Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.01.2004, Blaðsíða 62
HUGVEKJA 62 SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR breski popparinnRoy Orbison, oft nefnd-ur drengurinn með gull-röddina, lét fyrst í sérheyra á öldum ljósvak- ans, trylltist allt kvenfólk heims- byggðarinnar gjörsamlega. Þessi piltur hlaut nefnilega líka að vera dýrlegur útlits, í stíl við hitt, annað mátti ekki vera. En þegar myndir tóku að berast af goðinu, sló óvæntri þögn á hópinn. Og fram- haldið vita allir, Orbison náði aldrei sömu hylli og aðrir mun fríðari tón- listarmenn seinni hluta 20. aldar, þótt hann væri betri og hæfi- leikaríkari en þeir á flestum ef ekki öllum sviðum. Þetta er engin ný bóla, hefur loð- að við mannkynið frá örófi alda. Nærtækt dæmi er galdrafárið í Evrópu á miðöldum, þegar nóg var að búa einn og vera ljótur til að grunur félli á viðkomandi, að þar færi kuklari. Og lengi hefur þetta verið sígilt yrkisefni bóka og kvik- mynda, allt til þessa dags, einkum þó hinna barnalegri: vondu menn- irnir eru ófríðir, en hinir góðu fal- legir. En undantekningar finnast auðvitað, einkum þegar vandað er til hlutanna, svo að illmennið á það einnig til að birtast í ljósengils mynd, og sú útgáfa færist í aukana, ef eitthvað er, enda á 21. öldin jú að heita tími upplýsts samfélags á jörð, og engum ætti lengur að þurfa að koma á óvart, það sem málshátt- urinn hefur að geyma, að flagð kunni oft að leynast undir fögru skinni. Poppheimurinn hefur alltaf verið erfiðastur hinna mörgu anga tón- listarbransans, þegar kemur að út- litinu. Klassíkin, blúsinn og rokkið hafa ekki liðið eins fyrir þetta, að ég tali ekki um pönkið og rappið. En pepsíkynslóðin, þar sem enginn er eldri en 20 ára, og allt er svo gaman og æðislegt, hún – eða öllu heldur skapendur hennar, auglýs- endur í þeim geira afþreying- arinnar – er hinn blindi og erfiði ljár. Og löggilt afsprengi þeirra, tísku- og kynlífsiðnaðurinn. Þetta er í raun og veru ófreskjan eina og sanna. Þess vegna gladdist margt aumt hjartað, þegar hin óvæntu tíðindi bárust út, að sigurvegari í Idol- stjörnuleitarkeppninni í Bretlandi fyrir skemmstu hefði ekki komið úr röðum hins fitusogna glæsileika, heldur verið fremur óásjáleg 95 kílóa stúlka, 23 ára gömul. Sú heitir Michelle McManus, er frá Glasgow, og kveðst ánægð með líkama sinn og lætur meinlegar athugasemdir sem vind um eyru þjóta. Önnur ekki síður gleðileg tíðindi bárust svo í upphafi hins nýja árs, að Norðmaðurinn Kurt Nilsen, 25 ára fyrrum pípulagningamaður og tveggja barna faðir, hefði unnið World Idol keppnina, sem haldin var í London og stóð á milli sig- urvegara frá 11 þjóðlöndum úr fyrstu Idol-stjörnuleitarkeppninni, 2002. Það sem gerði fréttina at- hyglisverða er, að hann þykir ekki beint augnayndi, drengurinn sá, og var af ýmsum líkt við þybbinn og kubbslegan hobbita. Hið tvöfalda gull er óneitanlega vatn á myllu þeirra fjölmörgu, sem vita út á hvað málið hefur gengið fram til þessa, hina fullkomnu ímynd, sykursæta, og hafa beðið eftir að eitthvað gerðist, sem næði að breyta því. Einhver færasti tón- listarmaður Íslands, og jafnframt einn þriggja dómara í Idol- stjörnuleitarkeppninni hér, Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, sagði í Morgunblaðinu 4. janúar síðastlið- inn eftir að úrslitin voru ljós: Maður hélt að þetta yrði eins og oft er með poppbransann. Að útlit fremur en hæfileikar væri haft í öndvegi. En mér sýnist á þessum keppnum, að fyrst og fremst sé einblínt á hæfileika hvers og eins til að syngja. