Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA í Borgarholtsskóla sunnudaginn 1. febrúar kl. 11.00. Prestur séra Vig- fús Þór Árnason. Umsjón Sigurvin og Sigga. Krakkakór Grafarvogs- kirkju syngur. Stjórnandi Oddný J. Þorsteinsdóttir. Yngri deild tónlist- arskólans í Grafarvogi leikur undir stjórn Wilmu Young. Félagar úr Kór Grafarvogskirkju syngja. Undirleik- ari er Guðlaugur Viktorsson. Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11.00. Prestur séra Anna Sigríð- ur Pálsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju kl. 11.00. Prestur séra Sig- urður Arnarson. Umsjón Laufey og Bryndís. Organisti er Gróa Hreins- dóttir. Fimm prestar messa í Akraneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 1. febr- úar, kl. 14.00 munu prestar og Kór Grafarvogskirkju heimsækja Akra- neskirkju. Prestar Grafarvogskirkju þeir séra Vigfús Þór Árnason sókn- arprestur, séra Sigurður Arnarson, séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Bjarni Þór Bjarnason munu þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti Akraneskirkju séra Eðvarði Ingólfs- syni. Séra Sigurður Arnarson mun pré- dika og Kór Akraneskirkju mun syngja ásamt Kór Grafarvogskirkju. Organistar og kórstjórar eru Sveinn Arnar Sæmundsson og Hörð- ur Bragason. Kirkjukaffi eftir messu. Grafarvogskirkja. Messað með gregorslagi í Friðrikskapellu ÁHUGAHÓPUR um klassíska messu og iðkun gregorssöngs hefur nú starfsemi sína á nýju ári. Áfram verður messað með gregorslagi í Friðrikskapellu og nú 1. sunnudag hvers mánaðar kl. 20. Hópurinn kallar til helgiþjónustu ýmsa presta. Fyrsta messa nýs árs verður sunnudaginn 1. febrúar kl. 20, prest- ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Sungin verður Orbis factor messan. Kynning og æfingar á messunum verða áfram deginum áður, laug- ardag, kl. 12–13 í Friðrikskapellu. Æfing fyrir messuna 1. febrúar verður því laugardaginn 31. janúar kl.12. Klassísk messa og gregorssöngur er dýrmætur arfur kirkjunnar og kjarnmikið andlegt fóður. Það er von þeirra sem að þessari messuröð standa að með henni skapist vett- vangur fyrir þau sem gleði hafa af því að iðka klassíska tilbeiðsluhætti, hins elsta söngs kirkjunnar, sem tjáningarform trúarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Gospelkór Árbæjar- kirkju ásamt Snorra Wium í Léttmessu SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 1. febrúar kl. 20.00 er Léttmessa í Árbæj- arkirkju. Léttmessurnar eru valkostur við hina hefðbundnu messu og hafa hlotið góðar undirtektir og laðað til sín fólk á öllum aldri. Nú á sunnu- dagskvöldið mun Gospelkór Árbæj- arkirkju fara fyrir söngnum ásamt hinum magnaða stórtenór Snorra Wium. Lagavalið er að venju vandað og munu ýmsir hressir og hugljúfir gospelsmellir hljóma. Gítarsnilling- urinn Hjalti Gunnlaugsson leikur undir í nokkrum lögum og Geir- þrúður Fanney Bogadóttir leikur undir á flygilinn. Stjórn gosp- elkórsins er í höndum organista Ár- bæjarkirkju Krisztína Kalló Szklen- ár. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari en sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir flytur hugvekju. Félagar úr gospelkórnum lesa ritningarlestra og bænir. Eftir messu býðst öllum að eiga gott samfélag og kaupa vöfflur til styrktar unglingastarfi Árbæj- arkirkju. Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Ekki vanrækja andlegu hliðina, láttu sjá þig í Léttmessu í Árbæj- arkirkju. Fræðsludagur í Frí- kirkjunni í Reykjavík Á MORGUN, sunnudag, klukkan 11.00 verður almenn guðsþjónusta í Fríkirkjunni í Reykjavík Eftir guðsþjónustuna verður farið upp í safnaðarheimili að Laufásvegi 13. þar sem við munum borða sam- an, allir eru hvattir til að hafa með- ferðis eitthvað gott á sameiginlegt hlaðborð. Þegar við höfum matast verður fræðslustund í safn- aðarsalnum. Viðfangsefni þessa fræðsludags er bænin. Á meðan á fræðslustund stendur er sérstök barnastund í bað- stofunni á þriðju hæð. Þar verður farið í ratleik, föndrað og margt fleira. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Tvær messur í Hallgrímskirkju SUNNUDAGURINN í Hallgríms- kirkju hefst að þessu sinni með fræðslumorgni kl. 10.00, en þar mun biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson flytja erindi um kirkjuna og Evrópu- bandalagið. Kl. 11.00 verður messa og barna- starf. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni, en Per Arne Dahl, norskur prestur og háskólakennari prédikar. Prédikunin verður túlkuð jafnóðum. Hörður Áskelsson kantor stýrir söng og leikur á orgel kirkjunnar, en hópur úr Mótettukór syngur. Kvöldmessa verður kl. 20.00 í umsjá sr. Sigurðar Pálssonar. Schola cantorum syngur undir stórn Harðar Áskelssonar. Kvöldmessur eru að jafnaði einu sinni í mánuði, en á föstunni verða kvöldmessur fleiri sunnudaga og verða auglýstar síðar. Fullorðinsfræðsla fer fram með ýmsu móti í Hallgrímskirkju, fræðslumorgnar hefjast þessa helgi og standa út mars, einnig eru 12 spora hópar starfandi, en nú verður að auki boðið upp á námskeiðið Lif- andi steina, sem hefst fimmtudaginn 4. febr. kl. 20.00. Námaskeiðið stend- ur í 6 vikur, þar sem fjallað verður um nokkur grundvallaratriði krist- innar trúar út frá messunni. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og Jónanna Björnsdóttir. Skráning er á skrifstofu kirkjunnar. Unglingamessa í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnud. 1. febr., verður unglingamessa í Grens- áskirkju og hefst hún kl. 20 stundvís- lega. Formið í unglingamessunum er mjög einfalt, sungnir léttir söngvar við undirleik á píanó og engar lang- ar ræður. Að þessu sinni munu ung- lingar úr Hvassaleitisskóla sýna at- riðið sitt í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla. Samveran í kirkjunni tekur innan við klukkustund og að henni lokinni eru veitingar í boði safnaðarins. Beðið fyrir sjómönnum í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudag, verður sér- staklega beðið fyrir sjómönnum og sjósókn við guðsþjónustu í Hafn- arfjarðarkirkju sem hefst kl. 11.00. Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur. Þessi kirkjudagur var fyrrum haldinn sem sjómannadagur enda sjómenn þá að búa sig til að fara í verin og sækja sjó. Nú sem fyrr er vetrarvertíð að hefjast á þorra enda þá helst von á góðum afla en jafn- framt veður oft válynd og þungt í sjó. Og enn sem áður þarf að sýna dug og dáð, varkárni og aðgát við sjósóknina og dýrmætt er að leggja þá út í Drottins nafni, bæn og trú svo hann fái blessað för og feng, fiski- slóð, áhöfn og skip. Hagur og heill sjómanna og gildi sjósóknar verður umfjöllunarefni í prédikun, sálma- söng og fyrirbænum í Guðsþjónust- unni á sunnudaginn kemur í Hafn- arfjarðarkirkju. Biskup ræðir um kirkjuna og Evrópusambandið FRÆÐSLUMORGNAR í Hallgríms- kirkju hefjast að nýju kl. 10.00 næst- komandi sunnudag. