Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 68
ÍÞRÓTTIR 68 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ CARLOS Peres, markakóngur heimsmeistaramótsins í handknatt- leik í Portúgal fyrir ári, verður ekki með ungverska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu í lok þessa mánaðar. Ungverjar eru í riðli með íslenska landsliðinu á mótinu. Peres handarbrotnaði í við- ureign Fotex Veszprem og Barce- lona í meistaradeild Evrópu í síð- asta mánuði og ljóst er að hann verður ekki búinn að jafna sig áður en EM hefst. Þetta er mikið áfall fyrir ung- verska liðið sem lék afar vel á HM í fyrra og hafnaði þá í 5. sæti og kom talsvert á óvart. Peres, sem er af kúbversku bergi brotinn, er örv- hentur og þykir gríðarleg skytta. Hann skoraði 62 mörk á HM í Portúgal, fjórum mörkum meira en Ólafur Stefánsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins. Frammi- staða Peres varð þess valdandi að hann var valinn besta örvhenta skytta heimsmeistaramótsins og var í mótslok valinn í heimsliðið, að margra áliti á kostnað Ólafs. Þeir félagar mætast því ekki að þessu sinni og einnig leikur vafi á hvort Peres verður orðinn klár í slaginn þegar Veszprem og Ciudad Real, lið Ólafs, mætast í 8-liða úr- slitum Meistaradeild Evrópu, fljót- lega að Evrópukeppninni í Slóveníu lokinni. Markakóngur HM ekki með Ungverjum á EM CLAUDIO Ranieri knattspyrnu- stjóri Chelsea er ekki beint ánægður með framkomu argentínska sóknar- mannsins Hernans Crespos og segir hann hafa komið óheiðarlega fram fyrir leikinn á móti Liverpool í vik- unni og ekki að hætti atvinnumanna. Þessi rándýri leikmaður, sem Chelsea geiddi 16,8 milljónir punda fyrir síð- astliðið sumar haltraði, af velli eftir aðeins 12 mínútna leik og leysti Eiður Smári Guðjohnsen hann af hólmi. „Ég er mjög svekktur út í Crespo því á þriðjudag, degi fyrir leikinn, gaf ég honum frí frá æfingu þar sem hann sagðist ekki alveg nógu góður í kálf- anum. Á leikdegi sagðist hann vera orðinn góður þegar ég talaði við hann. Ég sagði: Hernan, ég vil ekki missa þig í meiðsli í langan tíma svo ef þú ert ekki alveg tilbúinn þá vil ég gefa þér frí frá leiknum. Hann sagðist hins vegar geta spilað en kom síðan drag- haltur af velli eftir nokkrar mínútur,“ segir ítalski knattspyrnustjórinn. Jimmy Floyd Hasselbaink, einn fjögurra framherja Chelsea liðsins, var ekki einu sinni á varamanna- bekknum og Ranieri finnst framkoma Crespos gagnvart félögum sínum ekki sæmandi. „Þetta var ófagmannleg framkoma sem mér líkaði alls ekki,“ segir Ran- ieri. Roman Abramovítsj eigandi Chelsea er sagður hafa gefið Ranieri grænt ljós á að fjárfesta í fleiri leik- mönnum til félagsins og hafa nöfn á borð við David Trezeguet hjá Juvent- us og Christian Vieri, Inter, verið nefnd í því sambandi en þeir eru báðir framherjar. Ranieri reiður út í Crespo Robson vill fá Eið Smára SIR Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri Newcastle, hef- ur áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðs við New- castle. Frá þessu var sagt í götublaðinu The Sun í gær og sagt er að hann komi til með að fá að leika meira á St. James’s Park en hann hefur gert á Stamford Bridge. Sagt er að hinn 25 ára Íslendingur, sem metinn er á fimm milljónir punda, yrði sterkur hlekkur með þeim Alan Shearer og Craig Bellamy. Þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem götublöð í Englandi orða Eið Smára við Newcastle.  GORDON Strachan hefur ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins South- ampton eftir tímabilið eða þegar samningur hans við félagið rennur út. Forráðamenn Southampton greindu frá þessu í morgun og sögðu að Strachan hefði tekið þessa ákvörðun af heilsufars- og persónu- legum ástæðum.  STRACHAN, sem er 46 ára gam- all, hefur verið við stjórnvölinn hjá Southmapton í 27 mánuði og undir hans stjórn komst liðið í úrslit í bik- arkeppninni í fyrra þar sem það beið lægri hlut fyrir Arsenal.  PORTSMOUTH hefur gengið frá kaupum á ísraelska landsliðsmann- inum Eyal Berkovic frá Manchester City. Portsmouth greiddi City 500.000 pund fyrir leikmanninn og gerði við hann tveggja ára samning. Berkovic leikur sinn fyrsta leik fyr- ir Portsmouth í dag, gegn sínum gömlu félögum í Manchester City.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, mun ekki leika með Real Madrid gegn Real Sociedad á Spáni í dag vegna meiðsla á ökkla. Þetta er í þriðja skipti sem Beckham missir af deild- arleik í vetur vegna meiðsla.  MANCHESTER United gekk í gær frá kaupum á miðvallarleik- manninum Liam Miller, 22 ára, frá Celtic. Liam, sem er fæddur í Cork á Írlandi, sagði að sem ungur drengur hafi hann haldið með tveimur liðum – Celtic og Manchest- er United. „Ég hef fengið þann heiður að vera í herbúðum Celtic í sex ár og nú er ég á leiðinni til Man- chester. Ég er mjög stoltur að fá tækifæri til að leika fyrir eitt fræg- asta lið heims,“ sagði Liam, sem hefur leikið 19 leiki fyrir Celtic í vetur og skorað þrjú mörk og þá skoraði hann þrjú mörk í Meist- aradeild Evrópu.  