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt. Já, og vonandi er þessi umsnún- ingur eitthvað, sem er komið til að vera. Því við eigum ekki eingöngu að vega og meta einstaklinginn, náunga okkar, eftir ytra borði hans; við eigum að nota aðra mæli- stiku líka, skoða hvað býr innra, í hjartanu, sálinni. Það er okkur kennt í heilagri ritningu. Eða leit Jesús nokkru sinni undan eða gekk á brott, þegar líkþráir komu í veg hans? Eða þegar aðrir með opin kaun og illa þefjandi báðu hann ásj- ár? Að sjálfsögðu ekki. Eflaust verður þó snúið að koma glansóvættinni fyrir endanlega og alveg, því hana er svo víða annars staðar að finna líka. Í Morg- unblaðinu 4. júní árið 2002 mátti t.d. lesa eftirfarandi frétt: Ljótt fólk fær þyngri dóma í sakamálum en þeir sem þykja fagrir, ef marka má dokt- orsritgerð sem varin verður við Stokk- hólmsháskóla síðar á árinu. „Afbrotamenn sem þykja aðlaðandi eru ekki álitnir eins of- beldishneigðir og fá vægari dóma. Í raun ættu hinir ákærðu að vera með poka fyrir andlitinu í dómsölunum til að tryggja réttlæti, en það er auðvitað ekki raunhæft. Þess vegna þurfa dómstólarnir og lögfræðingar að taka þetta vandamál alvarlega,“ sagði höfundur ritgerð- arinnar, Angela Aloha, í viðtali við danska dagblaðið Politiken. Aloha komst einnig að þeirri niðurstöðu að konur fá mun vægari dóma en karlar fyrir sömu brot. „Við eigum erfitt með að átta okkur á því að konur eru ekki alltaf indælar og nærgætnar,“ sagði hún. Þessar niðurstöður byggjast á rannsókn sem fólst í því að 200 sálfræðinemar og 400 dóm- arar, saksóknarar og lögreglumenn voru látn- ir meta trúverðugleika, sekt og ofbeld- ishneigð meintra afbrotamanna og ákveða refsingu þeirra. Þátttakendurnir lásu skýrslur um ýmis afbrot, sem framin hafa verið, en áður hafði Aloha fjarlægt nöfn saka- mannanna og myndir af þeim. Í staðinn not- aði hún myndir af fólki með mismunandi útlit. Ekki er þetta nú gæfulegt. En eitt er víst: Guð fer ekki í mann- greinarálit, eins og Páll segir í Rómverjabréfinu. Og allt annað ætti því að teljast hjóm og skipta litlu. En hitt getur þó verið svo óbærilega meiðandi og sárt, að engin furða er að almenningur leyfi sér að brosa út að eyrum og fagna, þegar réttlætið loksins sigrar í mannheimi. „Ljóta“ fólkið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Að vera fríður sýnum hefur löngum þótt öllu betra en hitt til að koma sér vel áfram í líf- inu, á örugga braut og farsæla. Sigurður Æg- isson lítur í dag á tvær fréttir liðinna vikna, sem kunna að benda til að ný hugsun sé að ná yfirhöndinni hvað þetta varðar. FRÉTTIR Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni „ÞÓTT ég sé hættur daglegum afskiptum af ferðaskrifstofurekstri er ég hvergi nærri sestur í helgan stein og tel mig getað miðlað öðrum af margháttaðri reynslu minni af því hvernig ferðalög geta orðið okkur dýrmæt. Þess vegna hef ég nú skipulagt námskeið þar sem ég hyggst í máli og myndum fjalla um 30–40 eftirsóknar- verða ferðastaði og draga fram ýmis atriði sem gera okkur hæfari til að njóta ferðalagsins og auðgast af því,“ segir Ingólfur Guðbrands- son, sem um árabil hefur starfað að ferða- og menningarmálum. Sem kunnugt er rak Ingólfur um árabil ferðaskrifstofuna Útsýn og síðar Heimsklúbb Ing- ólfs og ferðaskrifstof- una Prima en hefur nú selt hlut sinn og falið öðrum stjórnina. Seg- ist vera þeim tiltækur til ráðgjafar en þar sem hann hafi nú frjálsar hendur og búi yfir mikilli starfsorku hafi hann nú skipulagt framangreint nám- skeið. „Mér finnst orðið al- gengt hér eins og víða erlendis að fólk er af- skrifað skömmu eftir að það nær