Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 34
34 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LILJA AÐ EILÍFU/ Lilja 4-ever Lukas Moodysson, Svíþjóð Þessi áleitna saga um fórnarlamb mansals er tví- mælalaust með merkari kvikmyndum síðustu ára. Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson tekur á umfjöll- unarefninu á vægðarlausan hátt og í meðförum hans verður kvikmyndin að beittu vopni sem notað er til að ýta við áhorfendum, gefa þeim innsýn í martraðarkennda tilveru, þannig að lokaspurn- ingin verður einfaldlega, ætlar þú að láta þetta við- gangast? BANA BILLA: 1. HLUTI/ Kill Bill: Volume 1 Quentin Tarantino, Bandaríkin Það er bara einn Quentin Tarantino, enda fer hann langt framúr öllum eft- irhermum sínum í þessari kraftmiklu hefndarsögu sem sækir næringu, stílbrigði og ímyndir í frá- sagnir afþrey- ingarmenning- arinnar. Efniviðurinn leikur í höndum leikstjórans sem skapar úr hon- um nýja heild, sem höfðar til allra skilning- arvitanna og er listræn, ljóðræn og lágkúruleg í senn. Ögrun sem gengur fullkomlega upp. HRINGADRÓTTINSSAGA: HILMIR SNÝR HEIM/ The Lord of the Rings: The Return of the King Peter Jackson, Nýja-Sjáland Sjáandinn Peter Jackson hefur búið til hina endanlegu ævintýramynd með stórbrot- inni kvikmyndaaðlögun sinni á Hringadróttinssögu Tolki- ens. Fagur töfraheimur Jacksons er bæði trúr bók- menntaverkinu og stórkost- legt kvikmyndaverk. Hann lýkur sögunni með glæsi- brag, með því að bæta það sem var framúrskarandi og magna upp það sem var magnað. Afrek sem verður seint leikið eftir. NÓI ALBÍNÓI Dagur Kári, Ísland Hinn sjónræni heimur sem Dagur Kári skapar í sögu sinni af sérvitringnum Nóa, heldur áfram að óma í vitundinni löngu eftir að myndin hverfur af tjaldinu. Leikarar eru frábærir, og á Þröstur Leó Gunnarsson leiksigur ársins. Mynd sem ber bjartri framtíð íslenskr- ar kvikmyndagerðar vitni. AÐLÖGUN/Adaptation Spike Jonze, Bandaríkin Tvíeykið Spike Jonze og Charlie Kaufman fylgja hér eftir hugarspunanum Being John Malkovich með frekari hugvitssemi. Aðlögun er bráðfyndin og vel leikin gamanmynd en um leið snjöll hugleiðing um sköp- unargáfuna, miðlun merk- ingar og samspil bókmennta og kvikmynda. MAÐUR ÁN FORTÍÐAR/ Mies vailla menneisyyttää Aki Kaurismäki, Finnland Kaurismäki er snillingur í að segja sögur í gegnum smáatriði og gerir hann það hvergi betur en hér. Í Manni án fortíðar býr hann til ógleymanlega ástarsögu, sem helgast ekki síst af sam- spili hins venjubundna og borgaralega í umhverfi sem er allt hið furðulegasta og algerlega á jaðri samfélags- ins. Í KEILU FYRIR COLUMBINE/ Bowling for Columbine Michael Moore, Bandaríkin Þessi forvitnilega heimild- armynd, þar sem þjóðfélags- rýnirinn Michael Moore beinir sjónum að byssu- ofbeldi í Bandaríkjunum, vakti verðskuldaða athygli á árinu. Með húmor sinn og innsæi að vopni, fer Moore um víðan völl í umfjöllun sinni og dregur þannig fram ólíkar hliðar á vandanum, sem verða áhorfandanum nokkurs konar fóður til frek- ari vangaveltna. VARÐANDI SCHMIDT/ About Schmidt Alexander Payne, Bandaríkin Orðtækið „að vita ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta“ kjarnar í fáum orðum þá tragíkómísku snilld sem þessi litla kvik- mynd er. Jack Nicholson er fæddur í hlutverkið og fer á kostum í hlutverki hins fúl- lynda Schmidt, leikur með augnabrúnunum, öxlunum og tánum. Á einhvern kank- vísan hátt nær þessi kvik- mynd að sýna lífið í sinni venjulegustu og ömurleg- ustu mynd. LOKASTUNDIN/ The 25th Hour Spike Lee, Bandaríkin Þessi nýjasta kvikmynd Spike Lees fór fyrir brjóstið á mörgum gagnrýnendum vegna þess að aðalpersóna hennar er dæmdur eitur- lyfjasali, sem bíður þess að hefja afplánun fangels- isdóms. Hins vegar er hér um að ræða magnað drama, þar fallin