Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 18
18 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stórútsala hefst 2. janúar 10-70% afsláttur Yfirhafnir í úrvali, stakir jakkar, peysu, vesti o.fl.Opn um kl. 9 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið lau. og sun. kl. 10-18. Almenn velmegun og mikilauðlegð einkennir Íslandnú um stundir. Við erummeðal tíu tekjuhæstu þjóða heims, þegar litið er til verðmæta- sköpunar á hvern íbúa. Hagvöxtur hefur verið mikill og raunar til muna meiri en hjá flestum öðrum þjóðum. Við getum þó enn sótt fram í efnalegu tilliti ef við höldum vel á okkar málum á næstu árum. Þar verður á hinn bóg- inn ekkert sjálfgefið og úrlausnarefn- in verða efalítið vandasöm. Í þeim efnum mun reyna mjög á hagstjórn- ina og ekki síður á hyggindi og stað- festu samtaka launþega og atvinnu- lífsins,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka at- vinnulífsins, spurður um hvað sé efst í hans huga nú um áramót. „Hagvöxtur hefur farið vaxandi á árinu eftir samdrátt í fyrra, en því miður einkennist hagþróunin af stöðnun eða samdrætti útflutnings- greina og ört vaxandi innflutningi. Útflutningsgreinar hafa bæði þurft að búa við sterkt gengi krónunnar og versnandi viðskiptakjör, sem þýðir með öðrum orðum að kaupmáttur út- flutnings fer minnkandi. Gott at- vinnuástand, aukinn kaupmáttur og væntingar um enn betri tíð hafa aukið á bjartsýni landsmanna og valdið vax- andi skuldsetningu heimilanna. Af- leiðing þess er minni stöðugleiki milli helstu efnahagsþátta og aukin verð- bólga. Meginverkefni næsta árs er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Þar vegur þyngst aðhaldssemi í út- gjöldum ríkis og sveitarfélaga og hóf- samir kjarasamningar, en í þeim efn- um er afar mikilsvert, að kostnaður atvinnulífsins hækki ekki umfram það, sem gerist hjá erlendum keppi- nautum. Hérlendis eru laun sem hlutfall af verðmætasköpun þjóðarinnar í sögu- legu hámarki, og hafa þau raunar verið það undanfarin fjögur ár. Það hlutfall er hér hærra en í nokkru öðru landi, sem við berum okkur saman við, og raunar mun hærra en að jafn- aði í helstu viðskiptalöndum okkar. Þetta háa launahlut- fall felur það í sér, að arð- semi fjármagns og framlegð fyrirtækja er minni en í við- skiptalöndum okkar, en það dregur úr fjárfestingu og hefur áhrif á atvinnustig, þegar til lengri tíma er litið,“ segir Ingimundur. Jákvætt andrúmsloft Þegar hann er beðinn að gerast spámaður fyrir kom- andi kjarasamninga segist hann vilja trúa því að niður- staða muni fást án þess að til átaka komi. Það kæmi á óvart ef menn sæju ástæðu til þess að efna til kjara- deilna nú, þegar höfð væri í huga hin mikla aukning kaupmáttar undanfarin ár. „Mestu skiptir að andrúms- loftið er jákvætt og almenn ánægja ríkir með árangur af yfirstandandi samningum. Þeir hafa skilað launafólki meiri raunhækkun launa en dæmi eru um áður. Það er ekki síst því að þakka, að í síðustu kjarasamningum var áhersla lögð á efnahagslegan stöðug- leika og hóflegar launahækkanir. Fari það saman er líklegast að kjara- samningar valdi lítilli verðbólgu, skili auknum kaupmætti og bæti í raun af- komu launamanna. Flest stærstu fé- lög launafólks á almennum vinnu- markaði hafa nú í kröfugerðum sínum lagt megináherslu á það að við- halda efnahagslegum stöðugleika. Það er afar mikilsvert. Kröfur félag- anna eru þó í heild talsvert hærri en svo, að unnt yrði að halda stöðugleika í verðlagi, ef að þeim yrði gengið, enda yllu þær þá mun meiri kostn- aðarhækkunum hér á landi en at- vinnulífið býr við í nágrannalöndum okkar. Við Íslendingar höfum því miður reynslu af því hvernig miklum launa- hækkunum getur fylgt lítill eða eng- inn kaupmáttarauki. Launahækkan- ir, sem ekki eru í samræmi við launabreytingar í