Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 48
Ólafur sagði fyrir ári þegar hannvar kjörinn íþróttamaður árs- ins 2002 að markmiðið væri að tryggja sér rétt til að leika á Ól- ympíuleikunum. „Jú, jú, þegar þú segir það þá var þetta ágætt ár hjá manni. Við náðum að tryggja okkur sæti á Ólympíuleikunum og það var auðvitað aðalmarkmiðið á árinu sem er að líða. Nú verður maður að setja sér önnur markmið og þau eru alveg ljós í mínum huga. Ég ætla á Ólympíuleikana til að ná í verðlaun og ég held að við getum það alveg. Maður verður að setja sér slík markmið og skilja ólympíuhugsjón- ina eftir heima, það dugar ekki að vera bara með. Ég held að enginn sem vinnur til verðlauna á svona móti leggi af stað með þá hugmynd, að vera bara með. Menn verða að sjá það fyrir sér áður en farið er í keppnina að þeir ætli sér að afreka eitthvað. Það er fyrsta skrefið,“ sagði Ólafur. „Næsta verkefni er reyndar Evr- ópukeppnin og hún verður að ganga vel hjá okkur til þess að við fáum aukið sjálfstraust fyrir Ólympíu- leikana. Það þýðir ekkert að fara á EM til að taka því rólega. Þetta er sterkt mót og við förum þangað til að gera okkar besta. Það er kannski ekki allt undir í mótinu, en samt er allt undir því EM er hluti af heild- ardæminu. Það eru reyndar orðin dálítið mörg mikilvæg mót í hand- boltanum, árlega einhver stórmót þannig að það er alltaf eitthvað að stefna að. Það er dálítið öðruvísi í mörgum öðrum greinum þar sem stórmótin eru á fjögurra ára fresti.“ Ólafur er fyrsti handknattleiks- maðurinn sem valinn er íþróttamað- ur ársins tvö ár í röð. „Það er bara flott,“ sagði hann og spurður um hvort hann hygðist halda áfram að vera íþróttamaður ársins, brosti hann og sagði: „Það er auðvitað langt frá því að vera sjálfgefið því við eigum svo marga frábæra íþróttamenn eins og sást hér í kvöld. Hins vegar væri það góður bónus í lok ársins að verða fyrir valinu á ný – að því tilskildu auðvit- að að við náum markmiði okkar á Ólympíuleikunum og komum heim með medalíu og að maður leiki þar eins og maður.“ Íþróttamaður ársins hafði vista- skipti í ár, færði sig frá Magdeburg í Þýskalandi yfir til Ciudad Real á Spáni. „Það er mjög gott að skipta um félag og ég held það sé hverjum manni hollt að breyta aðeins um umhverfi stöku sinnum sé þess kostur. Maður fær aðra vídd á handboltann, ég er í öðru hlutverki núna en ég var hjá Magdeburg og maður hefur gott af því. Auk þess er gaman að prófa eitthvað nýtt, kynnast annarri menningu og slíkt. Fyrir mér er þýska deildin samt ennþá sú sterkasta í heimi. Á Spáni eru mun fleiri leikir sem við erum búnir að vinna fyrirfram, en leikir sterkustu liðanna eru hörkuleikir. Út frá handboltanum er þetta í raun lítil breyting, þannig séð, þó svo áherslurnar séu aðrar en í Þýskalandi. Eini munurinn sem maður finnur í fljótu bragði er að menn taka sér mun lengri tíma í að borða á Spáni,“ sagði Ólafur. – Finnur þú fyrir ábyrgð sem íþróttamaður ársins? „Já, vissulega. Fyrir mig er það í rauninni auðvelt því ég reyni bara að vera ég sjálfur og vona að það dugi, ég þarf ekki að leika neitt.