Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Baldur Kristins-son fæddist í Vestmannaeyjum 13. desember 1927. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestmanna- eyja 25. janúar síðast- liðinn. Hann var sonur hjónanna Kristins Gíslasonar, f. 2.7. 1898, d. 20.5. 1977, og Margrétar Gestsdóttur, f. 19.6. 1903, d. 17.12. 1956. Systkini Baldurs eru Sigríður Jóna og Gísli Gunnar. Baldur kvæntist 25.12. 1950 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Engilráð Birnu Ólafsdóttur frá Siglufirði, f. 9.12. 1927. Foreldrar hennar voru Ólafur Eiríksson, f. 24.6. 1897, d. 16.12. 1985, og Friðrikka Björns- dóttir, f. 14.9. 1900, d. 3.2. 1990. Uppeldisbörn þeirra eru: 1) Júlía Bergmannsdóttir, f. 10.6. 1963, gift Jóhanni Frey Ragnarssyni, f. 13.8. 1965. Börn þeirra eru: Berg- lind, f. 27.3. 1986, og Ragnar Þór, f. 5.10. 1988. 2) Sigurður Smári Benónýsson, f. 14.11. 1972, sam- býliskona hans er Sigríður Lára Andr- ésdóttir, f. 29.10. 1977. Barn þeirra er Frans, f. 28.5. 1999. Baldur og Birna bjuggu fyrst á Herj- ólfsgötu ásamt fjöl- skyldu Baldurs en byggðu sér hús að Brekkugötu 13 og voru þar stærstan hluta af sinni sambúð. Baldur var lengi við búðarstörf og sem bíóstjóri hjá Helga Ben. Hann útskrifaðist úr Vélskólanum 1950. Lengstan hluta ævinnar starfaði hann sem verkstjóri í Gú- anóinu. Útför Baldurs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku Baldur minn er fallinn frá. Þó að þú hafir verið orðinn 76 ára hefði ég viljað fá að hafa þig lengur en það er margs að minnast frá okk- ar samverustundum í gegnum árin. Ég var víst ekki nema tveggja ára þegar ég byrjaði að hlaupa til ykkar í heimsókn. Mín fyrsta minning um þig er þegar ég var fimm ára. Þá gáf- uð þið mér rautt þríhjól. Það stóð uppi á palli í tröppunum á Bekkugöt- unni. Ég var ofsalega ánægð og sagði við þig og Biddu: „Ég kyssi ykkur á sunnudaginn,“ en ég var víst ekkert mikið fyrir að kyssa þá og reyndi alltaf að sleppa við það. Við spiluðum oft saman á spil og ég var að kenna þér rommí en sagði þér ekki allar reglurnar strax þannig að ég vann þig og sagði svo hvað mætti gera. Það var nú líka ótrúlega gaman að kitla þig og það voru fleiri en ég sem höfðu gaman að því og voru systur Biddu ansi duglegar við það og ég man oft eftir þegar þú og mamma mín hlupuð á eftir hvort öðru og hlóguð og létuð eins og krakkar. Ég og systkini mín vorum alltaf mikið hjá ykkur Biddu því það voru ekki nema tvö hús á milli okkar. Ég skildi það þegar ég var orðin svolítið eldri að ég var alltaf sérstök hjá þér og Biddu og þú máttir aldrei sjá neitt aumt hjá mér, þá vildir þú hjálpa til. Ég og fjölskylda mín áttum svo sann- arlega eftir að upplifa alla þína góð- mennsku og hjálpsemi seinna meir. Þú hafðir líka lúmskt gaman af þegar ég var að ráðskast með þig bæði sem barn og seinna þegar ég var orðin fullorðin. Þið eignuðust aldrei nein börn en það var alltaf mikið af börnum í kringum ykkur. Ég var eitt af þess- um börnum sem varð ykkur sem dóttir seinna meir. Örlögin æxluðust þannig að á tí- unda ári mínu kom eldgos hér í Eyj- um og foreldrar mínir ákváðu að flytja ekki aftur til Eyja og settust að í Keflavík. Ég var alveg hrikalega ósátt við það og lét öllum illum látum þangað til ég fékk að fara til Eyja. Ég var tólf ára þegar ég kom fyrst í heimsókn til ykkar eftir gos nokkur sumur eftir það, kláraði samt grunn- skólann í Keflavík. Á sautjánda ári mínu ætlaði ég að taka frí eina önn í skólanum, flutti til ykkar og fór að vinna í fiski. Ég er enn í þessu fríi því það var