Morgunblaðið - 12.01.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.01.2004, Qupperneq 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGLÝSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins við Grænásveg, Keflavíkurflugvelli, fimmtudaginn 15. janúar 2004 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Bygging nr. 9, fastanr. 222-7670, flugskýli og afgreiðsla á flugstöðvar- svæði Keflavíkurflugvallar, þingl. eig. Suðurflug ehf., gerðarbeiðandi Sandgerðisbær. Bygging 540/541, fastanr. 209-4232, vöruskemma í varnarstöð Kefla- víkurflugvallar, þingl. eig. Arons ehf., gerðarbeiðendur Vátrygginga- félag Íslands hf. og Reykjanesbær. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli, 8. janúar 2004.  MÍMIR 6004011219 III  HEKLA 6004011219 IV/V  GIMLI 6004011219 I I.O.O.F. 19  1841128 I.O.O.F. 10  1841128  Styrktarfélag vangefinna Vinningsnúmer í happdrætti Styrktarfélags vangefinna árið 2003. 1. vinningur, Skoda Suberb, kr. 3.320.000 kom á miða númer 9899. Húsbúnaðarvinningar kr. 110.000 303 1727 12704 13150 16440 (Þau leiðu mistök urðu að 16440 var misritað í augl. laugardaginn 10. jan.) Félagið þakkar veittan stuðning. TILKYNNINGAR ✝ Fanney Gísla-dóttir fæddist í Lokinhömrum í Arn- arfirði 4. júní 1911. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð 6. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gísli G. Kristjánsson, f. 7. des. 1874, d. 28. jan. 1955, og Guðný Guð- mundsdóttir, f. 8. feb. 1878, d. 19. ág. 1952. Systkini Fanneyjar voru alls 9, flest dóu ung og er aðeins eitt þeirra á lífi: Elstur var 1) Guð- mundur G. Hagalín rithöfundur, f. 10. okt. 1898, d. 26. feb. 1985. 2) Rósamunda Sigríður, f. ca 1900, dó rétt eftir fæðingu. 3) Kristján Sig- urður, f. 12. nóv. 1901, d. 20. sept. 1905. 4) Ólafur, f. 7. ág. 1903, d. 8. feb. 1925. (fórst með Leifi heppna). 5) Rósamunda Sigríður, f. 27. mars 1905, d. s.d. 6) Kristján Sigurður, f. 20. sept. 1907, d. 13. apr. 1909. 7) Franklín, f. 8. júlí 1909, d. 13. apr. 1911. 8) Hörður, f. 3. nóv. 1914, d. 21. mars 1930. Eftirlifandi systir er 9) Þorbjörg, f. 16. ágúst 1917. Fjölskyldan fluttist í Haukadal í Dýrafirði sumarið 1913 og nokkru seinna að Ytrihúsum. Þau fluttu börn: a) Guðmundur Gísli, f. 29. mars 1976, b) Helgi Ingólfur, f. 25. ág. 1979, c) Gunnar Örn, f. 20. júlí 1982, d) Fanney Sigrid, f. 16. mars 1986. 5) Lára Sigrún, f. 2. ágúst 1943. 6) Ólafur, f. 28. ágúst 1945, eiginkona Emelíta O. Nocon, f. 11. sept. 1947, börn a) Emil Ólafur, f. 20. des. 1981, b) Fjóla Lára, f. 25. ág. 1988, 7) Sigurður Valur, f. 31. maí 1948, eiginkona Margrét Hreinsdóttir, f. 18. mars 1951, börn þeirra: a) Tinna Björg, f. 20. júní 1979, b) Valgerður María, f. 30. júní 1981, c) Sigurjóna Hreindís, f. 9. okt. 1986. Áður fæddur: Ingólfur, 27. júlí 1970. Barnabarnabörn eru orðin fjöldamörg. Árið 1930 flytja þau til Winnipeg í Kanada og þar stundaði Ingólfur verslunarstörf. Fluttu til Íslands aftur 1934. Fengust við verslun og iðnrekstur, ráku m. a. prjónaverk- stæðið og verslunina Vestu á stríðs- árunum, einnig rak Ingólfur bíla- verslun, flutti m. a. inn Kaiser-bíla og stofnaði Bifreiðar og landbún- aðarvélar ásamt öðrum. Árin 