Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 27 INFORMATION MEETING IN ICELAND Date: Monday, February 9 Time: 18.00 – 19.30: MBA (Executive MBA) 19.30 – 20.15: Master of Science (BScB) Venue: Radisson SAS Saga Hotel Reykjavik, Hagatorg BI Norwegian School of Management, one of the leading private business schools in Europe, will be holding an information meeting in Iceland to present its graduate programs: MSc and MBA. Icelandic BI alumni will be present to answer your questions. For those interested, information about the international full time Bachelor of Science in Business(BScB) and part time Executive MBA program will also be available. MASTER OF SCIENCE – TWO YEARS FULL TIME - state of the art knowledge based on cutting edge research (MSc in Business, Financial Economics, Marketing, Organizational Psychology, Business & Economic History) MBA- 11 MONTHS FULL TIME - strategic leadership through international group work (General management MBA with a focus on Leadership, Strategy, Corporate Finance and group work) More information: www.bi.edu study@bi.no Telephone: + 47 22 98 50 50 Ættfræði | Félagar í Ættfræðifélaginu hitt- ast á Bókasafni Reykjanesbæjar mánudags- kvöldið 2. febrúar næstkomandi kl. 20. Allt áhugafólk um ættfræði er velkomið. Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að draga úr hækkun á tveimur liðum fasteignagjalda, það er að segja holræsa- gjaldi og sorphirðugjaldi. Þegar fasteignagjöld Reykjanesbæjar voru ákveðin fyrir áramót breyttist uppbygging hol- ræsagjalds. Var 6.000 kr. fast gjald sem inn- heimt var áður af hverri íbúð sett inn í álagning- arprósentuna. Átti 0,20% gjald að skila sömu tekjum og gjaldskráin gerði áður. Bæjarráð hefur nú ákveðið að lækka prósentuna á íbúðar- húsnæði niður í 0,17%, vegna þess að álagning- arstofn fasteignagjalda hækkaði meira um ára- mót en gert var ráð fyrir. Sorphirðugjald var um áramót hækkað úr 5.300 kr. á íbúð í 6.500 kr. Nú hefur verið ákveð- ið að lækka gjaldið aftur, niður í 4.900 kr. á íbúð, vegna þess að niðurstaða útboðs á sorphirðu varð hagstæðari en miðað var við þegar fjár- hagsáætlun var gerð. Kemur þessi skýring fram í frétt á vef Reykjanesbæjar. Fasteignaskattur og önnur fasteignagjöld sem lögð eru á miðað við fasteignamat hækkuðu um áramót vegna þess að fasteignamat í Reykjanesbæ hækkaði um 15%, þrefalt meira en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Vakin er athygli á þessu í fréttatilkynningu frá skrifstofu Reykjanesbæjar og tekið fram að þetta sé skýr- ingin á hækkun fasteignaskatta í bæjarfélaginu. Dregið úr hækkun fasteignagjalda Keflavík | „Þetta er mjög skemmtilegt verk, sem hentar öllum aldri og ég held að okkur sé óhætt að fullyrða að þetta er fyrsta al- mennilega barnaleikritið, að minnsta kosti í langan tíma,“ sögðu áhugaleikararnir Atli Sigurður Kristjánsson og Alexandra Ósk Sig- urðardóttur um leikritið „Með álfum og tröll- um“ sem Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í Frumleikhúsinu í Keflavík í dag klukkan 15. Barnaleikritið „Með álfum og tröllum“ fjallar um ungan dreng, Jóakim, sem fær að gjöf ævintýrabók en dregst inn í ævintýrið við fyrsta lestur. Þar með hefst bráð- skemmtileg og lifandi atburðarás og áður en yfir lýkur hefur Jóakim komist í kynni við álfa og tröll, hirðfífl, konung og prinsessu, svo einhverjar persónur séu nefndar. Tveir af leikurum sýningarinnar, þau Atli Sigurður Kristjánsson, sem leikur Jóakim og Alexandra Ósk Sigurðardóttir, álfur og tröll, fullyrða að hér sé bráðskemmtilegt barna- leikriti á ferð, jafnvel það besta hjá Leik- félagi Keflavíkur. „Kosturinn við þessa sýn- ingu er að hún hentar börnum frá tveggja ára aldri og alveg upp úr. Fullorðnir hafa ekki síður gaman af því, enda er í því húmor fyrir alla. Leikfélagið hefur sýnt fleiri barna- verk, bæði Oliver Twist og Línu Langsokk, en við teljum að þetta henti breiðari ald- urshóp.