svo gaman í Eyjum. Ég náði mér í mann frá Eyjum sem þið reyndar þekktuð nokkuð vel því hann bar út Vísi hjá ykkur í mörg ár. Þú og Jói maðurinn minn náðuð strax vel saman og strídduð hvor öðrum alltaf. Elsku Baldur minn, þú hefur alltaf verið eins og pabbi minn enda ákvað ég þegar ég átti fyrsta barnið mitt að þið yrðuð kölluð afi og amma, þau urðu svo fleiri börnin sem áttu eftir að kalla ykkur afa og ömmu. Þú áttir nú ansi erfitt þegar ég fæddi Berg- lindi og gekkst um gólf eins og óður maður því þú fannst svo til með mér og gast ekkert gert til að hjálpa mér. Sagan endurtók sig því börnin mín Berglind og Ragnar Þór voru líka um tveggja ára þegar þau fóru að hlaupa niður á Brekkugötu til ykkar því við vorum flutt á heimaslóðir í Ill- ugagötu. Ég veit líka að þau hafa veitt ykkur ómælda gleði í gegnum árin. Þið hafið séð um börnin okkar í mörg ár en þeim þótti alltaf svo gott að skreppa úr skólanum í mat til ykk- ar. Þú og Ragnar Þór áttuð góðar stundir saman sl. ár. Ég, Jói og börn- in okkar höfum verið svo lánsöm að fá að njóta þín og Biddu öll þessi ár því alltaf voru þið tilbúin að passa börnin, hjálpa okkur, lána okkur bíl- inn og keyra okkur. Þið tókuð að ykkur annað systurbarn Biddu, Sigga Smára, eftir að ég var farin að búa en hann kom einnig til að vinna og stóð til að hann yrði í þrjá mánuði en þú varst ekki lengi að redda hon- um samningi á smíðaverkstæði. Hann fór ekkert og innréttaði allan kjallarann þinn, þannig að þið eign- uðust bæði dóttur og son. Þú varst nú reyndar frægur fyrir að redda mörgum um ýmislegt ef það var leit- að til þín. Sumarbústaðurinn ykkar sem þið eignuðust á seinni árum ásamt for- eldrum mínum hefur verið ykkar líf og yndi sl. ár. Þær voru margar stundirnar sem þú varst að brasa við að stækka og breyta ásamt pabba mínum, bera spýtur, klippa tré, brasa í rotþrónni sem var nú ansi oft. Þú varst aðalgrillarinn og þér fannst nú ekkert leiðinlegt þegar var fjör og það var fengið sér í eitt glas í góðra vina hópi. Þú varst manna kátastur, þurftir samt alltaf að passa þig vegna sykursýkinnar sem þú nældir þér í á efri árum. Ég veit að ég á eftir að sakna þín óskaplega mikið og ég vildi að ég hefði getað hjálpað þér meira þegar þú varst orðinn veikur. Ég vissi svo vel hvernig þér leið því skyndilega vorum við að kljást við sama sjúk- dóm nema ég hef verið svo heppin að ég hef náð að lifa með honum í rúm fimm ár og þú og Bidda hafið stutt mig óspart sl. ár en þú fékkst ekki nema hálfan mánuð frá greiningu. Við náðum þó að uppfylla þína síð- ustu ósk, að flytja þig heim til Eyja. Ég gat þó hjúkrað þér ásamt Biddu og öðrum fjölskyldumeðlimum því einhver hefur verið að hjálpa mér síðastliðnar vikur. Ég óska þess að algóður guð styrki elsku Biddu mína á þessari erfiðu stundu og ég sendi þér mínar inni- legustu samúðarkveðjur og óska þess að Baldri líði vel á þessum nýja stað. Júlía. „Jæja, Siggi minn, má ekki bjóða þér í saltkjöt og baunir í kvöld,“ en þetta voru ávallt fyrstu orðin sem Baldur sagði þegar hann hringdi til mín þegar ég var í námi í Danmörku, þetta var Baldur, alltaf til í að stríða svolítið. Þegar sest er niður og hugsað til baka kemur eingöngu upp bros og ánægjulegar minningar þar sem Baldur kemur við sögu og ekki minnkar brosið þegar ég hugsa um hvað Baldur og kona hans Birna eða Bidda eins og allir kalla hana hafa gert fyrir mig síðan ég flutti til Vest- mannaeyja. Dvölin í Eyjum átti að verða nokkrir mánuðir en Baldur sá til þess að þeirri dvöl er ekki lokið enn og verð ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Það var ein- hvern veginn þannig með Baldur að hann var mjög fljótur að koma hlut- um í framkvæmd og gat ekki með nokkru móti setið auðum höndum og var sama hver átti í hlut, hann vildi öllum vel. Fljótlega eftir að ég flutti til Eyja nefndi ég að mig langaði til að læra smíðar og áður en sá dagur var liðinn var ég kominn með samn- ing í hendurnar og allt klappað og klárt. Við sátum mörg kvöld saman á Brekkugötunni og ræddum öll heimsins mál og hafði Baldur mjög ákveðnar skoðanir á málefnum líð- andi stundar og þá helst þeim málum sem snertu Vestmannaeyjar og það var bara eitt sem ég þurfti að muna – að vera sammála honum þegar við ræddum pólitík. Baldur hafði einnig mjög gaman af að segja mér sögur frá gamla tímanum hér í Eyjum, sög- ur úr gosinu, frá lúðrasveitarferða- lögum, frá starfi sínu innan Týs og ÍBV, margar eftirminnilegar sögur sem ég geymi í minningunni um Baldur og gott er að rifja upp í góðra vina hópi því þessar sögur voru flest- ar á léttu nótunum og alltaf stutt í glens og grín. Ekki skemmdi fyrir ef þær voru smá ýktar. Frá fyrstu minningu til þeirrar síðustu er ég þakklátur Baldri fyrir þær stundir sem við áttum saman og fyrir þann stuðning sem hann ávallt veitti mér og minni fjölskyldu og við sem þekktum Baldur getum verið stolt af. Svona manni kynnist maður bara einu sinni. Guð geymi þig og þú manst hverju ég lofaði þér. Sigurður Smári og fjölskylda. Jæja, Baldur minn, það hvarflaði ekki að mér þegar ég var lítill peyi að bera út Vísi hjá þér á Brekkugötunni að ég yrði síðar meir tengdasonur þinn og heimagangur hjá þér og Biddu. Þú varst harðasti stuðnings- maður sem ég hef nokkru sinni eign- ast, það var alveg sama hvaða vit- leysa mér datt í hug, alltaf leist þér vel á það og studdir mig með ráðum og dáð og varst fullur bjartsýni eins og ég. Í pólitík vorum við ekki alltaf sammála. Þar með var það ekkert rökrætt að neinu ráði svo að við þurftum ekkert að hafa áhyggjur af því að okkur sinnaðist, enda sinnað- ist okkur aldrei nokkurn tíma. Og að leita til þín og Biddu, það var alveg einstakt, þið vilduð allt fyr- ir mig og Júlíu gera. Ef okkur lang- aði í sumarfrí en höfðum ekki bíl, engin spurning: Þið farið bara á bíln- um okkar. Þegar þið fóruð í frí þá fengum við að hafa húsið að sjálf- sögðu, og auðvitað reddaðir þú mér vinnu í gúanóinu þegar loðnuvertíðin byrjaði og ég og Júlía nýbyrjuð að búa og vantaði meiri tekjur. Þó svo að ykkur hafi ekki orðið barna auðið þá tókuð þið hana Júlíu að ykkur og voruð henni eins og sannir foreldrar, og hvað börnin okkar varðar, þá eru Berglind og Ragnar Þór svo stolt af að eiga ykkur sem ömmu og afa enda hafið þið bæði verið einstök í því hlutverki og hafa börn alls staðar að hænst sérstaklega að ykkur. Þvílíkur húmoristi sem þú varst alltaf, Baldur minn, og einstaklega stríðinn. Það var oft eins og við gæt- um aldrei talað í alvöru því fíflalætin voru þvílík, þú varst líka alltaf fljótur til er ég kom í heimsókn og bauðst upp á einn og einn „öllara“ þar sem þú vissir að ég segði aldrei nei og þá gast þú fengið þér smá tár með mér. Okkur fannst það alltaf mjög gott. Það er sagt að maður velji sér vini en ekki fjölskyldu en er ég valdi Júlíu óraði mig ekki fyrir hversu góðan heimanmund ég fengi með henni, að þið skylduð fylgja með í pakkanum. Enn og aftur takk, elsku Baldur minn, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Það hefur verið ómetanlegt, en það dýr- mætasta af öllu eru þó allar minning- arnar sem þú skilur eftir í hjarta mínu