1946 til 1961 bjuggu þau í Fitjakoti á Kjalarnesi, eftir það í Kópavogi og Reykjavík. Þau ráku saman versl- unina Hof og eftir að Ingólfur féll frá 1968 naut Fanney fulltingis Ernu, dóttur sinnar, og Þorbjarg- ar, systur sinnar, við reksturinn fram undir 1980 þegar verslunin var seld. Útför Fanneyjar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. suður haustið 1923 og bjuggu fyrsta veturinn á Seltjarnarnesi en fluttu næsta ár til Reykjavíkur. Fanney giftist 13. júní 1929 Ingólfi Gísla- syni, f. á Eskifirði 1899, d. 13. feb. 1968. Börn þeirra eru: 1) Erna (jafnan kölluð Edda innan fjölskyld- unnar), f. 29. jan. 1928, d. 8. maí 2001, eigin- maður Egill J. Stardal, f. 14. sept. 1926, þeirra börn: a) Inga Fanney, f. 10. ág. 1956, b) Jónas, f. 12. feb. 1958, c) Kristrún Þórdís, f. 31. júlí 1960, og d) Egill Örn, f. 27. apríl 1967, d. 5. feb. 1971. 2) Hörður, f. 1. jan. 1930, d. 7. júlí 1996, eiginkona Birna Ágústsdóttir, 20. jan. 1949, þau skildu, börn a) Hörður Ágúst, f. 22. apríl 1967, b) Inga Rún, f. 4. feb. 1969, Reginn Örn, f. 21. júlí 1972, d. 7. sept. 2000. 3) Helga Sigríður, f. 19. mars 1931, eiginmaður Her- mann Hallgrímsson, f. 15. sept. 1928, d. 27. apríl 2001, börn a) Rannveig Helga, f. 20. júlí 1956, b) Jón Ingólfur, f. 28. des. 1961. 4) Ingólfur Gísli, f. 11. nóv. 1941, d. 28. mars 1996, eiginkona Helga Guðmundsdóttir, f. 26. maí 1950, Á bak jólum á þrettándanum sjálfum kvaddi Fanney Gísladóttir kaupkona sitt jarðneska líf og hlaut þá hvíld sem hún hafði lengi og innilega þráð í veikindum sem löm- uðu þrek og getu síðasta ævispöl- inn. Fanney Gísladóttir fæddist í Lokinhömrum árið 1911 og var eitt af mörgum börnum hinna alkunnu merkishjóna sem þar bjuggu, Guð- nýjar Guðmundsdóttur Hagalín og Gísla Kristjánssonar, bónda og skipstjóra. Stóðu því að henni vest- firsk stórmenni og merkisfólk í báðar ættir enda kippti henni sann- lega í kynið með dugnað, framtaks- semi og mannkosti sem einkenndi hana alla tíð meðan þrek og heilsa leyfði. Fanney var skapmikil kona, drenglynd og ákveðin, henni fylgdi aldrei hálfvelgja eða hik og enginn þurfti að velkjast í vafa um skoð- anir hennar á mönnum eða mál- efnum. Hún var algjör bindindis- maður alla ævi og eindreginn fylgjandi jafnaðarstefnunnar í stjórnmálum enda þótt hún léti þau mál ekki mjög til sín taka nema í einkalífi. Fanney gekk kornung í hjóna- band. Eiginmaður hennar var Ing- ólfur Gíslason verslunarmaður og síðar stórkaupmaður og verslunar- eigandi. Ráku þau saman ýmis verslunarfyrirtæki með hannyrðir svo sem prjónastofuna Vestu um allangt skeið. Ingólfur kom víða við í verslunarmálum jafnframt því að hefja tvívegis búskap í sveit, fyrra skiptið á Selalæk á Rangárvöllum þar sem hann setti upp stærðarbú og í seinna sinnið að Fitjakoti á Kjalarnesi þar sem hann byggði upp myndarlegasta kúabú og átti höfuðþátt í koma á fót Kaupfélagi Kjalarnesþings sem enn er rekið í Mosfellsbæ. Samhliða þessum framkvæmdum hóf hann um skeið stórfelldan innflutning á bifreiðum frá Bandaríkjunum, Ísrael og Sov- étríkjunum og stofnaði með öðrum fyrirtækið Bifreiðar & Landbún- aðarvélar. Fanney Gísladóttir var önnur hönd manns síns í þessu