Morgunblaðið - 12.01.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 21
agnað frá fyrirtækjum neð-
ar í keðjunni. Þetta getur hún
ðskiptum fyrirtækja í keðjunni
ega í keðjunni. En hún getur
yrirtæki neðarlega í keðjunni
einleinis ætlað að auka hagnað
ostnað fyrirtækja neðar í keðj-
rirtæki neðarlega í keðjunni til
la fyrirtækja ofar í keðjunni á
ð verja fyrirtæki ofar í keðjunni
mandi aðila.
ðslna milli fyrirtækja
eru skattlagðar, grefur það
að mynda fyrirtækjasam-
erður gríðarlega dýrt fyrir fjöl-
a þar sem arðurinn er skatt-
slur milli fyrirtækja í dæminu
10% myndi samsteypan þurfa að
hverjar 100 kr. af arði sem skila
fjölskyldufyrirtækisins.
yndi það ekki borga sig fyrir fjöl-
eypu nema möguleikar þess til
keðjunni til þess að auka hagn-
u mjög verulegir.
dið í heiminum sem leggur
kja. Slíkur skattur var lagður á
einmitt í þeim tilgangi að draga
vinnulífi. Það er alls engin til-
na landið í heiminum þar sem
rfinnast ekki.
fyrirtækja væri afskaplega ein-
a úr hringamyndun í íslensku at-
ga kost að hún íþyngir á engan
unda rekstur í því augnamiði að
r eingöngu fyrirtækjum sem til
tanda í því að byggja upp fyr-
nnig þann kost að fyrirtækja-
fu sér í stað þess að Samkeppn-
nda í stöðugum rannsóknum og
upp með valdi.
un
greiðslna milli fyr-
ega einföld leið til
ega úr hringamynd-
lífi. ‘
fræði við Harvard-háskóla.
greiddur út í erlendri mynt og þannig verði dreg-
ið úr gengisáhættu? Einstaklingum sem starfa
hjá alþjóðlegum fyrirtækjum er oft á tíðum boðið
að velja myntir í launaumslag sitt og er þá miðað
við gengi á tilteknum degi. Þannig geta starfs-
menn dregið úr áhættu sinni á því að misvægi
verði á milli kostnaðar viðkomandi í heimaland-
inu og þeirra launa sem viðkomandi hefur í
starfslandinu.
Hlutfallið milli launa í útflutningsframleiðslu
og verðlags á útflutningi hefur verið helsta
ástæða gengisbreytinga hérlendis og er enn í dag
helsta ástæða mikilla sveiflna í afkomu útflutn-
ingsgreina. Vel má hugsa sér að næsta stig í
fjölmyntaþróun hérlendis verði einmitt á þann
veg að útflutnings- og útrásarfyrirtæki semji við
starfsmenn sína um að hluti launagreiðslna sé í
evrum eða dölum, allt eftir því hvernig útflutningi
fyrirtækisins er háttað. Tekjusveiflurnar minnka
og jafnvægi milli hagsmuna launagreiðenda og
launþega eykst. Við þessar aðstæður geta laun-
þegar sparað sér vaxtamun milli Íslands og
svæða evru eða Bandaríkjadals án þess þó að
taka gengisáhættu. Ef rétt er á málum haldið hef-
ur fyrirtækið dregið úr gengisáhættu sinni og
starfsmaðurinn minnkað vaxtakostnað sinn án
umtalsverðrar gengisáhættu ef t.d. húsnæðislán-
ið hans eða bílalánið eru í sömu mynt og tekj-
urnar.
Með fjölmynt má því segja að settar séu stoðir
undir útrásarstarfsemina. Þannig kunna að
aukast líkur á því að starfsemin haldist hérlendis
en þurfi ekki að flytja til landsins sem selt er til.
Þetta á eflaust ekki síst við um minnstu útflutn-
ings- og nýsköpunarfyrirtæki þar sem gengis-
áhætta er umtalsverð.
