Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÆR NÆSTBESTU Óvenju feitur hópur og patt- aralegur. Andstætt venjunni er vandamálið að skera niður mynd- irnar af topp 10 en ekki að fylla hann. X2 – X Men 2, eftir Brian Sing- er, einn athyglisverðasta leikstjóra samtímans. Honum tekst að kreista drjúgan safa úr marg- tuggðu efni um stökkbreyttar of- urhetjur. Nýtur m.a. aðstoðar ein- staklega vel valins leikhóps. Dogville – Hundabær Lars Von Triers. Boðskapurinn er derrings- legur en framsetning, leikur og ný- stárleg sviðsmynd bera þessum einstaka kvikmyndagerðarmanni gott vitni. Intolerable Cruelty – Óþolandi grimmd Ethans og Joels Coen- bræðra, er fyndin og fáguð æfing í „screwball“ gamanmyndagerð en skortir, úr fjarlægð séð, meiri vigt. Kill Bill – Bana Billa. Hrekkja- lómurinn Tarantino með drep- fyndna mynd í orðsins fyllstu merkingu. Vígfimir pilsvargar höggva mann og annan en Wein- stein-bræður gera áhorfendum þann óleik að kljúfa verkið í tvennt fyrir hagnaðarvonina. Hálf mynd er því ekki gjaldgeng að sinni. Adaptation – Aðlögun er sann- arlega frumleg og óvenjuleg með Chris Cooper í verðlaunaham, Meryl Streep og Nicholas Cage skammt undan. The Good Girl – Góða stelpan er enn ein skemmtunin frá hinum óviðjafnanlega Mike White. Terminator 3 – Tortímandinn 3 kemur á óvart, miklu betri af- þreying en nokkur þorði að vona og nýttist harðhausnum Arnold sem farseðill inn í stjórnmálaheim- inn. City Of God – Borg guðs, er ógnarleg, myrk og merk og hefði komist á listann ef ekki væri til staðar snilld að nafni Pixote. Heimildarmyndin Mótmælandi Íslands og stuttmyndin Síðasta kynslóðin eru báðar tvær verðugir fulltrúar íslenskra hæfileikamanna í þessum mikilsverðu kvikmynda- greinum. Njála, leikna heimild- armyndin, er talsvert sér á parti og er gerð með sjónvarp í huga. Hún ber engu að síður vott um metnað og áræði. Charlotte Gray, Pirates of the Carribean – Sjóræningjar Kar- íbahafsins, Matchstick Men – Eld- spýtnakarlarnir, Sinbad, Freaky Friday, Veronica Guerin, Calendar Girls – Stelpurnar á dagatalinu, Catch Me If You Can – Gríptu mig ef þú getur, The Ring – Hring- urinn, Phone Booth – Símaklefi, Chicago, The Hours – Stundirnar, Hero, Punch Drunk Love, Narc – Fíknó, El Crimen del Padre Am- aro – Syndir föður Amaro, Nir- gendwo in Afrika – Hvergi í Afr- íku, 25th Hour – Á síðustu stundu, Fog of War, The Emperors’ Club – Keisaraklúbburinn og Rabbit Proof Fence, eru allar vel yfir meðallaginu og hafa ótvírætt af- þreyingargildi. LJÓSIR PUNKTAR Eftirtaldar myndir hafa ým- islegt til síns ágætis þótt heild- arsvipurinn mætti vera betri 8 Femmes – 8 konur, Johnny English, Ástríkur og Kleópatra, Deathwatch – Dauðavaka, ásamt The Quiet American – Hægláta Bandaríkjamanninum, með Brend- an Fraser og Michael Caine, eru frambærilegastar í flokknum. Once Upon a Time In Mexico – Einu sinni var í Mexíkó, Looney Tunes Back in Action – Looney Tunes aftur á kreik, Love Actually – Ást í reynd, Daredevil – Ofur- hugi, Identity – Kennimark, Álfur – Elf, Bowling for Columbine – Í Keilu fyrir Columbine, Banger Sis- ters – Grúppíurnar, Frida, The Hunted – Sá elti, How to Lose a Guy in 10 Days – Hvernig losna á við