starfi öllu, fylgdi honum jafnan fast eftir sem kom sér vel því einmitt meðan á þessum umsvifum stóð brast heilsa Ingólfs svo að hann varð að láta að mestu af þessum störfum. Fluttu þau þá til Reykja- víkur og hættu sveitabúskapnum en þegar Ingólfur fann að heilsu hans hrakaði stofnsettu þau hjón sitt síðasta fyrirtæki hannyrða- verslunina Hof, sem Fanney rak síðan í mörg ár með börnum sínum eftir fráfall Ingólfs manns síns sem dó 1968. Eins og ráða má af því sem hér er ritað var hjónaband þeirra Fanneyjar og Ingólfs hið farsæl- asta og svo samrýmd voru þau meðan bæði lifðu að þar sem annað var þar var hitt líka. Þeim varð sjö barna auðið í hjónabandi sínu, sem öll komust til fullorðinsára og brátt bættust barnabörnin við. Ein helsta gleði Fanneyjar eftir að hún var orðin ekkja var að fylgjast með og hlúa eftir getu að vexti og viðgangi barnabarna sinna, því hún var bæði ættrækin og stolt af sínu vestfirska kyni, enda er þar margt stórmenni að finna eins og sjá má af frásögn- um bróður hennar Guðmundar G. Hagalíns skálds í ævisögu hans og öðrum ritum. Það voru hinsvegar mikil áföll fyrir Fanneyju þegar þrjú af elstu börnum hennar önd- uðust með stuttu millibili fyrir fáum árum og ekki furða þótt henni yrði á að segja að skapara sínum hefði orðið mislagðar hendur að láta sig fjörgamla lifa þessi þungu högg örlaganna. En nú hefur mis- kunnsöm hönd forsjónarinnar leitt hana á vit eilífðarinnar og við sem enn bíðum lokakallsins sendum henni hugheilar þakkir fyrir langar samverustundir og vitum, að rætist sú staðfasta trú hennar á endur- fundi handan djúpsins mikla, verða þar fagnaðarfundir. Egill Jónasson Stardal. Elsku amma Fanney. Það er bæði með sorg og söknuði sem við kveðjum þig í dag. En við erum öll mjög heppin að eiga fullt af góðum minningum um góðar stundir sem við áttum með þér, enda skiptir það mestu máli, því við erum alla ævi að safna minningum með fólki sem við elskum. Ég man þegar ég kom hvern einasta dag í heimsókn til þín í hádeginu, þá kenndir þú mér að prjóna og hekla, svo borðuðum við kjötsúpu með bestu lyst og bökuðum svo vöfflur saman. Amma Fanney var prjóna- kona af guðs náð, hún gat prjónað með lokuð augun og með aðra hönd fyrir aftan bak eða því sem næst. Það má með sönnu segja að við átt- um margar góðar stundir saman og ég mun varðveita þær í hjarta mínu alla ævi. En seinasta árið var svo- lítið erfitt þar sem amma var loks orðin amma gamla, níutíu og tveggja ára að aldri, og það var sárt fyrir okkur öll og ekki síst ömmu. Hún var alltaf glæsileg og sterk, sama á hverju gekk. Amma var svo sannarlega virðingarverð kona sem er núna loks hjá mann- inum sínum heittelskaða og elsku besta pabba mínum, auk Harðar og Eddu, Egils Arnar og Regins og margs annars fólks sem henni þótti vænt um. Að missa einhvern er aldrei gott en með ömmu var þetta smáléttir, hún kemst loks þangað sem hún vildi fara eftir langa og góða ævi. Vertu sæl, elsku amma mín, hafðu það gott og ég bið að heilsa. Þín sonardóttir Fanney Sigrid. FANNEY GÍSLADÓTTIR ✝ Ingi Hjörleifssonfæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörleifur Sigurðs- son, múrarameist- ari, f. 22. desember 1906, d. 8. júní 2000, og kona hans Ástrós Vigfúsdóttir, f. 22. ágúst 1908, d. 5. nóvember 1983. Systkini Inga eru: Þorsteinn Jörundur Hjörleifsson, f. 10. desember 1943, d. 16. apríl 1947; Ásta Hjördís Hjörleifsdótt- 14. september 1987. Hildur Ýr Ásmundsdóttir, f. 17. apríl 1992. 