Mikil gengisáhrif af
innflutningsverslun
Framleiðsla neysluvara er tiltölulega lítil á Ís-
landi, eins og sést í lágu hlutfalli útflutningstekna
af þjóðarframleiðslu. Við erum með öðrum orðum
háð innflutningi neysluvara. Allir landsmenn
þekkja vel gengisviðmiðanir seljenda í verðlistum
sínum og verðkannanir sem gerðar eru að stað-
aldri á matvörumarkaði til að fylgjast með því
hvort verðlag hreyfir sig í takt við gengisbreyt-
ingar. Sveiflur á bensínverði eru einnig dæmi um
opna umræðu í þjóðfélaginu um verðlagsbreyt-
ingar í íslenskum krónum sem afleiðingu af geng-
isbreytingum. Íslendingar eru því vanir að hugsa
í heimi erlendra gjaldmiðla. Vel má ímynda sér að
í náinni framtíð verði mögulegt fyrir neytendur
að velja myntir t.d. þannig að hægt verði að velja
á bensíndælunni hvort greiða eigi í Bandaríkja-
dölum eða krónum, að verðlistar bíla verði í döl-
um, evrum eða krónum ogjafnvel að sama eigi við
um neysluvörur.
En hvað með peningastjórnina í landinu?
Stýrivextir Seðlabanka munu eðlilega hafa minna
vægi en áður þar sem í raun er búið að flytja
stýrivextina í auknum mæli til stærri gjaldmiðla-
svæða. Möguleikar stjórnvalda til þess að ákveða
stýrivexti, sem eru hugsanlega úr samhengi við
samkeppnis- og viðskiptalönd, minnka. Aðhaldið
eykst og vald yfir peningastjórninni er í rauninni
flutt að hluta til út. Með sama hætti kann vægi að-
gerða í ríkisfjármálum, eins og skattabreytinga, í
hagstjórnaraðgerðum að aukast.
Með þróun síðustu missera í gengismálum hér-
lendis og vonbrigða með efnahagslíf á evrusvæð-
inu má vera að umræðan um gengismál lifni við
að nýju og staðni ekki í spurningunni um aðild að
Evrópusambandinu og evruaðild. Við erum
kannski að feta okkur áfram á leið sem kann að
reynast farsæl, þó eftirspurn eftir íslenskri krónu
minnki og bit hennar sem stjórntækis í peninga-
málum minnki einnig – framtíð okkar kann að
vera fjölmyntalandið Ísland.
frelsi var aukið á þessu sviði var því ljóst að bæði
opinberir aðilar og stórfyrirtæki mundu leita
leiða til að fjármagna sig erlendis og að minni fyr-
irtæki og síðar einstaklingar fylgdu í kjölfarið
eins og nú á sér stað.
Þróun fjölmyntar á Íslandi á sér einnig þá
skýringu að áhrif alþjóðavæðingar má sjá víða í
viðskiptalífinu. Íslenskt landnám erlendis hefur
stóraukist á undanförnum árum, útflutningur og
innflutningur sem hlutfall af landsframleiðslu
hefur aukist að sama skapi úr rúmlega 30% af
landsframleiðslu í upphafi tíunda áratugarins í
yfir 40% í upphafi nýrrar aldar. Íslensk fyrirtæki
leita hófanna hjá erlendum fjárfestum um hluta-
fjárþátttöku og samruni fyrirtækja yfir landa-
mæri kallar meðal annars á notkun alþjóðlegra
viðmiðana í gjaldmiðlum.
Getur fjölmynt eflt útrás?
Í framhaldi af því að einstaklingar og fyrirtæki
eru í auknum mæli að fjármagna sig með erlend-
um lánum er eðlilegt að spyrja hvort ekki séu lík-
ur á því að hluti launa verði í auknum mæli
um gengismál hafa orðið fátæklegri. Sérfræðing-
ar voru annaðhvort með eða á móti evruaðild og
þeir sem vildu evruaðild þurftu að sjálfsögðu að
vera hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusam-
bandið.
Ástæður fjölmyntar
Sveiflur í gengi gjaldmiðla eru fjarri því að
vera íslenskt fyrirbæri og bæði stórar og smáar
myntir munu halda áfram að sveiflast á meðan
gjaldeyrismarkaður er virkur. Það sem gerir um-
hverfi þeirra sem stunda viðskipti og heimilis-
rekstur hérlendis óhagstætt er að vaxtastig hér
er hátt í samanburði við aðrar myntir. Um leið og
ndið Ísland
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs Íslands.