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, ræða um efnið: Kirkjan og Evrópu- sambandið. Biskup sótti námstefnu í Brussel síðastliðið haust þar sem hlutur kirknanna í hinni nýju Evrópu og margháttað samstarf milli rík- isvalds, Evrópusambandsins og kirknanna var til umræðu. Þá var ný stjórnarskrá fyrir Evrópusam- bandið mikið rædd í fréttum í Evr- ópusambandsríkjunum síðastliðið haust, m.a. hvort vísað skyldi til hins kristna trúar- og menningararfs í stjórnarskránni. Sýndist þar sitt hverjum, enda samband ríkis og kirkju með ólíkum hætti í hinum ýmsu ríkjum sambandsins. Þeir sem láta sig hinn kristna trúar- og menn- ingararf Evrópu varða ættu ekki að láta þetta erindi framhjá sér fara. Á fræðslumorgni næstkomandi sunnudag, 8. febrúar, mun séra Sig- urður Pálsson ræða um trúar- bragðafræðslu í opinberum skólun nokkurra ríkja Evrópu. Að erindi biskups loknu hefst guðsþjónusta í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjarts- sonar, en þar mun norskur prestur og eftirsóttur fyrirlesari, Per Arne Dal, prédika. Prédikunin verður túlkuð. Drengjakór Neskirkju kl. 11 – Þorvaldur og Margrét kl. 20 DRENGJAKÓR Neskirkju (DKN) syngur við messu, sunnudaginn 1. febrúar kl. 11 undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Stein- grímur Þórhallsson. Séra Örn Bárð- ur Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Spjall yfir kaffi og ávaxtasafa eft- ir messu. Fermingarbörn eru minnt á messumætingar og verkefni sín. Færeyskur drengjakór heimsótti Neskirkju á dögunum, söng við messu og hitti stákana í DKN. Mess- an er fundarstaður Guðs og manns og þar eiga kynslóðirnar samastað. Barnastarf er á sama tíma. For- eldrar, afar og ömmur, eru minnt á þá blessun sem fólgin er í því að fara með börnum sínum til kirkju og kenna þeim að tilbiðja Guð. Þá verður önnur guðsþjónusta kl. 20 þar sem hjónin, Þorvaldur Hall- dórsson og Margrét Scheving leiða lofgjörð og syngja. Þar gefst fólki tækifæri til að fá fyrirbæn. Séra Örn Bárður Jónsson leiðir stundina og flytur hugvekju. Tónlistarguðsþjónusta í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 1. febrúar kl. 11.00 er tónlistarguðsþjónusta í Hjallakirkju í Kópavogi. Kristín R. Sigurðardóttir óperusöngkona syngur lag Jóns Leifs við bæn Hall- gríms Péturssonar, Vertu Guð, fað- ir, faðir minn og ásamt nokkrum fé- lögum úr Kór Hjallakirkju lofsönginn fagra Allsherjar Drottinn eftir César Franck. Organisti kirkj- unnar Jón Ólafur Sigurðsson leikur á Björgvinsorgelið orgelkóral eftir Johannes Brahms yfir sálminn Nú fjöll og byggðir blunda og org- elkóral eftir Pál Ísólfsson yfir sálm- inn Bænin má aldrei bresta þig. Séra Íris Kristjánsdóttir sóknarprestur þjónar við guðsþjónustuna. Englamessa í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 1. febrúar verður sungin messa kl.11 samkvæmt átt- unda tóni gregors sem kallast engla- messa eða Missa de Angelis. Hinir hefðbundnu messuliðir (kyrie, gloria, sanctus og agnus dei) verða sungnir á latínu. Þetta er liður í þeirri stefnu Seltjarnarneskirkju að bjóða upp á fjölbreytileika í helgi- haldi. Eftir messuna verður boðið upp á kaffibolla í safnaðarheimili kirkjunnar. Verið velkomin. Guðsþjónustur í Grafarvogssókn ✝ GunnlaugurTryggvason fæddist í Koti í Svarf- aðardal 19. mars 1926. Hann lést á heimili sínu 16. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hanna Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 22. júní 1898, d. 4. maí 1989 og Tryggvi Halldórsson, f. 22. september 1885, d. 6. október 1967. Systk- ini hans voru Halldór, f. 1. október 1920, lést ungur og Ingibjörg Guðrún, f. 20. janúar 1935. Gunnlaugur kvæntist 15. janúar 1955 Erlu Rebekku Guðmunds- dóttur, f. á Ísafirði 26. febrúar 1931. Foreldrar hennar voru Guð- munda Sigurjóna Helgadóttir, f. 24. júní 1908, d. 9. júlí 1965, og Guðmundur Gísli Jónsson, f. 9. desember 1902, d. 21. júlí 1943. Gunnlaugur og Erla eignuðust sjö börn, þau eru: Guðmundur, f. 15. ágúst 1949, maki Margrét Berg- lind Gunnarsdóttir, f. 3. desember 1953, börn hennar eru Ingibjörg, f. 5. apríl 1973 og Sigursteinn, f. 18. apríl 1975, börn þeirra eru Erla Rebekka, f. 16. febrúar 1981 og Gunnar Kristinn, f. 29. júlí 1985. 2) Steinunn Ingibjörg, f. 20. septem- ber 1951, sambýlismaður Jón Páll Sigurjónsson, f. 28. desember 1947, sonur hennar er Gunnlaugur Kári, f. 30. júní 1976, börn þeirra eru Björn Há- kon, f. 15. maí 1981, Gísli Páll, f. 21. maí 1984, og Sigþrúður Birta, f. 23. ágúst 1986. 3) Iðunn Brynja, f. 18. apríl 1954, sambýlismaður Helgi Már Eggerts- son, f. 25. júní 1951, barn hennar er Vikt- or, f. 7. október 1977. 4) Halldór Tryggvi, f. 25. apríl 1957. 5) Helga Björk, f. 27. október 1958, barn hennar er Hrafnhildur, f. 11. febrúar 1982. 6) Vilborg Elva, f. 10. desember 1959, maki Ingvar Kristinsson, f. 6. októ- ber 1953, börn þeirra eru Erla Ösp, f. 23. apríl 1980 og Veigar Örn, f. 18. júní 1987. 7) Guðmunda, f. 9. október 1968, dóttir hennar er Diljá Rut, f. 23. september 1990. Gunnlaugur ólst upp á Þor- steinsstöðum í Svarfaðardal hjá foreldrum sínum, bjó nokkur ár á Dalvík ásamt Erlu konu sinni, vann á Bílaverkstæði Dalvíkur og nam þar bifvélavirkjun. Þau fluttu síðan í Þorsteinsstaði og tóku við búi af foreldrum hans. Gunnlaug- ur var bóndi á Þorsteinsstöðum til æviloka. Útför Gunnlaugs fer fram frá Urðakirkju í Svarfaðardal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar þið vinnið, eruð þið hljóðpípa, sem breytir nið daganna í söng. Alltaf hefur ykk- ur verið sagt, að vinnan sé bölvun og lífið ógæfa. En ég segi ykkur, að vinna ykkar lætur fegursta draum jarðarinnar rætast, – draum, sem ykkur var í öndverðu ætlað að gera að veruleika. (Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran.) Hann Gulli á Þorsteinsstöðum er farinn frá okkur. Hann lést þann 16. janúar sl., snögglega mitt í erli dags- ins, eins og hann hefði eflaust sjálfur kosið. Þetta var eitthvað, sem við gát- um átt von á, heilsa hans hafði ekki verið góð síðustu árin. Samt kom þessi fregn eins og högg. Ég veit ekki hvort hann Gulli elskaði landið, en hann elskaði þennan stað frammi í dalnum, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Fjöllin og dalina í kring, þar sem hann þekkti hverja þúfu og stein. Þarna er ævistarf hans og ég held, eins og stendur í tilvitnun hér að framan að hann hafi breytt „nið dag- anna í söng.