Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 B 21 Af öllum atburðumársins 2003 mun égáreiðanlega ávalltmuna best eftir stofnun grunnskólans míns. Þar rættist loks níu ára gam- all draumur og nú höfum við tekið fyrstu skrefin. Barna- skóli Hjallastefnunnar er rökrétt framhald af leikskól- unum. Minnisstæðast frá þessu ári er því tvímælalaust skólinn minn, skólinn minn og aftur skólinn minn,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari og höfundur Hjallastefnunnar. Margrét Pála rekur fyrir- tækið Hjallastefnuna ehf. og tvo leikskóla, Hjalla í Hafn- arfirði og Ása í Garðabæ. Nú hefur Barnaskóli Hjalla- stefnunnar við Vífilsstaðaveg bæst við. Fyrsta skólaárið stunda rúmlega fimmtíu fimm og sex ára börn nám við skólann. Margrét Pála segir að fjöldi fólks hafi trúað á hugmynd hennar um grunnskólann og lagt hönd á plóg við stofnun hans, börn, foreldrar, iðnaðarmenn, embættis- fólk og svo mætti lengi telja. „Og þetta gengur glimrandi. Vissulega var þetta erfitt og mér leið oft eins og ég væri í flúðasiglingu. Eftir að báturinn fór af stað varð ekki aftur snúið. Í haust fórum við niður flúðir og fossa, en núna erum við á straum- lygnu. Það er frábært.“ Margrét Pála segist ekki eiga auð- velt með að skipta eftirminnilegustu atburðum ársins niður á alþjóðamál, fagleg mál og einkalíf. „Starfið er líf- ið mitt, áhugamálið og líka mín leið til að vinna að alheimsbreytingu, sem er aukið jafnrétti og breytt sam- skipti fólks. Ég set mér aldrei smá- vægileg markmið!“ Hún segir þó að eitt málefni hafi sótt töluvert á sig, öðrum fremur. „Ég finn til sorgar í hjartanu fyrir hönd þjóðar, sem var í fyrsta skipti bendluð við styrjaldarrekstur og ófrið á árinu sem er að líða.“ Tvennt er minnisstæðast í einka- lífinu. „Dótturdóttir mín og elsta barn einkadóttur minnar, nafna mín Móey Pála, byrjaði í Barnaskóla Hjallastefnunnar í haust og það var með stærri stundum fjölskyldunnar. Erfið veikindi konu minnar í haust minntu mig líka á hvað lífið snýst um. Það er langt síðan hnippt hefur verið jafn óþyrmilega í mig og ég minnt á hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Ég er, líkt og svo marg- ir, allt of gjörn að setja vinnuna í fyrstu sætin og gleyma því að einföld atriði eins og rósamt og gott heim- ilislíf veitir fólki hvað mesta ham- ingju þegar upp er staðið.“ Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari Níu ára gamall draumur rættist Morgunblaðið/Ásdís Vegvísir til friðar í Miðaust-urlöndum er það sem ermér efst í huga. Ég er Pal-estínumaður upprunalega og kem frá Jerúsalem og þess vegna er þetta mér ofarlega í huga. Ég gerði mér vonir um að með vegvísinum mætti búast við friði en þetta virðist ætla að renna út í sandinn, eins og all- ar ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Hörmungin eykst stöðugt í landinu. Ég hef séð múrinn sem Ísraelsmenn eru að reisa. Hann slítur borgir og bæi í sundur og enginn kemst yfir múrinn nema í gegnum lítið gat sem herinn lokar og opnar þegar honum sýnist. Heimurinn allur er sammála markmiðunum með vegvísinum en það er eins og þetta sé að renna út í sandinn. Nú eru menn farnir að setja alls konar skilyrði og mér líst alls ekki á framhaldið. Það gera margir Ísr- aelsmenn ekki heldur. Ég las það ný- lega að þrettán ísraelskir sérsveitar- menn neita að þjóna á Vesturbakkanum vegna þess að þeir telja að kúgunin þar sé ómanneskju- leg. Ég held að það verði ekki friður í Miðausturlöndum á meðan Sharon og hans félagar halda um stjórn- artaumana. Sharon hefur stuðning Bandaríkjamanna og þeir eru svo sterkir. Honum stendur alveg á sama þótt Ís- land eða Evrópa mótmæli. Meðan Bandaríkjamenn dæla peningum og vopnum til Ísr- aelsmanna er honum alveg sama um álit annarra. Það er ólík afstaða til þróunarinnar fyrir botni Miðjarðarhafsins í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir Salmann. Ríkidómur að eiga fallegt land og frið „Mér gekk allt í haginn á árinu sem er að líða. Ég fór austur í Kárahnjúkavirkjun síðastliðið sumar til að sjá landið sem fer undir vatn. Ég vil hafa náttúru Íslands ósnortna og ekki hreyfa of mikið við henni. Ég held að við séum alveg nógu ríkir. Ég er alveg til í að tekjur mínar dragist saman um 10–20.000 kr. á ári ef það mætti verða til þess að hætt yrði við að virkja meira. Ég lifi þetta alveg af þótt það sé ekki virkjað. Við Íslendingar erum farnir að verða of gráðugir. Við höfum það alveg nógu gott. Við erum sjötta ríkasta þjóð í heimi en það er allt í lagi þótt við séum í tíunda sæti. Það er ríkidómur að eiga fallegt land og frið.“ Salmann hefur verið búsettur á Ís- landi síðan 1971 og er tölvunarfræð- ingur hjá Landspítalanum. „Ég er Ís- lendingur og búinn að leggja mitt af mörkum. Ég elska þetta land eins og það er. Ég er hlynntur framþróun og framförum en, eins og ég segi, þá skiptir ekki máli hvort við erum 6. eða 10. ríkasta þjóð heims. Þegar ég kom til Íslands var ekki hægt að aka til Mosfellsbæjar á bundnu slitlagi. Núna ek ég hringinn í kringum landið á malbiki og meira að segja austur í Kárahnjúka. Mér finnst líka merki- legt hvað við gefum lítið til þróunar- starfa í heiminum miðað við hvað við höfum það gott og aðrar þjóðir láta mun meira af hendi rakna. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að fara að hugsa um náungann, sérstak- lega núna í kringum jólin. Við megum ekki blindast af auðæfum. Það er hlutverk kirkjunnar og trúfélaga að upplýsa sitt fólk um þessi mál,“ segir Salmann. Salmann Tamimi tölvunarfræðingur Megum ekki blindast af auðæfum Morgunblaðið/Árni Sæberg Söfnunarsíminn er 907 2020 Rauði kross Íslands til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í íran ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Húsgögn Ljós Gjafavara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.