Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A ð undanförnu hefur aukist umræða um innleiðingu skólagjalda í háskólum hér á landi. Nemendum á há- skólastigi hefur fjölgað mikið á síðustu árum sem leitt hefur til aukinna útgjalda fyrir ríkissjóð og hafa stjórnvöld ekki greitt sumum háskólum fyrir hluta þessarar aukningar. Þessi staða veldur þessum háskólum verulegum rekstr- arvanda sem vandséð er hvernig leysa má. Í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar er ekki fjallað um skólagjöld og athygli vekur að þar er nánast eingöngu fjallað um menntamál í samhengi við jafn- rétti til náms. Stjórnvöld hafa hins vegar í nokkur ár heimilað einkaháskólum, Há- skólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskól- anum Bifröst, að innheimta skólagjöld en ríkisháskólar hafa ekki samsvarandi heimild. Sú mismunum að heimila sumum háskólum að innheimta skólagjöld og öðr- um ekki er óviðunandi. Áður hefur verið bent á að færu háskólar á vegum ríkisins að innheimta skólagjöld í öllum fræði- greinum í líkingu við það sem gerist hjá einkaháskólum hér á landi jafngilti það aukningu á beinni eða óbeinni skattheimtu sem næmi 2 til 3 milljörðum króna á ári. Hér er um að ræða upphæð sem slagar hátt upp í fjárveitingu ríkissjóðs til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) á þessu ári. Allir sjá að slík kúvending getur ekki átt sér stað án frekari ígrundunar og um- ræðu í þjóðfélaginu. Fjármögnun háskólakerfisins er í kreppu og finna þarf á því lausn sem tryggir rekstrargrundvöll þess en verndar jafnframt það jafnrétti til náms sem áunn- ist hefur. Eftirfarandi eru nokkrar hug- myndir um hvernig taka megi upp skóla- gjöld í völdum greinum á háskólastigi án þess að jafnrétti til náms sé verulega ógn- að. Í fyrsta lagi gefi stjórnvöld út þá yf- irlýsingu að skólagjöld verði almennt ekki reglan í fyrri hluta háskólanáms, þ.e. BA, BEd. og BS námi. Á þessari reglu verði nokkrar takmarkanir. Nemendur sem einu sinni hafa lokið fyrri hluta háskóla- náms verða krafðir um skólagjöld ef þeir ætla að bæta við sig annarri háskólagráðu sem telst til fyrri hluta háskólanáms. Rök- in fyrir þessari tilhögun eru þau að hér væri um endurmenntun að ræða og hefð er fyrir að einstaklingurinn sjálfur eða vinnuveitandi hans standi straum af henni. Einkaháskólum verði áfram heimilt að innheimta skólagjöld og jafnframt verði ríkisháskólum heimilað að innheimta skólagjöld í sömu greinum og einkahá- skólar gera. Hér er einkum um að ræða lögfræði, viðskip Í öðru lagi ver að innheimta sk nám til meistara Rökin fyrir því a ir framhaldsnám stjórnvöld telja aflögu að slíkt n myndarskap og Fyrir framtíð líf félags er uppbyg þær rannsóknir slitaatriði. Fjölm menn hafa farið Bretlands og gr gjöld á þeim kjö sín lán. Það er a að þeir hafa tali viðbótarmenntu greiða hana dýr þeirra sem lokið mörgum tilvikum greiðslum lána v meginreglu að i framhaldsnáms anir. Þannig gæ námi í fámennum fjárhagslegur áb óviss, e.t.v. verið um og stjórnvöl tryggðu fjármög um hætti. Í þriðja lagi þ Skólagjöld og jafnrétti til náms Eftir Þorstein Gunnarsson ’ Fjármögnun há-skólakerfisins er í kreppu og finna þarf á því lausn sem tryggir rekstrargrundvöll þess en verndar jafnframt það jafnrétti