viðskiptalöndum okkar, eru einfaldlega ávísun á geng- islækkun og vaxandi verðbólgu. Þessi reynsla er mönnum eflaust ljós beggja vegna samningaborðsins. Vonandi berum við gæfu til þess að fylgja eftir kjarasamningum, sem taka mið af aukinni verðmætasköpun í íslensku efnahagslífi. Kjarasamn- ingar, sem fela hlutfallslega í sér hækkun launa umfram aukna verð- mætasköpun í efnahagslífinu, munu einfaldlega stuðla að aukinni verð- bólgu og verða flestum til tjóns í efna- legu tilliti. Landssambönd ASÍ hafa kynnt hugmyndir sínar um lengd samnings- tíma. Þær eru ýmist til tveggja eða fjögurra ára, en þó útiloka þeir ekki, sem áherslu leggja á styttri samningstíma, að hann geti orðið lengri. Reynslan af yf- irstandandi og síðasta samn- ingstímabili bendir ótvírætt til þess, að meiri ávinningur sé af lengri samningstíma bæði fyrir launamenn og fyr- irtæki, þannig að vonandi fæst niðurstaða um lengri samningstíma en skemmri. Það fer þó eftir forsendun- um, hvort samningstími verði langur í raun, því ef samningar verða lausir eða uppsegjanlegir af minnsta tilefni, þá er í raun verið að gera samning um að vera stöðugt að endurskoða samninga. Verkalýðshreyfingin hef- ur nú sett fram kröfur um aukin lífeyrisréttindi til jafns við það, sem gerist í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Sú krafa kemur fram í framhaldi af sam- þykkt frumvarps um breyt- ingar á eftirlaunum alþingis- manna og ráðherra. Af þessu tilefni verður ekki hjá því komist að árétta, að svo getur ekki haldið áfram, að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, leiði þróun launa og annarra starfskjara á vinnumarkaði. Kaupmáttur opin- berra starfsmanna hefur nú til margra ára aukist mun hraðar en kaupmáttur launþega á almennum vinnumarkaði og er morgunljóst, að atvinnulífið hefur ekki svigrúm til þess að fylgja þeirri þróun eftir.“ Umbætur í skattamálum Þegar Ingimundur er spurður út í starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja segir hann verulegar umbætur hafa orðið á starfsskilyrðum atvinnulífsins undanfarin ár. „Af mörgu má taka, en ég vil þó sérstaklega nefna umbætur á sviði skattamála, sem hafa fært ís- lenskum fyrirtækjum samkeppnis- hæft skattaumhverfi, þótt rétt sé að leggja áherslu á að margt er þó enn ógert á því sviði, svo sem afnám hins nánast séríslenska eignarskatts og afnám úreltra stimpil- og vörugjalda. Frjálsræði hefur jafnframt aukist til muna á fjármála- og gjaldeyrismark- aði og ríkisvaldið hefur verið að draga sig meira út úr samkeppnisrekstri í atvinnulífinu. Þegar á heildina er litið hefur breytingin á starfsumhverfi ís- lenskra fyrirtækja verið afar jákvæð og er ég sannfærður um, að hún eigi ríkan þátt í hlut atvinnulífsins í af- komubata þjóðarinnar. Þá vil ég enn- fremur nefna, hve mikilvægt það er að hafa endurheimt stöðugleika í verðlagi, en það hefur m.a. náðst með góðu samstarfi aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Á hinn bóginn þurfa íslensk fyrir- tæki á sama tíma að búa við mun hærri vaxtakostnað en erlendir keppinautar auk þess sem gengis- sveiflur hafa valdið óstöðugleika í rekstri. Jafnframt er launastigið sem fyrr segir með allra hæsta móti hér á landi, bæði í sögulegu samhengi og í samanburði við viðskiptalöndin. Brýnustu verkefni stjórnvalda hvað starfsumhverfið varðar snúa öðru fremur að efnahagsstjórninni: að sýna aðhald í opinberum útgjöldum á þeim miklu framkvæmdatímum, sem framundan eru hér á landi, og sporna þannig gegn þenslu, enn hærra vaxtastigi og of háu gengi krónunn- ar,“ segir Ingimundur. Hvað einkalíf- inu viðkemur segir hann að tvennt hafi borið hæst. Annars vegar breyt- ing á eigin starfsvettvangi þar sem hann lét af forstjórastarfi Eimskipa- félags Íslands og hins vegar langþráð og ánægjulegt sumarleyfi á Ítalíu í sumar, en það hafi verið í fyrsta sinn sem tækifæri gafst til þess að eyða tíu samfelldum dögum með fyrsta og eina barnabarninu enn sem komið er. Hið seinna hafi verið ómetanleg og ánægjuleg upplifun. Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Kjarasamningar ættu að nást án átaka Morgunblaðið/Jim Smart Það sem mér er minnisstæðastá innlendum vettvangi áárinu sem er að líða er fyrstog fremst alþingiskosning- ar, ríkisstjórnarmyndun og í fram- haldi af því stjórnarsáttmáli sem gef- ur fyrirtækjum von um betra starfsumhverfi, segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það sem að öðru leyti hefur hæst borið í þjóðfélagsumræðunni er hátt gengi íslensku krónunnar sem hefur gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir, gengissveiflur og miklar um- ræður innan atvinnulífsins um háa vexti og dýrt bankakerfi. Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir um- ræðu um þessi mál í tengslum við að- alfund sinn í mars sl. Samkeppnis- mál voru ofarlega á baugi í þjóðfélaginu og er skemmst að minn- ast málefna olíufélaganna, sam- þjöppun valds í viðskiptalífinu að við- bættum meintum umfangsmiklum skattsvikamálum. Skyndiákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja hval- veiðar sætti furðu og gagnrýni víða enda allir markaðir fyrir hvalkjöt lokaðir auk þess sem ímynd landsins bíður hnekki.“ Erna segir fátt fréttnæmt hafa gerst í einkalífinu. „Árið var að flestu leyti mjög ánægjulegt. Í minni fjölskyldu, eins og mörgum öðrum, var kvatt og heilsað, gleði og sorg í bland eins og gengur í lífinu. Frítími minn fór að mestu í ferðalög, innanlands sem ut- an. Ég fór talsvert milli landa vegna þess að ég á bæði börn og barnabarn erlendis, í Árósum í Danmörku og í London, og get ekki verið lengi án þeirra. Innanlands minnist ég fyrst og fremst ferðar sem við hjónin og faðir minn fórum um Vestfjarða- kjálkann í blíðskaparveðri í sumar og var m.a. dvalist á Ísafirði þaðan sem ég er ættuð. Það var ógleym- anleg ferð um stórbrotið landslag. Mér er ennfremur minnisstæð ferð sem ég fór um Kárahnjúkasvæðið til þess að sjá þær gríðarlegu fram- kvæmdir sem þar eiga sér stað.“ Í ferðaþjónustunni segir Erna mikinnárangur hafa náðst á árinu, „eftir að hver plágan á fætur annarri hafði farið yfir heimsbyggðina allt frá hryðjuverkunum 11. september 2001, s.s. stríðið í Írak í vor og lungnabólgufaraldurinn. Ríkis- stjórnin veitti aukið fé til markaðs- mála í samvinnu við fyrirtækin í greininni og reyndist það góð fjár- festing því mikil fjölgun varð á er- lendum ferðamönnum hingað til lands á árinu og hafa þeir aldrei ver- ið fleiri eða u.þ.b. 320 þúsund, gisti- nóttum á hótelum fjölgaði um 8,6% fyrstu tíu mánuði ársins og eyðsla ferðamanna hér á landi jókst um 8,2% fyrstu níu mánuðina. Talsverð aukning varð á framboði þjónustu, s.s. hótelherbergja og flugsæta til landsins, auk þess sem ný og stærri ferja var tekin í notkun til Seyðis- fjarðar. Alls flugu sjö flugfélög til Ís- lands á síðasta sumri. Allt þetta ber vott um mikla grósku en að mati Samtaka ferðaþjónustunnar eru meginverkefnin framundan að fjölga afþreyingarkostum og bæta afkomu fyrirtækjanna svo þau verði ákjósan- legur fjárfestingarkostur. Á árinu hefur orðið talsverð breyting á hegð- un ferðamanna, þeir bóka þjónustu með mun styttri fyrirvara og nota Netið í síauknum mæli, sem er kost- ur fyrir fámenna þjóð með takmark- að markaðsfé. Mikil umræða hefur verið á árinu um umfang greinarinn- ar sem er mun meira en hin opinbera skilgreining segir til um. Á meðan gjaldeyristekjur þjóðarinnar eru taldar 37 milljónir er velta fyrirtækj- anna innan SAF um 100 milljarðar.“ Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Von um betra starfsumhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.