og munu lifa með mér um ókomin ár. Elsku Bidda mín, ég get ekki sett mig í þín spor að vera búin að missa ævifélagann þinn, en ég vona að al- góður Guð og allir hans englar verndi þig og vaki yfir þér. Jóhann Freyr Ragnarsson (Jói Ragg). Elsku Baldur minn, nú hefur þú kvatt þennan heim og haldið á vit æv- intýranna. Ég kynntist þér fyrir tíu árum, þegar ég fór að venja komur mínar á Brekkugötuna. Ég gleymi því aldrei þegar þú spurðir Sigga Smára hvort hann væri að geyma einhverja unga dömu niðri í kjallara og lést hann ná í mig niður og þú bauðst mér að borða með ykkur. Mér var tekið opnum örmum af þér og henni Biddu. Það leið ekki langur tími þangað til ég var flutt niður í kjallarann hjá Sigga Smára og hugsuðuð þið svo vel um okkur að þetta var eins og vera á fimm stjörnu hóteli. Þið gerðuð allt fyrir okkur, ef eitthvað vantaði þá varst þú ekki lengi að redda því. Þú varst ótrúlega hjálpsamur og gerðir allt sem þú gast fyrir fólk ef eitthvað bjátaði á. Á meðan við tölum um reddingar þá hefði ég nú líklega ekki kynnst hon- um Sigga Smára ef þú hefðir ekki reddað honum samningi við trésmíð- ar hér í Eyjum. Og er ég ótrúlega þakklát þér fyrir það. Siggi og ég fluttum til Danmerkur árið 2000 til að fara í nám, við komum nú alltaf heim um jól og stundum á sumrin þá voruð þið Bidda alltaf tilbúin með saltkjöt og baunir og annað góðgæti handa okkur en salt- kjöt og baunir var uppáhaldið hans Sigga Smára og fékk hann það sjald- an. Það var nú ekki sjaldan sem þið senduð harðfisk, íslenskt sælgæti og ýmislegt annað góðgæti til okkar og var eins og það væri að koma jól þeg- ar þetta var allt tekið upp úr kass- anum, spenningurinn var svo mikill, sérstaklega hjá litla kút. Okkur þótti voða vænt um þegar þið ákváðuð að heimsæka okkur í Danaveldi sumar- ið 2002. Það var nú ekki efst á dag- skrá að þú kæmir með Biddu og Önnu, þú vildir bara að þær færu í stelpuferð. Þegar Siggi sagði mér að þú kæmir ekki með, þá var ég ekki lengi að hringja í þig og segja þér að það kæmi ekki til mála að þær kæmu bara tvær, ég gat ekki hugsað mér að þú kæmir ekki með. Ég sagði að þú hefðir bara gott að því að koma og gætir hvílt þig hjá okkur. Þú þorðir ekki að segja nei við mig og dreifst þig með dömunum og sást nú líklega ekkert eftir því. Hitinn var nú óvenjulega hár þegar þið voruð hjá okkur og hélst þú þig alltaf í skugg- anum og vorum við farin að kalla þig Skugga Baldur. Við ákváðum nú svo jólin 2003 að halda heim á leið og bauðst okkur vinna úti í Eyjum. Ég held að þér hafi nú ekkert fundist það leiðinlegt að við vorum komin á heimaslóðir og gátum við nú haldið áfram að láta ykkur dekra við okkur. Því miður var sá tími alltof stuttur sem við höfðum með þér áður en þú kvaddir þennan heim en ég sagði við Sigga að við hefðum nú nýtt tímann vel því við komum alltaf í smákaffi eftir vinnu á degi hverjum. Samt hefði maður nú viljað smámeiri tíma með þér, Baldur minn, en maður veit víst aldrei hvenær tími hvers manns kemur. Þú varst ótrúlega góður og um- hyggjusamur maður og þótti mér af- skaplega vænt um þig. Ég held að faðir minn hafi verðið mjög ánægður með að sjá hvað yndislegur maður kom í staðinn fyrir hann fyrir stelp- una sína. Ég hugsa oft að Guð hefur séð til þess að ég fengi að kynnast þér og Biddu og njóta ykkar ástar og umhyggju því ekki var langt síðan ég hafði misst föður minn þegar ég kynntist ykkur. Og þakka ég honum fyrir það. Eitt þótti mér nú samt mið- ur, það er að við Siggi höfðum ekki gift okkur áður en þú kvaddir okkur en ég var ákveðin