Morgunblaðið - 20.01.2004, Síða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 45
FÓLK
SARA Jónsdóttir og Ragna Ing-
ólfsdóttir féllu úr leik í annarri
umferð alþjóðlega sænska mótsins
í badminton um helgina. Þær unnu
fyrsta leikinn, töpuðu næst fyrir
rússneskum stúlkum sem síðan
töpuðu fyrir pólskum stúlkum.
Þær léku síðan til úrslita í mótinu.
ERNIE Els varði titil sinn á
Opna Sony golfmótinu á Hawaii
um helgina, lék á 18 höggum undir
pari vallarins og hafði síðan betur
í bráðabana við Harrison Frazar.
Þetta er í fyrsta sinn sem einhver
sigrar tvö ár í röð á þessu móti
sem haldið hefur verið í sautján
ár.
STUTTGART og Schalke eru á
höttunum eftir þýska landsliðs-
manninum Dietmar Hamann sem
er samningsbundinn Liverpool til
ársins 2005. Felix Magath, þjálfari
Stuttgart, vill fá Hamann til að
leysa Króatann Zvonomir Soldo
sem hættir eftir tímabilið.
SIGURBJÖRG Ólafsdóttir úr
Breiðabliki bætti stúlkna- og ung-
lingametið í 60 metra hlaupi á
fyrsta stigamóti Breiðabliks í
frjálsum íþróttum sem fram fór í
Fífunni um nýliðna helgi. Sigur-
björg hljóp vegalengdina á 7,66
sek. en gamla metið var 7,71 sek. í
stúlknaflokki og 7,67 í unglinga-
flokki. Þá jafnaði Sigurbjörg met-
ið í flokki 21–22 ára sem Silja Úlf-
arsdóttir í FH setti í síðasta
mánuði.
SUNNA Gestsdóttir, UMSS,
náði góðum árangri í langstökki en
hún stökk 6,11 metra og var aðeins
17 cm frá Íslandsmeti sínu.
JÓN Arnar Magnússon, Breiða-
bliki, sigraði í langstökki og kúlu-
varpi. Hann stökk 7,19 metra í
langstökki og varpaði kúlunni
16,07 metra.
ARSENAL hefur samþykkt að
framlengja lánssamning Jermaine
Pennant við Leeds í einn mánuð til
viðbótar.
ZINEDINE Zidane, franski
landsliðsmaðurinn hjá Real Ma-
drid, meiddist á fæti í leik liðsins
gegn Real Betis á sunnudaginn og
verður hann frá keppni í tvær vik-
ur. Það verður til þess að hann
missir af þýðingarmiklum undan-
úrslitaleik í bikarkeppninni á
Spáni – gegn Valencia.
SANTIAGO Solari frá Argent-
ínu mun taka stöðu Zidane. „Það
er mikill heiður fyrir mig að taka
stöðu leikmanns eins og Zidane,
sem er besti knattspyrnumaður
heims,“ sagði Solari.
ÞAÐ er mikil blóðtaka fyrir
Real að missa Zidane frá í tvær
vikur, en liðið hefur leikið án Dav-
id Beckham, fyrirliða Englands,
sem hefur verið meiddur. Vonast
er eftir að hann verði orðinn góður
fyrir viðureignina við Valencia í
bikarkeppninni.
FRANK von Behren, handknattleiksmaðurinn snjalli frá Gum-
mersbach, hefur dregið sig út úr landsliðshópi Þjóðverja fyrir
Evrópukeppnina sem hefst í Slóveníu á fimmtudaginn. Von Behr-
en, sem er 27 ára og hefur verið fyrirliði liðsins, hefur verið
meiddur meira og minna í vetur. Hann tók þó þátt í lokaundirbún-
ingi Þjóðverja fyrir EM en taldi sig ekki tilbúinn í slaginn þegar á
reyndi – ekki vera í nægilegri leikæfingu.
„Ég fann það á æfingum með landsliðinu að ég gæti ekki sinnt
mínu hlutverki sem skyldi. Ég vil ekki vera með nema ég geti gert
það af fullum krafti,“ sagði von Behren þegar hann tilkynnti
ákvörðun sína.
Heiner Brand, landsliðsþjálfari, kvaðst mjög vonsvikinn og
sagði að von Behren hefði getað spilað varnarleik liðsins af fullum
krafti.
