Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 B 17 Hvað segja þau um áramótin? Morgunblaðið leitaði til hóps karla og kvenna, sem hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum þjóðlífsins, og spurði hvað þeim þætti bera hæst á árinu og hvers þau væntu á nýja árinu. Um áramótin er mér efst íhuga sú stefnumótunar-vinna, sem Alþýðusam-bandið skilaði frá sér í vel- ferðarmálum á vordögum. Að baki þeirri tillögugerð lá umfangsmikil og ítarleg vinna, sem margir aðilar tóku þátt í. Þakklæti til þeirra er mér of- arlega í huga. Í einkalífinu eru mér hins vegar efstar í huga allar þær góðu stundir, sem ég hef átt með ætt- ingjum, vinum og félögum,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands. „Stefnumótunarvinnunni var hleypt af stokkunum í lok mars 2001, á ráðstefnu í Salnum í Kópavogi. Síð- astliðinn vetur var unnið að ítarlegri úttekt og tillögugerð, í nánu samstarfi við fjölmörg almannaheillasamtök. Tillögurnar voru kynntar síðastliðið vor, annars vegar á stórri ráðstefnu og síðan á opnum fundi með forystu- mönnum stjórnmálaflokkanna. Það var ekki tilviljun að við kynntum til- lögurnar fyrir kosningar, því það er engin launung að við vildum leitast við að hafa áhrif á stefnu flokkanna fyrir kosningar með því að vekja um- ræðu um þessi málefni. Þessi fyrirætlan tókst að nokkru leyti og viðbrögð allra flokka voru já- kvæð við tillöguflutningnum. Í stjórn- arsáttmálanum var síðan að finna þó nokkur atriði sem eiga skýra sam- svörun í tillögunum, sérstaklega það sem sneri að stöðu þeirra sem búa við sára fátækt. Það eru því mikil vonbrigði fyrir allan þann stóra hóp fólks, sem að þessari stefnumótunarvinnu hefur komið, að sjá hversu lítið hefur farið fyrir efndum á þeim fyrirheitum, sem stjórnmálamennirnir gáfu. Nú er bú- ið að afgreiða fyrstu fjárlög eftir þess- ar kosningar þar sem yfirbragð nið- urskurðar og misskiptingar ræður ríkjum, en við vonum auðvitað að það komi að því fyrr en seinna að þessi fyrirheit verði efnd,“ segir Grétar. Áhersla á samþættingu Næsta stóra verkefnið, sem tekist var á á vettvangi Alþýðusambands- ins, var að setja af stað stefnumót- unarvinnu í atvinnumálum, að sögn Grétars. Um var að ræða beint og eðlilegt framhald af velferðarvinn- unni og ber að skoða sem hluta af sama stóra verkefninu. „Þessari vinnu var hrint af stað með veglegri ráðstefnu í lok september, þar sem m.a. var fenginn fyrirlesari frá Evr- ópusambandinu, til að fjalla um sam- þættingu á þeim vettvangi á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála. Ársfundur Alþýðusambandsins var haldinn í lok október og þar var m.a. haldið áfram með umræðu um atvinnu- málin. Þar voru settar niður útlínurnar og lögð áhersla á samþættingu efna- hags-, atvinnu- og velferðarmála og sú áhersla raunar ítrekuð frá ársfundi 2002 og sett í skýrara samhengi við þá vinnu, sem er komin vel á veg. Á árs- fundinum var verklag vegna áfram- haldandi vinnu í þessum málaflokki ákveðið og kallað eftir samstarfi við ríkisstjórn og atvinnurekendur í því sambandi. Á ársfundinum var enn- fremur fjallað um réttindamál, ekki síst að því er varðar réttindi útlendinga á vinnumarkaði.“ Ágreiningur og átök, sem urðu á árinu í tengslum við stórframkvæmd- irnar á Austurlandi og vörðuðu kjör og aðbúnað erlendra starfsmanna, hafa sýnt fram á mikilvægi þess að löggjöf og öll framkvæmd í þessum efnum verði yfirfarin og bætt, segir Grétar. „Markmiðið á að vera að tryggja að erlent verkafólk verði ekki notað til félagslegra undirboða. Jafn- framt er mikilvægt að tryggja að er- lend fyrirtæki hafi ekki á grundvelli löggjafar eða í framkvæmd forskot í samkeppni við íslensk fyrirtæki.