Morgunblaðið - 12.01.2004, Page 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA kaffihúsakeðjan Starbucks mun
nú í vikunni gera atlögu að hinni víðfrægu kaffi-
menningu Parísarborgar þegar fyrsta Star-
bucks-kaffihúsið verður opnað þar. En er ekki
öllum sama um það – nema ef til vill hörðustu
kaffisérfræðingum?
Nú hafa þeir hjá Starbucks, sem hafa að-
alstöðvar í Seattle í Bandaríkjunum, loksins
safnað nægum kjarki til að láta til skarar skríða
á kaffihúsamarkaðinum í frönsku höfuðborg-
inni, sem á sér engan líkan í heiminum. „Það er
með mikilli aðdáun og virðingu fyrir kaffi-
samfélaginu í París sem við tilkynnum komu
okkar,“ sagði Howard Schultz, stjórnarformað-
ur Starbucks, þegar hann greindi frá áformum
fyrirtækisins í september sl.
Frá og með næsta föstudegi geta íbúar Opera
Garnier-hverfisins í París komið við á leið til
vinnu og fengið sér amerískt kaffi í hvítu frauð-
plastsgötumáli með hinu fræga, græna vöru-
merki Starbucks. Ekki eru allir ánægðir með
það.
„Á hverju ári tvöfaldast fjöldi Starbucks-
kaffihúsanna í heiminum, en ég var að vona að
við myndum sleppa. Ég hata þessa einsleitni. Áð-
ur en langt um líður munu allar götur í öllum
borgum heimsins líta nákvæmlega eins út,“
sagði Gilles Wallon, 22 ára fjölmiðlafræðinemi.
Sumir halda í þá von, að Starbucks muni ekki
takast að hasla sér völl í París. „Ég held að þetta
muni ekki ganga upp því að það getur ekkert
komið í staðinn fyrir vinalegt andrúmsloftið á
frönskum kaffihúsum,“ sagði Bernard Quartier,
talsmaður samtaka kaffihúsaeigenda.
Aðrir segja að það séu mikil mistök af hálfu
þeirra hjá Starbucks að ætla að banna reykingar
á nýja kaffihúsinu. Enn aðrir gefa lítið fyrir
„sokkasafann“ sem þar verði framreiddur, en
það orð nota margir Frakkar til að lýsa áliti sínu
á vökvanum sem þeir telja vera hinn hefðbundna
morgunsopa bandarísku þjóðarinnar.
En þótt ef til vill finni margir Starbucks allt til
foráttu og álíka margir gleðjist mjög yfir þessu
nýja framtaki eru þeir þó líklega langflestir sem
stendur nákvæmlega á sama og munu fá sér am-
erískt kaffi einfaldlega vegna þægindanna og
nýjungarinnar.
Fjölmiðlafræðineminn Wallon viðurkenndi
þetta: „Það skiptir svo sem engu hvað mér
finnst. Ég veit vel að Starbucks-húsið verður
fullt út úr dyrum á fyrsta degi. Fólk flykkist
þangað vegna þess að það er hrifið af ímyndinni.
Það langar til að finnast eins og það sé í amer-
ískri kvikmynd eða þætti af Vinum. Fólk hérna
mun bregðast við þessu nákvæmlega eins og fólk
alls staðar annars staðar hefur brugðist við.“
„Sokkasafi“ nú fáanlegur í París
Reuters
Starbucks-kaffið er óneitanlega vinsælt.
París. AFP.
AHMED Qurei, forsætisráðherra
Palestínumanna, sagði í gær að Pal-
estínumenn hefðu ekki fallið frá
þeirri hugmynd að deila þeirra við
Ísraela yrði m.a.
leyst með því að
viðurkennd yrðu
tvö sjálfstæð ríki,
Ísrael og Palest-
ína. Ísraelsk
stjórnvöld vöruðu
við því að ef Pal-
estínumenn
myndu lýsa ein-
hliða yfir sjálf-
stæði myndi Ísr-
ael innlima herteknu svæðin á
Vesturbakkanum.
„Ef Ísraelar vilja koma á friði
geta þeir reitt sig á að Palestínu-
menn eru tilbúnir til sátta á grund-
velli tveggja ríkja – ríkis fyrir Ísr-
aela og ríkis fyrir Palestínumenn,“
sagði Qurei í gær, en í síðustu viku
sagði hann að til greina kæmi að
Palestínumenn myndu snúa við
blaðinu og vilja að stofnað yrði eitt
ríki tveggja þjóða.