“ Bróðir Ólafs, körfuknattleiks- maðurinn Jón Arnór, varð í fimmta sæti í kjörinu og sagði Ólafur að hann stæði sér orðið jafnfætis í lík- amsstyrk þó ungur væri. „Við spil- uðum oft maður á mann í körfu og ég hafði nú oft betur, en strákurinn er orðinn svo sterkur að ég hef ekk- ert að gera í hann núna – ekki í körfubolta í það minnsta. Hann er miklu sterkari en ég og tekur fljót- ar út þroska – hefur mikinn sprengikraft þannig að ég ræð ekk- ert við hann.“ Ólafur Stefánsson kjörinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð „Verðlaun í Aþenu eru markmiðið“ „ÉG átti ekki von á þessu. Þetta kom virkilega á óvart og mun meira en í fyrra,“ sagði Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Ciudad Real á Spáni, eftir að kunngjört hafði verið um val Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2003. Þar varð Ólafur hlutskarpastur, hlaut 322 stig af 380 sem í pott- inum voru og er Ólafur fyrsti handknattleiksmaðurinn sem kjörinn er tvö ár í röð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur Stefánsson, Íþróttamaður ársins ásamt Kristínu Þorsteinsdóttur eiginkonu sinni og þýska landsliðsmanninum Stefan Kretzschmar, félaga sínum frá Magdeburg, sem er í heimsókn hjá Ólafi. ■ Þeir fengu/50 ÍÞRÓTTIR 48 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern München, segist engan áhuga hafa á að taka við þjálfun enska landsliðsins í knattspyrnu að lokinni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Portúgal næsta sumar. Enskir fjölmiðlar hafa undanfarna daga sagt frá því að Hitz- feld sé efstur á óskalista enska knatt- spyrnusambandsins yfir eftirmenn Svens Görans Erikssons, núverandi landsliðsþjálfara, sem þráfaldlega hef- ur verið orðaður við knattspyrnu- stjórn hjá Chelsea. Hitzfeld segist hafa það gott og sér líki vel að vinna í þýskri knattspyrnu og því sé engin ástæða til að róa á önn- ur mið. Ekki nokkur maður frá enska knattspyrnusambandinu hafi verið í sambandi við sig vegna landsliðsþjálf- arastarfsins, eftir því sem hann segir, auk þess sem hann hefði ekki áhuga á starfinu þótt honum stæði það til boða. Hitzfeld hefur verið einstaklega sig- ursæll þjálfari og eitt sinn sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að Hitzfeld væri besti knattspyrnuþjálfari í Evrópu. Undir hans stjórn hefur Bayern Münc- hen unnið þýska meistaratitilinn fjór- um sinnum á fimm árum, hann stýrði Dortmund í tvígang til meistaratitils í Þýskalandi á tíunda áratug síðustu aldar auk þess sem Grasshopper í Sviss vann svissneska meistaratitilinn undir stjórn Hitzfelds. Ýmsir hafa orð- að hann við starf landsliðsþjálfara í Þýskalandi að loknu heimsmeist- aramótinu árið 2006. Ottmar Hitzfeld langar ekki til Englands FORRÁÐAMENN körfuknattleiksdeildar KR hefur samið við tvo bandaríska leikmenn og munu þeir leika með liðinu á nýju ári. Bandaríkjamaðurinn Chris Woods sem lék með liðinu í haust er horfinn á braut og munu þeir Trevor Diggs og Josh Murray bætast í leikmannahóp liðsins á nýju ári. Diggs er 25 ára gamall skotbakvörður en Murray er 24 ára gamall fram- herji. Diggs lék tvö tímabil (1999–2001) með UNLV-háskólanum í NCAA-deildinni í Bandaríkjunum og skoraði 15 stig í leik fyrra tímabilið og 14,1 stig seinna tímabilið. Diggs hefur einnig spilað með Essex Leopards London í ensku úrvalsdeildinni og síðast með Ciudad Bolivar í Kólumbíu. Murray spilaði með IUPUI- háskólanum í Indianapolis í NCAA-deildinni tímabilið 2002–2003 og skoraði 13 stig og tók 8 fráköst í leik. Áður var hann í Ball State University. Bandaríkjamaðurinn