gaur …, Bringing Down the House – Allt að verða vitlaust, Just Married – Nýgift, Old School – Gamli skólinn, Dark Blue – Dökkblár, What a Girl Wants (með hinni eftirtektarverðu Amöndu By- nes), The Life of David Gale – Ævi David Gale, Holes, Juwanna Man – Ingiríður Eygló, lúra á ljósum punktum, sömuleiðis Confessions of a Dangerous Mind – Játningar hættulegs huga, forvitnileg frum- raun leikstjórans Georges Cloo- ney. Tomb Raider 2, 8 Mile – 8 mílur, Secondhand Lions – Notuð ljón og Recruit – Nýliðinn eru einnig þess virði að fá sæti í upp- talningunni, sem og The Rundown, Once Upon a Time in the Midlands – Eitt sinn í Miðlöndunum, Didda og dauði kötturinn, Tristan og Is- old, Eva & Adam, Spy Kids 3D – Njósnakrakkar í þrívídd að ógleymdum Hulk … MESTMEGNIS VONBRIGÐI Þessi hópur er óvenju lítill þeg- ar upp er staðið og fara fremstar í flokki Matrix-myndirnar tvær sem óvænt urðu meginvonbrigði ársins 2003. Marflatar endurtekningar á forveranum, einni af bestu mynd- um síðustu ára. Nú ættu Wach owskibræður að snúa sér aftur að ósvikinni film noir í anda Bound, hinnar meistaralegu frumraunar sem þeir sendu frá sér ’96. Það ætti einhver að stinga að þeim Bettý hans Arnaldar Indriðasonar. Hollywood Ending – Hollywood endir, Basic – Undirstaða, Bruce Almighty – Brúsi Almáttugur, An- ger Management – Reiðistjórnun, League of Extraordinary Gentle- men – LXG, Tears of the Sun – Tár sólarinnar, Solaris, Elephant, Hollywood Homicide – Morð í Hollywood, National Security – Þjóðaröryggið, Pinocchio, City by the Sea – Borgin við sjóinn, Man Apart – Einfarinn, Four Feathers, Duplex, Open Range, Confidence – Trúnaður og Stella í framboði: All- ar ollu þær meiri vonbrigðum en ánægju. MEIRA AF ÞVÍ SAMA Ekki þarf að hafa fleiri orð um eftirfarandi eftirapanir sem standa í öllum tilfellum að baki oft vafa- sömum frumyndunum: Legally Blonde 2 – Löguleg ljóska 2, Analyze That – Sál- greindu það, Scary Movie 3, Am- erican Pie The Wedding, Dumb and Dumberer – Heimskur heimskarari, Shanghai Knights – Sjanghæ riddarar, Piglet Movie– Grislingur, Jungle Book 2 – Skóg- arlíf 2, Bad Boys 2, 2 Fast 2 Furio- us. 10 VERSTU MYNDIR ÁRSINS 2003 Þá er það ullabjakkið, rús- ínurnar í pylsuendanum. Eft- irtaldar myndir eru hver annarri verri og þá er ekki of djúpt í árinni tekið: My Boss’s Daughter – Dóttir húsbóndans DreamCatcher – Draumafangari Ballistic: Ecks vs. Sever Maid in Manhattan – Manhatt- anmær Freddy vs. Jason Kangaroo Jack – Kengúru Jói Wrong Turn – Öfug beygja The Hot Chick – Aðalpæjan Jackass – Kjánaprik Extreme Ops – Glæfragengið Gleðilegt ár! Hæðir og lægðir kvikmyndaársins 2003 saebjorn@mbl.is Árið 2003 var gott bíóár. Vissulega var miðjumoðið mikið en því er úthýst hér og beinir Sæbjörn Valdimarsson fremur sjónum að myndum sem voru við það að komast á listann yfir þær 10 bestu (og er birtur annars staðar í blaðinu); óvæntu gleðigjöfunum, von- brigðunum og tekur að lokum saman hinn ómissandi listi yfir 10 allra verstu myndir ársins sem er að líða. LJÓS PUNKTUR: 8 mílur. SAMA: Löguleg ljóska 2 VONDBRIGÐI: Matrix Endur- hlaðin/Byltingin VOND - Manhattanmær NÆSTBEST: X2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.