Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 34

Morgunblaðið - 11.01.2004, Side 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ F innska skáldið Bo Carpelan gaf út fyrir nokkru 21. ljóðabók sína en hann telst ekkert unglamb lengur, fæddur 1926. Bókin nefnist Diktamina (útg. Bonniers.). Gagnrýnendur hafa bent á að minna sé nú um tvísæi hjá Carpelan. Hann horfist óhræddur í augu við dauðann, beinlín- is leikur sér að dauðanum um leið og hann beitir málið töfrum og breytir því í tónlist, svo að vitnað sé til eins gagnrýnandans. Fólk og minningar eru helstu yrkisefnin. Það er angurværari og kyrrlátari tónn í þessum ljóðum en oft áður hjá Carpelan en þó verður hann ekki sakaður um að fara óvarlega með orð og stunda flugeldasýn- ingar. Íhugunin setur mark sitt á verk hans og visst lágvært skopskyn er aldrei langt undan. Ögonblickets tusen årstider (útg. Schildts) kom út fyrir tveimur árum. Í þeirri bók er Bo Carpelan eins fáorður og frekast er unnt. Hann er á hækuslóðum eins og fleiri skáld. Svona stutt og hnitmiðuð geta ljóðin verið: Svo hljótt að einhver er nærri í sömu þögn. Í kynningu bókarinnar var því slegið fram að Bo Carpelan sé í samræðum við fyrri ljóð sín. Það er ekki fráleitt. Áður hefur hann ort smáljóð og ljóð sem eru eins konar spakmæli, til dæmis í Marginalia till grekisk och ro- mersk diktning (1984). Það er sjaldgæft að skáld geti sagt jafnmikið í fáum orðum og Bo Carpelan.Mér dettur helst í hug TomasTranströmer í hækum sínum en þær eru miskunnarlausari, í þeim meiri beygur og dekkri myndir sem eflaust má rekja til veik- inda skáldsins. Safn hækuljóða eftir Tranströmer er vænt- anlegt í vor. Angurværð er orð sem maður freistast til að nota um Bo Carpelan, ekki síst ljóðin í fyrrnefndum bókum. En hvernig getur þetta orð verið jákvætt nú á okkar harðsnúnu tím- um? Með því að benda á ljóð Bo Carpelans sem annað og ef til vill heppilegra orð getur gilt um: innileiki: Greinin skelfur enn eftir söng næturgalans. Ljóð Carpelans höfða beint til lesandans. Norska skáldið Knut Ödegård hefur nýlega sent frá sér ljóðabókina Stephensen-huset (útg. Cappelen). Húsið sem Ödegård yrkir um stendur ekki í Reykjavík heldur Molde, fæðingarborg hans, en til bernskuáranna eru mörg ljóðin sótt. Minningar eru sem fyrr áleitnar í skáld- skap Ödegårds sem eins og margir vita býr jöfnum höndum í Molde og Reykjavík. Sérstaklega með Kinomaskinist (1991) og Buktale (1994) urðu tímamót í skáldskap Ödegårds. Ljóðin urðu opnari, útleitnari og segja má að hann hafi komið til móts við ís- lensk skáld sem tileinkað hafa sér opinn ljóð- stíl. Þessum ljóðum má kynnast í íslenskri þýð- ingu í úrvalinu Vindar í Raumsdal (Hörpuút- gáfan 1997). Stephensen-huset er stór ljóðabók ogber þess vitni að breiður og stundummargorður stíll er að ná fastari tökumá skáldinu. Um leið verða ljóðin í senn jarðbundin og innblásin og stundum svo raunsæileg að þau geta vakið óhug, samanber ljóð um rottur en umhverfi þess er Reykjavík: Undarleg er þessi rottuplága á okkar dögum: Mórauða rottan rattus norvegicus nam hér fyrst land á nítjándu öld, kom með briggskipi. Fyrr en varir er Ödegård tekinn til við að rifja upp sögu rottunnar og Íslandssöguna um leið. Velta má fyrir sér hvort þetta ófrýni- lega dýr gegni táknrænu hlutverki. Stundum sýnist mér Ödegård, eins og til dæmis í titilljóðinu, í senn grípa til leikræns stíls og líka eins og skáldsagnahöfundur komi upp í honum. Þetta er allt gert af kunnáttu og með þeim hætti að skáldið nær óvenju sterk- um áhrifum. Samtöl eru vandmeðfarin í ljóðum en þá list kann Ödegård, til dæmis í ljóðinu um Stephensen-huset og íbúa þess. Sama er að segja um frásögn sem getur þurrkað út hið ljóðræna, en það gerist ekki hjá Ödegård. Nægir í því sambandi að nefna Judas Iskariot sem er mælskt ljóð eins og fleiri ljóð í bók- inni. Aftur á móti eru þessi nýju ljóð Öde-gårds kröfuhörð, þau ljúkast ekkialltaf upp