Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 B 19 Af erlendum vett-vangi er eftir-minnilegust árás-in á Írak og allar flækjurnar í kringum her- nám landsins,“ segir Ög- mundur Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og formaður þingflokks Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. „Þær flækjur náðu hingað til lands því við gerðumst ein af hinum „staðföstu“ stuðningsþjóðum árásar- innar, dapurlegt hlutskipti fyrir íslenska þjóð. Engin gereyðingarvopn hafa fund- ist og nú hefur þrjóturinn Saddam verið handsamað- ur. Okkur var sagt að þetta væru ástæðurnar fyrir inn- rásinni, gereyðingarvopnin og einræðisherrann. Hvor- ugt er nú til staðar. Ekki er þó séð fyrir endann á her- náminu enda olían enn í ír- askri jörðu. Nú þegar á að fara að rétta yfir Saddam mætti spyrja hvort alþjóð- legir dómstólar réttvísinnar eigi að einskorða sig við glæpi Sadd- ams Husseins. Væri ekki rétt að beina einnig sjónum að þeim sem báru ábyrgð á viðskiptabanninu sem leiddi um eina milljón manna, aðallega börn, til dauða. Eftir á að koma í ljós að hvaða leyti þessir atburðir eiga eftir að setja mark sitt á heimspólitíkina. Mér þykir ógnvænleg sú pólarisering sem er að verða á milli heimshluta á grundvelli trúarbragða og eru öfg- arnar þar annars vegar íslamskir fas- istar og hins vegar kristnir fúnda- mentalistar eins og þeir Blair, Bush og félagar. Af heimsvettvangi stað- næmist maður náttúrlega einnig við ofbeldið sem Palestínumenn eru beittir og finnst mér óskiljanlegt með öllu að Íslendingar skyldu sitja hjá við atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóð- unum um að skjóta smíði hins ill- ræmda kynþáttamúrs til úrskurðar hjá alþjóðlegum dómstól.“ VG fór ekki vel út úr kosningunum „Af innlendum vettvangi er af nógu að taka; hatrömm átök um Kára- hnjúkavirkjun, málefni öryrkja og einkavæðing sem hefur snúið öllu efnahags- og fjármálakerfi þjóðarinn- ar á hvolf. Einstaklingum og hópum eru fengnar í hendur þjóðareignir, nú síðast ríkisbankarnir, á verðlagi sem samkvæmt arðinum sem þeir hafa gefið af sér á þessu ári mun skila þeim eigninni í hendur útgjaldalaust á inn- an við þremur árum! Gert er ráð fyrir að það taki fjölskyldu um fjörutíu ár að eignast íbúð en banka færð þú á þremur árum – ókeypis! Það er að segja ef þú makkar rétt. Ef þetta er ekki einkavinavæðing og pólitísk spilling þá veit ég ekki hvað hún er. Þessu hefur fylgt braskvæðing sem hefur gegnsýrt þjóðfélagið. Hið und- arlega er að geðshræringarnar í þjóð- félaginu út af náttúruspjalla- stefnu stjórnvalda og hneykslismálum sem tengd- ust einkavæðingunni virtust ótrúlega lítil áhrif hafa á úr- slit kosninganna í maí. Þann- ig fór VG ekki vel út úr kosn- ingunum og í engu samræmi við skoðanakannanir nær allt kjörtímabilið. Framsóknar- flokkurinn fékk hins vegar góða kosningu og í kjölfarið sérstök verðlaun auglýsenda fyrir að hafa skapað ímynd sem virkaði á kjósendur. Þetta kostaði flokkinn óheyri- legt fé. Tengslin á milli einka- væðingarinnar og auglýs- ingaútgjalda þarf augljóslega að taka til skoðunar og opna upp á gátt bókhald flokkanna. Undir árslok kom svo lífeyr- isfrumvarp ríkisstjórnar- flokkanna og gerði mönnum heitt í hamsi. Sem betur fer, enda rík ástæða til að reiðast. Af vettvangi BSRB er mér eftirminnilegt þing samtak- anna í október. Hjá bandalag- inu hefur verið unnið mikið innra starf, við höfum unnið að margvíslegum réttindamálum og gert stórátak í starfsmenntun og sí- menntun. Skattatillögur BSRB sem við hófum að kynna á árinu