Chris Woods leikur ekki fleiri leiki með KR, honum var sagt upp störfum á dögunum en danski bakvörðurinn Jesper Sörensen verður áfram í liði KR. KR er sem stendur í 5. sæti í Intersportdeildinni með sjö sigra og fjögur töp. Trevor Diggs og Josh Murray í raðir KR-inga KÖRFUKNATTLEIKSFÉLAG Ísa- fjarðar, KFÍ, hefur samið við banda- ríska leikmanninn Shon Eilenstein en hann er 2,06 metrar á hæð og leikur í stöðu miðherja. Eilenstein hefur leikið í heimalandi sínu sem atvinnumaður og einnig í Frakklandi. Honum er ætl- að að fylla skarð Adams Spanich sem sagt var upp á dögunum en Spanich skoraði mest allra í Intersportdeild- inni. Á heimasíðu KFÍ er Eilenstein sagður vera 114 kg að þyngd og hann á að vera frár á fæti og geta stokkið hátt. KFÍ er í 9. sæti Intersportdeild- arinnar með 4 stig að loknum 11 um- ferðum. Shon Eilen- stein samdi við KFÍ FÓLK  NORSKU knattspyrnuliðin Lyn og Rosenborg hafa áhuga á að semja við Jo Tessem sem verið hef- ur í herbúðum enska úrvalsdeild- arliðsins Southampton undanfarin misseri. Tessem er hinsvegar ekki í náðinni hjá Gordon Strachan knatt- spyrnustjóra liðsins og vill Norð- maðurinn enda feril sinn í heima- landinu. Tessem lék með Molde áður en hann var keyptur til South- ampton.  JAKOB Sigurðarson landsliðs- maður í körfuknattleik lét mikið að sér kveða á móti sem fram fór í San Francisco í Bandaríkjunum um s.l. helgi. Jakob leikur með háskólalið- inu Birmingham Southern og skor- aði hann 19 stig að meðaltali á mótinu og gaf 7,5 stoðsendingar í leik. Liðið lék tvo leiki og sigraði í öðrum þeirra.  SAM Allardyce, knattspyrnu- stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Bolton, gerir sér vonir um að fá Javi Moreno, framherja Atletico Madrid, í sínar raðir þegar opnað verður fyrir leikmannamarkaðinn í janúar. Stefnt er að því að Moreno verði lánaður frá spánska liðinu til Bolton í sex mánuði.  MORENO, sem er 29 ára, hefur hins vegar enn ekki ákveðið hvort hann vilji fara til Englands. Leik- maðurinn reis til metorða hjá Ala- ves og gerði tvö mörk fyrir félagið þegar það tapaði fyrir Liverpool í úrslitum UEFA-keppninnar 2001. Hann gekk svo til liðs við AC Mílan á Ítalíu en hélt í raðir Atletico Ma- drid í júní á þessu ári.  ENSKA úrvalsdeildarfélagið Wolves ætlar að semja við Carlos Ruiz, framherja frá Gvatemala. Fé- lagið ætlar að gera þriggja mánaða samning við hinn 24 ára Ruiz, sem hefur leikið með Los Angeles Ga- laxy. Hann hefur skorað 15 sinnum í 25 leikjum frá apríl fram í nóv- ember.  THIERRY Henry var valinn knattspyrnumaður Frakklands 2003 af knattspyrnutímaritinu France Football. Zinedine Zidane varð í öðru sæti og Ludovic Giuly, fyrirliði Mónakó, varð í þriðja sæti.  FORSETI ítalska knattspyrnu- liðsins Juventus, Luciano Moggi, segir við ítalska fjölmiðla að hol- lenski landsliðsmaðurinn Edgar Davids verði ekki í herbúðum liðs- ins á næsta keppnistímabili. Hinn 30 ára miðvallarleikmaður er samn- ingsbundinn liðinu út leiktíðina og hefur hann ekki hug á því að semja á ný við Juventus.  DAVIDS hefur leikið með Juven- tus frá árinu 1997 en hann var áður hjá AC Milan. Í vetur hefur hann ekki verið í náðinni hjá Marcelo Lippi þjálfara Juventus og hefur aðeins leikið 5 leiki í ítölsku deild- inni það sem af er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.