’ Af hverju ættu Íslendingarað vilja nota erlenda gjald-
miðla frekar en íslenska
krónu? Helsta ástæðan fyrir
vali einstaklinga er hátt
vaxtastig íslensku krónunnar
og mikilvæg ástæða fyr-
irtækja, a.m.k. þeirra sem
hafa meirihluta tekna sinna í
erlendri mynt, er að draga úr
gengisáhættu sinni. ‘
Morgunblaðið/Árni Sæberg
U
ndanfarnar vikur hafa farið fram
miklar umræður í fjölmiðlum og
manna á meðal um eignarhald á fjöl-
miðlum hér á landi og vaxandi merki
hringamyndunar á ýmsum sviðum
viðskiptalífsins. Hér er í raun um tvö aðskilin mál
að ræða, en í opinberri umræðu hafa þau tengst
með ýmsum hætti, ekki síst vegna þess að ein öfl-
ugasta fyrirtækjasamstæða landsins hefur á
skömmum tíma náð yfirráðum yfir tveimur af
þremur dagblöðum í landinu og stefnir að því að
eignast ráðandi hlut í langstærsta einkafyrirtæk-
inu á sviði útvarps- og sjónvarpsrekstrar.
Þá hefur það einnig tengt þessi mál í umræðunni
að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur með
stuttu millibili lýst áhyggjum af þessari sam-
þjöppun á fjölmiðlamarkaðinum annars vegar og af
hringamyndun í viðskiptalífinu hins vegar. Hefur
þetta orðið til þess að ýmsir pólitískir andstæð-
ingar forsætisráðherra hafa reynt að persónugera
þessa umræðu meira en góðu hófi gegnir en að
sama skapi sneitt hjá málefnalegri umræðu um
þau sjónarmið sem hann hefur sett fram. Slík
nálgun er auðvitað ekkert nýmæli í pólitískri um-
ræðu á Íslandi en auðveldar fólki ekki að átta sig á
aðalatriðum málsins, skilgreina vandann og leita
leiða til úrbóta verði þess talin þörf.
Umræða og lagasetning
Ásgeir Friðgeirsson, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar, vék að þessum málum í grein hér í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Hann gerir í upp-
hafi máls síns grein fyrir þeirri þróun sem átt hef-
ur sér stað að undanförnu og fellst á að tilefni til
umræðu um samþjöppun eignarhalds fyrirtækja sé
nú, líkt og áður, ærið. Þá segir Ásgeir að í sam-
félagi sem byggi skipan atvinnulífsins á lögmálum
hins frjálsa markaðar sé mikill munur á tilefni til
umræðu og tilefni til lagasetningar. Þetta er að
sjálfsögðu réttmæt ábending enda felur lagasetn-
ing alls ekki alltaf í sér lausn á vandamálum, sem
upp kunna að koma í samfélaginu. Umræður um
fákeppni, hringamyndun og samþjöppun þurfa því
ekki óhjákvæmilega að enda með lagasetningu,
hvort sem fjallað er um fjölmiðlamarkaðinn eða
viðskiptalífið almennt. Hugmyndir um breytta lög-
gjöf eru hins vegar auðvitað mikilvægt innlegg í
umræðurnar og ef aðstæður gefa tilefni til laga-
við stækkun eins eða tveggja fyrirtækja, sem auk-
ið höfðu hratt við kvótaeign sína á skömmum tíma.
Fallið í persónulega pyttinn
Eins og ljóst er af framansögðu má taka undir
ýmis sjónarmið sem Ásgeir Friðgeirsson reifar í
blaðagrein sinni. Það rýrir þó gildi greinarinnar að
hann getur ekki stillt sig um að verja stórum hluta
hennar í árásir á forsætisráðherra og dylgjur um
að það eina sem fyrir honum vaki sé að beita lög-
gjöf til að ná sér niður á meintum óvildarmönnum
sínum. Með þessu er Ásgeir að taka undir söng,
sem ýmsir samherjar hans í stjórnarandstöðu hafa
sungið á undanförnum vikum og er síst til þess
fallinn að beina umræðunni í árangursríkan farveg.
