Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 32
DAGLEGT LÍF 32 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ snjókeðjur fyrir vörubíla og vinnuvélar Dalvegur 16a • 201 Kópavogur Sími 544 4656 • Fax 544 4657 Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4   Okkar v insælu f lugukas tnámskeið hef jas t í febrúar. Innritun og upplýsingar í síma 585-5860 og á heimasíðu www.namsfl okkar.hafnarfjordur.is 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Það hefur verið vaxandi eft-irspurn eftir grænmet-isfæði sem er ástæðan fyrirþví að við ákváðum að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð grænmetisrétta,“ segja þau Val- entína Björnsdóttir og Karl Eiríks- son sem nýlega stofnuðu fyrirtækið Móðir náttúra. Þau bjóða upp á grænmetisrétti fyrir mötuneyti sem vilja bjóða upp á slíkan valkost með hefðbundnum heimilismat og segja að viðtökurnar hafi verið vonum framar. „Við komumst líka fljótt að því að það var spurt eftir grænmetisréttum í matvöruverslunum og hófum því framleiðslu á tilbúnum réttum sem hægt er að kaupa um leið og annað er keypt í matinn. Melabúðin hefur þeg- ar verið með rétti frá okkur í sölu frá áramótum og Fjarðarkaup hefja sölu á þeim eftir helgi.“ Fram til þessa hefur verið hægt að fá rétti í kjötborði Melabúðarinnar á við hnetusteikur, samósur, tortillur, grænmetisbuff og spínatbuff og á næstunni bætast fleiri réttir við. „Við leitumst við að nota lífrænt hráefni þegar kostur er og auð- vitað leggjum við áherslu á að nota íslenskt hráefni. Það er einfaldlega vegna þess að ís- lenskt grænmeti er svo gott.“ Valentína segir að vaxandi eft- irspurn eftir grænmetisréttum hald- ist í hendur við aukna meðvitund Ís- lendinga um að hreyfa sig og borða holla fæðu. „Það hefur orðið gífurleg bylting í þessum málum á undanförnum árum og það eru ekki lengur sérvitringar sem borða grænmetisfæði heldur virðast þeir sem borða bæði kjöt og fisk sækjast í að hafa grænmetisrétti á borðum hjá sér af og til. Þetta er orðið spennandi val- kostur enda hægt að leika sér á óteljandi vegu með grænmeti og krydd af ýmsum toga og baunir, korn og ávexti. Karl og Valentína eru með mötuneyti fyrir staðarmenn í Gufunesi og segjast hafa verið að fikra sig áfram á starfsfólkinu þar og bjóða því græn- metisrétti einu sinni í viku. „Okkar fólk hefur tekið þessum réttum af- skaplega vel og sýnir því áhuga að fá slíkan valkost.“ En þau láta ekki þar við sitja og bjóðast til að taka að sér veislur og eru að byrja með mat- reiðsl- unámskeið. „Við ætlum að bjóða námskeið sem eru sérsniðin að þörfum matráða í mötuneytum og síðan verðum við einnig með nám- skeið fyrir almenning sem vill spreyta sig með grænmetisfæði heima í eldhúsi.“ Þegar Valentína er spurð hver sé galdurinn að baki því að búa til góða grænmetisrétti segir hún að for- sendan sé gott hráefni en svo hæfi- lega mikið kæruleysi og að sleppa sér aðeins í eldhúsinu og leika sér. Karl og Valentína hafa bæði lengi unnið við matargerð og þegar þau voru beðin að gefa lesendum upp- skrift að þríréttaðri máltíð þar sem hvorki kjöt né fiskur koma við sögu brugðust þau vel við. Fylltar paprikur 5 stórar paprikur 3 sneiddir rauðlaukar 3 kramin hvítlauksrif 2 sneiddar gulrætur ½ blómkálshaus 4 sneiddir sveppir 1 niðurskorið fennel 1 dós niðursoðnir heilir tómatar 2 msk söxuð steinselja 1 lúka saxað kóríander ½ msk oregano ½ tsk cummin fræ ½ tsk kóríander fræ 1 msk herbamare krydd 3 msk sítrónusafi 2 bitar saxað 70% suðusúkkulaði ¼ tsk heitt ítalskt pít- sukrydd Steikið rauðlauk og hvítlauk á vel heitri pönnu þannig að laukurinn brúnist vel. Takið laukinn af pönn- unni. Steikið þá gulrætur og fennel og bætið við sveppum á pönnuna. Þá eru fræin steikt í um mínútu í einu horni pönnunnar og að því búnu er tómöt- um bætt á pönnuna og lauknum sem búið var að steikja. Að lokum er kryddinu bætt út í og súkkulaðinu. Sjóðið saman í um 5 mínútur. Kljúfið paprikurnar í tvennt eða hafið þær heilar og hreinsið úr þeim fræin. Setjið fyllinguna í paprikurnar og bakið í 20 mínútur við 180 gráðu hita. Kartöflusúpa með sperg- ilkáli og parmesanosti 600 g hráar kartöflur, flysjaðar og skornar í teninga 2 l vatn 1⁄3 blaðlaukur skorinn í sneiðar 1½ msk plantaforce grænmet- iskraftur eða annar grænmet- iskraftur ½ tsk timian svartur pipar eftir smekk múskat á hnífsoddi parmesanostur spergilkál 2 dl rjómi Kartöflurnar eru soðnar með kryddi og lauk í 10 til 15 mínútur og síðan maukaðar með töfrasprota í vatninu eða síaðar og settar í mat- vinnsluvél og maukaðar þar og bætt aftur út í vatnið. Látið sjóða aðeins áfram og síðan er spergilkálinu bætt í undir lokin, þá rjómanum og að lokum parmesanosti stráð yfir þegar súpan er komin í súpuskálina. Salat 4–5 tómatar, skornir í báta 1 appelsína, skorin í bita ½ dós niðursoðnar nýrna- baunir án safa 1 lítil lárpera (avocado) safi úr lime ½ saxaður rauðlaukur 3 msk saxað kóríander 5 söxuð myntublöð (má sleppa) ferskur chili eftir smekk ½ bolli fínt söxuð steinselja 3 msk ólífuolía herbamare eftir smekk svartur pipar eftir smekk Öllu blandað saman í skál. Mangóís 500 g frosið mangó (fæst m.a. í Grip- ið og greitt og í Melabúðinni) ½ dl mangósafi 3 msk hlynsíróp 1½ dl rjómi (ekki þeyttur) Mangóið er maukað í mat- vinnsluvél og síðan er sírópi og safa bætt saman við. Rjómanum er í lokin bætt í hægt og rólega og þá er ísinn tilbúinn til neyslu. Borinn fram með ferskum ávöxtum.  MATARKISTAN| Bjóða tilbúna grænmetisrétti, halda námskeið og sjá um veislur Gott hráefni og mátulegt kæruleysi Það er hægt að leika sér með grænmeti og krydd á óteljandi vegu segja þau Valentína Björns- dóttir og Karl Eiríksson um leið og þau töfra fram þríréttaða veislumáltíð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson: Eiga fyrirtækið Móðir náttúra. Kartöflusúpa: Með spergilkáli og parmesanosti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Paprikur: Fylltar með grænmeti og kryddi og bornar fram með salati. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mangóís: Með ferskum ávöxtum. gudbjorg@mbl.is Spínatbuff, samósur og hnetusteikur eru meðal rétta sem fást nú tilbúnir í matvöruverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.