Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 72

Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Jóhannsson hefur verið bú- settur í Bandaríkjunum síðustu fimmtán árin. Hann er upprunalega frá Dalvík en fór vestur til Bandaríkj- anna – alla leið til Los Angeles – í þeim erindum að mennta sig í djassi. Kántríið eða sveita- tónlistin varð þó fljótlega ofan á. Síðastliðin þrjú ár hefur ferill Gísla, sem kallar sig Gis Johannson ytra, tekið sæmilegasta kipp og hann hefur haft í nógu að snúast í spilamennsku í Suður-Kaliforníu undanfarið. Native Son er önnur plata Gísla eða Gis og kom út í haust. Tónlist Gis er, með örfáum undantekningum, mótuð að hætti meginstraumssveita- tónlistar að hætti Tims McGraw, Garths Brooks, Vince Gills og þeirra allra. Nashvillehljómurinn var það heillin og þá þýðir ekkert annað en að skella hvíta hattinum á höfuðið. Gis er óvitlaus lagasmiður og nær við og við ágætum hæðum. Í nokkrum lögum tekur hann svo hliðarspor frá „hefð- bundna“ kántríinu og stígur í væng- inn við rokk, popp og gospel. Heilsteypt er platan ekki. En mesti lösturinn er þó að maður hefur á til- finningunni að Gis sé að ímynda sér að hann sé stórstjarna þótt hann sé það ekki. Lög eins og „I Love the Way you dance“ og „Nothing Chang- es“ eru með svona hermibrag, líkt og litli frændi Tims McGraw hafi samið þau til að vera eins og sá sem hann lít- ur upp til. Þess vegna er Gis mun meira sannfærandi þegar hann stígur út fyrir þennan ramma. Gospeltryll- irinn „Don’t Talk About Love“ er þannig stórskemmtilegur og þung- lyndisrokkarinn „Until Then“ er ein- hvern veginn sannur og heill. Hin vel heppnaða ballaða „Where I Want To Start“ gefur þó til kynna að Gis gæti leikið með stóru strákunum í Nash- ville í fyllingu tímans, sé rétt haldið á spöðunum. Rödd Gis er lifandi og sterk og metnaðurinn yfir þessu öllu er mikill. Engu að síður er platan sem heild meira eins og vísbending um að hér sé efni á ferð. Gis gæti nefnilega verið til alls líklegur, ef hlutirnir væru tálg- aðir aðeins betur til, öllum eftirherm- um sleppt og fókusinn skerptur dulít- ið. Tónlist Horft í roðann Gis Johannsson Native Son Eigin útgáfa Gis semur lög og texta fyrir utan að Jere Mendelsohn á tvö lög og textana við þau og B. Delene Carter og RM koma að tveimur textum. Gis syngur og leikur á gítar, trommur og forritar einnig. Þá koma við sögu Jere „Twangmeister“ Mendelsohn (gítar), Brian Netzley (bassi), Atli Örvarsson (píanó, B4), Vern Monnett (stálgítar) og Travis Parker (fiðla). Upptökum stýrði Gis. Hljóð- blöndun var í höndum Gis, Jere Mendel- sohn og Atla Örvarssonar. Arnar Eggert Thoroddsen Gis í banastuði á tónleikum. Native Son er önnur hljómplata hans. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 DILBERT mbl.is LAU. 10/1 - KL. 18 ÖRFÁ SÆTI LAUS ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA sun. 11. jan. kl. 20 - laus sæti lau. 17. jan. kl. 20 - laus sæti Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Fö 13/2 kl 20, Lau 14/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Í kvöld kl 20, - UPPSELT Su 11/1 kl 20 Fö 16/1 kl 20, Lau 17/1 kl 20, Lau 24/1 kl 20, Su 25/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 23/1 kl 20 Lau 31/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14- UPPSELT, Su 11/1 kl 14- UPPSELT, Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING, Su 8/2 kl 14 Lau 14/2 kl 14, Su 15/2 kl 14, SPORVAGNINN GIRND Á NÝJA SVIÐI JÓLASÝNING BORGARLEIKHÚSSINS **************************************************************** MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU Miðasala í síma 562 9700 Opið í dag 12-16 • www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Tenórinn Lau. 17. jan. k l . 20:00 laus sæti Fim. 23. jan. k l . 20:00 laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Lau. 10. jan. k l . 21:00 örfá sæti Fös. 16. jan. k l . 21:00 örfá sæti Fim. 22. jan. k l . 21:00 nokkur sæti Lau. 24. jan. k l . 21:00 laus sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn lau. 10. jan. kl. 20.00 laus sæti lau. 18. jan. kl. 20.00 laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson loftkastalinn@simnet.is Fim. 15. janúar kl. 20 Fim. 22. janúar kl. 20 Lau. 31. janúar kl. 20 Opið virka daga kl. 13-18 Hljómar á Kringlukránni í kvöld Leikhúsgestir, munið spennandi matseðil! Sýningar hefjast kl. 20 Miðasala hafin í síma 555-2222 2. sýn. lau. 10. jan. uppselt 3. sýn. fim. 15. jan. nokkur sæti 4. sýn. lau. 17. jan. örfá sæti 5. sýn. lau. 24. jan. „Hrein snilld í Hafnarfjarðarleikhúsinu“ Valur 7. jan. „...töfrar Hafnarfjarðarleikhússins losna fyrir alvöru úr læðingi“ „stórviðburður“ Þorgeir Tryggvason Mbl. 9. jan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.