til náms sem áunnist hefur. ‘ Í umræðum undanfarna daga og mánuði um hernaðaríhlutunina í Írak mætti stundum draga þá ályktun af málflutningi sumra að hún hafi átt sér stað í sögulegu tómarúmi og verið bráðræðisaðgerð. Þeir sem þekkja sögu Saddams Hussein og stjórnar hans vita betur. Jafnvel þegar þessi langi aðdragandi er hafður í huga eru stjórnvöld þeirra ríkja sem létu til skara skríða gagnrýnd og þau sökuð um að hafa fóstrað einræðisherrann í upp- hafi. Það væri nær lagi að benda á þetta sem dæmi um langlundargeð vestrænna lýðræðisríkja og vilja þeirra til að fara að alþjóðalögum. Þá eru Bandaríkin og Bretland öðrum fremur sökuð um að hafa átt viðskipti við Írak á valdatíma Saddams Hussein fyrir daga viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóð- anna en staðreyndin er sú að stærstu við- skiptaaðilar einsræðisherrans voru m.a. þau ríki sem hvað ákafast lögðust gegn hernaðaríhlutun. Það hefur ávallt verið ljóst að ástæður þess að gripið var til vopna gegn stjórn Saddams Hussein voru margþættar. Grunurinn um gereyðingarvopnaeign íraskra stjórnvalda réð miklu en fleira kom til. Allt atferli stjórnar Saddams Hussein var ógnun við alþjóðlegan og svæðisbundinn frið og stöðugleika. Ítrek- aðar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna voru virtar að vettugi og Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni og vopnaeftirlitsmönnum samtakanna tor- velduð störf. Svívirðileg og kerfisbundin mannréttindabrot voru framin allt þar til ógnarstjórnin féll. Haft var í hótunum við nágrannaríki og neitað að upplýsa um ör- lög fjölda Kúvæta og Írana sem týndust í innrásum Íraka. Allar viðvaranir virtar að vettugi Samfélag þjóðanna stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að ábyrgðarlaus einræð- isstjórn gaf því langt nef. Írösk stjórn- völd stóðu hvorki við vopnahlésskil- málana frá 1991 né hlíttu fjölda ályktana öryggisráðsins á þeim tólf árum sem síð- an liðu. Í sögulegri ályktun nr. 1441 frá 8. nóvember 2002 var sérstaklega vísað til 10 fyrri ályktana ráðsins um Írak og þar- lendum stjórnvöldum á þeim grundvelli gefið lokatækifæri til að sýna fram á að öllum gereyðingarvopnum hefði verið eytt. Það tækifæri var ekki notað með trúverðugum hætti. Það er staðreynd að gereyðing- arvopnin voru til en enginn veit enn hvað orðið hefur um þau. Ef stjórn Saddams Hussein hafði hreinan skjöld í þessum efnum, eins og nú er haldið fram, hvers vegna kaus hún þá ekki samstarf við Al- þjóðakjarnorkumálastofnunina og vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna heldur vísaði eftirlitsmönnum meira að segja úr landi? Það er eitthvað í þessu sem kemur alls ekki heim og saman. Oft hefur verið spurt hvort ekki hafi verið önnur úrræði, m.a. hvort ekki hefði átt að gefa vopnaeftirlitsmönnunum lengri tíma. Þetta er alltaf matsatriði – og matið yfirleitt auðveldara eftir á – en á móti má spyrja hvenær átti þolinmæði al- þjóðasamfélagsins að þrjóta? Margir þeir sömu sem voru afdráttarlausir andstæð- ingar hernaðaríhlutunar voru jafnframt ákafir gagnrýnendur viðskiptaþvingana og hver voru þá þeirra úrræði? Vænt- anlega að tala um fyrir Saddam Hussein í umvöndunartón eða að láta hann af- s h á a Í lý í a h ó s lý þjónustum mar