Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Álfheiður L.Guðmundsdóttir fæddist á Siglufirði 24. febrúar 1922. Hún lést á Drop- laugarstöðum 16. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Álf- heiðar voru Theó- dóra Pálsdóttir Árdal og Guðmund- ur Hafliðason hafn- arstjóri á Siglufirði. Eiginmaður Álf- heiðar var séra Em- il Björnsson safnað- arprestur Óháða safnaðarins allt frá stofnun hans 1949 til 1983. Jafnframt var Emil fyrsti fréttastjóri Sjón- varpsins frá upphafi þess 1965 og til 1985. Um margra ára skeið þar á undan var hann fréttamaður hjá hljóðvarpinu. Séra Emil lést 1991. Álfheiður og Em- il áttu fjögur börn, þau eru: Theódóra Guðlaug íþrótta- kennari, Björn dag- skrárgerðarmaður, Guðmundur tónlist- arkennari dr. í hljómsveitarstjórn og Álfheiður skrif- stofumaður. Álfheiður dvaldist nokkur síð- ustu árin á Droplaugarstöðum. Útför Álfheiðar fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Álfheiður Guðmundsdóttir var hæfileikarík glæsikona, m.a. gædd góðum sönghæfileikum en auk þess áhuga- og framkvæmdasöm í þágu góðra mála. Það gustaði af henni þar sem hún kom við sögu. Góðvild og umhyggja gagnvart þeim sem þurftu á aðstoð að halda voru ríkir þættir í fari hennar. Gilti það einu hvort var um að ræða menn eða málleysingja. Um þetta eru ótal dæmi sem ekki verða rakin hér. Stofnun og uppbygging Óháða safnaðarins var mikið átak sem byggðist á samstarfi margra frá- bærra einstaklinga, þar sem fórn- fýsi og frjálslyndi var í fyrirrúmi. Kjölfestan í hinu kristilega og ver- aldlega safnaðarstarfi voru sjálf prestshjónin. Heyrði ég þau oft viðhafa lofsamleg ummæli um það góða og athafnasama fólk sem lagði grunninn að Óháða söfnuðin- um. Álfheiður stóð dyggilega við hlið manns síns í smáu sem stóru. Hún var m.a. formaður kvenfélags safn- aðarins – lét sér mjög annt um kirkjukórinn þar sem hún var fé- lagi í áratugi. Almennt var hún þátttakandi í öllu því sem horfði til framfara og heilla fyrir hinn unga söfnuð. Mér er kunnugt að um margra ára skeið, áður en kirkjan hafði verið byggð, fóru margháttaðar at- hafnir, svo sem giftingar, skírnir o.fl., fram á heimili prests- hjónanna. Þá komu að góðu gagni söng- og tónlistarhæfileikar Álf- heiðar. En fleira hafði Álfheiður til að bera. Glaðværð og gestrisni var henni eðlislæg. Við vorum nokkrir kunningjar þeirra og vinir sem tók- um okkur til á árabili að ferðast saman um okkar eigið land að sum- arlagi. Aldursmunur ferðalanganna var mismikill en kynslóðabil var ekki til staðar. Hópurinn saman- stóð af 10–14 manns. Ferðast var í einum bíl í eigu eins í hópnum. Hafði bíllinn nafnið „María“, nokk- uð kominn til ára sinna en dugði vel. Sjálfkrafa hlutu því ferðirnar heitið „Maríuferðirnar“. Farið var til ýmissa landshluta og lá leiðin ávallt um hálendið en komið víða við þegar komið var til byggða. Lýsingar á landi og sögulegum stöðum voru vinsælar, mikið var sungið og einnig ort, enda hagyrð- ingar í hópi ferðalanga. Gleði og gott skap voru leiðarljósið í þess- um ferðum. Ég vil í nafni okkar ferðalanganna þakka Álfheiði og Emil þeirra góða framlag og ógleymanlegar stundir. Þær eru geymdar en ekki gleymdar. Það var hlutskipti mitt að gegna formannsstarfi í Óháða söfnuðinum um 17 ára skeið. Um leið og minnst er þess mæta safnaðarfólks sem þar kom við sögu og átti samstarf við Álfheiði, minnumst við öll Álf- heiðar Guðmundsdóttur með virð- ingu og þökk. Guð blessi minningu hennar. Sigurður Magnússon. ÁLFHEIÐUR L. GUÐMUNDSDÓTTIR Okkur langar með nokkrum fátæklegum orðum að minnast ást- kærs frænda okkar Kjartans sem hefði orðið 35 ára í dag, ef örlögin hefðu ekki gripið inn í, en hann lést á heimili sínu í Sví- þjóð 27.10. 2003, nýfluttur þangað aftur eftir að hafa búið í nokkur ár á Íslandi. Kjartan var elsta barn foreldra KJARTAN HALLDÓR RAFNSSON ✝ Kjartan HalldórRafnsson fæddist í Reykjavík 31. des- ember 1968. Hann lést í Svíþjóð 27. október síðastliðinn og var útför hans gerð þar en minning- arathöfn var haldin um Kjartan í Bú- staðakirkju 24. nóv- ember. sinna og elsta systkina- barn okkar. Fyrstu æviárin bjó hann með foreldrum sínum í Ás- garðinum hjá Lilju ömmu og Kjartani afa, foreldrum okkar, litla fjölskyldan fluttist síð- an í Hafnarfjörðinn þar sem fjölskyldan stækk- aði, Kjartan fluttist síð- an í Innri-Njarðvík og bjó þar í nokkur ár með móður sinni og systkinum, þegar hér er komið við sögu rofna tengslin eins og gengur Kjartan orðin unglingur og