“ Hann var sívinnandi. Ég man eftir honum í næðingnum á vorin að laga girðingarnar, á góðviðriskvöldum á sumrin að keyra böggum í hlöðu, á haustin á dráttarvélinni við hefðbund- in störf þess tíma og á veturna þegar snjórinn gerir störf bóndans oft erfið og tímafrek. Hann leit á þetta allt, sem eðlilegan þátt í lífi þess manns, sem helgar þessari atvinnugrein krafta sína. Þegar ég var lítil og faðir minn fór í kaupstað að vetrinum, þá tók það lengri tíma en nú gerist. Þá kom Gulli ef hann var heima og hjálpaði til að gera verkin í fjósi og fjárhúsi. Eitt af því var að bera vatn í fjós og fjárhús. Við vorum systrabörn og mikill sam- gangur milli bæjanna, þannig að ég þekkti hann vel, elti hann milli fjóss og fjárhús og spurði ótal spurninga, sem hann svaraði þolinmóður. Þannig fræddi hann mig um ýmislegt, sem foreldrar eiga kannski að segja börn- um sínum. Hann var alla tíð góður ná- granni, hjálpsamur og fljótur að bregðast við þegar til hans var leitað. Hans verður sárt saknað af mér og mínum. Dalurinn verður ekki samur, hann hefur misst tryggan son. Við Jóhann, og fjölskylda öll, send- um Erlu og fjölskyldu hennar inni- legar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau. Lena. Það er erfitt að vita að þú ert farin, ég vildi ekki trúa því. Þegar ég fór í sveitina til hennar ömmu þá beið ég alltaf þess að þú kæmir inn úr fjósinu en aldrei komstu. Þá fór maður að hugsa um allar þær minningar sem ég átti um þig. Ég man vel þegar ég var lítil vorum við alltaf að setja grjót eða eitthvað matakyns í skóna hjá hvort öðru, eins var ekki hægt að láta okkur sitja saman til borðs því við vorum alltaf að kitla eða pota í hvort annað. Eitt man ég vel þegar ég fór með þér í göngur á Skallárdalinn og var svona einskonar hundurinn þinn, en þegar leið á göngurnar þá dróst ég aftur úr en áfram hélstu, þannig að ég ákvað að herða mig og ná þér, ég fór upp á næsta hól en þá varst þú hólnum á undan , alveg sama hversu hratt ég hljóp þá náði ég þér ekki fyrr en í rétt- unum. Svona man ég eftir þér: kraft- mikill, algjör sprelligosi, liðugur og viskubrunnur. Ófáar sögurnar varstu búin að segja mér, vísur og þess hátt- ar sem þú sagðir upp úr þurru þegar ég dvaldi hjá þér og var að hjálpa þér við fjósverkin. Alltaf gat maður leitað til þín hvað átti að kjósa, um hjálp með lærdóminn og margt annað, aldr- ei tæmdist brunnurinn. Það var tvennt sem einkenndi þig það var óendanleg gestrisni við alla þá sem komu upp á hólinn og enginn mátti fara svangur. Ef maður sagðist vera alveg að springa úr seddu þá sagðirðu alltaf „endilega fáðu þér þá meira“. Mér létti mikið og leið betur þegar ég fékk að kveðja þig í síðasta sinn og fylgja þér í dalinn þar sem þér leið best og vildir vera. Hér hefur hann búið ævina alla og þekkir hverja þúfu, hvern stein. Sem á leið hans verður er fer hann til fjalla, sitt fé að sækja heim. Hann unir sér vel undir hömrunum háu, hér hefur hann allt sem þarf. Fjallakyrrðina og klettana gráu og kotbóndans draumastarf. Hann hefur svo margar sögur að segja, sögur um vonir og þrár. Hér er hann fæddur, og hér mun hann deyja, hér mun hans nafn lifa um ókomin ár. (Haraldur Reynisson.) Það var svo mikil kyrrð og friður yfir þér, þá vissi ég að þú hafðir ekki þjáðst neitt, þannig var það best. Elsku afi minn, ég sakna þín svo mikið og mörg tár eru búin að falla. Ég mun aldrei gleyma þér og geyma minningarnar um þig í hjarta mér. Hvíldu í friði. Þín afastelpa Erla Ösp. GUNNLAUGUR TRYGGVASON KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.