Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 53 bauð ekki bara góðan daginn þegar hún mætti til vinnu, hennar kveðja var svo hressileg og allt öðru vísi en allra annarra að hún dró okkur hin upp úr drunga hversdagsins. Hún hafði afar góða kímnigáfu og hreif fólk með sér í jákvæðni. Það geislaði stundum af henni og þá gleymdist að hún gekk sjaldnast heil til skógar. Hún átti við heilsuleysi að stríða mest alla ævi en bar ávallt meiri um- hyggju fyrir öðrum en sjálfri sér. Ólöf var afar umtalsgóð, lagði aldrei slæmt orð til neins en stóð föst á sínu þegar það átti við. Hún var fylgin sér sem sást best á aðal- fundi kaupfélagsins sl. vor er hún stóð fyrir flutningi tillögu um varð- veislu eins elsta hússins á Höfn. Hún bar virðingu fyrir fortíð og sögu og beitti sér oftar en einu sinni fyrir slíkum varðveislumálum. Frá því Ólöf lét af störfum á bóka- safninu fyrir rúmum tveimur árum fylgdist hún vel með starfseminni þar. Það var ekki minni tilhlökkun hjá henni en okkur hinum þegar safnið flutti í nýtt og glæsilegt hús- næði í Nýheimum í ágúst 2002. Hún lét sig síðan ekki muna um að leysa okkur af þegar við fórum í viku ferðalag til Prag, lúin eftir flutn- ingana. Hún sagðist taka aðsteðjandi veikindum, sem komu svo óvænt fram fyrir fáum vikum, sem hverju öðru verkefni. Hún heimsótti bóka- safnið oft nú á jólaföstunni og fylgdi barnabarni sínu meðal annars í jóla- sögustund örfáum dögum fyrir jól og dansaði brosandi kringum jóla- tréð. Þannig munum við hana, brosandi og glaða – það amaði aldrei neitt að henni. Ólöf bar hlýjan hug til Djúpavogs þar sem þau Óli áttu trúlega bestu árin sín. Því kom það okkur ekki á óvart að hún skyldi velja sér hinsta hvílustað þar. Við sendum Óla, börnum, barna- börnum og öðrum ættingjum og vin- um hugheilar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan félaga og samstarfsmann. Starfsfólk Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar. ✝ Ingibjörg Krist-ófersdóttir fædd- ist í Mjóadal á Lax- árdal í Austur-Húna- vatnssýslu 27. júlí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 2. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Krist- ófer Remigíus Pét- ursson, f. 1. okt 1888, d. 17. mars 1955, og Jensína Ingibjörg Antonsdóttir, f. 21. júlí 1899, d. 11. okt. 1926. Bræður Ingi- bjargar eru Ástvaldur Anton, f. 8. jan. 1924, og Pétur Júlíus, f. 16. nóv. 1925. Kjörforeldrar Péturs okt. 1901, d .7. feb. 1971, og Emilía Blöndal, f. 6. mars 1897, d. 12. feb.1987. Börn Ingibjargar og Kristins eru: 1) Jens, f. 17. des 1949, sambýliskona Hrafnhildur Gestsdóttir, f. 7. feb. 1952. Jens og Hrafnhildur slitu samvistum, börn þeirra eru: Íris, f. 13. okt. 1973, Ída, f. 23. feb. 1975, Ísey, f. 15. apr- íl 1982. Fyrir á Jens Höllu, f. 6. júní 1968, barnsmóðir Sigríður Hall- grímsdóttir, f. 15. júní 1951. Sam- býliskona Jens er Þórey Ingimars- dóttir, f. 14. júní 1951. 2) Ástvaldur, f. 5. júní 1955, maki Helga Jónsdóttir, f. 1. sept. 1956. Börn þeirra eru: Agnes, f. 16. feb. 1976, Katla, f. 18. nóv. 1978, Jón Gauti, f. 25. apríl 1991. Barna- barnabörnin eru 13. Ingibjörg giftist 1971 Guðröði Jörgen Ei- ríkssyni Kjerúlf, f. 13. apríl 1933, d. 11. júní 1994. Útför Ingibjargar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. voru Theódór Blön- dal, f. 24. okt. 1901, d .7. feb. 1971, og Emilía Blöndal, f. 6. mars 1897, d. 12. feb.1987. Ingibjörg giftist Kristni Guðmunds- syni, f. 27. júlí 1920, d. 31. júlí 1969. Þau