við fyrsta lestur. Og hversegir að ljóð eigi að gera það? Ljóð geta verið einföld og líka margbrotin. Það er gömul saga að skáldið þarf að gera sína uppreisn, stundum gegn sjálfu sér. Þeg- ar ljóðið fer líkt og yrkja sig sjálft er kominn tími til að spyrna við fótum. Í þessu sambandi er vert að nefna ljóða- flokk Ödegårds, Missa (1998). Hvað form og efni varðar er sá flokkur í vissri uppreisn, í senn opinskár og nærgöngull. Eins og gagnrýnendur eru sammála um hefur Ödegård tungumálið á valdi sínu en nú er engu líkara en frásögnin skipti hann ekki síður máli. Hann vill ekki að ljóðið snúi baki við lesandanum í þeirri viðleitni skáldanna að gera tilraunir með málið. Þegar litið er á ljóðlistina hér heima, ekki síst bækur liðins árs, held ég að finna megi nauðsynlega fjölbreytni. Skáldin eru hvert öðru ólík. Kristján Karlsson yrkir í Kvæði 03 um tím- ann eða réttara sagt tilfinningu „fyrir eyðing- arverki tímans“. Samhengið mikilvæga sem Kristján talar um í Athugasemd höfundar getur til dæmis birst í þessum orðum hans: Upptök hausts í vori eru deginum ljósari: við lifum í fölskum andstæðum teikn þess ber að okkur eins og snjókorn sem hjaðna við ákomu, enn er tími til stefnu: bil sem að vísu fer forgörðum í leit að samræmi: líf manns frá fæðing til dauða. Dauðinn, tungumálið og frásögnin AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Bo CarpelanKristján Karlsson Knud Ödegaard ÞAÐ er töluverður sársauki í ljóð- um Garðars Baldvinssonar í ljóðabók hans, Mátti borgin ekki vera rúðu- strikað blað. Þó er ekki víst að öllum verði sá sársauki ljós því það er að svo mörgu öðru að hyggja í þessari margbrotnu og margræðu bók. Verk Garðars sver sig í ætt við póstmód- ernisma. Hér er á ferðinni 48 ljóða verk í átta bálkum. Víst má taka und- ir með þeim orðum á bókarkápu að ljóðin reyni í senn á þanþol tungunn- ar og minni lesendur á ystu mörk hennar því að yfirborðsmerking ljóðanna liggur ekki alltaf ljós fyrir. Póstmódernisminn byggist mikið á tilvísunum í táknheim borgarlífs og bókmenntahefð. Það er í raun og veru marktækt að líkja formgerð og aðferð þessarar bókar við galdur og uppvakningar því að ekki einungis er hún nornarreið á uppvöktum skáld- skap fortíðar og nútíðar heldur er bókin meðvitað uppbyggð sem ávarp skálds til látinnar myndlistarkonu, Rósku, sem hann kallar úr gröf sinni, ræðir við hana um lífshlaup hennar og list. Kallast Garðar hér í aðferð og uppbyggingu á við ljóðabókina Zombí eftir Sigfús Bjartmarsson en um skáldskap hans hefur hann fjallað í ritgerð. Sá er þó munurinn að hér er þekkt kona ávörpuð yfir gröf og dauða. Róska var sem kunn- ugt er myndlistarkona, kvikmynda- gerðarkona, byltingarsinni, súrreal- isti og ákaflega uppátækjasöm og hugmyndarík í pólitískum aðgerðum sínum. Vísar höfundur ótt og títt með töluverðri aðdáun til aðgerðatíma- bils fortíðarinnar. Segja má að ljóða- bókin sé einhvers konar ljóðsaga þar sem þrjár kynslóðir koma við sögu og tengir skáldið ýmislegt í ævi Rósku við nútímann, t.a.m. hryðju- verk seinni ára og ekki síður per- sónuleg mál sín. Sannast sagna þykir mér höfund- ur fulldjarfur og langt í frá alltaf smekklegur í þessari aðferðafræði sinni við yrkingar, ekki síst í lýsing- um á núverandi ástandi Rósku í gröf- inni. Þó að Róska í lifandi lífi hafi verið almannapersóna og mönnum leyfist ýmislegt í umfjöllun um slíkar persónur í lifanda lífi finnst mér þessar lýsingar sumar hverjar allt að því vanhelgun á minningu hennar. Hún er önnur í minni minningu og ég býst við í margra annarra minningu. Fáir áttu annan eins lífskraft á með- an hans naut við. Ef vel er skoðað má greina tví- þættan meginþráð í þessum ljóða- bálkum, samlíkingu milli ljóðmæl- anda og þeirrar ákvörðunar listakonunnar að slíta af sér alla hlekki samfélagsins og fara frá barni sínu hér á landi á vit ævintýranna, listarinnar og byltingarinnar en þetta voru rof í hennar lífsferli. Þótt Garðar