Málin í eðlilegum farvegi
Eins og áður er getið nefnir Ásgeir Friðgeirsson
ákveðna þætti sem verði að skoða áður en til laga-
setningar er gripið vegna hringamyndunar og sam-
þjöppunar á fjölmiðlamarkaði. Í því sambandi er
rétt að minna á, að á vegum ríkisstjórnarinnar er
hafin eðlileg undirbúningsvinna. Fyrrverandi
menntamálaráðherra skipaði fyrir jólin nefnd, sem
hefur það hlutverk að skoða hugsanlega lagasetn-
ingu sem snertir fjölmiðlamarkaðinn. Við-
skiptaráðherra hefur einnig boðað skipun nefndar,
sem meðal annars á að hafa það hlutverk að meta
stöðuna og kanna hugsanleg viðbrögð við sam-
þjöppun og hringamyndun í viðskiptalífinu. Við-
komandi ráðherrar hafa beint umræðum um þessi
mál í eðlilegan farveg, sem kann að leiða til laga-
breytinga. Engum dylst hins vegar að slík laga-
setning er afar vandmeðfarin. Ríkisstjórnin og
stjórnarflokkarnir hafa á umliðnum árum barist
fyrir því að auka viðskiptafrelsi og svigrúm at-
vinnulífsins á sem flestum sviðum. Sú stefnumörk-
un hefur skilað landsmönnum öllum bættri afkomu
og auknum tækifærum. Enginn vill fórna þeim ár-
angri. Allar reglur, sem takmarkað geta svigrúm
fyrirtækja, hljóta því að verða skoðaðar út frá því
varfærnissjónarmiði, að þær setji ekki eðlilegum
umsvifum einkaaðila óhæfilega miklar skorður.
Viðskiptafrelsið er meginreglan sem ganga verður
út frá en þar með er auðvitað ekki sagt að engar
almennar leikreglur eigi að gilda.
setningar af einhverju tagi geta stjórnmálamenn
ekki vikið sér undan því að taka á málum með
þeim hætti.
Eðlileg varfærnissjónarmið
Ásgeir Friðgeirsson nefnir réttilega í grein
sinni, að áður en til lagasetningar komi þurfi að
meta ýmsa þætti og tilefni lagasetningarinnar
verði að vera skýrt. Hann orðar það svo, að fyrir
hendi þurfi að vera skýr dæmi um nýjar hring-
amyndanir, að fullreynt sé að markaðurinn leið-
rétti sig ekki sjálfur og að fullkannað verði að vera
að eftirlitsstofnanir geti ekki reist nauðsynlega
skjólveggi. Þetta eru allt sjónarmið sem rétt er að
hafa í huga, jafnvel þótt efast megi um að hringa-
myndun verði endilega að vera ný til að nauðsyn-
legt sé að bregðast við henni og að mat manna
getur verið mismunandi varðandi það hvort eitt-
hvað er fullreynt eða fullkannað.
Loks má taka undir með Ásgeiri, að öll löggjöf
sem varðar atvinnulífið á eðli máls samkvæmt að
vera almenn en ekki sértæk. Hins vegar verður að
leiðrétta þann misskilning sem birtist í grein hans,
að löggjöf geti ekki verið almenn þótt hún tak-
marki aðeins umsvif eins eða fárra aðila á þeirri
stundu sem hún er sett. Sú staða kann að vera
uppi að aðeins einn eða fáir séu í þeirri aðstöðu að
löggjöfin snerti þá með beinum hætti við ríkjandi
aðstæður, en almennu reglurnar eiga þá að sjálf-
sögðu einnig við um aðra þá aðila, sem síðar kunna
að komast í sambærilega stöðu. Fáir gerðu til
dæmis athugasemdir við það á sínum tíma, að þak
væri með lögum sett á hámarkskvótaeign ein-
stakra aðila, jafnvel þótt ljóst væri við þáverandi
aðstæður að reglan setti fyrst og fremst takmörk
Fjölmiðlar, eignarhald
og hringamyndun
Eftir Birgi Ármannsson ’ Sú staða kann að vera uppi aðaðeins einn eða fáir séu í þeirri
aðstöðu að löggjöfin snerti þá
með beinum hætti við ríkjandi
aðstæður, en almennu reglurnar
eiga þá að sjálfsögðu einnig við
um aðra þá aðila, sem síðar
kunna að komast í sambærilega
stöðu. ‘
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.