Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 1

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 9. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is 1. tbl. 3. árg. 2003 3. tbl. komi› á bla›sölusta›i Tro›fullt af efni Áskrift á www.flugid.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 FULLTRÚAR í óopinberri, banda- rískri nefnd heimsóttu fyrr í vikunni norður-kóreska kjarnorkuverið í Yongbyon, að því er greint var frá í gær. Var þetta í fyrsta sinn sem út- lendingar hafa fengið að skoða verið síðan eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) voru reknir þaðan fyrir um það bil ári. „Við fórum til Yongbyon,“ sagði John Lewis, eftirlaunaprófessor við Stanford-háskóla í Kaliforníu, við fréttamenn á flugvellinum í Peking í gær þegar hann kom ásamt fjórum öðrum Bandaríkjamönnum úr fimm daga ferð til Norður-Kóreu. Þarlend stjórnvöld hafa greint frá því að í Yongbyon sé verið að endurvinna notað kjarnorkueldsneyti, í því augnamiði að smíða kjarnorku- sprengju. Bandarísku nefndarmennirnir sögðust í gær ekki vilja greina frá því hvers þeir hefðu orðið vísari í kjarnorkuverinu fyrr en þeir hefðu gefið bandarískum stjórnvöldum skýrslu. Lewis sagði þó, að þeir hefðu fengið að skoða allt sem þeir hefðu beðið um að fá að sjá. Banda- ríkjamenn telja að N-Kóreumenn eigi þegar nokkrar kjarnorku- sprengjur og geti framleitt fleiri með skömmum fyrirvara. KCNA, ríkisfréttastofa N-Kóreu, sagði í gær að bandarískum sendi- fulltrúum hefði verið kynntur „kjarnorkufælingarmáttur“ N-Kór- eu, en ekki var útskýrt nánar hvað í því fælist. Bandaríkjamenn til Yongbyon Peking. AFP, AP. STÚLKNASVEITIN Sugababes heldur hljómleika hér á landi 8. apríl í Laugardals- höll. Sveitin þykir ein besta – og framsækn- asta – poppsveit samtímans en hún er skipuð kornungum stúlkum sem reka sveitina upp á sitt eindæmi sem þykir sjaldgæft í poppveru- leika nútímans. Sveitin hefur gefið út þrjár plötur sem selst hafa í milljónum eintaka, unnið til fjölda verðlauna og átt toppsmelli bæði austan hafs og vestan./74 Sugababes koma ARNOLD Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur lagt fram 99 milljarða dollara fjárlagafrumvarp þar sem m.a. er kveðið á um mikinn nið- urskurð á framkvæmdum sem koma fátækustu íbúum ríkisins til góða. Einnig er ætlunin að hækka skóla- gjöld í opinberum háskólum. Hinn nýkjörni ríkisstjóri kvaðst hafa neyðst til að skera útgjöld verulega niður þar sem útlit hefði verið fyrir 12 til 14 millj- arða dollara halla á þessu ári. Schwarzenegger leggur fram fjárlög San Francisco. AFP. PAUL O’Neill, fyrrverandi fjár- málaráðherra í ríkisstjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta, dreg- ur upp heldur nei- kvæða mynd af forsetanum í viðtali sem CBS- sjónvarpsstöðin sýnir í dag, og breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í gær. Segir O’Neill að forsetinn sé tómlátur, og á ríkisstjórn- arfundum sé hann sem „blindur maður í hópi heyrnardaufra“. O’Neill var fjármálaráðherra í um það bil tvö ár, en var þá vikið úr embætti, eftir að hann dró í efa nauðsyn ýmissa skattalækkana sem Bush gekkst fyrir. Í viðtalinu í dag lýsir O’Neill fyrsta fundi sínum með Bush þannig, að forsetinn hafi sagt lítið, helst viljað vera í hlut- verki áheyranda. Því hafi fund- urinn orðið að mestu einræða O’Neills sjálfs. „Ég kom til fund- arins með langan lista af atriðum sem ég vildi ræða við [forsetann],“ sagði O’Neill um fyrsta fundinn. Fálæti forsetans hefði komið sér á óvart. Á ríkisstjórnarfundum hafi farið lítið fyrir eiginlegum sam- ræðum við forsetann, sem hafi virst tómlátur. Að sögn fréttaritara BBC í Wash- ington hefur forsetaembættið ekki viljað svara ummælum O’Neills. Bush sem „blindur“ ÍSLENSKIR sprengjusérfræðingar í Írak fundu á föstudag sprengikúlur sem innihéldu sinnepsgas, að því er Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra tjáði Morgunblaðinu í gær. Hefðu danskir og breskir sérfræð- ingar staðfest þessa efnagreiningu við utanríkisráðuneytið, en nákvæm- ari greining fengist þegar efnið hefði verið rannsakað í bandarískri efna- rannsóknarstofu sem verið er að flytja á staðinn. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins getur sú grein- ing tekið tvo til þrjá daga. Þetta er í fyrsta sinn sem efna- vopn finnast í Írak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heims- atburð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“ Í fréttatilkynningu sem utanríkis- ráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær sagði að tveir sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar, sem starfa á vegum Íslensku friðargæsl- unnar í suðurhluta Íraks, við hlið danskra hermanna, hefðu fundið „verulegt magn“ af sprengjuvörpu- kúlum, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins, og var torkennilegur vökvi í kúlunum. Hefðu kúlurnar verið faldar í uppbyggingu á vegar- spotta. Íslensku sérfræðingarnir voru kallaðir á vettvang skammt frá borg- inni Basra við Tígrisfljót til að gera óvirkar sprengjur sem þar höfðu fundist. Utanríkisráðuneytið segir að við frekari rannsókn sérfræðing- anna hefðu komið í ljós talsverður fjöldi af sprengjuvörpukúlum, og hefðu fyrstu mælingar bent til að hleðslurnar í kúlunum væru ekki af hefðbundinni gerð. Danskir sprengjusérfræðingar hefðu staðfest þessa frumniðurstöð- ur Íslendinganna og síðan verið kall- að á breska sérfræðinga til að gera enn frekari mælingar. Þá hefðiverið ákveðið að senda á staðinn færan- lega, bandaríska efnarannsóknar- stöð. Ljósmynd/Danski herinn Kúlurnar voru faldar í uppbygg- ingu á vegarspotta. Íslenskir sprengjusérfræð- ingar finna sinnepsgas í Írak Fyrsti efnavopnafundurinn í Írak heimsatburður, segir Halldór Ásgrímsson Ljósmynd/Danski herinn Sprengjuvörpukúlurnar sem fund- ust innihalda torkennilegan vökva. ANDRIAN King og Jónas Þorvaldsson, sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar, að störfum í Írak. Þeir starfa á vegum Íslensku friðargæslunn- ar í suðurhluta landsins, við hlið dansks herliðs, og fundu á föstudag verulegt magn af sprengjuvörpu- kúlum. Íslensku sprengjusérfræðingarnir Ljósmynd/Landhelgisgæslan SÍÐARI ÚTGÁFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.