Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 26
Reuters SJÓLIÐAR úr rússneska Svartahafs- flotanum koma úr kjörklefum í úkra- ínsku hafnarborginni Sevastopol eftir að hafa greitt atkvæði í rússnesku þingkosningunum 7. desember. Úrslit kosninganna voru mikill sigur fyrir Vladímír Pútín, forseta Rúss- lands, og Sameinað Rússland, stærsta flokk stuðningsmanna hans. Tveir flokkar þjóðernissinna fengu einnig mikið fylgi en kommúnistar guldu af- hroð og tveir frjálslyndir flokkar fengu ekki tilskilið fylgi, eða a.m.k. 5% at- kvæðanna, til að þeim yrði úthlutað þingsætum í dúmunni, neðri deild þingsins. Menn Pútíns með pálmann í höndunum 26 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fréttamyndir af erlendum vettvangi SÆRÐUR Tyrki færður í sjúkrabíl eftir sprengjuárás á bresku ræðismannsskrifstofuna í Istanbúl 20. nóvember. 27 manns biðu þá bana þegar pallbílar, hlaðnir sprengi- efni, voru sprengdir við ræðismannsskrifstofuna og breskan banka í borginni. Breski ræðismaðurinn var á meðal hinna látnu. Talið var að tilræðismennirnir tengd- ust alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum á borð við al- Qaeda. Reuters Mannskæð sprengjutilræði í Istanbúl MICHAEL Jackson, einn vinsælasti popptónlistarmaður sögunnar, var ákærður í Kaliforníu 18. desember fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni. Jackson var látinn laus gegn tryggingu að andvirði þriggja milljóna dollara, 220 milljóna króna, eftir að hann gaf sig fram við lögreglu í nóvember. Þá hafði verið lýst eftir honum. Myndin til hægri var tekin af Jackson á lögreglustöð í Santa Barbara og til vinstri eru ýmsar upplýsingar lögreglunnar um fangann. Michael Jackson ákærður Reuters MÓTMÆLANDI í La Paz í Bólivíu stekkur yfir vegartálma þegar efnt var til fjölmennra mótmæla gegn forseta lands- ins, Gonzalo Sanchez de Lozada. Að minnsta kosti 65 manns biðu bana í nokkurra vikna götuóeirðum sem urðu að lokum til þess að Sanchez de Lozada sagði af sér í októ- ber. Eftirmaður hans í forsetaembættinu, Carlos Mesa, hét því að vinna bug á gífurlegri fátækt í Bólivíu og ójöfnuði í samfélaginu. Mesa var áður blaðamaður og stutt er síðan hann hóf af- skipti af stjórnmálum. Reuters Forseti Bólivíu knúinn til afsagnar KVIKMYNDALEIKARINN Arnold Schwarzenegger fagnar sigri í rík- isstjórakosningunum í Kaliforníu sem fram fóru 7. október. Kjósendur viku þá demókratanum Gray Davis úr emb- ætti ríkisstjóra og í atkvæðagreiðsl- unni um hver ætti að taka við af hon- um fékk Schwarzenegger mest fylgi, rúm 48% atkvæða. Hann fékk því það hlutverk að stjórna fjölmennasta og auðugasta ríki Bandaríkjanna næstu þrjú árin, eða út kjörtímabil Davis. Reuters Schwarzenegger kjörinn ríkisstjóri „MIG langaði í heitan mat og takk fyrir að bjóða mér hingað inn,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti við bandaríska hermenn í Bagdad í óvæntri ferð sinni til írösku höfuðborg- arinnar 27. nóvember. Forsetinn var klæddur æfingajakka margra liðs- manna hersins á staðnum og snæddi kalkún með hermönnunum í tilefni af þakkargjörðardeginum. Bush dvaldi í rúmar tvær klukku- stundir í Bagdad. Bandarískir fjöl- miðlar lýstu ferðinni sem lið í barátt- unni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum næsta haust. AP Bush heimsækir hernámsliðið í Bagdad FÉLAGAR í hreyfingu indverskra sósíalista kveikja í Bush-brúðu í Kal- kútta um miðjan febrúar þegar millj- ónir manna í um 60 löndum mót- mæltu áformum bandarískra og breskra stjórnvalda um að hefja inn- rás í Írak. Talið var að aldrei hefði jafnmargt fólk tekið þátt í mótmæl- um samtímis. Víða var gerð hörð hríð að George W. Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Bush var sagður „hættulegur kúreki“ og Blair „kjölturakki“ hans. Reuters Íraksstríði mótmælt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.