vöktu mikla athygli fyrir þær sakir að með þeim er fitjað upp á nýbreytni og ný- hugsun. Tilraun er gerð til að komast út úr öngstræti staðnaðrar umræðu. Á vettvangi BSRB verður unnið áfram að útfærslu þessara hugmynda og teflt fram valkosti í skattamálum. Hvað er merkilegast úr persónu- legu lífi? Eftirminnilegastur er reið- túr sem ég fór í með nokkrum vinum mínum. Riðið var úr Skagafirði og á Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði. Mikil ævintýr dreif á dagana. Við fengum meðal annars að kynnast hún- vetnskri rigningu en einnig blíðskap- arveðri í íslenskri náttúru. Ferðin tók aðeins fáeina daga en mér fannst ég hafa verið þrjá mánuði í fríi – að minnsta kosti.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri grænna Morgunblaðið/Árni Sæberg Braskvæðing hefur gegnsýrt þjóðfélagið Mér finnstþetta hafaverið afskap-lega við- burðaríkt ár,“ sagði Guð- rún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stál- skipa. „Erlendis hafa hrikaleg hryðjuverk varp- að skuggum, hvar sem þau hafa verið framin. Svo vona ég að stríðinu í Írak sé lokið með hand- töku Saddams Husseins. Hér heima hefur komið mér mest á óvart hvað ís- lenska krónan hefur hald- ist feikilega sterk á árinu, með slæmum afleiðingum fyrir útflutning sjávaraf- urða. Hátt gengi ásamt lækkandi afurðaverði er- lendis, í og með vegna aukinnar samkeppni við lönd með ódýrt vinnuafl, hefur valdið erfiðleikum. Þetta sýnir vel hve fall- valt góðærið svonefnda getur orðið. Annað minnisstætt er nýleg ákvörðun alþingis- manna í öllum flokkum um að hækka lífeyrisgreiðslur sínar, sem er ekkert annað en launahækkun til þeirra sjálfra. Og að gera þetta um áramót þegar framundan eru kjara- samningar, vitandi vits að atvinnu- lífið er ófært að taka á sig launa- hækkanir, finnst mér lýsa því betur en nokkuð annað hvað þetta fólk, sem þjóðin kýs til starfa á Alþingi, er veruleikafirrt.“ Guðrún sagðist hafa áhyggjur af miklum viðskiptahalla sem virðist stafa að mestu af samdrætti í sjáv- arútvegi. „Hagvöxtur er sagður mikill, en ég hefði fremur kosið að sjá hann myndast af aukinni fram- legð frekar en af neyslu eins og nú er.“ Guðrún sagði að á árinu hafi sú þróun haldið áfram í íslenskum sjávarútvegi að smærri aðilar sam- einuðust stórum. Það kunni að vera æskilegt vegna samkeppni við er- lenda aðila á mörkuðum, en Guðrún sagðist þó heldur vilja sjá fleiri smærri rekstrareiningar í sjávarút- vegi halda velli. „Ein af ástæðunum fyrir því að þetta gerist er hvað það ríkir alltaf mikil óvissa varðandi veiðiheimildirnar. Stjórnvöld virðast geta tekið veiðiheimildir frá einum útgerðarflokki og fært til annars. Það bætist ekkert við kökuna. Það sem einum er fært er tekið af öðr- um. Þessi óvissa er óþolandi fyrir útgerðarfyrirtækin sem verða að geta treyst á stöðugleika til að skipuleggja sinn rekstur. Smærri aðilar hreinlega gefast upp við svo ótryggar aðstæður og það er slæmt.“ Guðrún sagðist binda vonir við að Kárahnjúkavirkjun muni einhvern tíma borga sig, en sjávarútvegurinn blæði fyrir framkvæmdina núna. „Innstreymið af gjaldeyri er svo mikið að það hlýtur að hrikta í ein- hverju. Þetta kemur aðallega niður á sjávarútveginum. Maður bara vonar að það verði umskipti á næsta ári. Krónan verði meira í takt við það sem hún þarf að vera til að við getum selt okkar afurðir erlendis.