Morgunblaðið - 07.02.2004, Síða 44
UMRÆÐAN
44 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
egar ég fylgdist með
umræðuþættinum
Kastljósinu í gær datt
mér í hug spakmæli
sem ég las einhvern
tímann og kemur frá Kína. Orða-
lagið man ég ekki nákvæmlega en
meiningin er sú að ef tveir menn
hafa sömu hugmyndir eða sömu
viðhorf þá er öðrum þeirra ofaukið.
Þetta held ég að eigi við rök að
styðjast.
Ástæðan fyrir því að þessu laust
niður í huga mér við það að horfa á
fyrrnefndan þátt er ekki sú að við-
mælendur þetta föstudagskvöld
hafi allir verið sammála. Hins veg-
ar kom ekkert fram í þættinum
sem ekki hafið
komið fram
áður. Um-
ræðuefnið var
fjarvera for-
setans á af-
mæli heima-
stjórnar. Sömu spurningum og í
ótal þáttum og fréttum fyrr í vik-
unni var velt upp og viðmælendur
þáttarstjórnanda gáfu sömu svör
og gefin hafa verið í hverjum fjöl-
miðlinum á fætur öðrum frá því á
mánudag. Bæði spurningar og
svör voru fyrirsjáanleg. Ekkert
nýtt kom fram.
Nú er ég alls ekki að gera til-
raun til að gera lítið úr þátt-
arstjórnanda. Því síður viðmæl-
endum. Og ekki ætla ég að reyna
að bæta neinu við umræðuna um
fjarveru forsetans. Ástæða þess að
mér datt þetta spakmæli í hug
sprettur af fjarveru kvenna í fjöl-
miðlum. Ekki bara í þessum þætti,
heldur yfirleitt.
Samkvæmt nýlegri úttekt Þor-
gerðar Þorvaldsdóttur voru karl-
menn í meirihluta þeirra sem
fengnir voru til að kynna hug-
myndir sínar og viðhorf í fjöl-
miðlum fyrir kosningar vorið 2003.
Konur voru innan við fjórðungur
hinna svokölluðu álitsgjafa. Hlut-
fallið (24%/76%) kemur í sjálfu sér
ekki mjög mikið á óvart. Það sjá
allir sem á annað borð fylgjast með
umræðuþáttum í fjölmiðlum að
karlmenn eru þar í aðalhlutverki.
Margar ástæður hafa verið tald-
ar liggja að baki fjarveru kvenna í
fjölmiðlum. Sumir segja að til
þeirra sé ekki leitað og aðrir að
þær séu tregari en karlar til að
setja sig í stellingar hinna al-
ræmdu álitsgjafa. Hvort tveggja
getur verið satt. Líklega eru marg-
ar ástæður fyrir því að konur eru
jafn fáar og raun ber vitni í fjöl-
miðlum. Mér koma í hug orð hand-
boltalandsliðsmannsins sem sagði,
inntur eftir því hvað hefði valdið
slöku gengi liðsins í öðrum leik sín-
um á EM, að ef hann vissi það þá
hefði hann líklegast hvíslað því að
þjálfaranum eftir fyrsta leikinn til
að tryggja betra gengi í þeim
næsta.
Ef það væri vitað nákvæmlega
af hverju þáttastjórnendur virðast
síður leita til kvenna en karla eftir
viðhorfum þeirra í undanfara
kosninga væri eflaust búið að bæta
hlutfallið núna. En enginn virðist
almennilega vita af hverju konur
eru í aukahlutverkum í fjölmiðlum
þrátt fyrir að taka jafnmikinn þátt
í samfélaginu og karlar.
Ójöfn hlutföll karla og kvenna,
sem sumir myndu kalla ójafnrétti,
koma vel í ljós á ýmiss konar fund-
um og ráðstefnum sem ætlað er að
upplýsa fólk úr viðskiptalífinu. Á
þess konar samkomum (sem und-
irrituð sækir meira en góðu hófi
gegnir starfs síns vegna) eru
jakkafötin allsráðandi, líkt og í um-
ræðuþáttum í fjölmiðlum.