Bandaríkjanna ollu þungum áh löngu áður en n Bandaríkjunum völdum. Þá má vopnaeftirlits S festu þennan gr að stjórnvöld he aldar hafi vísvit þessu samband ásökun og fær h voru stjórnvöld hreinsuð af slík tons lávarðar, e slíku fram, harð ekkert renni sto ingar. Ákvörðun Íslensk stjórn fyrir auðveldri Annars vegar g gildi og grundv lýðræðisríkja m aðaríhlutun og h langa og lofsver með því að hald íhuguðu máli ák erfiðari leiðina v framkalla gagn um að það væri kringumstæður lokaspretti kosn iskosningarnar Staðan í Írak Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Ef stjórn Saddams Husseinhafði hreinan skjöld í þessum efnum, eins og nú er haldið fram, hvers vegna kaus hún þá ekki samstarf við Alþjóðakjarnorku- málastofnunina og vopnaeft- irlitsmenn Sameinuðu þjóðanna heldur vísaði eftirlitsmönnum meira að segja úr landi? ‘ HINIR MINNI MÁTTAR Hvers vegna er aldrei hægt aðráðast í niðurskurð á Land-spítala – háskólasjúkrahúsi án þess að ráðast á þá sem eru minni máttar? Það gerist ekki í fyrsta sinn nú, þótt aðstaða fjölfatlaðra einstak- linga, sem hafa notið endurhæfing- arþjónustu á endurhæfingardeild sjúkrahússins í Kópavogi, hafi vakið meiri athygli en annað sem hefur gerzt á spítalanum af áþekku tagi. Hvernig stendur á því, að ekki er hægt að láta tiltölulega fámennan hóp fólks sem notið hefur skjóls á þessum ágæta spítala í friði? Þessir einstaklingar þurfa ekki sízt á því að halda að ákveðin festa ríki í lífi þeirra. Að þeir séu ekki fluttir fram og aftur á milli húsa á vegum spít- alans og lífsmunstri þeirra raskað aftur og aftur. Hvernig stendur á því, að þáttur í sparnaðarráðstöfunum stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss er nánast alltaf að flytja þetta fólk til, fram og til baka? Það getur ekki ver- ið að þjóðin hafi ekki efni á því að sjá þessum einstaklingum fyrir mann- sæmandi þjónustu. Það getur ekki verið að það sé óhjákvæmilegt að láta niðurskurð bitna á þeim sem minnst mega sín. Þetta er ekki spurning um krónur og aura. Þetta er spurning um afstöðu. Nú ríkir fullkomin óvissa um þjón- ustu við 32 fjölfatlaða einstaklinga sem hafa fengið ákveðna þjónustu í Kópavogi. „Ég er með sorg í hjarta yfir því að þetta skuli vera gert ...,“ segir Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á endurhæfingardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Kópavogi. Það er óskiljanlegt að stjórnendur spítalans skuli grípa til uppsagna og ákveða lokun áður en þeir eru búnir að finna aðra leið til þess að veita þessum fjölfötluðu einstaklingum viðunandi þjónustu. Hvað eiga þessi vinnubrögð að þýða? Guðný Jónsdóttir segir ennfrem- ur: „Hér hafa búið einstaklingar með meðfædda fötlun og einnig áunna eins og t.d. vegna slysa eða veikinda. Það er allt í lagi að endur- lífga fólk eða bjarga því úr slysum og halda því á lífi. En síðan er spurn- ingin til hvers er lifað? Þetta er spurning um lífsgæði og þjónustu- stig. Þetta er spurning um að þau fái að lifa mannsæmandi lífi.