. Verð íslensku krónunnar ræðst nú alfarið á markaði og reynslan sýnir að varhugavert er að spá fyrir um þróun á gjaldeyrismörkuðum. Þar geta hlutirnir gerst hratt og sveiflurnar orðið miklar. Ekki er hægt að ganga að því gefnu að Seðlabankinn eða ríkisvaldið fari í slag við markaðsöflin um gengið þótt staða beggja sé sterk. Seðlabankinn hefur nú það markmið að tryggja stöðugt verðlag og til þess getur hann fyrst og fremst beitt stýrivöxtum sínum. Mikið mun reyna á bankann á næstu misserum. Hann þarf að ná markmiðum sínum án þess að drepa allt í dróma með of miklum vaxta- hækkunum. Ríkisvaldið stendur einnig frammi fyrir erfiðum hagstjórnarverkefnum. Þar skiptir mestu að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé skýr og að henni sé fylgt eftir af festu. Langtímastefna í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin lagði fram við afgreiðslu fjárlaga fyr- ir árið 2004 er stórt skref í þá átt að gera hagstjórn á næstu árum markvissa. Auðveldara verður fyrir Seðla- banka Íslands að vinna að langtímastefnumótun sinni, þegar ríkið hefur sett fram sína stefnu og markmið með skýrum hætti. Við það aukast mjög líkurnar á að þessi tvö helstu efnahagsstjórntæki hins opinbera vinni saman eins og til er ætlast. Alþjóðleg matsfyr- irtæki hafa að undanförnu lýst því yfir að horfur í ís- lensku efnahagslífi séu góðar. Markviss hagstjórn og skynsamlegir kjarasamningar munu án efa tryggja aukinn kaupmátt og áframhaldandi efnahagslega vel- megun þjóðarinnar. Um það þarf að sameinast. VIII Nefnd sem ríkisstjórnin fól menntamálaráðherra að skipa, vinnur nú að athugun á samþjöppun á fjölmiðla- markaði, en einsog kunnugt er skortir hér slíkan laga- ramma öfugt við það sem gerist í flestum þeim löndum sem við þekkjum til. Lög, sem á niðurstöðum nefnd- arinnar yrðu byggð, myndu auðvitað ekki verða aft- urvirk. Aðilum, sem þau kynnu að taka til, yrði gefinn hæfilegur tími til að laga sig að hinu nýja lagaumhverfi. Þessar aðstæður minna á að Samkeppnisstofnun taldi sig ekki á sínum tíma hafa lagaskilyrði til að stemma stigu við tiltekinni ákvörðun sem leiddi til samþjöpp- unnar á matvörumarkaði. Úr þeim lagaannmörkum hefur nú verið bætt. Það þýðir, með öðrum orðum, að slíkur samruni sem nú er orðinn, hefði ekki náð fram að ganga miðað við þau lög sem gilda í landinu. Nauðsyn- legt virðist að bregðast við þessu og vaxandi hringa- myndunum á ýmsum sviðum með nýrri löggjöf sem gefa myndi þeim sem í hlut ættu tiltekinn aðlögunar- tíma að breyttu lagaumhverfi. Öll merki benda til þess að samruni fyrirtækja og einokunartilburðir í kjölfarið sé að verða meinsemd í íslensku viðskiptalífi. Við því er sjálfsagt og eðlilegt að bregðast. XI Enginn veit með öruggri vissu hvernig hið nýja ár mun dúka sitt borð. Reynslan sýnir að spár frómustu sérfræðinga og sprenglærðra spekinga um gengisþró- un, álverð, aflabrögð, veðurfar, hlutabréfaverð, svo ekki sé talað um hernaðarmál, hryðjuverk, jarðelda, snjóflóð og aðra vá, eru einatt ekki mikið áreiðanlegri en það sem völvur tímaritanna láta frá sér fara. Enda hafa spakvitringarnir auðvitað fjölmarga fyrirvara á spám sínum sem vísa má til ef þær bregðast. Og það er ekki einu sinni víst að okkur liði neitt betur, þótt við værum ekki svona hræðilega nærsýn eins og við erum þegar við reynum að rýna inn í framtíðina. En sumt vit- um við með nokkuð öruggri vissu. Það mun vora eftir vetur. Grös munu vakna til lífs. Kynslóðir koma og fara. Og á hverju sem veltur verður manneskjan sem slík söm við sig. Í febrúar verða 100 ár frá því að við fengum heimastjórn og 17. júní næstkomandi fögnum við 60 ára lýðveldisafmæli. Töluverð tilefni hvoru tveggja til nokkurra hátíðarbrigða. En að flestu öðru leyti rennum við blint í sjóinn einsog endranær. En ætli Guð okkur stór eða smá hlutverk á árinu sem í hönd fer, þökkum við fyrir það með því að lofa að gera okkar besta. Ég þakka Íslendingum samfylgdina á árinu sem er að líða og óska þjóðinni gleðilegs árs. erra, formaður Sjálfstæðisflokksins ÁRAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.