Jakkafatavafinn miðaldra karl-
maður fellur því vel inn í hópinn á
slíkri samkundu. Án þess að ætla
að draga í efa hæfileika þeirra sem
tilheyra þessum hópi leyfi ég mér
að fullyrða að fjölbreytni skortir í
þennan hóp rétt eins og álits-
gjafahóp umræðuþáttanna.
Það sem er að mínu mati enn
sorglegra er það hversu konur
virðast farnar að falla vel inn í hóp-
inn. Stundum hef ég það á tilfinn-
ingunni að ef þú ert ekki karl-
maður þá þurfirðu í það minnsta að
tileinka þér karlmannlega eig-
inleika til að vera gjaldgeng (fyrir
utan það svo að tileinka þér það að
klæðast jakkafötum.)
Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að konur eigi að nýta sér sér-
stöðu sína en ekki leggja sig fram
um að líkjast karlmönnum. Aldrei
myndi ég leggja það til að kona
væri tekin fram yfir karlmann
vegna þess hvers kyns hún er. En
það er heldur engin ástæða fyrir
konur að tileinka sér „karl-
mennsku“ til að ná langt eða vera
metnar að verðleikum. Konur eru
ekki frá Venus, og karlar þaðan af
síður frá Mars. Við getum öll kennt
okkur við sömu plánetuna, jörðina,
og ættum að halda okkur sem mest
þar.
Það vakti athygli þegar ég las
nýlegt viðtal í tímariti við unga
konu sem náð hefur árangri í við-
skiptalífinu að hún skyldi þakka
hann karlmannlegum kostum sín-
um. Þessi kraftmikli kvenkyns
millistjórnandi kvaðst alltaf hafa
verið „strákur í sér“ og mátti ætla
að vegna hinna strákslegu eig-
inleika væri hún dugleg og hefði
náð árangri. Er karlmennskan
nauðsynlegur grunnur velgengni?
Þarf karlmennsku fremur en kven-
legt innsæi til að ná árangri í við-
skiptum eða mega kalla sig álits-
gjafa?
Ég geri mér grein fyrir að þetta
kann að hljóma eins og ég líti á
kynin sem tvo hópa, hvorn með sín
einkenni. Málið er að sjálfsögðu
ekki svo einfalt. Þótt konur líkist
hver annarri hugsanlega meira en
körlum er ekki þar með sagt að
þær séu allar eins. Sumar konur
eru kannski „strákar í sér“ og
sumir karlar gera hlutina eins og
stelpur (þótt hið síðarnefnda sé
frekar notað í niðrandi merkingu).
Lykilatriðið í þessu öllu saman
er fjölbreytni. Einsleitar umræður
eru leiðinlegar og skila engu. Tveir
einstaklingar með sömu viðhorf og
sömu hugmyndir gera ekkert
meira gagn en einn. Þótt konur
hafi ekki allar sömu viðhorf og
karlar önnur verður að teljast lík-
legt að með auknum hlut kvenna í
umræðuþáttum – já og í viðskipta-
lífinu – aukist fjölbreytnin. Nema
auðvitað ef konur tileinka sér karl-
mennsku. Þá heldur einsleitnin
velli.
Karlkonur
í kastljósi
Þótt konur hafi ekki allar sömu viðhorf
og karlar önnur verður að teljast líklegt
að með auknum hlut kvenna í umræðu-
þáttum – já og í viðskiptalífinu – aukist
fjölbreytnin. Nema auðvitað ef konur
tileinka sér karlmennsku. Þá heldur
einsleitnin velli.
