Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 31.01.2004, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 63 GÓÐAR líkur eru taldar á að Ísland mæti Ítalíu á Laugardalsvellinum 18. ágúst, sem er alþjóðlegur leikdagur í knattspyrnu. Eggert Magnússon, for- maður Knattspyrnu- sambands Íslands, hefur rætt við forystumenn ítalska knattspyrnu- sambandsins um að leika gegn Íslandi á þeim degi. „Ítalir mæta Norð- mönnum í sínum fyrsta leik í und- ankeppni heimsmeistarakeppn- innar um haustið og þetta er því verkefni sem á að henta þeim vel. Ég hef rætt alvarlega við þá um að spila gegn okkur, og ég mun hitta forráðamenn ítalska sambandsins í næstu viku þegar ég fer til fundarhalda hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vonandi geng- ur þetta eftir – að Ítalir komi hingað heim,“ sagði Eggert. Ísland hef- ur aldrei mætt Ítalíu í A- landsleik í knattspyrnu, en ólympíulið þjóðanna mættust tvívegis í und- ankeppni fyrir Ólympíu- leikana í Seoul árið 1988. Þá unnu Ítalir í Pescara í apr- íl 1987, 2:0, á Laugardalsvellinum í maí 1988, 3:0. Í þeirri keppni mátti nota alla leikmenn sem ekki höfðu verið í byrjunarliði í landsleikjum í heimsmeistarakeppni og Evr- ópukeppni. Leikur gegn Ítölum í Reykjavík í ágúst Eggert „VIÐ erum mjög stoltir af því að hafa loksins fengið landsleik gegn Englendingum. Þetta kemur í framhaldi af góðum árangri lands- liðsins á undanförnum árum, og eft- ir honum hefur verið tekið,“ sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands í gærmorgun, en þá var fjölmiðlum í Englandi, Japan og á Íslandi til- kynnt á sama tíma um mótið sem fram fer í Manchester í sumar- byrjun. Eggert sagði að það hefði lengi verið reynt að fá leik gegn Eng- lendingum. „Við höfum sótt hart að þeim síðustu árin, sagt þeim að það væri kominn tími til að þjóðirnar mættust í alvöru landsleik. Enska knattspyrnan væri gífurlega vinsæl á Íslandi og þeim bæri hreinlega skylda til að spila gegn Íslend- ingum fyrr en seinna.“ Landsliðið dvelur í útjaðri Manchester í 10 daga vegna leikjanna en spilað er við Japan 30. maí og við England 6. júní. „Þetta er spennandi tækifæri fyrir okkar þjálfara að fá að vera með landsliðið hjá sér við æfingar og keppni í tíu daga, sem er allt annað en þessi venjulegi þriggja daga undirbúningur fyrir lands- leiki,“ sagði Eggert Magnússon. „Sóttumt hart að Englendingum“ BÚIST er við því að fjölmargir Íslendingar leggi leið sína til Manchester 5. júní nk. til að sjá viðureignina gegn Eng- lendingum. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knatt- spyrnusambands Íslands, sagði að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að fá um tíu prósent aðgöngumiðanna. City of Manchester-leikvang- urinn, sem er splunkunýr og glæsilegur heimavöllur Man- chester City, tekur um 50 þús- und áhorfendur og því gætu um fimm þúsund íslenskir knattspyrnuáhugamenn skellt sér á leikinn. KSÍ fær tíu prósent af miðunum SVEN Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga í knattspyrnu, teflir fram þeim 23 leikmönnum gegn Íslandi og Japan í þriggja liða mótinu í Manchester, sem fara nokkrum dögum síðar til Portúgals og taka þátt í úrslitakeppni Evr- ópumóts landsliða. Þegar mótið var kynnt í gær- morgun sagði Eriksson að þar sem þetta væru síðustu leikir liðsins fyr- ir Evrópukeppnina væru þeir óhemju mikilvægir í lokaundirbún- ingi sínum. Með góða einstaklinga „Bæði Ísland og Japan eru með mjög góða einstaklinga í sínum röð- um, fræga leikmenn á borð við Guð- johnsen og Nakata, og báðar þjóðir hafa spilað góða knattspyrnu upp á síðkastið. Ég hlakka mikið til þess- ara leikja. Við fengum ótrúlegar viðtökur hjá japönskum áhorf- endum í heimsmeistarakeppninni og ég er viss um að fólkið í Man- chester mun launa þeim á sama hátt,“ sagði Eriksson. Glæsilegur leikvangur „City of Manchester-leikvangur- inn er einn af glæsilegustu nýju völlunum í landinu og frábær stað- setning fyrir þetta mót. Það er okk- ur mikil ánægja að fara með okkar landslið til Manchester þar sem við höfum alltaf fengið gífurlegan stuðning áhorfenda,“ sagði Mark Palios, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, í gær í fundi með fréttamönnum í London. Sven Göran teflir fram EM-hópn- um gegn Íslandi