hetja horfist í augu við þrúgandi örlög sín. Frá- sögnin er stigvaxandi og áhrifarík og tengsl persón- anna áþreifanleg. SEXTÁN/Sweet Sixteen Ken Loach, Skotland Loach tekst hér á að því er virðist fyrirhafnarlítinn hátt að tvinna saman tilfinn- ingaþrungnu drama og jarð- bundinni raunsæissögu, sem er útfærð og tjáð í gegnum smæstu smáatriði. Líkt og fyrr skín samúð leikstjórans með öllum jarðarinnar ver- um í gegnum söguna. Heiða Jóhannsdóttir AÐLÖGUN/Adaptation Spike Jonze, Bandaríkin Frábær mynd þar sem handritið er snilldarlega skrifað. Bæði flókið og marg- slungið þegar það fjallar á gamansaman hátt um sann- sögulegar þjáningar handrits- höfundarins við að skrifa það. BORG GUÐS/Cidade de deus Fernando Meirelles, Brasilía Guð virðist hvergi sjáan- legur í því helvíti sem persón- ur sögunnar alast upp í og börn ganga um með byssur. Átakanlega ofbeldisfull saga krydduð húmor í góðu hand- riti og frábærri myndrænni úr- vinnslu. JÁTNINGAR HÁSKA- LEGS HUGAR/ Confessions of a Dangerous Mind George Clooney, Banda- ríkin Mjög áhugaverð mynd um Chuck Barris sem var sjón- varpsframleiðandi og að eigin sögn njósnari fyrir CIA. Hún er margræð og marg- slungin, í sálfræðilegri, sam- félagslegri og sögulegri skoð- un sinni á manni og málefnum. Hún er áhugaverð á alla vegu og virkilega gáfu- lega og snyrtilega vel sett fram. LEITIN AÐ NEMÓ/ Finding Nemo Stanton og Unkrich, Bandaríkin Snillingarnir í Pixar koma hér með hina fullkomnu fjöl- skyldumynd, þar sem bæði boðskap og húmor er beint jafnt til barna og foreldra. Og tæknilega og fagurfræðilega er myndin líka snilld. Allir saman í bíó! ÓAFTURKALLANLEGT/ Irréversible Gaspar Noé, Frakkland Fersk, öðruvísi, krefj- andi, óhugnanleg og ein umdeildasta kvikmynd ársins. Áhugaverðari og áhrifaríkari tilraun til að sýna fram á tilgangsleysi ofbeldis, en hingað til hefur sést. Hvorki fyrir viðkvæma né þá sem uppfullir eru af réttlætiskennd. LILJA AÐ EILÍFU/Lilja 4-Ever Lukas Moodysson, Svíþjóð Ein átakanlegasta og sorglegasta mynd ársins, hvergi sést í ljósglætu, enga von, ekkert. Lukas er snjall, hæfileikaríkur, smekkvís, ábyrgðarfullur og þenkjandi listamaður í meðhöndlun sinni á því sérlega viðkvæma og alvarlega máli sem mansal er. Efnislega er myndin tíma- bært tímamótaverk, köld gusa í andlitið fyrir okkur öll. NÓI ALBÍNÓI Dagur Kári, Ísland Sönn íslensk stemmning ríkir í firði fullum af snjó með nokkrum furðufuglum á stangli. Sérlega angurvær, ljóðræn og smekkleg kvik- mynd, þar sem dauðleikinn og örlögin stýra undiröldunni en skemmtilega húmorísk saga siglir öldutoppana. ÖRVITA AF ÁST/ Punch Drunk Love Paul Thomas Andersen, Bandaríkin Örvita og ástarþurfi per- sóna Sandlers öðlast dýpt í þessari mynd um sérvitring og einfara sem fær reiði- og grátköst, og drengurinn Adam stendur sig mjög vel. Látlausari en fyrri myndir leikstjórans, er bæði átak- anleg og sorgleg, en aðallega virkilega falleg ástarsaga með sönnum gildum – og ýkt súr- um töktum. ANDARDRÁTTUR/Respiro Emanuele Crialese, Ítalía Yndislega falleg mynd. Full af lífi og ást, fegurð, fólki, sjó og jörð. Söguþráðurinn sjálf- ur er hvorki mikill né flókinn, en sagan sjálf er stærri en líf- ið, tilgerðarlaus og nánast lif- ir eigin lífi. Mann langar inn í myndina að lifa þessu einfalda og fallega lífi, burtu frá gervi- þörfum nútímans. STUNDIRNAR/The Hours Stephen Daldry, Bandaríkin Seiðmögnuð og sérlega vel leikin kvikmynd um tilvist- arkreppu þriggja ólíkra kvenna. Þótt sögurnar þrjár gerist á misjöfnum stöðum á ólíkum tíma, tekst að vefa sögurnar saman í eina heild í vönduðu handriti þar sem dauðinn svífur yfir og allt um kring á fallegan og sorglegan máta. Hildur Loftsdóttir Kvikmyndin Nói Albínói eftir Dag Kára Pétursson vakti verulega athygli á árinu. Uma Thurman