Þetta er áfall fyrir Þjóðverja sem einnig verða án hornamanns-
ins öfluga frá Magdeburg, Stefans Kretzschmars, í Slóveníu.
Þýska handknattleikssambandið tilkynnti á laugardaginn að það
væri endanlega útséð um að Kretzschmar myndi ekki ná sér í
tæka tíð en hann gekkst undir aðgerð á nára 6. janúar sl. Brand
hefur lýst því yfir að ekki sé hægt að fylla skarð Kretzschmars í
liðinu, svo mikilvægur sé hann því.
Þjóðverjar mæta Íslendingum í milliriðli á EM, svo framarlega
sem báðar þjóðirnar komast áfram úr forriðlunum.
Von Behren ekki með
Þjóðverjum á EM
Frank von Behren í leik með Þjóðverjum.
ÞAÐ hefur reynst íslenska lands-
liðinu í handknattleik gott vega-
nesti að leggja Egyptaland að velli
fyrir stórmót á síðustu árum. Fyr-
ir Evrópukeppnina í Svíþjóð 2002
fögnuðu Íslendingar sigri á Egypt-
um á móti í Danmörku, 21:20. Ís-
land hafnaði í fjórða sæti á EM og
tryggði sér þar með rétt til að
leika á EM í Slóveníu.
Fyrir keppnina í Svíþjóð lék
landsliðið sjö landsleiki, vann þrjá,
gerði tvö jafntefli og tapaði tveim-
ur.
Fyrir heimsmeistarakeppnina í
Portúgal 2003 voru Egyptar lagð-
ir að velli á móti í Danmörku,
35:25. Ísland hafnaði í sjöunda
sæti á HM og tryggði sér rétt til
að leika á Ólympíuleikunum í
Aþenu.
Fyrir keppnina í Portúgal lék
íslenska landsliðið sjö landsleiki,
vann þrjá, gerði eitt jafntefli og
tapaði þremur.
Nú fyrir EM í Slóveníu hefur
landsliðið leikið sex landsleiki,
unnið fjóra en tapað tveimur.
Egyptar voru lagðir að velli í móti
í Danmörku, 29:27.
Sigur á Egyptum
gott veganesti
Það var mikið áfall fyrir Svíaþegar þeir náðu ekki að
tryggja sér ÓL-farseðil á heims-
meistaramótinu í Portúgal fyrir ári
síðan. Átta Evrópuþjóðir hafa
tryggt sér ÓL-sæti – gestgjafarnir
frá Grikklandi og sjö efstu þjóð-
irnar á HM í Portúgal – Króatía,
Þýskaland, Frakkland, Spánn,
Rússland, Ungverjaland og Ísland.
Brasilía kemur frá Ameríku,
Egyptaland frá Afríku og Suður-
Kórea frá Asíu.
Erfiður róður í Slóveníu
Svíar segja að róðurinn verði erf-
iður í Slóveníu, þar sem þeir keppa
við landslið Danmörku, Portúgals,
Slóveníu, Serbíu/Svartfjallalands,
ásamt Úkraínu, Sviss, Tékklands og
Póllands um eina lausa sætið á ÓL.
„Þó að við höfum verið sigursælir
á Evrópumótum fram til þessa,
akiprir það ekki máli í Slóveníu,“
sagði Johansson, sem óttast mest
Dani og Serbíumenn í baráttunni
um Ólympíufarseðilinn.
Bengt segir að Danir hafi marga
léttleikandi leikmenn í herbúðum
sínum og þegar þeir ná sér á strik
þá leika þeir handknattleik eins og
hann gerist bestur.
„Danir ætla sér einnig Ólympíu-
farseðil, þannig að það verður hart
barist um farseðilinn. Það má held-
ur ekki afskrifa Serba, sem tefla
fram mörgum reyndum leikmönn-
um – eins og einum besta línumanni
heima, sem er Dragan Skrbic. Þeg-
ar Serbar ná sér á strik eru þeir
óútreiknanlegir,“ sagði Johansson.