slitu samvistum. Fyrir átti Ingibjörg dótturina Erlu, f. 26. nóv. 1943, maki Einar Þór Jóns- son, f. 30. nóv 1934, börn þeirra eru: Theó- dór, f. 8. mars 1965, Jón, f. 13. feb. 1966, Ingibjörg, f. 20. okt. 1968, Þórar- inn, f. 10. feb. 1973. Kjörforeldrar Erlu voru Theódór Blöndal, f. 24. Elsku amma. Nú ertu farin og komin þangað sem þú getur vakað yfir okkur og minnst þess sem við áttum saman. Okkar minningar með þér eru marg- ar og það sem er okkur efst í huga eru góðu stundirnar í Furugerðinu. Þegar við systur vorum yngri nutum við þeirra forréttinda að eiga ömmu í nágrenninu sem tók á móti okkur í mat á hverjum degi. Katla var í skól- anum eftir hádegi og kom því í morg- unmat til þín og Agnes var í skól- anum fyrir hádegi og kom því beint í hádegismat. Eftir að hafa látið eftir matarduttlungum okkar, sem gjarn- an voru kakósúpa og hrökkkex með kavíar og eggjum, var alltaf tími fyr- ir spil. Í Furugerðinu voru spiluð mörg rommí og margir kaplar kenndir og það leiddist okkur systr- um nú ekki. Báðar munum við ætíð tengja heita kakósúpu við Furugerðið og yndislegar stundir með þér. Þú ert stór hluti af æskuminning- um okkar og við munum aldrei gleyma samverustundunum með þér. Þú varst góður vinur og við er- um þakklátar þér, elsku amma okk- ar, fyrirhversu mikinn tíma þú gafst þér með okkur systrum. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, guð geymi þig. Agnes og Katla. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Allar eigum við góðar minningar frá okkar yngri ár- um, minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Það er erfitt að finna réttu orðin þegar kveðja á þá sem eru manni kærir. Við viljum því kveðja þig með þessu fallega ljóði, því það segir allt sem segja þarf; Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Minning þín lifir, elsku amma. Kveðja, Halla, Íris, Ída og Ísey. Elsku Gagga, þegar mamma hringdi og sagði okkur að þú værir búin að kveðja okkur, voru tilfinn- ingar okkar blendnar, baráttu þinni við langvinnan sjúkdóm er lokið en þú ert ekki hjá okkur lengur. Í gegn- um hugann renna margar góðar minningar þar sem þú hefur átt hlut að máli. Flestir í fjölskyldunni köll- uðu þig Immu, en þegar við systur vorum litlar kenndir þú okkur að kalla þig Göggu. Þú sagðir mér á seinni árum að þetta nafn hefði kom- ið til eitthvert sinn þegar þú varst að passa okkur systur, sem þú oft gerð- ir. Þá varst þú að kenna okkur að kalla þig frænku, einhverri okkar varð á að segja Gagga þar sem orðið frænka var of erfitt. Þér fannst þetta hins vegar fallegt og ákvaðst að þetta vildi þú að við kölluðum þig og Gagga skyldi það vera. Okkar sterkustu minningar um þig eru frá þeim tíma þegar þú bjóst á Túngötu 19 á Seyðisfirði, með fal- lega garðinum þínum. Það var alltaf eitthvað til í dós í hornskápnum í eld- húsinu og alltaf tími til að taka á móti okkur ef við bönkuðum uppá. Jólaboðin þín þar sem fjölskyldan safnaðist saman, allir í sínu besta pússi, það eru til ófáar myndir úr þeim boðum sem munu ylja okkur í framtíðinni og halda í minninguna um þig. Úr barnæsku eru jólagjaf- irnar þínar einna minnisstæðastar allra jólagjafa, þær voru oft af mikilli natni heimaunnar. Koma þá efst í huga minn árin sem við fengum litlu síldartunnurnar sem þú af mikilli list hafðir málað og skreytt með mynd- um úr Grimmsævintýrunum. Þessar tunnur hafðir þú fyllt af dúkkufötum á stóru dúkkurnar okkar sem þú hafðir lagt mikla vinnu í að suma og prjóna. Þessar