“ Úr takt við þjóðfélagið Í haust fór, að sögn Grétars, und- irbúningur undir gerð kjarasamninga á fulla ferð. „Mál voru komin í þann farveg í byrjun desember, að þeir að- ilar, sem eru með lausa samninga um áramótin, voru búnir að af- henda kröfugerðina og við- ræður hafnar. Þeir, sem eru með lausa samninga á fyrstu mánuðum ársins, voru vel á veg komnir með sína kröfugerð. Þær kröfur, sem höfðu verið lagðar fram, tóku að ýmsu leyti mið af því hvernig gildandi kjarasamningar hafa gengið fram, þar sem lögð er áhersla á hógværar launa- hækkanir, sem þó skili auknum kaupmætti, og jafnframt að lögð sé sérstök áhersla á að lyfta lægstu launum. Lögð var áhersla á að viðhalda stöðugleika, líkt og undanfarin ár og lagður var grunnur að í þjóðarsátt- arsamningunum svokölluðu fyrir rúmum áratug. Þá gerðist það hins vegar fyrirvaralaust og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti að frumvarp um eftirlaun ráðherra og fleiri var lagt fram á Alþingi aðfaranótt fimmtudagsins 11. desem- ber og það síðan afgreitt sem lög á mánudeginum 15. desem- ber. Verkalýðshreyfingin brást strax við þegar fregnir bárust af frumvarp- inu. Kallað var til fjölmenns útifundar á Austurvelli síðdegis á fimmtudeg- inum. Ýmsir, sem áður höfðu stutt frumvarpið, drógu stuðning sinn til baka þegar þeim varð ljós alvara málsins, því í þeim lögum, sem sam- þykkt voru á grundvelli frumvarps- ins, eru skilgreind eftirlaunaréttindi til handa ráðherrum, sem eru úr takt við það sem við eigum almennt að venjast í þessu þjóðfélagi. Jafnframt felast í þessum lögum stórfelldar launahækkanir til formanna stjórnar- andstöðuflokkanna, hækkanir sem einar og sér eru meira en tvöföld lægstu laun á vinnumarkaði. Þeir aðilar, sem höfðu lagt fram kröfugerð sína, drógu hana til baka og hófu þegar endurskoðun. Sam- þykkt eftirlaunafrumvarpsins breytti jafnframt vinnunni hjá þeim, sem voru enn í undirbúningsvinnunni. Sú kröfugerð, sem samþykkt var í framhaldinu, miðast að því að sam- ræma lífeyrisrétt launafólks á al- mennum markaði við þau réttindi sem eru tryggð í A-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins. Þessi krafa hafði þegar verið sett fram varðandi félagsmenn Alþýðu- sambandsins sem starfa hjá ríkinu. Undanfarin misseri hefur henni verið haldið á lofti og í samkomulaginu, sem gert var við ríkisstjórnina í des- ember 2001 um svokölluð „rauð strik“, gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að leita leiða til að leiðrétta þetta aug- ljósa misrétti. Við það hefur ekki ver- ið staðið.“ Tóninn gáfu ráðamenn Grétar segir erfitt að spá um hvert atburðarásin, sem fór í gang í kjölfar þess að eftirlaunalögin voru sam- þykkt, leiðir. „Á þessari stundu er vandséð hvernig þeim málum lyktar, en ljóst er að mikill hugur er í fé- lögum í Alþýðusambandinu að ná fram umtalsverðri leiðréttingu, ekki síst í lífeyrismálum, enda hefur tónn- inn verið gefinn af æðstu ráðamönn- um,“ segir Grétar að lokum um leið og hann fyrir hönd ASÍ óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gæfu og farsældar á árinu, sem nú fer í hönd. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands Morgunblaðið/Kristinn Lítið um efndir fagurra fyrirheita Það sem er mér minnisstæðastfrá starfi Regnbogabarna erótalmargt en ætli það sé samtekki sú staðreynd að starf- semi samtakanna fór í gang á árinu,“ segir Stefán Karl Stefánsson, formað- ur Regnbogabarna. „Við réðum fram- kvæmdastjóra, Freyju Friðbjarnar- dóttur, og ráðgjafi okkar, Jón Páll Hallgrímsson, hóf störf hjá ráðgjaf- arþjónustunni. Ég var búinn að segj- ast ætla að koma henni á fyrir skjól- stæðinga okkar og þangað geta þeir leitað endurgjaldslaust. Við náðum líka að koma húsnæðinu í stand og svo fengum við tveggja milljóna króna aukaframlag frá Al- þingi eins og við höfðum sett okkur. Reyndar er allt sem við gerðum minn- isstætt fyrir það eitt að þetta er í fyrsta sinn sem það er gert. Starf Regnbogabarna er svo mikið frum- kvöðulsstarf. Það sem kemur mér mest á óvart er í raun hvað við höfum áorkað gríðarlega miklu á stuttum tíma.