Ísraelskir embættismenn brugð-
ust ókvæða við orðum Qureis þess
efnis að stefna Ísraela á herteknu
svæðunum kynni að neyða Palest-
ínumenn til að falla frá hugmynd-
inni um tvö ríki, en hún er eitt
grundvallaratriðið í alþjóðlegri frið-
aráætlun sem nefnd hefur verið
Vegvísir að friði. Sögðu Ísraelarnir
að Qurei hefði með þessum orðum í
rauninni verið að hóta því að gera út
af við Ísrael sem ríki gyðinga.
Heilbrigðismálaráðherra Ísraels,
Danny Naveh, sem er náinn sam-
starfsmaður forsætisráðherrans,
Ariels Sharons, sagði að ef Palest-
ínumenn myndu einhliða lýsa yfir
stofnun sjálfstæðs ríkis myndu Ísr-
aelar án tafar innlima öll þau her-
tekin svæði sem þeir teldu þörf á til
að tryggja öryggi sitt.
Hvetur ríki heims til
að þrýsta á Ísraela
Palestínumenn hafa sagt, að með
því að halda áfram landnámi og
reisa múr á Vesturbakkanum hafi
Ísraelar grafið undan mögu-
leikanum á að stofnuð verði tvö ríki.
Qurei skoðaði múrinn í gær og sagði
að bygging hans myndi ekki færa
Ísraelum frið og öryggi. Hvatti Qu-
rei ríki heims til að þrýsta á Ísraela
að hætta byggingu múrsins. Nú
væru síðustu forvöð að semja um
frið.
Qurei
fylgjandi
tveggja
ríkja lausn
Jerúsalem, Qalqiliya. AFP, AP.
Ahmed Qurei
FJÖLMIÐLAR víðs vegar á Vest-
urlöndum greindu í gær frá því að
danskir og íslenskir „hermenn“ í
Írak hefðu fundið sprengjur sem
innihéldu torkennilegan vökva og
léki grunur á að um efnavopn
væri að ræða.
Fjölmörg blöð í Bandaríkjunum,
Kanada og á Bretlandi birtu frétt
Associated Press-fréttastofunnar,
þar sem segir í inngangi að Dan-
irnir og Íslendingarnir séu her-
menn, en síðar í fréttinni kemur
fram að um verkfræðinga og
sprengjusérfræðinga hafi verið að
ræða.
Breska ríkisútvarpið, BBC, hef-
ur fjallað ítarlega um sprengjuf-
undinn frá því fregnir bárust fyrst
af honum síðdegis á laugardaginn,
og bandaríska sjónvarpsstöðin
CNN hefur ennfremur greint frá
honum.
Í frétt Associated Press, sem
hvað víðast hefur farið, er vitnað í
tilkynningu frá danska hernum
þar sem segir að í sprengjunum sé
líklega „ætandi vökvi“ en ekki
hafi verið staðfest hvað um sé að
ræða. Hafi breskir sérfræðingar
komist að þessari niðurstöðu.
Danski herinn leggi þó áherslu á
að niðurstöðurnar séu ekki end-
anlegar.
Nefnt er, að í herför Banda-
ríkjamanna og bandamanna þeirra
í Írak hafi áður fundist vopn sem
reynst hafi gömul og þegar verið
skráð af eftirlitsmönnum Samein-
uðu þjóðanna og staðið til að eyða.
Víða greint
frá sprengju-
fundinum
DANSKIR og íslenskir vopnasérfræðingar í Írak biðu í
gær komu bandarískrar sérsveitar sem skorið getur úr um
hvort sprengjukúlurnar sem fundust skammt frá borginni
Basra á föstudag innihalda efnavopn, eins og frumniður-
stöður benda til. Kom þetta fram á upplýsingavef danska
hersins síðdegis í gær. Þar sagði að enn væri ekki ljóst hve-
nær Bandaríkjamennirnir kæmu á vettvang.
Samkvæmt niðurstöðum danskra og enskra sérfræðinga
eru líkur á að um sé að ræða sinnepsgas í sprengjukúl-
unum. Í frétt Associated Press kemur fram, að í apríl hafi
bandarískir hermenn fundið um tug af 200 lítra tunnum í
Norður-Írak og hafi frumrannsóknir bent til að í einni
þeirra kynni að vera sarín taugagas og ætandi efni er gæti
verið sinnepsgas. Síðar hafi nánari rannsóknir leitt í ljós að
í tunnunni voru ekki efnavopn.
Fyrstu rannsóknir sem hermenn geri á vettvangi þar
sem grunur leiki á að efnavopn hafi fundist séu skipulagðar
þannig að meiri líkur séu á að þær gefi jákvæða niðurstöðu
en ella, og sé þetta gert til að draga sem mest úr hættunni
sem hermönnum kunni að stafa af vopnunum.