RÚMENSKA liðið Pitesti fékk í sinn hlut 46 millj. ísl. kr. þegar Chelsea keypti rúmenska landsliðs- manninn Adrian Mutu frá Parma sl. sumar, en hann gekk til liðs við Pit- esti 12 ára, en fór þaðan til Dinamo Búkarest áður en hann hélt til Ítalíu og lék með Inter, Veróna og Parma. Félagið fékk upphæðina þar sem reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að upp- eldislið fái alltaf 5% af þeirri upp- hæð sem leikmenn eru seldir fyrir.  LIVERPOOL fékk í gær Paul Jones, markvörðinn reynda í liði Southampton og velska landsliðinu, að láni til eins mánaðar. Tveir að- almarkverðir Liverpool eru á sjúkralistanum, Chris Kirkland er fingurbrotinn og Jerzy Dudek er meiddur í nára. Jones er 36 ára gamall og hefur ekki staðið á milli stanganna í aðalliði Southampton síðan 1. nóvember. FÓLK ast í fyrsta leiknum af fjórum á átján dögum. Þau eigast við í bik- arleik 24. janúar og í tveimur und- anúrslitaleikjum í deildabikar- keppninni, 20. og 28. janúar. Kolo Toure meiddist í leiknum við Everton í vikunni og verður ekki með og þar af leiðandi þarf Weng- er að gera breytingar á vörn sinni. Arsenal hefur ekki tapað í síðustu 22 leikjum sínum í úrvalsdeildinni og getur með fjögurra marka sigri skotist í toppsætið á nýjan leik. „Mér finnst að við eigum stund- um skilið meira hrós. Fólk verður að átta sig á því að við keyptum ekki nema einn leikmann fyrir tímabilið á meðan mörg önnur styrktu sína hópa verulega, til að mynda Chelsea. Við erum samt sem áður með góðan og sterkan hóp sem við vitum að hefur burði til að fara alla leið,“ segir Thierry Henry, framherjinn snjalli hjá Arsenal. Mutu – 13 leikir í röð án marks Eiður Smári Guðjohnsen og fé- lagar hans í Chelsea sækja Leic- ester heim á Walkers Stadium og freista þessþar að rétta gengi sitt af en Chelsea hefur tapað fjórum af síðustu sjö deildarleikjum sín- um. „Ég vonast svo sannarlega eftir því að leikmenn mínir bregðist Englandsmeistararnir fá læri-sveina Bobby Robsons í liði Newcastle í heimsókn á Old Traf- ford á morgun og freista þess að vinna sjöunda deildarleik sinn í röð. Leikir á milli þessara liða hafa undantekningalaust verið mikil skemmtun þar sem mörk- unum hefur rignt en 30 mörk hafa litið dagsins í ljós í fimm síðustu viðureignum liðanna. Markahrók- arnir Ruud Van Nistelrooy og Al- an Shearer, tveir markahæstu leikmenn deildarinnar, Shearer með 16 mörk og Nistelrooy 14, koma eflaust til með að láta að sér kveða enda hafa báðir fundið sig vel í leikjum liðanna. Nistelrooy hefur skorað 7 mörk gegn New- castle og Shearer hefur 9 sinnum verið á skotskónum á móti United. Newcastle hefur gengið illa á Old Trafford og hefur ekki unnið þar síðan 1972 en liðið hefur verið á mikilli uppleið og hefur aðeins tap- að einum leik af síðustu níu. Darr- en Fletcher tekur út leikbann í liði United og er líklegt að Nicky Butt komi inn í byrjunarliðið í hans stað. 22 leikir komnir í röð án taps hjá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf að stokka upp í vörn sinni fyrir leikinn á móti Middlesbrough á Highbury í dag en félögin mæt- rétt við eftir tapið á móti Liver- pool og ég er sannfærður um að þeir gera það,“ segir Claudio Ran- ieri, stjóri United. Menn velta því fyrir sér hvort Ranieri gefi ekki rúmenska sókn- armanninum Adrian Mutu frí frá byrjunarliðinu þar sem hann hefur ekki skorað í 13 leikjum í röð og stilli upp gamla framherjaparinu, Eiði Smára og Jimmy Floyd Hass- elbaink, þar sem Hernan Crespo er meiddur. Íslendingaslagur Íslendingaliðin Charlton og Wolves mætast á The Valley, heimavelli Charlton. Hermann Hreiðarsson og samherjar hans í liði Charlton eru ósigraðir í síð- ustu fimm deildarleikjum en Úlf- arnir, vonandi með Jóhannes Karl Guðjónsson í byrjunarliðinu, hafa enn ekki fagnað sigri á útivelli. Wolves leikur án varnarmannins Pauls Butlers og framherjans Steffens Iversens og þá er óvíst hvort Paul Ince getur leikið þar sem hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikirnir í dag eru: Arsenal - Middlesbrough Birmingham - Southampton Blackburn - Bolton Charlton - Wolves Fulham - Everton Leeds - Tottenham Liverpool - Aston Villa Portsmouth - Manhester City Sunnudagur: Manchester United - Newcastle Leicester - Chelsea Fyrsti af fjórum hjá Arsenal og „Boro“ BARÁTTAN í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram nú um helgina en heil umferð er á dagskrá í dag og á morgun. Sparkspekingar eru flestir þeirrar skoðunar að í uppsiglingu sé enn eitt einvígið á milli Manchester United og Arsenal um meistaratitilinn þar sem millj- arðalið Chelsea virðist vera að gefa eftir í baráttunni. Reuters Alan Shearer, fyrirliði Newcastle (t.h.), er markahæstur í Eng- landi. Hér fagnar hann einu af sextán deildarmörkum sínum ásamt Craig Bellamy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.