samsami sig á vissan hátt lífshlaupi hennar og sé fullur aðdá- unar á frelsishyggju hennar finnst honum samlíkingin við sitt líf og sitt rof gera sig að fórnarlambi þeirrar kreppu fjölskyldunnar sem aðstæð- ur þeirra beggja túlka: og Róska stimpluðu þeir þig ekki ómannlega kaldlynda frenju þegar þú fylgdir manrico og skildir drenginn litla eftir á ólandinu sem ól okkur og fórnaði ég ekki öllu fyrir borgaralega gildið heilaga fjölskylduna og glataði ég ekki öllu í upplausn hennar vinafár stimplaður kvenlegur karlaumingi fjandmaður móðurinnar hins lögrétta dýrlings … Ljóðmælandi spyr hvernig Róska hafi getað verið svona ómóðurleg og sannfærð um mikilvægi einstak- lingsins, fjöldans og fátæklinga heimsins og storkað okkur með því að sýna okkur hvernig við vorum að storkna „í vestfirskri hamsatólg / þegnskaparins“. Rof ljóðmælandans við sína fjöl- skyldu er hins vegar ekki í samræmi við eigin vilja. Hann líkir því við hrynjandi turna vesturheims og það áfall sem menn um allan heim urðu fyrir við hryðjuverkaárásirnar á turnana tvo á Manhattan og telur sig aukinheldur fórnarlamb horfins kvenleika, kaldranalegs femínisma og upplausnareðlis kapítalismans sem eyðir öllu mannlegu. Segja má að meginstyrkurinn í ljóðagerð Garðars sé tvíþættur. Ann- ars vegar nær hann að halda út heil- steyptri vandlætingarræðu án þess að gera ljóðabókina að prédikunar- stól og þetta tekst honum með óreiðukenndu myndflæði sem ein- kennir verk hans umfram annað. úr óreiðunni Róska renna þúsund fljót sem kínverskar myndir snældan snýst í heila öld Hitt finnst mér sýnu óþarfara hversu ótt og títt höfundur vísar til annarra skálda. Sú tilvísanagleði virkar stundum á mig sem óþarfa skraut. Í sama ljóðabálki er þannig bæði flassbakk úr framtíð, eia, eia, eia, Sombí, aðvera, frávera, þávera og skín við sólu skagafjörður án þess að ég sjái endilega tilganginn með allri þessari tilvitnunargleði. Mátti borgin ekki vera rúðustrik- að blað er að sönnu margfalt marg- brotnara verk en hér er lýst og mér þykir sýnt að skáldið hafi í senn lagt mikla vinnu í verkið og sál sína af heilum hug. Þótt ég sé ekki sáttur við alla þætti verksins finnst mér flæð- andi myndsköpunin og vald skálds- ins yfir tungumálinu og skáldskapn- um gera það að verkum að við höfum í höndunum bitastæðan skáldskap og á stundum býsna hugmyndaríkan og áhrifaríkan. BÆKUR Ljóð MÁTTI BORGIN EKKI VERA RÚÐUSTRIKAÐ BLAÐ eftir Garðar Baldvinsson. Ásgarður. 2002 – 108 bls. Skafti Þ. Halldórsson Úr óreiðunni renna þúsund fljót Úr ritverkum Björns Sigfússon- ar háskóla- bókavarðar I. Björn Sigfússon (1905-1991) stundaði ritstörf í yfir 60 ár, og hér eru endurútgefnar fræðigreinar hans um íslenzkar fornbókmenntir og sögu auk nokkurs úrvals tækifærisgreina eftir hann um margvísleg málefni; ritaskrá höfundar fylgir og er á sjötta hundrað greina. Ævi Björns er einnig rakin í ýtarlegu máli og ættir og efnið mjög myndskreytt. Björn Sigfússon varð þekktur þegar á námsárum sín- um fyrir námsafrek og sem útvarps- maður um íslenzkt mál, en meg- instarf hans varð bókavarzla (háskólabókavörður 1945 - 1974). Björn þótti sérkennilegur í máli og fasi og snemma spunnust um hann sög- ur, sem lifa. Seinna bindi mun koma út næsta vor. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Greinar ÞESSI náungi er félagi í Leikhúsi Eldsins, leikhóp í Rússlandi, sem efndi til litríkrar sýningar í Einbúa- garðinum í Moskvu í vikunni í til- efni af jólunum, sem hófust í 6. jan- úar að rússneskum sið. Leikið að eldi Í djúpum rótum hjartans nefnist ljóðabók eftir Frið- rik Ágústsson. Í bókinni eru 19 frumsamin ljóð. Áður hefur Friðrik sent frá sér ljóða- bækurnar Rökk- ursaga árið 1991 og Í kvikum sjónum Guðs árið 1996. Auk þess hafa ljóð og sögur birst eftir hann í tímaritum og blöðum. Friðrik er fæddur í Reykjavík árið 1955 og býr nú í Hveragerði. Höfundur gefur út. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.