“ Mál af þessu tagi á ekki að þvæl- ast fyrir stjórnendum spítalans. Þeir eiga að draga uppsagnir til baka og falla frá ákvörðun um lokun þess- arar deildar. Það er áreiðanlega hægt að finna sparnaðarleiðir á ein- hverjum öðrum stað en þeim þar sem eru einstaklingar sem geta enga björg sér veitt. Stjórnendur Landspítala – há- skólasjúkrahúss og Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra eiga ekki að draga þessa ákvörðun á langinn. Þeir eiga að taka hana núna um þessa helgi og létta þar með óvissu af þessu fólki og aðstandendum þess. TRÚVERÐUGLEIKI BBC Breska ríkisútvarpið, BBC, hefurfengið stuðning víða á Bretlandi eftir þá útreið sem stofnunin fékk í skýrslu Huttons lávarðar um dauða vísindamannsins Davids Kellys. Bresk dagblöð hafa hæðst að skýrsl- unni, sem hafi hvítþvegið Blair, og viðbrögð almennings virðast vera á þá lund að BBC eigi ekki að láta deigan síga, heldur halda áfram að veita stjórnvöldum aðhald í fréttaflutningi. Engu að síður hafa Gavyn Davies stjórnarformaður og Greg Dyke, yf- irmaður BBC, sagt af sér og í gær lagði Andrew Gilligan, fréttamaður- inn sem hleypti öllu fárinu af stað, fram uppsögn sína. Vitaskuld á ekki að krefjast þess að breska ríkisút- varpið setji skottið á milli fótanna vegna þessa máls, en það er hins veg- ar jafn ljóst að þetta mál hefur afhjúp- að alvarlega bresti í vinnubrögðum stofnunarinnar og dregið úr trúverð- ugleika hennar. Þegar frétt Gilligans, þar sem stað- hæft var samkvæmt heimildum að stjórn Tonys Blairs hefði reynt að gera skýrslu um vígstöðu Saddams Husseins „meira æsandi“ en efni stóðu til og sagt að fullyrðingu um að Írakar gætu beitt efna- eða sýkla- vopnum með 45 mínútna fyrirvara hefði verið bætt við skýrsluna, þvert á vilja yfirmanna þeirra stofnana sem fara með njósnir og söfnun upplýs- inga, var send út 29. maí 2002 hafði enginn yfirmaður hans farið yfir hana. Ekki hafði verið farið ofan í það hvaða heimildir Gilligan hefði fyrir fréttinni; hversu trúverðugar þær væru; hvort viðkomandi heimildarmaður hefði þá stöðu í kerfinu að hann hefði yfirsýn til að geta staðið við slíkar fullyrðing- ar; hvort framsetning Gilligans á heimildum sínum fengi staðist. Þetta er með ólíkindum þar sem stjórnvöld eru í fréttinni sökuð um að hafa vísvit- andi farið með rangt mál í því skyni einu að draga almenning á asnaeyrum út í stríð við erlent ríki. Þetta mál snýst ekki um það hvort BBC hefði átt að fylgja málinu eftir eða láta það ógert. Þetta mál varðar ekki ritskoðun. Það snýst um þann skort á ritstjórn, sem virðist ríkja inn- an veggja stofnunarinnar. Gilligan vakti máls á fullkomlega lögmætum spurningum. Hefði allt verið með felldu mætti ætla að Gilligan hefði far- ið yfir það, sem hann hefði í höndum, með fréttastjórum og ritstjórum. Eðlilegt framhald hefði verið að ákveða að rannsaka þetta eldfima mál nánar. Fréttin fór hins vegar beint í loftið og einn virtasti fjölmiðill heims stendur laskaður eftir. Það er engin ástæða til annars en að ætla að BBC muni jafna sig eftir þetta áfall, en rækileg endurskoðun þeirra vinnu- bragða, sem þar hafa verið viðhöfð, hlýtur nú að taka við. BBC hefur þá sérstöðu að um allan heim reiðir fólk sig á fréttaflutning þess og á það meira að segja við um umfjöllunina um þetta mál. Breska ríkisútvarpið skuldar hlustendum sínum að gripið verði til aðgerða, sem fyrirbyggja að þau vinnubrögð, sem nú hafa skekið undirstöður stofnunarinnar, endur- taki sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.