með brugðna breddu í Bana Billa. HRINGADRÓTTINSSAGA: HILMIR SNÝR HEIM/ Lord of The Rings: Return Of The King Peter Jackson, Nýja-Sjáland Jackson og snillingarnir hans loka hringnum með þriðja meistaraverkinu – bestu mynd þrennunnar sem er þegar orðið klassík í kvik- myndasögunni. Sannkallaður sigurvegari á öllum sviðum kvikmyndagerðar og mun taka helstu verðlaun ársins. DULÁ/Mystic River Clint Eastwood, Bandaríkin Voldugur harmleikur jafn- ast á við bestu verk leikstjór- ans sem hefur verið legið á hálsi fyrir að ofnota ofbeldi. Hann er ekki spar á það, en notar það að þessu sinni til að undirstrika ljótleika þess og eyðileggingarmátt á þolendur sem gerendur. PÍANÓLEIKARINN/ The Pianist Roman Polanski, Bretland/ Frakkland Meistarataktarnir birtast aftur í einni merkustu mynd leikstjórans á löngum og lit- ríkum ferli. Endursegir átak- anlega sögu þjóðar sinnar í átökum við böðla Þriðja rík- isins í Varsjá síðari heims- styrjaldarinnar. Snilldarverk í alla staði og þörf áminning. MEISTARI OG SJÓLIÐSFOR- INGI: Á FJARLÆGUM SLÓÐ- UM/ Master and Commander: Far Side of The World Peter Weir, Bandaríkin Aldrei þessu vant býðst mynd um skip og menn sem er tekin að nokkru leyti utan vatnstanka stúdíóanna og ber höfuð og herðar yfir aðrar slíkar. Að flestu leiti tign- arlegt og hrífandi stórvirki þar sem meistarar Weir og Crowe hrífa mann með sér heilu stundirnar. LEITIN AÐ NEMÓ/ Finding Nemo Stanton, Unkrich, Bandaríkin Ósviknir Disney-töfrar birtast í nánast óaðfinnanlegu teiknimyndaævintýri fyrir alla fjölskylduna. Umhverfið og persónurnar nýstárlegar og bráðskemmtilegar. Slíkar skemmtanir gerast einfald- lega ekki betri. 28 DÖGUM SÍÐAR/ 28 Days Later Danny Boyle, Bretland Hrikaleg og ber af öðrum hrollvekjum ársins eins og gull af eiri í beinskeyttum ein- faldleik. Hefur til að bera hrá- slagalegan sjarma B-mynda eins og þær gerast bestar og spennuþrungin augnablik sem fá mann til að súpa hvelj- ur – af skelfingu en ekki við- bjóði. Þar skilur á milli góðrar sögumennsku Boyles og blóð- bullaranna. SEABISCUIT Gary Ross, Bandaríkin Full af ósviknum tilfinn- ingum og leikhópurinn nánast óaðfinnanlegur með William H. Macy sjónarmun á undan hinum snillingunum tveim; Jeff Bridges og Chris Cooper. Skilur við gesti í fátíðri sælu- vímu. NÓI ALBINÓI Dagur Kári Pétursson, Ísland Fagmennska leikstjórans og félaga, ekki síst leikhóps- ins í heild, skiptir sköpum. Allt alvörufólk sem vinnur hvert atriði, stórt og smátt, af vandvirkni. Degi Kára tekst ætlunarverkið fullkomlega, að skapa lágstemmda, ein- angraða veröld með ljóslif- andi mannlífsflóru í óljósri fortíð. GENGI NEW YORK/ Gangs of New York Martin Scorsese, Bandaríkin Mikilfenglegt og metn- aðarfullt epískt stórvirki sem rís í hæstu hæðir og hrapar niður í melódrama þess á milli. Daniel Day Lewis vinn- ur leiksigur, kvikmyndatak- an, leiktjöldin og andrúms- loftið á köflum, hreinræktuð snilld. VARÐANDI SCHMIDT/ About Schmidt Alexander Payne, Bandaríkin Raunsæ og mein- fyndin lýsing á vandrötuðu ferðalagi tit- ilpersónunnar inn á eftirlauna- aldurinn. Óvenju- leg og hugrökk með Jack Nichol- son í geggjuðu formi. Sæbjörn Valdimarsson Dulá eftir Clint Eastwood hefur vakið hrifningu gagnrýnenda. Sean Penn leikur eitt aðalhluverkanna í myndinni. Hilmir snýr heim nefnist þriðji hluti Hringadróttinssögu. Hér eru Orlando Bloom og Viggo Mortensen í hlutverkum Lególasar og Aragorns. Árið 2003 kenndi ým- issa grasa í kvikmyndum og og höfðu gagnrýnendur Morgunblaðsins í mörgu að snúast. Þeir hafa tekið saman sinn listann hver yfir 10 bestu myndir ársins, sem nú er að kveðja. 10 bestu myndir ársins 2003 Michael Moore vopnaður myndavél og riffli deildi á byssueign Í keilu fyrir Columbine.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.