í því að þú skyldir leiða mig inn kirkjugólfið. Þú varst alltaf að spyrja okkur hvort við ætl- uðum ekki að fara að drífa í þessu en aldrei gafst tími til þess. Maður held- ur alltaf að það sé nógur tími til alls. En ég veit að þið pabbi munið horfa stoltir á okkur þegar sá tími kemur og ætli þið verðið ekki bara sinn hvorum megin við mig þegar ég geng inn kirkjugólfið. Ég gæti skrifað endalaust en læt þetta nægja en ég vil enda þetta á ljóði sem mér þykir voða vænt um og huggaði mig oft þegar mér varð hugsað til föður míns: Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Elsku Baldur, guð geymi þig. Kveðja. Sigríður Lára. Jæja, Baldur minn, nú ætla ég að skrifa um þann tíma sem ég og þú höfum átt saman, já, það voru sko góðar stundir. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég og Valur Már frændi minn fórum niður á Brekku- götu og amma og afi voru ekki heima. Við vildum gera eitthvað fyrir þau og ákváðum að mála bílskúrinn þeirra, en við gátum ekki opnað bílskúrinn. Þá hittum við karlinn sem bjó við hliðina á honum og spurðum hann hvort að hann gæti opnað fyrir okk- ur. Já, hann gerði það og við fundum rúllur og hvíta málningu í dós og byrjuðum að mála vegginn og þegar við vorum búnir löbbuðum við heim, upp á Illugagötu, og fórum að þrífa okkur. Svo þegar amma og afi komu heim þá gátu þau rakið hvítu slóðina heim því að við vorum allir í máln- ingu. Svo kom hann og spurði hver hefði opnað bílskúrinn. Þá sögðum við bara: Jón Páll, og vorum fljótir að svara fyrir okkur. Það var líka þegar ég kom í mat í hádeginu að hann sagði mér sögur úr seinni heimsstyrjöldinni. Baldur var sendill fyrir búð eina sem fór undir í gosinu. Þegar hann var að fara með mat til hermannanna þá kom hers- höfðinginn að taka á móti matnum og þá sáu þeir flugvél koma og afi sagði „nazi nazi“. Þá sagði hershöfðinginn: „No, you are crazy, Baldur.“ Þá sáu þeir nasistamerkið og tók hershöfð- inginn í beltið á afa og fleygði honum lengst inn í hús. Hann tók síðan upp skammbyssuna og byrjaði að skjóta á flugvélina en hún stefndi út að Stórhöfða. Þá sagði afi „comando 3“. Það var stöðin úti á Stórhöfða. Hers- höfðinginn náði ekki að láta þá vita. Þá var sprengju sleppt og fór hún ut- an í bergið og sprakk þar. Var látin koma flugvél frá Hvolsvelli og hún náði þýsku vélinni uppi á sandi og skaut nasistann niður. Það var líka sagan af því þegar Baldur og vinir hans fóru niður í Friðarhöfn þar sem þeir spiluðu allt- af fótbolta en hermennirnir voru búnir að taka völlinn og girða utan um hann. Á hverju horni voru 2x20 lítra brúsar af bensíni. Eina nóttina fóru Baldur afi og vinir hans og grófu sig undir girðinguna og náðu sér í tvo 20 lítra brúsa. Þeir fóru að litlum spýtukofa þar sem að þeir voru vanir að skipta um búninga og nú voru her- mennirnir þar. Þeir félagar læddust að kofanum og helltu bensíni allt í kring, löbbuðu síðan upp þar sem planið hjá Ísfélaginu er núna og létu bensínið leka úr brúsunum alla leið- ina uppeftir. Þar kveiktu þeir í og kom rosa eldur og birta í kringum kofann. Brá hermönnunum heldur betur. Þeir ruddust út og byrjuðu að skjóta í hringi. Baldri og þeim varð mikið um og forðuðu þeir sér á harða spretti niður í bæ. Kær kveðja. Ragnar Þór Jóhannsson. Sumir gefa meira en aðrir. Hjarta þeirra er fullt af lífsins dýrgripum. Þeir gefa af brosi sínu, kímnigáfu, umhyggju og ástríki. Þannig varst þú, elsku afi minn. Lýstir upp dimmt skammdegið aðeins með þínu hlýja brosi. BALDUR KRISTINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.