Þar með er ljóst að Ísland leikurfjóra landsleiki fyrri part árs- ins, til undirbúnings fyrir undan- keppni HM sem hefst 4. september með leik gegn Búlgaríu á Laugar- dalsvellinum, en síðan er spilað við Ungverjaland, Möltu og Svíþjóð næstu vikur þar á eftir. Íslendingar sækja Albana heim miðvikudaginn 31. mars og Letta miðvikudaginn 28. apríl. Landsleik- ir ársins verða væntanlega níu því stefnt er að leik á alþjóðlegum leik- degi hinn 18. ágúst, og þá líklegast gegn Ítölum. Ísland hefur átta sinnum leikið gegn Englandi en aldrei áður hefur verið um A-lið Englendinga að ræða. Reyndar var leikur þjóðanna á Laugardalsvellinum 2. júní 1982, sem endaði 1:1, skráður sem A- landsleikur hjá Englendingum. Þeir voru þá með tvö landslið í gangi í lokaundirbúningi sínum fyr- ir HM á Spáni en sterkara liðið spil- aði í Finnlandi á sama tíma. Arnór Guðjohnsen skoraði þá mark Ís- lands. Leikið var tvisvar gegn B-lands- liði Englands og unnu Englending- ar báða leikina, 2:0 á Laugardals- vellinum 1989 og 1:0 í Watford 1991. Hinir fimm leikirnir voru allir gegn áhugamannalandsliði Eng- lands á árunum 1956 til 1971 og unnu Englendingar fimm þeirra en einn endaði með jafntefli. Ísland hefur aðeins einu sinni áð- ur mætt Japan. Það var í vináttu- landsleik á Laugardalsvellinum ár- ið 1971 og Japanir unnu leikinn, 2:0. Þeir hafa komist í fremstu röð í al- þjóðlegri knattspyrnu á síðustu ár- um og eru nú í 29. sæti á heimslista FIFA en Ísland er í 56. sæti. Eng- lendingar eru hins vegar í 8. sæti. Landsleikir gegn Englandi og Japan í Manchester Fyrsti leikur gegn sterkasta liði Englands ÍSLAND mætir A-landsliði Englands í fyrsta skipti í knattspyrnu- landsleik á City of Manchester-leikvanginum í Manchester-borg laugardaginn 6. júní í sumar. Sex dögum áður, sunnudaginn 30. maí, verður leikið gegn Japönum á sama stað en þjóðirnar taka þátt í þriggja landa móti sem er lokaáfanginn í undirbúningi Englendinga fyrir úrslitakeppni EM í Portúgal og hjá Japönum fyrir Asíuleikana. ■ Við erum…/60 Morgunblaðið/Þorkell Jóhann Birnir Guðmundsson, til vinstri, og Atli Sveinn Þórarinsson voru báðir í byrjunarliði Ör- gryte í Egilshöllinni í gærkvöldi og tryggði Atli Sveinn liði sínu sigurinn með góðu skallamarki. FÓLK  ÞÓREY Edda Elísdóttir stökk 4,36 metra í stangarstökki á móti í Erfurt í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið, en þetta var fyrsta mótið hennar á árinu. Árangurinn dugði henni í þriðja sætið, en Tatyana Polnova sigraði með því að vippa sér yfir 4,66 og Annicka Becker varð önnur með 4,56 metra. Þórey Edda notaði nýju löngu stangirnar sínar í þessu móti, en þær eru 4,60 á lengd, og eins var þetta í fyrsta sinn frá því síðasta sum- ar sem hún stekkur með því að nota fulla atrennu.  JIMMY Floyd Hasselbaink, sókn- armaður Chelsea, á leikbann yfir höfði sér þar sem enska knattspyrnu- sambandið hefur kært hann fyrir at- vik í bikarleik liðsins gegn Scarboro- ugh. Þar virtist Hasselbaink gefa leikmanni utandeildaliðsins olnboga- skot eftir að báðir féllu í jörðina og er ákæran lögð fram eftir að myndband af atvikinu var grandskoðað.  STEFFEN Freund, fyrrum leik- maður Tottenham og þýska lands- liðsins í knattspyrnu, er kominn til Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Leicester fékk þennan 34 ára gamla miðjumann að láni frá Kaiserslaut- ern út þetta tímabil. Hann er ekki orðinn löglegur og getur því ekki spil- að með Leicester gegn Aston Villa í dag.  BLACKBURN hefur tekið tilboði Birmingham í varnarmanninn Mart- in Taylor. Hann á eftir að komast að samkomulagi við forráðamenn Birm- ingham um kaup og kjör áður en gengið verður frá skiptum hans milli ensku úrvalsdeildarfélaganna.  MARIA Riesch frá Þýskalandi vann í gær fyrsta sigur sinn í heims- bikarnum í alpagreinum þegar hún sigraði í bruni sem fram fór í Haus im Ennistal í Austurríki. Isolde Kostner frá Ítalíu varð önnur og Renate Götschl frá Austurríki þriðja.  DIETER Cuche frá Sviss sigraði í bruni karla á heimsbikarmóti í Þýskalandi í gær. Annar varð Daron Rahlves frá Bandaríkjunum. Austur- ríkismenn komu í næstu þremur sæt- um, Stephan Eberharter varð þriðji, Fritz Strobl fjórði og Hermann Ma- ier fimmti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.