“ Guðrún sagði margt ánægjulegt hafa gerst í einkalífi sínu á árinu. „Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa ekki misst neinn í hafið. Það hafa orðið slys, eins og alltaf gerist, en þau hafa sem betur fer verið minniháttar. Eins er ég þakklát fyr- ir að okkur hjónunum hefur gefist heilsa til að reka fyrirtæki okkar á sama hátt og áður og að hafa getað veitt mönnum atvinnu. Það gladdi mig mjög hve vel tókst til hjá þeim sem minntust ald- arafmælis föður míns, Lárusar Sig- urbjörnssonar, í vor. Hans var minnst með mjög smekklegum hætti og frumkvöðlastarfs hans, bæði í menningarlegu tilliti og við varðveislu gamalla heimilda. Ekki síst vinnu hans við að koma Árbæj- arsafni á fót á sínum tíma. Mér þótti þetta mjög smekklegt og vel viðeigandi. Árbæjarsafn, Borgar- skjalasafn, Þjóðskjalasafnið og ekki síst Leikminjasafn Íslands sem vann mikið starf við þetta. Faðir minn var mikill leiklistarunnandi og átti mikið safn heimilda um leiklist, sem var ánafnað Þjóðskjalasafni eftir hans dag.“ Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa Morgunblaðið/Ásdís Vonast eftir um- skiptum á næsta ári Því miður er stríðs-ástandið í heiminummér minnisstæðast,Íraksstríðið og svo sag- an endalausa, þ.e. ófriður Ísr- aelsmanna og Palestínumanna, stríðið sem alltaf minnir mig á frásögnina í Njálu um sam- skipti þeirra Hallgerðar og Bergþóru,“ segir Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, um hvað henni sé minnisstæðast á árinu. „Þegar ég rifja upp gleðileg tíðindi á þessu ári kemur í hug- ann að friðarverðlaunahafi Nóbels var að þessu sinni Shir- in Ebadi, írönsk kona sem bar- ist hefur fyrir lýðræði og aukn- um réttindum kvenna og barna. Þetta hefur verið viðburða- ríkt ár innanlands og því af mörgu að taka. Íslenskir há- skólar eru almennt að eflast og það veit á gott fyrir framtíðina. Ég trúi því að besta leiðin til að tryggja áframhaldandi velsæld á Íslandi sé að byggja enn frekar upp öflugt menntakerfi.“ Guðfinna segist binda miklar vonir við þær breytingar sem hið opinbera hefur nýverið gert til að styðja betur við vísinda- og rannsóknastarf í land- inu. Breytingarnar fela m.a. í sér auknar fjárveitingar til rannsókna og þá einkum til samkeppnissjóða. „Þegar ég lít mér nær þá hefur átt sér stað viðamikil uppbygging rann- sóknastarfs við Háskólann í Reykja- vík (HR), m.a. eru fimm rannsókna- stofnanir starfræktar við skólann,“ segir hún. „Ég vænti þess að breyt- ingar hins opinbera muni hafa já- kvæð áhrif á rannsóknarstarf- semina í HR. Við skólann eru nú starfandi 1.400 stúdentar og yfir 100 starfsmenn, auk þess er HR í samstarfi við marga erlenda háskóla og fræðimenn. Ég er þakklát fyrir að fá að starfa með þessu hæfileikaríka fólki.“ Guðfinna flutti inn í borgina á árinu. „Ég flutti heim til Ís- lands árið 1998 eftir margra ára útlegð. Þráði þá sjóinn, ilm- inn af hafinu og víðsýnið. Fór sem sagt frá erlendri stórborg og út á Álftanes,“ segir hún og að það hafi verið gott búa á Álftanesi. „En í ár ákváðum við hjónin að flytjast í höfuðborg- ina. Við vörðum sumrinu í að búa til hlýlegt heimili í íbúð sem er skammt frá HR. Mér líður vel hér í miðri borginni og nýt þess sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.“ Úr fjölskyldulífinu eru henni einnig ofarlega í huga þær stundir sem hún átti á árinu með dóttur sinni sem búsett er á Spáni. „Með aldrinum skil ég æ betur að dýpsta lífsgleðin er fólgin í samveru- stundum með þeim sem maður elsk- ar og að dýrmætasta reynsla míns lífs er að fá að þroskast með dóttur minni,“ segir Guðfinna. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart Friðarverðlaun Shirin Ebadi voru gleðileg tíðindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.