miðjum aldri. Kennitalan ein er ekki óskeik- ull mælikvarði á fólk og að mínu mati tengjast mestu lífsgæðin oft efri árum ævinnar hjá heilsu- hraustu fólki,“ segir Ingólfur einnig og minnir á að viska og reynsla búi með öldruðu fólki. Hann kveðst hafa hrifist mjög af sir David Atten- borough sem komið hefur hingað til lands og flutt erindi um náttúru- perlur, hann geri það með einstak- lega lifandi hætti eins og menn hafi líka séð af náttúrulífsmyndum hans. Hann nálgist viðfangsefnið af til- finningu og um leið ákefð fyrir því að veita öðrum hlut í upplifun sinni. Hafa þarf skilningarvitin opin Ingólfur segist bera mikla virð- ingu fyrir sir David og að heimfæra megi þessa aðferðafræði upp á ferðalög, þar skipti máli að menn hafi skilningarvitin opin fyrir nátt- úru, listum, menningu og öðru því sem merkir og fagrir staðir bjóði upp á. Segir hann það hafa verið leiðarljós sitt gegnum árin í störf- um sínum að ferðamálum að opna ferðamönnum þannig sýn á ferðum um heiminn að þeir eignist minn- ingar og reynslu sem þeim gleymist ekki. „Vitaskuld eru ferðalög mis- jöfn og tilgangur þeirra misjafn. Mörgum hættir til að ferðast um nánast hugsunarlaust og þannig ferðalag skilar litlu í minningar- sjóðinn og reynsluna. Ferðalag get- ur yfirleitt verið miklu meira en bara afþreying en þá þarf líka að viðhafa nokkurn undirbúning, fræð- ast um þær slóðir sem fara skal um og kynna sér hvað þar gæti verið dýrmætast að upplifa.“ Ingólfur kveðst hafa ákveðið fyr- ir hvatningu áhugaklúbbs um vand- aðar ferðir að efna til þessa nám- skeiðs. „Heimurinn er heillandi viðfangsefni og frá upphafi vega þráði fólk að ferðast, kanna hvað væri bak við næsta fjall eða handan sjóndeildarhringsins. Sagnvísinda- menn hafa líka haldið því fram að ferðalög væru ákveðin undirrót allra framfara í heiminum og það má til sanns vegar færa og gerir ferðalög eftirsóknarverð og lykilinn að lífsgæðum okkar. Ferðalög breyta hugsunarhætti okkar, út- rýma fordómum og auka víðsýni og um leið er maðurinn að leita meira að sjálfum sér og sínum innsta kjarna.“ Ingólfur segist þegar hafa fengið mjög góð viðbrögð við námskeiðinu en ástæða sé til að taka fram að það sé miðað við áhuga hins almenna ferðamanns. Það fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík á fimm mánu- dagskvöldum, fyrst 9. febrúar, og stendur frá kl. 20.15 til 22.15. Hann sér sjálfur um alla kennslu og hefur útbúið lesefni, myndir og uppdrætti sem þátttakendur fá og er innifalið í námskeiðsgjaldinu, 11.500 kr. Mak- ar og nemar greiða hálft gjald. „Ég vil í lokin ítreka að ferðalög geta verið svo miklu meira en af- þreying. Markviss og vel undirbúin ferðalög eru fjársjóður sem við bú- um að ævina á enda.“ Ferðalög geta verið miklu meira en afþreying Ingólfur Guðbrandsson Ingólfur Guðbrandsson skipuleggur námskeið um undirbúning ferðalaga NÝTT námskeið er um það bil að hefjast hjá Karuna á þriðjudögum og ber það heitið „Hin innri kyrrð“. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig er hægt að uppgötva óviðjafnanlegan frið innan eigin huga, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið er opið öllum. Kennt er á ensku frá 20:00 – 21:30 í Karuna Búddistamiðstöðinni, Ljósvallagötu 10. Frekari upplýs- ingar má fá á vefnum www.karuna.is. Hin innri kyrrð FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg tekur framvegis á móti vörum og fatnaði alla mánudaga kl. 13–17. Úthlutun á matvælum og fatnaði á konur, karla og börn verður alla þriðjudaga kl. 14–17. Opið á mánudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.