VIÐHORF
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
Á ÁRUNUM 1996 til 1998 var
mikið rætt um málefni samkyn-
hneigðra innan þjóðkirkjunnar. Sér-
skipuð nefnd skilaði stórri skýrslu
um málið til kirkju-
þings árið 1996, en þar
komu fram jákvæð við-
horf til samkyn-
hneigðar. Prestastefna
ársins 1997 samþykkti
að hvetja „til áfram-
haldandi guðfræði-
vinnu í málinu“ og
jafnframt að „helgi-
siðanefnd kynni sér þá
vinnu sem fram fer í
systurkirkjum okkar
varðandi leiðbeiningar
um fyrirbæn og bless-
un á staðfestri samvist
samkynhneigðra“. Síðar kom í ljós
að engin fordæmi fyrir slíkri athöfn
voru til staðar í systurkirkjum á
Norðurlöndunum. Blessun til sam-
kynhneigðra var þá til bráðabirgða
hérlendis falin í sálgæsluþjónustu
presta. Síðan þá hefur þjóðkirkjan í
raun þagað um málefni samkyn-
hneigðra, rétt eins og endanlega
væri búið að leysa málið. Sem einn af
prestum þjóðkirkjunnar langar mig
að hugleiða næstu skref.
Þögn þjóðkirkjunnar …
hvers vegna?
Hverjar eru ástæðurnar fyrir þögn
kirkjunnar? Fyrst og fremst er
ástæðan sá ótti stjórnar kirkjunnar
að skýr stefna til samkynhneigðar
muni valda klofningi innan kirkj-
unnar. „Prestastefna Íslands 1997
álítur mikilvægt að eining kirkj-
unnar sé virt og varðveitt.“ Eins og
sést í dæmi um nývígðan samkyn-
hneigðan biskup Bresku bisk-
upakirkjunnar í New Hampshire í
Bandaríkjunum og mótmælum gegn
hans vígslu, virðist þessi ótti vera
raunsær. Persónulega tel ég ekki að
slík hætta á klofningi sé til staðar í
þjóðkirkju Íslands, því að umhverfi
þjóðkirkjunnar er allt öðruvísi. En
hvað sem því líður getum við einfald-
lega ekki haldið áfram að ganga
fram hjá tilveru tiltekins minni-
hlutahóps í nafni einingar kirkj-
unnar. Afskiptaleysi má alls ekki
vera langtímastefna kirkjunnar. Við
verðum að stíga næsta skref.
Nátengd þessum ótta um klofning
innan kirkjunnar er sú staðreynd að
innan þjóðkirkjunnar
er töluverður munur á
skilningi manna á Biblí-
unni. „Við verðum líka
að horfast í augu við að
ágreiningur er um túlk-
un heilagrar ritningar
hvað varðar samkyn-
hneigð“ („Hirðisbréf“,
Karl Sigurbjörnsson
biskup 2001). Það er
staðreynd að margir
mikils metnir guðfræð-
ingar í kristinni sið-
fræði og Biblíufræði
halda uppi guð-
fræðilegum rökum fyrir jákvæðri
sýn á samkynhneigð. Aðrir þrjósk-
ast hins vegar við og vitna í tiltekin
orð Biblíunnar til að fordæma sam-
kynhneigð án þess að sýna fram á
skynsamlega röksemd. Aðalmálið er
e.t.v. ekki ágreiningurinn sjálfur
heldur skortur á samræðu um þessi
mál innan kirkjunnar. Þar hefur
skort frumkvæði til að kynna betur
skoðun nútímaguðfræðinga. Þetta
verður að teljast til nauðsynlegs
verkefnis á næstunni.
Hluti vandamálsins hjá okkur í
kirkjunni er einnig að enginn vett-
vangur er til staðar í kirkjunni þar
sem prestar, djáknar og leikmenn
vinna stöðugt saman að málinu.
Þrátt fyrir þá staðreynd t.d. að
margir prestar eru með jákvæð við-
horf til samkynhneigðar er samstarf
þeirra innan kirkjunnar ótrúlega lít-
ið. Kirkjan þarf að búa til opinn vett-
vang um þetta málefni.