“ Stefán Karl segir að staða og að- búnaður íslenskra barna í dag sé mjög misjafn. „En hvað Regnbogabörn varðar get ég ekki annað sagt en að stjórnvöld hafi tekið vel við sér á skömmum tíma. Þau mættu gera það á öllum stigum málsins. Í stað þess að skera niður ætti að auka framlög til heilbrigðismála. Annað er hneyksli.“ Það sem skipti Stefán Karl mestu máli persónulega á árinu var að hann stofnaði til fjölskyldu. „Fyrst og fremst stofnaði ég yndislega fjöl- skyldu og allt sem því fylgir og það stendur upp úr á árinu sem er að líða,“ segir hann. Stefán Karl Stefánsson, formaður Regnbogabarna Náðum því sem stefnt var að Morgunblaðið/Jim Smart SVAVA Johansen, athafna-kona og eigandi verslanaNTC, segir margt eftir-minnilegt á árinu sem er að líða. „Mikil uppstokkun hefur verið í viðskiptalífinu og í pólitík. Nú er tími breytinga og verður forvitnilegt að sjá hvernig þróunin verður á næsta ári. Í samfélaginu er ýmis ágreining- ur um hvernig hlutirnir eigi að vera, við stækkum og heimurinn minnkar. Ætli við séum ekki með vaxtarverki? Landsmönnum fjölgar og þjóðfélag- ið er rekið með öðrum hætti nú en áður. Við erum að laga okkur að fyr- irmyndum erlendis og stærri borg- um og breytingar miklar og örar að undanförnu. Vonandi færist sam- félagið til betri vegar um leið og það stækkar. Mikil framþróun hefur einnig orðið í tónlistinni og maður heyrir í ýmsum íslenskum hljóm- sveitum víðs vegar um heiminn, til dæmis Sigur Rós og Gus Gus. Þá kemur þjóðarstoltið upp í manni,“ segir hún. Hvað starfsgrein hennar viðvíkur segir Svava ánægjulegt að finna já- kvætt viðhorf viðskiptavina til versl- unar á Íslandi. „Fólk er ánægðara með verðlagið og vöruúrvalið og verslar nú meira heima en áður. Það má segja að viss verðstöðnun hafi verið á Íslandi síð- astliðin ár á fatnaði og skóm, en hér heima er að finna sama verð og er- lendis í mörgum tilvikum og jafnvel lægra. Fólk hefur áttað sig á því, enda eru Íslendingar verðgætin þjóð. Það er ríkt í okkur að gera verðsamanburð og kannski bara eðlilegt, því hér áður fyrr var mikill verðmunur milli landa okkur í óhag. Það er sem betur fer úr sögunni. Við höfum náð betri samningum erlend- is, sem er að skila árangri. Ferðum til útlanda sem gagngert eru hugs- aðar til þess að versla hefur fækkað og lág flugfargjöld hafa ekki ýtt sölu út úr landinu. Þótt fólk ferðist meira um þessar mundir er í auknum mæli verið að njóta leikhúsa, veitingastaða og þess háttar. Erfiðar versl- unarferðir hafa vikið fyrir þessu, þótt auðvitað slæðist eitthvað með heim,“ segir hún. Svava segir árið sem er að líða hafa verið skemmti- legt fyrir sig persónulega og af mörgu eftirminnilegu að taka. „Ég fór til dæmis í margar stuttar og ánægju- legar borgarferðir með manninum mínum. Einnig fórum við á skemmtilegt Lottó-fótboltamót á Akra- nesi með sjö ára syni okkar. Ég er líka allt í einu komin með sumarbústað, sem ég hef aldrei verið spennt fyrir áður. En ég á eftir að nota hann mjög mikið og njóta kyrrðarinnar og friðarins í sveitinni. Það sem síðan stendur upp úr á árinu er viðurkenning frá Félagi kvenna í atvinnurekstri sem ég fékk í janúar síðastliðnum fyrir mitt starf. Hún veitti mér mikla hvatningu og gleði. Þótt maður telji sig hafa til- finningu fyrir því hvort maður sé að gera góða hluti eða ekki, fær svona staðfesting mann bara til þess að roðna. Svo kemur stoltið eftir á,“ segir Svava Johansen að síðustu. Svava Johansen athafnakona Íslenskir vaxtarverkir og ánægjuleg viðurkenning Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.