tunnur eru enn til í eigum okkar systra allra og hluti af dúkkufötunum líka. Eða jólin sem við fengum náttfatapokana sem héngu fyrir ofan rúmin okkar í mörg ár. Saumaskapur og handmennt lék í höndunum á þér. Seinna fluttir þú til Reykjavíkur og samband okkar varð ekki eins ná- ið, við systur dreifðumst um heim- inn. Þegar veikindi þín voru orðin þér erfið leitaðir þú aftur á heima- slóðir , ég held að þú hafir átt góð ár á sjúkrahúsinu heima, þú áttir það þó til fyrstu árin að láta þig hverfa af sjúkrahúsinu og birtast uppi á Tún- götu 8 til að hitta mömmu og Adda bróður, huga að blómunum í sólskál- anum eða biðja mömmu um að keyra einn hring um bæinn, ég veit að þess- ar stundir eru mömmu kærar minn- ingar. Frá því að pabbi og mamma kynntust voru þið alltaf miklar vin- konur. Það var gott að vita af Ingu systur og mömmu sem alltaf litu til þín þegar þær voru í vinnunni og að þær voru hjá þér síðustu stundirnar. Það var okkur systkinunum mikil gleði og gjöf að hafa átt þig sem frænku og að fá að njóta þín og þinna áhrifa í æsku, þú gafst okkur svo margar góðar minningar sem munu lifa í hjarta okkur eftir þína daga. Ég veit að þér líður vel núna elsku Gagga, Millamma og margir aðrir taka vel á móti þér. Jóhanna, Emelía, Ingunn Björg og Kristófer. INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA PÉTURSDÓTTIR frá Bíldudal, Hvassaleiti 58, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 2. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 15. Pétur Brynjólfsson, Sigfríður Angantýsdóttir, Sigríður Brynjólfsdóttir, Örn Engilbertsson, Gyða Brynjólfsdóttir, Jósteinn Kristjánsson, Valgerður K. Brynjólfsdóttir, Anders Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR WAAGE, Gnoðarvogi 64, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. janúar. Helga Erla Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Benedikt Einar Gunnarsson, Erla Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR INGIMUNDARSON frá Strönd á Stokkseyri, Kópavogsbraut 81, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 13. janúar kl. 13.30. Svava Sigurðar, Erling Sigurðsson, Sólveig Magnúsdóttir, Helgi Sigurðsson, Hildur Thors, Almar Sigurðsson, Svanhvít Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURMUNDI ÓSKARSSON, Ársölum 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 12. janúar kl. 13.30. Olga Þorsteinsdóttir, Óskar Sigurmundason, Guðríður Kristinsdóttir, Klara Sigurmundadóttir, Þorsteinn Sigurmundason, Margrét B. Karlsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIGERÐUR FR. BENEDIKTSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Árbakka, Eskifirði, lést á Sankti Jósepsspítala Hafnarfirði fimmtu- daginn 2. janúar. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 13:30. Sigurgeir Þór Sigurðsson, Sigríður Guðlaugsdóttir, Jónas Grétar Sigurðsson, Gróa Magnúsdóttir, Borgrún Alda Sigurðardóttir, Heimir Stígsson, Hólmfríður María Sigurðardóttir, Gunnar Gíslason, Kristbjörg Sigurðardóttir, Ólafur Eyberg Guðjónsson, Benedikt Sigurðarson, Ragnhildur Hjálmarsdóttir og ömmubörn. Móðir okkar, FANNEY GÍSLADÓTTIR, sem andaðist þriðjudaginn 6. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju, Kópavogi, mánu- daginn 12. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Helga Sigríður Ingólfsdóttir, Lára Sigrún Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Sigurður Valur Ingólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.