Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 B 35 I. „Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ Þessi fleygu orð eru höfð eftir Snorra goða er deilt var um trúmál á alþingi árið 1000. Um hann segir: „Hann var heldur ósvífur í æskunni og var hann af því Snerrir kallaður og eftir það Snorri.“ Hvað hét hann réttu nafni? □ a) Ásmundur □ b) Ósvífur □ c) Þorbrandur □ d) Þorgrímur II. Teina sák í túni tál-gríms vinar fálu, Gauts þess’s geig of veittak gunnbliks þáamiklu; nú hefr gnýstærir geira grímu Þrótt of sóttan, þann lét lundr of lendan landkostuð ábranda. Þessi vísa er ekki auðskilin og var það heldur ekki á sínum tíma. Hún var þó ráðin og var það upphaf einn- ar mestu örlagasögunnar í íslensk- um bókmenntum. Hver orti? □ a) Gísli Súrsson □ b) Grettir Ásmundarson □ c) Gunnar Hámundarson □ d) Gunnlaugur ormstunga III. „Hann bauð að gefa henni Rosm- hvalanes allt fyrir utan Hvassa- hraun en hún gaf fyrir heklu flekk- ótta og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingum.“ Hver eignaðist stóran hluta Reykjanesskagans með þessum hætti? □ a) Þuríður sundafyllir □ b) Hallveig Fróðadóttir □ c) Auður djúpúðga □ d) Steinunn gamla IV. „Hvað ætlar þú, hvor okkar myndi af öðrum bera ef við reynd- um með okkur?“ „Það veit ég eigi en hitt veit ég, að sú spurning þín mun skilja okkar samvist og föru- neyti svo að við munum eigi löngum ásamt vera.“ Í hvaða sögu segir frá þessum orðaskiptum? □ a) Laxdæla sögu □ b) Fóstbræðra sögu □ c) Egils sögu □ d) Hrafnkels sögu Freysgoða V. „Var hausinn undarlega mikill en það þótti þó meir frá líkindum, hve þungur var; hausinn var allur bár- óttur utan svo sem hörpuskel. Þá vildi Skafti forvitnast um þykkleik haussins; tók hann þá handöxi vel mikla og reiddi annarri hendi sem harðast og laust hamrinum á haus- inn og vildi brjóta, en þar sem á kom, hvítnaði hann en ekki dalaði né sprakk.“ Hver var það, sem átti þessar hörðu höfuðskeljar í lifanda lífi? □ a) Eiríkur rauði □ b) Egill Skallagrímsson □ c) Hrafnkell Freysgoði □ d) Víga-Skúta VI. „Þú hefur mér lengi trúr verið, ger nú sem ég bið þig; meiri von, að ég krefji þig fás héðan af. Far þú nú og seg Hrolleifi, að áður morgunn kemur get ég, að synir mínir þykist eiga þangað að sjá eftir föð- □ a) Ingimundur gamli □ b) Vermundur inn mjóvi □ c) Finnbogi rammi □ d) Björn Hítdælakappi VII. „Þórhallur hét maður. Hann bjó í Bláskógum á Þórhallsstöðum. Hann var vel fjáreigandi og heldur við aldur, er saga sjá gerðist. Lítill var hann og ljótur. Enginn var hann íþróttamaður en þó var hann hagur við járn og tré. Hann hafði þá iðju að gera öl á þingum til fjár sér, en af þessari iðn varð hann brátt mál- kunnugur öllu stórmenni, því að þeir keyptu mest mungát. Var þá sem oft kann verða, að mungátin eru misjafnt vinsæl og svo þeir, er seldu.“ Þórhallur hét hann eins og hér seg- ir en hvað var hann kallaður? □ a) Mungátsmeistari □ b) Ölselja □ c) Ölkofri □ d) Ölkollur VIII. Undrisk öglis landa eik, hví vér róm bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fannk örva drif, svanni. Mik fló malmr inn klökkvi, magni keyrðr, í gögnum. Hvasst beit hjarta et næsta hættligt járn, es vættik. Hver orti svo rétt áður en hann dó af sárum sínum? □ a) Hörður Grímkelsson □ b) Búi Andríðsson □ c) Bárður Snæfellsás □ d) Þormóður Kolbrúnarskáld IX. Sagt er um son eins landnáms- mannanna, að hann hafi átt sverð það, er „best hefur komið til Ís- lands“. Sú var náttúra þess, að væri því brugðið, varð að höggva með því nokkuð. Hvað hét þetta sverð? □ a) Skafningur □ b) Skotningur □ c) Skerðingur □ d) Sköfnungur X. „Ber er hver á bakinu, nema sér bróður eigi.“ Þetta mælti mikill garpur er að honum var vegið og var þá kastað skildi yfir hann. Hver sagði þetta og við hvern? □ a) Kári við Björn í Mörk □ b) Grettir við Illuga, bróður sinn □ c) Þormóður Bessason við Þorgeir Hávarsson □ d) Kjartan Ólafsson við Bolla Þorleiksson urhefndum sem hann er, og gæti hann svo síns ráðs, að hann fari í braut áður dagur komi; mín er eigi að betur hefnt, þótt hann deyi, en mér samir að skjóta skjóli yfir þann, er ég hef áður á hendur tekist, með- an ég má um mæla, hversu sem síð- ar fer.“ Hvaða góðgjarni maður var það, sem reyndi með þessum orðum að bjarga lífi síns eigin banamanns?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.