“ Þau hafa bæði nokkra reynslu af sviðsleik og hafa starfað með Leikfélagi Keflavíkur um árabil, í góðum félagsskap, að þeirra sögn. Þau segjast bæði hafa mikinn áhuga á leiklist og útiloka ekki að feta leiklistarbraut- ina. Gera allt sjálf Verkið, sem er eftir sænska leikarann og leikritaskáldið, Staffan Westerberg, hefur að- eins einu sinni verið sýnt á íslensku sviði áð- ur, að Steinn Ármann Magnússon, leikari og leikstjóri verksins, telur. „Það var þegar ég var á þriðja ári í Leiklistarskóla Íslands og sjálfur lék ég karlinn í kassanum og hirðfífl. Við vorum átta sem skiptum með okkur hlut- verkunum, en núna eru leikarar þrettán og flestir þeirra bregða sér í tvö hlutverk,“ sagði Steinn Ármann í samtali við blaða- mann. Steinn Ármann hefur áður leikstýrt hjá Leikfélagi Keflavíkur, árið 2001 þegar félagið setti Bar Par á svið. Atli Sigurður sem fer með aðalhlutverkið í „Með álfum og tröllum“ fór einnig með aðalhlutverk í Bar Par og er því að leika í annað sinn undir stjórn Steins Ármanns. Það er á honum að heyra að það sé skemmtileg reynsla. Steinn Ármann dregur enga dul á það að hann er ánægður með hópinn og í honum sé margur efnilegur. „Þetta eru mjög duglegir og kraftmiklir krakkar og þau hafa hannað umgjörina að mestu leyti sjálf. Ég fékk að vísu vin minn, sem er leikmyndahönnuður, til að teikna leikmyndina upp í grófum dráttum en þau sáu svo alfarið um að búa hana til og einnig búningana,“ sagði Steinn Ármann og á einn vegginn í sýningarsalnum hafa vinnu- teikningarnar verið hengdar upp. „Hér er góður efniviður og héðan hafa margir farið í áframhaldandi leiklistarnám. Þau sem byrja snemma ná sér í góða reynslu og það hefur sýnt sig að sá hópur starfar einna lengst,“ sagði Steinn Ármann og lofar góðri skemmtun. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í dag barnaleikritið Með álfum og tröllum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Með álfum og tröllum: Allskyns ævintýrafígúrur stökkva út úr bók Jóakims í barnaleikritinu. Leikararnir þrettán eru á aldrinum 15 til 25 ára. Atli Sigurður Kristjánsson sem leikur Jóakim er þriðji frá hægri í neðri röð og Alexandra Ósk Sigurðardóttir stendur beint fyrir aftan hann. Stykki með húmor fyrir alla    Sandgerði | Komið var með tvö sérstæð dýr í Fræðasetrið í Sandgerði sama daginn, ýsu- hvítingja og lifandi fiðrildalirfu. Náttúrustofa Reykjaness og Rannsóknastöð Háskóla Íslands eru í Fræðasetrinu í Sand- gerði og þangað er oft komið með furðuskepn- ur. Nýlega kom maður með rauðleita ýsu sem mun teljast hvítingi þrátt fyrir litinn. Ýsan kom í netin hjá Von. Hvítingjar eru þekktir í dýraríkinu og hvít ýsa hefur áður veiðst. Sama dag kom Rúnar Friðriksson með lif- andi fiðrildalirfu sem borist hafði með flutn- ingavagni frá Ameríku. Lirfan er um tveir og hálfur sentímetri á hæð og með átta fætur. Hún var spræk og fór hratt yfir. Sveinn Kári Valdimarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, skoðaði lirfuna og sagði að hún líktist Isabella Tiger. Sú tegund lifir á fífla- blöðum. Lirfan var sett í kæli og ætlunin er að láta hana liggja í dvala þar til fífill fer að vaxa. Þegar hún klekst út geta menn betur áttað sig á hvaða tegund um er að ræða. Hvít ýsa og fiðrildi frá Ameríku Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.