Danski herinn segir að útlit sé fyrir að sprengjukúlurnar
sem fundust á föstudaginn sé um tíu ára gamlar, og að lík-
indum síðan úr stríði Íraka og Írana. Þá notuðu Írakar eit-
urefnavopn gegn írönskum hermönnum. Sinnepsgas getur
verið banvænt og var fyrst notað af þýskum hermönnum
gegn Bretum í fyrri heimsstyrjöld. Ítalir og Egyptar hafa
ennfremur notað það sem vopn gegn óvinum sínum. Það
veldur sviða í augum og lungum og síðar vessablöðrum á
húð og í lungum og öndunarvegi. Þeir sem komast í snert-
ingu við sinnepsgas verða ekki varir áhrifanna fyrr en um
12 tímum síðar.
Í tilkynningu danska hersins segir ennfremur að í kjöl-
far sprengjufundarins hafi danskir hermenn afgirt um 200
metra svæði umhverfis staðinn þar sem sprengjurnar
fundust, og það sé vaktað dag og nótt til að tryggja að
óbreyttir borgarar komi hvergi nærri. Þá standi yfir leit að
fleiri sprengjum á svæðinu.
Bíða frekari rann-
sókna á kúlunum
Reuters
Danskur hermaður með eina af sprengjukúlunum
sem fundust í uppbyggðum vegi í Írak á föstudaginn.
FRIÐARGÆSLULIÐAR fyrir utan hús
Radovans Karadzic í bænum Pale í
Bosníu í gær. Karadzic, sem eftirlýstur
er fyrir stríðsglæpi, var leitað í bænum
um helgina eftir að ábending barst til
friðargæslusveita Atlantshafs-
bandalagsins um að hann væri þar. Ka-
radzic var leiðtogi Bosníu-Serba í
stríðinu á Balkanskaga um miðjan síð-
asta áratug. Hann hefur verið ákærður
fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi, þ. á
m. morð á um átta þúsund íslömskum
körlum og drengjum í Srebrenica.
Talsmaður friðargæslusveitanna
sagði að eiginkona Karadzic, Liljana,
systur hennar og ættingjar, byggju í
húsinu og hefði hún verið mjög sam-
vinnuþýð er leitin fór fram. Ekkert
hefði þó enn spurst af Karadzic, en
tveir hefðu verið handteknir grunaðir
um að hafa veitt honum aðstoð.AP
Leituðu í húsi
Karadzic
NÆSTUM helmingur jarðar-
búa telur að synir sínir og dæt-
ur muni búa í óöruggari heimi,
samkvæmt nýrri rannsókn
Heimsviðskiptastofnunarinnar
sem lét kanna viðhorf fólks til
öryggis- og efnahagsmála í 51
landi.
Athygli vekur að Afganar
virðast vera bjartsýnasta þjóð í
heimi hvað varðar ástand efna-
hags- og öryggismála, Pakist-
anar og Indverjar koma næstir
en Evrópubúar eru svartsýn-
astir, 64% þeirra telja að kom-
andi kynslóðir muni hafa það
verra en við. Fram kemur að
mikill hluti fólks telur efna-
hagsástandið í löndum sínum
verra nú en fyrir tíu árum og
fólk hefur miklar áhyggjur af
stöðu og efnahag eldra fólks,
einkum í Suður-Ameríku, Jap-
an og Suður-Kóreu.
Heimurinn
fer enn
versnandi
Genf. AFP.
BÖRN yngri en þrettán ára ættu
ekki að eiga farsíma vegna geislun-
arhættu, að sögn umboðsmanns
barna í Noregi, Tronds Waage. „Við
mælum ekki með því að foreldrar
gefi börnum sínum farsíma fyrr en
þau ná táningsaldri,“ hafði fréttavef-
ur Verdens Gang eftir Waage.
Umboðsmaðurinn varaði foreldra
við aukinni farsímanotkun barna á
aldrinum 7-12 ára. „Við vitum of lítið
um hvaða áhrif geislunin frá síöflugri
farsímum hefur á börn yngri en
þrettán ára. Við megum ekki nota
þau sem tilraunadýr.“
Stein Erik Ulvund, prófessor í
uppeldisfræði við Óslóarháskóla, er á
sama máli, að sögn fréttavefjar Aft-
enposten. Hann telur að farsímar
séu orðnir stöðutákn í skólunum og
börn, sem sendi oft félögum sínum
textaskilaboð, geti orðið háð farsíma-
num og sent skilaboð í sífellu þar til
inneignin á símakortinu er uppurin.
Börn ættu ekki
að eiga farsíma