Bengt Johansson vantar Ólympíu-
gull í glæsilegt verðlaunasafn sitt
Svíar
ætla sér
á ÓL í
Aþenu
BENGT Johansson, landsliðs-
þjálfari Svía, hugsar aðeins
um eitt þegar hann heldur
með fylkingu sína á Evr-
ópumótið í Slóveníu – það er
að hans menn tryggi sér síð-
asta farseðilinn sem er eftir í
boði á Ólympíuleikana í
Aþenu. Þessi sigursæli þjálf-
ari, sem hefur stýrt sínum
mönnum til sigurs á heims-
meistaramótum og Evr-
ópumótum, vantar aðeins eitt
í glæsilegt verðlaunasafn sitt
– Ólympíugull. Til þess að
draumurinn um ÓL-gullið ræt-
ist, verða Svíar að tryggja sér
farseðil til Aþenu í Slóveníu.
Svíar hafa hefðina með sér –
hafa fagnað sigri í fjórum að
fimm Evrópukeppnum, sem
hafa farið fram.
Thommy Nyhln / SCANPIX
Magnus Wislander er kom-
inn fram hjá Rúnari Sig-
tryggssyni og skorar í leik í
Malmö á föstudaginn, sem
Svíar unnu 29:28.
SLÓVENAR, mótherjar
Íslendinga í fyrstu um-
ferð Evrópukeppninnar
á heimavelli þeirra á
fimmtudaginn, sigruðu
Pólverja tvívegis í æf-
ingaleikjum um helgina
og lögðu þar með loka-
hönd á undirbúning sinn
fyrir keppnina. Leik-
irnir fóru báðir fram í
Ljubljana, höfuðborg
Slóveníu.
Slóvenar höfðu mikla
yfirburði í fyrri leiknum
á laugardaginn og sigr-
uðu, 33:24, eftir að stað-
an var 18:10 í hálfleik.
Þar skoruðu Andrej
Kastelic frá Prule
Ljubljana og Roman
Pungartnik frá Kiel 5
mörk hvor fyrir Sló-
vena, Ivan Simonovic
frá París SG gerði 4 og
þeir Ognjen Backovic
frá Prule, Renato Vugr-
inec frá Celje og Tomaz
Tomsic frá Ivry í Frakk-
landi gerðu 3 mörk
hver. Stórskyttan há-
vaxna Karol Bielecki
skoraði 7 mörk fyrir
Pólverja en þrjú þúsund
áhorfendur sáu leikinn.
Þegar liðin mættust
aftur á sunnudag var
um mun jafnari við-
ureign að ræða. Pólverj-
ar voru yfir í hálfleik,
15:12, en Slóvenar sneru
leiknum sér í hag og
sigruðu, 31:29. Þar skor-
aði Vugrinec 6 mörk
fyrir Slóvena og Simon-
ovic 5, og þá skoruðu
þeir Vid Kavticnik frá
Gorenje, Zoran Lubej
frá París SG og Seba-
stjan Sovic frá Gorenje
4 mörk hver. Þann leik
sáu 1.400 áhorfendur.
Mjög hljótt hefur far-
ið um undirbúning Slóv-
ena fyrir keppnina og
þeir hafa haldið sig á
heimaslóðum allan tím-
ann.
Slóvenar sigruðu
Pólverja tvívegis
DÓMARANEFND Al-
þjóða knattspyrnu-
sambandsins, FIFA, hef-
ur staðfest nöfn íslenskra
milliríkjadómara í knatt-
spyrnu fyrir árið 2004.
Akureyringurinn Jó-
hannes Valgeirsson er
nýr á FIFA-listanum og
kemur hann í stað Braga
Bermanns, sem náði há-
marksaldri FIFA-dómara
á síðasta ári.
Þá kemur Ingvar Guð-
jónsson, Reykjavík, nýr
inn á listann sem FIFA-
aðstoðardómari í stað
Einars Guðmundssonar
sem komst á aldur á síð-
asta ári.
FIFA-dómararnir eru:
Egill Már Markússon
Gylfi Þór Orrason
Jóhannes Valgeirsson
Kristinn Jakobsson
FIFA-aðstoðardóm
arar:
Einar Sigurðsson
Eyjólfur Finnsson
Guðmundur H. Jónsson
Gunnar Gylfason
Ingvar Guðfinnsson
Pjetur Sigurðsson
Sigurður Þór Þórsson
Jóhannes
FIFA-dómari
í stað Braga