2) Ásta Dóra Ingadóttir, f. 29. maí 1964. Maður hennar er Sverrir Jóhannsson, f. 11. febrúar 1962. Börn þeirra eru: Ólafía Sif Sverr- isdóttir, f. 19. júlí 1990. Stefán Sölvi Sverrisson, f. 22. desember 1998. 3) Ósk Ingadóttir, f. 16. október 1968. Sonur hennar er Alexander Óskarson, f. 21. mars 2002. Seinni kona Inga 30. maí 1985 er Guðrún Ingibjörg Krist- insdóttir, f. 4. desember 1952. Þau skildu 1993. Börn hennar og fósturbörn Inga: Margrét Sigríð- ur Hjálmarsdóttir, f. 24. septem- ber 1973. Hafsteinn Hjálmarsson, f. 10. nóvember 1976. Ingi ólst upp í Reykjavík. Hann vann fjölbreytileg störf svo sem við verslun, sölumennsku og sjó- mennsku. Útför Inga fer fram frá Mos- fellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ir, f. 22. september 1945; Steinþór Hjör- leifsson, f. 10 ágúst 1949. Hinn 6. maí árið 1961 gekk Ingi í hjónaband með Ólafíu Ásmundsdóttur, f. 2. október 1938. Þau skildu árið 1983. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Ásmund- ur Ingason, f. 14. febrúar 1961. Kona hans er Kristín Sig- ríður Friðriksdóttir, f. 1. júní 1963. Börn þeirra eru: Berglind Ósk Ás- mundsdóttir, f. 11. september 1985. Elvar Kári Ásmundsson, f. Mig langar til að minnast Inga Hjörleifssonar okkrum orðum. Hann fæddist í Reykjavík og var elstur fjögurra barna foreldra sinna. Þau urðu fyrir þeirri sorg að sonur þeirra, Þorsteinn, dó af slysförum þriggja ára gamall. Hafði sá atburð- ur sterk áhrif á líf Inga og systur hans, en yngsta barnið var þá ófætt. Hjörleifur, faðir Inga, var múrari og byggði húsið stóra í Sigtúni 31 og þar bjó fjölskyldan á 2. hæð. Ingi gekk í Laugarnesskóla og kynntist þar æskuvini sínum, Guð- birni Tómassyni, og voru þeir trygg- ir vinir alla tíð, en Guðbjörn lést fyrir nokkrum árum. Ingi var hár og grannur, ljós á hár og hörund og fagurlega limaður. Vorið 1958 tók ung stúlka á leigu kjallaraíbúð í Sigtúni 31 og tók að sér að þrífa hjá Hjörleifi og Ástrósu upp í leiguna. Ingi féll fyrir þessari stúlku, tók eitt sinn utan um hana, dreif hana með sér fram í eldhús með skúringafötuna og tuskuna í hönd- unum og kallaði til mömmu sinnar: „Má ég kynna þig fyrir konunni minni!“ Þetta varð að áhrínsorðum, þau giftu sig í maí 1961. Þau bjuggu saman með börnum sínum þremur í tuttugu ár en síðan skildi leiðir. Ingi hóf starfsferil sinn í Verslun Andrésar klæðskera á Laugavegi 3 og vann í mörg ár við verslunarstörf og reyndist eftirsóttur sölumaður hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykjavík. Hann átti auðvelt með samskipti við annað fólk, opnaði faðm sinn fyrir öllum með hlýju og léttleika. Seinna vann hann í Sigöldu og Mjólkárvirkj- un. Það er bjart yfir gömlu árunum okkar. Við vorum ung og hugrökk og ég vil þakka Inga fyrir allt. Hvíli hann í friði. Ólafía. INGI HJÖRLEIFSSON  Fleiri minningargreinar um Fanneyju Gísladóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.