Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 25
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 25 Miðbær | „Við vorum búin að ganga með þessa hugmynd dálítið lengi. Við höfum alltaf sótt dálítið í svona bókakaffi þegar við ferð- umst í borgum erlendis, vegna þeirrar stemningar sem samrekst- ur á kaffihúsi og bókabúð býður upp á,“ segir Kristjón Másson, sem á og rekur kaffibókabúðina Bleiku dúfuna ásamt eiginkonu sinni Bjarnheiði Bjarnadóttur. Bleika dúfan var opnuð í desember síðast- liðnum á Laugavegi 21, þar sem hljómplötubúðin Hljómalind var áður til húsa og hefur hún vakið mikla forvitni göngufólks á Lauga- veginum. Í Bleiku dúfunni geta gestir fengið sér kaffi, kökur og annað meðlæti á meðan þeir glugga í for- vitnilegar bækur, allt frá ferða- bókum um Ísland og heimshornin sjö til herramannanna fyrir yngstu kynslóðina. „Við erum yfirleitt með sýn- iseintök af flestum bókum sem fólk getur gluggað í yfir kaffibolla og kynnt sér efnið áður en það kaupir þær. Bækurnar hér verða úr öllum áttum, en við einbeitum okkur mikið að ferðabókum og bókum um ferðalög, enda eru innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn boðnir velkomnir,“ segir Kristjón, en tekur fram að auðvitað vilji þau hjónin fá í heimsókn alla flóruna af kaffihúsagestum. „Það eru ýmsar hugmyndir í gangi varðandi listviðburði og ann- að, en ekkert sem er búið að negla niður. Það gæti verið að það yrðu einhverjir upplestrar, en við ætlum að sjá stemninguna hjá kúnnunum og leyfa þessu að þróast með tím- anum. Það er líka meiriháttar stemning í húsinu og góður kar- akter sem það hefur. Húsið er 110 ára gamalt og á sér mikla og ríka sögu,“ segir Kristjón að lokum. Kaffi-bókabúðin Bleika dúfan selur kaffi og bækur í miðbænum Morgunblaðið/Þorkell Langgerjuð hugmynd: Kristjón Másson, eigandi Bleiku dúfunnar, hefur gaman af bókum og kaffi og skellir því saman á skemmtilegan hátt. Meiriháttar stemning í húsinu Mosfellsbær | Á dögunum var vígður kynningarskápur til kynn- ingar á Steinunni Marteinsdóttur, Bæjarlistamanni Mosfellsbæjar. Í tilefni dagsins ávarpaði Steinunn vígslugesti og færði bæjarfélaginu að gjöf keramiklistaverk ásamt málverki en bæði verkin eru stað- sett í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. List Steinunnar hefur alla tíð borið með sér glímu myndlist- armannsins við náttúruna og nátt- úruöflin. Steinunn hefur miðlað upplifun sinni í gegnum verk og sýningar, jafnframt því að miðla af reynslu sinni og þekkingu með námskeiðum og kennslu í keramik eða leirlist, enda er hún einn af frumkvöðlum listgreinarinnar hér á landi og var einn af stofnfélögum Leirlista- félagsins á Íslandi. Höfuðborgarsvæðið | Amanna- varnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AVH) hefur tekið til starfa og er ráðgert að nýtt starfsskipulag al- mannavarna á svæðinu taki gildi 5. mars næstkomandi. Nefndin kemur í stað þriggja nefnda sem voru lagð- ar niður áður en nýja nefndin kom saman til síns fyrsta fundar. Fyrsta verk nefndarinnar var að kjósa Þór- ólf Árnason borgarstjóra formann og Sigurð Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs, varaformann. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri AVH, segir að mikilvægum áfanga hafi verið náð með stofnun nefndarinnar. „Það hef- ur verið sveitarfélögunum á svæðinu mikið kappsmál að geta starfað sam- an að almannavörnum í einni nefnd og einni aðgerðastjórn. Nú er skipu- lag viðbragðs við hættuástandi allt á einni hendi af hálfu sveitarfélaganna átta með miðstöð í björgunarstöð- inni í Skógarhlíð. Með þessu náum við að einfalda viðbúnaðinn og gera hann miklu skilvirkari,“ segir Hrólf- ur. Starfssvæði AVH nær til sveitar- félaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu, auk Kjósarhrepps. Áður störfuðu þrjár nefndir á svæðinu; sameiginleg nefnd Kjósarhrepps, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarness, al- mannavarnanefnd Kópavogs og sameiginleg nefnd Hafnarfjarðar, Bessastaðahrepps og Garðabæjar. Átján manna nefnd Samkvæmt starfsskipulagi sem sveitarfélögin hafa samþykkt fyrir sitt leyti er AVH skipuð átján fulltrúum. Tveir koma frá hverju sveitarfélagi og er framkvæmda- stjóri þess annar þeirra. Auk þess eiga slökkviliðsstjóri SHS og lög- reglustjórinn í Reykjavík sæti í nefndinni. Í starfsskipulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaráð starfi í um- boði nefndarinnar utan aðgerða. Loks er gert ráð fyrir að sex fulltrú- ar skipi aðgerðastjórn sem starfar bæði í aðgerðum og utan þeirra. Þar eiga sæti fulltrúar lögreglu, tækni- sviða sveitarfélaganna, SHS, svæð- isstjórnar björgunarsveitanna, Rauða kross Íslands og heilsugæsl- unnar. Nýtt fyrirkomulag almannavarna Einfaldari og skil- virkari viðbúnaður Frá fyrsta fundi almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins: Sigurður Geirdal varaformaður, Þórólfur Árnason formaður og Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri nýju almannavarnanefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.