Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 37 kápu yfir landið og mér finnst eins og í þessu sé falin táknræn merking. Þegar birtir af nýjum degi lýkur jarðvist þinni. Nánustu ættingjar safnast að beði þínum og þú ert umvafinn kærleika þeirra. Sorgin er einlæg og djúp. Hugurinn reikar til baka til þeirra stunda er við kynntumst fyrir 30 ár- um. Mér varð það fljótlega ljóst að þar fór enginn meðal-Jón. Tengsl þín við fjölskylduna hafa alla tíð verið mjög náin. Allan þennan tíma hefur þú verið sem kletturinn í hafinu þar sem þínir nánustu gátu alltaf leitað skjóls. Það voru ekki síst barnabörn- in sem nutu mannkosta þinna. Þau áttu afa sem þótti svo undur vænt um þau og hagur þeirra var eitt af þínum hjartans málum. Eftir ferð norður í land með afa og ömmu: „Hann afi sagði okkur sögur alla leiðina, hann veit allt.“ Það gladdi þig þegar barnabarnið og nafni þinn kom inn á stofuna þína með ný- fengna stúdentshúfuna sína. „Þurftir þú ekki hjólbörur til að koma ein- kunnunum heim.“ Allir menn hafa eitthvað gott til brunns að bera ef eftir er leitað. Engum manni hef ég þó kynnst á lífsleiðinni sem var jafn ríkulega í blóð borin hjálpsemi og greiðvirkni. Menn komu ekki að tómum kofanum hjá þér. Þessir eðlisþættir þínir náðu langt út fyrir raðir fjölskyldunnar og áunnu þér velvild og vinsældir sam- ferðamanna þinna. Ég vil að leiðar- lokum þakka þér ómetanlega sam- fylgd og vináttu, í huganum geymast dýrmætar minningar sem verða okk- ur leiðarljós til framtíðar. Guðjón Sigbjörnsson. Jóns verður sárt saknað, slíkur gleðigjafi sem hann var – hvar sem hann kom. Alltaf stutt í grínið og gleðina. Áhugasamur og fróður um allt mögulegt. Ég vildi svo gjarnan að börnin mín hefðu átt fleiri stundir með honum en Jón var natinn við börnin sem þóttu mikið til hans koma. Ég er líka þakklát því að hafa kynnst þessum góða manni sem reyndist mér svo vel á erfiðum tímum. Minningin um Jón mun lifa með okkur, sem hann þekktum. Hanna. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Jón Ólaf Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu vegna fráfalls okkar kæru STEINUNNAR HELGADÓTTUR frá Skutulsey, Efstalandi 4, Reykjavík. Óskum ykkur farsældar á nýju ári. Guðbjörg Helgadóttir, Bogi Helgason, Jón Helgason, Valgeir H. Helgason, Ingibjörg Helgadóttir, Tómas Rögnvaldsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR KARLSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Faxatúni 19, Garðabæ. Rögnvaldur Þorleifsson börn, barnabörn, langömmubarn og tengdabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR verður jarðsett frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Jón Kristinsson, Sváfnir Sveinbjarnarson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elínborg Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Sæmundsson, Ásta Sveinbjarnardóttir, Garðar Steinarsson. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS KLARA ENOKSDÓTTIR húsmóðir, Búðum, Grindavík lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Grindarvíkurkirkju laugar- daginn 3. janúar kl. 13.00. Enok Kr. Sigurðarson, Skul Yodsong Tragul Indriði Sigurðarson, Nanna Hjaltadóttir, Elísabet A. Sigurðardóttir, Eyjólfur Valsson, Birna Kr. Sigurðardóttir, Georg Alexander, Hjálmar Sigurðarson, Ásdís Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH KAHN-PHILIPP, lést í London miðvikudaginn 5. nóvember sl. Hennar verður minnst með kærleika. Elías Davíðsson og fjölskylda. Maðurinn minn elskulegur, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, AXEL WILHELM EINARSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík, lést á heimili okkar á jólanótt. Guðrún Erna Jónsdóttir, Guðrún Þórdís Axelsdóttir, Tómas Jónsson, Jón Sturla Axelsson, Einar Rúnar Axelsson, Gunnhildur Mannfreðsdóttir, afabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, INGIBJÖRG SKÚLADÓTTIR, Hlíf 1, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á krabbameinsfélagið Sigurvon, Ísafirði. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Skúli Sveinbjörnsson, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir. Ástkær bróðir okkar, JÓN GÍSLASON frá Hnappavöllum í Öræfum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn í Hornafirði, sunnudaginn 28. desember. Útförin verður auglýst síðar. Guðný Gísladóttir, Þuríður Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug, samúð og hlýju við and- lát og útför eiginmanns míns, HAUKS PÉTURSSONAR múrarameistara, Aðallandi 1, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Elínborg Sigurðardóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÍNERVA BERGSTEINSDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórunn Gísladóttir, Jóhannes Jónsson, Steinunn Inger Jörgensdóttir, Ágúst Ingi Ágústsson, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR TÓMASDÓTTIR, Kríuhólum 4, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 30. desember. Örn Johansen, Guðrún Ísafold Johansen, Ingi Þór Þórarinsson, Guðni Ingason, Ósk Ingadóttir, Elsa Lára Arnarsdóttir, Rúnar Geir Þorsteinsson, Ingi Hrafn Arnarsson og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, amma, langamma og langa- langamma, HERBORG ARNDÍS SÖLVADÓTTIR, andaðist á dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð, aðfaranótt þriðjudagsins 30. desember. Jarðarförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjólfur Kristinsson, Kristinn Brynjólfsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.