Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 28
28 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Mér fannst kosninga-baráttan skemmti-leg og eft-irminnileg, ég komá nýjan vettvang í þessari kosningabaráttu þar sem ég bauð mig fram í Reykjavík. Mér fannst mjög skemmtilegt að starfa þar, þótt ég hafi vissulega verið viðloðandi Reykjavík meira og minna á mínum pólitíska ferli, og komst að raun um að ég hafði tekið rétta ákvörðun,“ segir Halldór Ás- grímsson, formaður Framsókn- arflokksins og utanríkisráðherra. „Úrslit kosninganna voru að mínu mati góð miðað við allar aðstæður. Okkur hafði verið spáð heldur illa og það var yndisleg stund á sunnu- dagsmorgninum þegar tólfti maður Framsóknarflokksins komst inn. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að ná samstarfsmanni í mínu kjör- dæmi inn á Alþingi. Að loknum kosningum ákváðum við að halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn og ég tel að reynsl- an hafi leitt í ljós að það var rétt og nauðsynleg ákvörðun. Stjórnarand- staðan hefur sýnt að hún er ósam- stæð og ég tel til dæmis mjög und- arlegt þegar stjórnarandstaða getur ekki greitt atkvæði með mik- ilvægum réttindamálum öryrkja. Við settum það mál í forgang í kosningabaráttunni og í fjár- lagagerðinni og það var ýmsum öðrum málum rutt út til að koma að þessu mikilvæga máli. Það er af- skaplega sorglegt þegar gott mál snýst upp í andhverfu sína og mikl- ar umbætur á kjörum þessa fólks verða andsnúnar þeim sem að því hafa unnið hörðum höndum. Mér finnst þetta gott dæmi um óstöð- ugleika stjórnarandstöðunnar.“ Halldór segir að það hafi sömu- leiðis verið mikil reynsla fyrir stjórnarliðið rétt fyrir jólin þegar mál sem varðar kjör alþingismanna varð mikið upphlaupsmál. „Þetta er mál sem hefur verið rætt um síðan 1996, þegar breytingar voru gerðar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna, þótt vissulega megi deila um hvernig þetta skuli gert. Það er hins vegar mjög sér- kennilegt að þegar náðst hafði sam- komulag um málið þá skyldu menn snúa frá því við fyrstu hentugleika og gagnrýni sem var ekki nema að litlu leyti á rökum reist.“ Halldór segir að í starfi sínu sem utanríkisráðherra hafi hann tekið þátt í mörgum málum á árinu. „Þar ber hæst glímuna um að stækka Evrópska efnahagssvæðið og ná viðunandi samningum fyrir Ísland. Það hefur reynt mjög á utanrík- isþjónustuna í því sambandi. Þá eru mjög eftirminnileg samskiptin við Bandaríkin og samtöl mín við Colin Powell utanríkisráðherra og George Robertsson, fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, nokkrum dögum fyrir kosningar. Ég minnist líka mjög ánægjulegra ferða á árinu, sér- staklega til nokkurra Afríkuríkja og þá sérstaklega Úganda og Mó- sambík sem og núna síðast ferða- lags til Írans sem víkkaði sjóndeild- arhring minn og kom að mörgu leyti á óvart.“ Hvað stöðuna í viðræðum Íslend- inga og Bandaríkjanna um framtíð Keflavíkurstöðvarinnar varðar seg- ir Halldór ljóst að mat Bandaríkja- manna og Íslendinga á þeim varn- arviðbúnaði sem þurfi að vera hér á landi sé ekki hið sama. „Það er að okkar mati ákveðinn lágmarks- viðbúnaður sem er hverju ríki nauðsynlegur óháð tímabundnum aðstæðum og við teljum að það séu nauðsynlegar hér loftvarnir. Það mat okkar hefur verið staðfest af yfirmönnum hjá Atlantshafs- bandalaginu. Þessu máli er ekki lokið og það eiga eftir að eiga sér stað viðræður milli þjóðanna á næsta ári. Ég get ekki fullyrt um það hvernig þeim lyktar. Hér verð- ur að eiga sér stað varnarsamstarf sem er báðum aðilum hagstætt og það getur aldrei orðið okkur hag- stætt nema það sé tekið tillit til varnar- og öryggishagsmuna Ís- lands og þess stóra svæðis sem er hér í Norðurhöfum. Það hafa átt sér stað miklar breytingar á öryg- isumhverfinu og við höfum tekið þátt í miklum breytingum og sam- drætti hér á landi en það verður að virða skuldbindingar varnarsamn- ingsins og við væntum þess að Bandaríkjamenn muni gera það. En það mat sem við höfum á þess- um aðstæðum þarf að samræma betur og ég vænti að viðræðurnar geti leitt til þess.