Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Bubbi og Billi framhald ... ER MAMMA Í BAÐI! © DARGAUD © DARGAUD EF ÞETTA FÆR ÞIG TIL AÐ LÍÐA BETUR ... JÁ ... HÉRNA ... HÉR ... JÁ ... HALLÓ! ... SARDET FULLTRÚI? CLIFTON OFURSTI Á LÍNUNNI! ... JÁ ÉG ... HVAÐ SEGIÐ ÞÉR? ... NÚ ERUÐ þÉR INNI Í MÁLUNUM? ... JÁ GAMLI MINN, SARA STEINARS ÚTSKÝRÐI ÞETTA ALLT FYRIR MÉR! ... OG ÉG HEF NÚ ÞEGAR ÝMISLEGT FYRIR ÞIG! VIÐ GETUM HIST þEGAR þÉR HENTAR! Á HVAÐA HÓTELI VERÐUR ÞÚ? NÚNA EFTIR HÁDEGI? ... JÁ, HVÍ EKKI ÞAÐ? ... HVAR SEGIÐ ÞÉR? PARVIS-TORG VIÐ VOR FRÚAR KIRKJU? VIð STYTTUNA AF KARLI MIKLA ... KL 15 ... HMM... JÁ ÞAÐ ER O.K. ! ... EN, SEGÐU MÉR ... ÉG SKIL EKKI NEITT! TALAÐU HÆRRA MAÐUR! ... HREIMURINN ER NÓGU SLÆMUR ÞÓ ÞÚ TALI .... ÉG SAGÐI: HVERNIG ÞEKKI ÉG YÐUR? ÞAÐ ER HEIGULSHÁTTUR AÐ RÁÐAST Á MINNI MÁTTAR ... JÁ, JÁ HÚN LEYFÐI ÞAÐ ... ERTU MEÐ EFNIÐ? ÉG NÆ Í ÞAÐ! SÁ SEM FER ILLA MEÐ DÝR NIÐURLÆGIR SJÁLFAN SIG ... ERTU EKKI AÐ KOMA, BUBBI? JA HÉRNA! ÉG ER AÐ KOMA ... ÞAÐ SEM YKKUR GETUR DOTTIÐ Í HUG!! MÉR ÞYKIR ÞETTA LEITT ÁSTIN MÍN EN ÞETTA VAR EINA LEIÐIN TIL AÐ FÁ BILLA Í BAÐ AÐ ÞÚ VÆRIR Í BAÐI ÞÚ VEIST HVAÐ HANN ER HRIFIN AF ÞÉR ÞÚ HELDUR ÞAÐ ... HANN ER EINS OG NÝSLEGINN TÚSKILDINGUR. NÚ LEYFUM VIÐ HONUM AÐ HRISTA SIG Í GARÐINUM. ÞAÐ HRESSIR HANN VIÐ EINMITT HRESSIR MIG ALVEG ROS- ALEGA ... GAMLI ... ÞÚ ERT MIKLU ELDRI EN ÉG ... SVONA! ÞETTA ER BÚIÐ. KOMDU NÚ GAMLI MINN ÞETTA ER NÚ ALLT GOTT OG BLESSAÐ EN HVOR YKKAR SETTI LÚSASÁPU Í BAÐKERIÐ!! HÆGAN HERRA MÍNIR!!... NÚ ? JÆJA ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is ÞETTA örstutta lesendabréf er punktað niður á aðfangadagsmorgun 2003. Með vilja áður en forustumenn þjóðarinnar hefja lesturinn á sínu guðspjalli. Þetta lesendabréf er ekki hrópið fræga úlfur úlfur. Það sagði Davíð Oddsson í átakalitlu viðtali í sjónvarpi. Hann gat þess að ekkert væri það í stjónmálum í dag sem lok- aði fyrir samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Nefndi hann þar meðal annars Samfylkinguna og aðspurður um konu útí bæ strikaði hann ekki yfir þá góðu konu. Þetta viðtal var ekki brandaraviðtal við forsætisráð- herra Íslands. Það skildi maður þeg- ar hann fór að hæla samstarfsflokkn- um Framsóknarflokknum á mjög yfirstígandi hátt. Skýringin á þessu hóli var svo undirstrikuð þegar Jón Kristjánsson kom í annað viðtal og sagði að nú væri staðan orðin þannig að nú yrði að fara að meiða fólk og hrekja milli stofnana. Jón Kristjáns- son er hugrakkaststur og heiðarleg- astur Íslendinga á Alþingi í dag. Á hans krepputali eru aðrar skýringar. Eftir úthald á heimasíðu í þrjú ár og tilraun til að fylgjast með pólitík var viðtal Davíðs hótun til Framsóknar og örvæntingaróp Jóns Kristjáns- sonar um framhaldslíf fyrir Fram- sóknarflokkinn en ofan á annað missir Framsókn tengslin við sauð- kindina þegar hin pólitíska landreks- kenning fleytir síðasta kjördæmaf- lekanum burtu frá landinu. Víkur nú sögunni til tveggja sjón- varpsþátta en í þeim voru teknir tali „sagðir“ tveir ríkustu menn landsins. Lokaspurningu til þessara milljarða- mæringa svöruðu báðir eins en hún var: „Hvað ætlarðu að gera þegar þú ert hættur að græða“ og svarið var samhljóða: Að leggja í sjóði og gefa svo þeim sem þess þurfa. Þessi hagfræðikenning hefur ver- ið reynd og ekki dugað vel. Það smottirí sem það raskar högum al- mennings að „losna við skattana“ og láta lífsafkomu fólks ráðast af góð- vilja milljarðamæringanna! Niðurstaðan að morgni jóladags 2003 er sú að það sé aðeins ein leið fær. Að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin taki málið í sínar hend- ur og myndi saman annaðhvort meirhlutastjórn eða minnihluta- stjórn sem stæði á svipuðum grunni og áður nema að nú er miklu meiri þekking og tækni en á dögum Ný- sköpunarstjórnarinnar. Þetta er það sem Davíð var líklega að meina í við- talinu. Samfylkingin á engra kosta völ. Annaðhvort verður flokkurinn að starfa í því umhverfi sem er í þjóð- félaginu eða að hverfa eins og hver önnur bóla. Framsókn á fárra kosta völ. Það mun ekki nægja Framsókn að láta meiða fólkið og traðka á lítilmagn- anum. Björgúlfarnir eru þegar byrjair að gefa og þjóðfélagið, sem byggir til- veru sína á siðfræði kristninnar, rið- ar til falls. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltr. Nú verður farið að meiða fólk Frá Hrafni Sæmundssyni: EKKI er langt síðan að íslenski fjár- magnsmarkaðurinn tók stökkbreyt- ingum og gerði mönnum kleift að græða stórfé á skömmum tíma. Í dag geta milljónir breyst á einni nóttu yf- ir í milljarða og allskonar fjármála- umsvif eiga sér stað sem voru óhugs- andi fyrir einum eða tveimur áratugum. 22. desember kom í fréttum Rík- isútvarpsins að Búnaðarbankinn hefði fest kaup á gömlu og grónu fyr- irtæki í borginni, Sparisjóði Reykja- víkur. Verð Sparisjóðsins var metið á átta–níu milljarða króna. Væntan- lega mun bankinn leggja Sparisjóð Reykjavíkur niður og endurlífga hann svo í nafni Búnaðarbankans. Á vorri tíð eru bankarnir komnir úr ríkiseign og yfir til tiltölulega fárra, fjársterkra aðilla. Athygli vekur hvernig sjálfir bankarnir hafa seilst inn á svið kaupa og sölu. Spyrja má hvort þess- ir bankar misskilji ekki orðið stöðu sína í samfélaginu. Í hugum flestra er banki stofnun sem menn fara í þegar þeir þurfa á láni að halda og ráðgjöf varðandi fjárfestingar og til að leggja inn sitt fé. Hvort heldur er til lengri eða skemmri tíma. Banki á að þjónusta fólkið. Það er hlutverk bankans. Í dag virðast hlutirnir vera öðruvísi. Bankinn er að kaupa og leggja undir sig atvinnufyrirtæki og alls konar aðra hluti sem eðlilegra væri að aðrir en þeir eigi og reki. Bankinn hins vegar hjálpar til við að koma verkum á fæturna í formi lána- fyrirgreiðslna og ráðgjafar án þess að hlutast beint til um rekstrarform- ið sem slíkt. Greinilegt er að á Íslandi er að myndast stétt manna sem við getum kallað yfirstétt. Fólk sem á mikið fé og getur leyft sér hluti í skjóli fjár- magnsins. Allkunna er að sagan fer í hring. Þetta munum við fá að sjá á næstu árum í enn ríkara mæli en orðið er. Ef við til að mynda tökum tímabilið fyrir seinni heimsstyrjöldina getum við séð skýrar línur. Þá voru uppi fá- ir aðilar með mikið undir sér sem bárust á í samfélaginu. Þá var til stétt ríkra og hinna sem gældu við fátæktina. Húsakostur þess tíma bar þess enda glöggt merki. Sem var hallir og niður í ískalda timburhjalla sem vart héldu vatni eða vindum. Ef áfram heldur sem horfir mun hverfa í þessu landi svokölluð millistétt og eftir verða vellauðugt fólk og fátæk- lingar. Ekkert óeðlilegt er við það að fólk efnist ef eitthvert hóf er á. Þegar talað er um millistétt er átt við hinn breiða almenning sem telst ekki beint auðugur en hefur svona vel fyrir sig og sína. Öflug millistétt segir mönnum að samfélagið sé eðli- legt og í þeim farvegi sem flestir menn telja að gott og heilbrigt sam- félag eigi að renni eftir. Hverfi milli- stéttin úr þjóðinni er komin alvarleg slagsíða. Hve millistéttin er sterk sker úr um það hvort eitt samfélag sé heilbrigt eða sjúkt. Ráðamenn landsins og háttvirt Al- þingi Íslendinga verða að vera á varðbergi og fylgjast vel með hvað er að gerast í fjármálaheiminum og á hvaða leið sú veröld er. Þeir mega ekki sofna á verðinum heldur taka stöðu sína. Eins og er þá er fjár- magnið á hraðri leið í fáar hendur. KONRÁÐ RÚNAR FRIÐ- FINNSSON, Efri-Brú, Selfossi. Er ríkur að verða ríkari? Frá Konráði Rúnari Friðfinnssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.