á ekki mikla samleið með sér eldri frænda. Hann flytur síðan til Svíþjóðar, gift- ist þar og stofnar fjölskyldu, en eftir nokkra ára sambúð slitnar sam- bandið og frændi flytur til Íslands á ný, og takast þá með okkur ný kynni en Kjartan var góður í því að halda stórfjölskyldunni saman, það sann- aðist þegar hann stóð fyrir Lilju- mótinu í Skagafirðinum sumarið 2001. Lífið er skrítið fyrirbæri og oft er okkur hugsað um tilgang og hvers er ætlast til með tilvist mannsins á jörðinni, og okkur finnst svo oft ósanngjarnt hvað sumir komast létt í gegnum lífið meðan aðrir berjast við erfiða sjúkdóma og ýmsa aðra kvilla sem fylgja okkur mönnunum. En þeir sem ekki kynnast sorginni kynnast heldur ekki gleðinni, ekkert væri bros ef engin tár væru og svona mætti lengi telja. En að baki gleði og kátínu er oft leiði og hugur fylgir ekki alltaf með, því fengum við að kynnast hjá frænda okkar Kjartani, hann var alltaf glaður og kátur og hrókur alls fagnaðar og gaman og gott að vera í kringum hann. Und- anfarna gamlársdaga höfum við hist á heimili þeirra Betu, Guðfríðar, Kolbrúnar og Kjartans í Kópavog- inum í afmæliskaffi. Þau turtildúf- urnar Kjartan og Beta kunnu svo sannarlega að taka á móti gestum, kaffiborðið svignaði undan kræsing- unum og var þetta orðið fastur liður í jólunum að safnast saman hjá þeim þennan dag. Beta og Kjartan höfðu þekkst frá fyrri tíð og smullu þau saman aftur. Beta var og er stoðin sem Kjartan studdist við. Hún reyndi og vildi gera allt fyrir ástina sína og trúði því að þau fyndu leið út úr myrkrinu saman. Við hjónin dáðumst oft að Betu, td. þegar hún tók börnin hans Kjartans frá Svíþjóð, Rakel Ýr, Fredrik og Viktoríu, til sín til að dvelja hjá þeim í sumarfríinu og svo var Fredrik eftir hjá þeim og dvaldi í nokkra mánuði, var það ekki mikið mál, þetta reddast allt, soldið þröngt en í lagi, 5 – 6 börn í lítilli íbúð var ekki málið, þannig var viðhorfið hjá Betu. En Kjartan átti líka einn son sem býr í Keflavík, Arnar Má. Beta reyndi allt til að sýna frænda björtu hliðarnar á lífinu en stundum er ljós- ið langt í burtu og skuggarnir taka birtu frá ljósinu, og því miður náðu skuggarnir að yfirbuga ljósið og Kjartan gafst upp á þessari tilvist en er nú vonandi sáttur þar sem hann er í dag. Við erum viss um að hann situr nú með afa sínum Kjartani og þeir drekka afmæliskaffið saman. Við biðjum góðan Guð að blessa Betu og stelpurnar, börnin hans fjögur, foreldra hans og systkini, Lilju ömmu og alla aðra sem hugsa til hans í dag. Guð geymi þig elsku frændi. Benjamín og Anna. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA FRIÐFINNSSONAR, Höfðavegi 4, Vestmannaeyjum, sem andaðist á heimili sínu að morgni sunnu- dagsins 21. desember. Útförin fór fram laugardaginn 27. desember í kyrrþey að ósk hins látna. Guð gefi ykkur farsæld og frið á nýju ári. Kristjana Þorfinnsdóttir, Friðfinnur Finnbogason, Inga Jónsdóttir, Ásta Finnbogadóttir, Ingólfur Grétarsson, S. Kristín Finnbogadóttir, Ingibergur Einarsson, Auður Finnbogadóttir, Oddur Magni Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Hveragerði, fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.30. Guðrún Jóhannesdóttir, Sigurður Ingimarsson, Valgerður Jóhannesdóttir, Snorri Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum heilshugar öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför RÓSU GUÐNADÓTTUR frá Eyjum í Kjós. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Eir. Amalía H. Skúladóttir, Leonhard I. Haraldsson, Hallur Skúlason, Lilja Kristófersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR G. STEPHENSEN, síðast til heimilis á Snorrabraut 56, Reykjavík, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast Guðrúnar, er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Stefán Pálsson, Guðrún Jónsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Signý Pálsdóttir, Árni Möller, Þórunn Pálsdóttir, Sigþrúður Pálsdóttir, Anna Heiða Pálsdóttir, Hilmar Ævar Hilmarsson, Ívar Pálsson, Gerður Thoroddssen, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR, Pálmholti 12, Þórshöfn. Ólöf Jóhannsdóttir, Úlfar Þórðarson, Kristín Kristjánsdóttir, Jóhann Þórðarson, Hrafnhildur I. Þórarinsdóttir, Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Bergur Steingrímsson, Þórður Þórðarson, Líney Sigurðardóttir, Oddgeir Þórðarson, Sigrún Inga Sigurðardóttir, Helena Þórðardóttir, Höskuldur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.