“ Aðspurður hvort hin miklu um- brot í viðskiptalífi landsins á árinu séu honum áhyggjuefni segir hann það vera bæði og. „Það er ljóst að þegar sú ákvörðun var tekin að einkavæða bankana og losa ríkið út úr samkeppnisatvinnurekstri og þá ekki síst fjármálaþjónustu, og því til viðbótar að opna íslenskt efna- hagslíf fyrir erlendu fjármagni og straumum erlendis frá, þá yrði það til að koma hér á miklu umróti. Það hefur vissulega verið meira en mað- ur gerði ráð fyrir. Sá mikli hagn- aður sem hefur myndast í nokkrum íslenskum fyrirtækjum eins og til dæmis Kaupþingi-Búnaðarbanka, aðilunum sem keyptu Landsbank- ann og hjá fyrirtækjum eins og Baugi og Bakkavör og fleirum er að mestu leyti hagnaður sem orðið hefur til á erlendum vettvangi og í alþjóðlegum viðskiptum. Það er að mínu mati mjög ánægjulegt að ís- lenskum fyrirtækjum skuli ganga þetta vel og takast að nýta sér tækifæri alþjóðavæðingarinnar. Það er líka ánægjulegt að það skuli vera áhugi fyrir því að nýta þennan hagnað hér heima fyrir og þessi hagnaður hefur orðið meðal annars til að mörg fyrirtæki hér hafa skipt um eigendur. Ég tel að þegar upp er staðið sýni þetta þrótt íslensks atvinnulífs. Hins vegar verður að gæta þess að þetta leiði ekki til allt of mikillar samþjöppunar og þar þurfa eftirlitsstofnanir að vera á varðbergi. Það er full ástæða til að styrkja þær, hvort sem við erum að tala um á sviði skattamála, fjár- málaeftirlits eða samkeppnismála. Við þessar aðstæður verður þýðing þessara eftirlitsaðila meiri en nokkru sinni fyrr.“ Hvað næsta ár varðar segir Hall- dór langmikilvægast að varðveita stöðugleikann. „Við höfum afgreitt fjárlög með bærilegum afgangi. Við vitum um fjárþörf víða, til dæmis í menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Þar er ekki önnur leið fær en að sýna fullt aðhald í þessum mála- flokkum þótt það kunni að kosta einhverja erfiðleika. Við verðum að viðhalda stöðugleikanum og þar koma kjarasamningar til með að skipta sköpum. Ég vona að það tak- ist að ná þar niðurstöðu sem er hagstæð launþegum og ríkisvaldið mun koma að þeim málum með breytingum í skattamálum sem ættu að geta tryggt verulega kaup- máttaraukningu. Að mínu mati á kaupmáttaraukningin ekki síst að koma í gegnum skattabreytingar. Við verðum að viðhalda samkeppn- ishæfni okkar á alþjóðlegum vett- vangi þannig að sú útrás og sú þátttaka í alþjóðlegu atvinnulífi sem hafin er geti haldið áfram og fyrirtæki haldið áfram að fjár- festa.“ Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Styrkja verður eftirlitsstofnanir Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrímsson: „Það er að mínu mati mjög ánægjulegt að íslenskum fyrirtækjum skuli ganga þetta vel og takast að nýta sér tækifæri alþjóðavæðingarinnar. Það er líka ánægjulegt að það skuli vera áhugi fyrir því að nýta þennan hagnað hér heima fyrir og þessi hagnaður hefur orðið meðal annars til að mörg fyrirtæki hér hafa skipt um eigendur.“ Forystumenn stjórmálaflokka við áramót Morgunblaðið innti forystumenn fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi eftirþví hvað þeim þætti bera hæst á árinu og hvers þeir væntu á nýju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.