Næstu skref kirkjunnar
Þjóðkirkjan er þegar með góða
skýrslu frá 1996 og ábendingar um
næstu skref. Málið er einmitt hvort
hún haldi áfram á þessari braut eða
ekki. Kirkjan á að einbeita sér að því
að sýna áþreifanlega stefnu frekar
en að endurtaka sama leikinn kring-
um það „hvað Biblían segir“. Brátt
fara fram umræður á milli FAS (Fé-
lags foreldra og aðstandenda sam-
kynhneigðra) og Prestafélags Ís-
lands og ég fagna því sérstaklega.
Vonandi verður það tækifæri nýtt til
fullnustu.
Í þessu samhengi vil ég ítreka eitt
atriði. Við í kirkjunni eigum ekki að
hugsa um málefni samkynhneigðra
aðeins á einn afmarkaðan hátt eins
og t.d. hvort kirkjan blessi samkyn-
hneigð eða ekki. Afstaða kirkjunnar
til samkynhneigðar er ekki eitthvert
„fræðilegt viðfangsefni“ heldur
snýst um lifandi fólk og kristin safn-
aðarbörn, og hver einasta mann-
eskja á skilið náð Guðs. Það er nauð-
synlegt fyrir kirkjuna að setja sig í
spor lifandi fólks og skoða sjálfa sig
með gagnrýnum augum. Hvaða þýð-
ingu hefur kirkjan fyrir kristið fólk
með mismunandi lífsstíl? Stendur
kirkjan undir þeim viðhorfum sem
Jesús sýnir okkur þegar hann faðm-
ar að sér nafnlausan „mannfjölda“
sem ómetanlega einstaklinga? Við
öll erum hinir „nafnlausu“. Án þessa
sjálfsskilnings getur kirkjan ekki
verið sönn kirkja sem stendur með
öllum jarðarbörnum í þessari dimmu
veröld. Það er margt samkynhneigt
kristið fólk og fjölskyldur þeirra sem
langar í faðm kirkjunnar. Að mínu
mati þarf kirkjan á þeim að halda til
að vera sönn „kirkja“ Jesú Krists.
Samkynhneigð er ekki vandamál.
Vandamálið er viðhorf okkar, kirkj-
unnar, til hennar. Þetta varðar
grundvallaratriði kirkjunnar, sem
sagt, fyrir hvað stendur kirkjan,
hvað er samfélag heilagra sem eru
réttlættir einungis frammi fyrir náð
Guðs? Mál samkynhneigðra innan
kirkjunnar snertir ekki bara sam-
kynhneigða kristna einstaklinga og
fjölskyldur þeirra heldur okkur öll
sem erum hluti af kirkjunni.
Þjóðkirkjan og samkynhneigð
Toshiki Toma skrifar um
stöðu samkynhneigðra ’Samkynhneigð er ekkivandamál. Vandamálið
er viðhorf okkar, kirkj-
unnar, til hennar.‘
Toshiki Toma
Höfundur er prestur innflytjenda.
Á ALÞINGI má finna fjölmarga
stjórnmálamenn sem telja vænlegt
til vinsælda að leggja fram kvartanir
fyrir hönd opinberra stofnana vegna
meintra fjárhagsörð-
ugleika þeirra. Slíkar
uppákomur eru raunar
orðnar reglulegar á Al-
þingi og stundum virð-
ist sem stofnaður hafi
verið grátkór innan
veggja þingsins.
Í síðustu viku var
rætt um fjárhagsleg
málefni Landspítala –
háskólasjúkrahúss og á
fimmtudaginn sl. fór
fram umræða utan
dagskrár um „Fjár-
hagsvanda Háskóla Ís-
lands“. Málshefjandi í það skiptið
var Björgvin G. Sigurðsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, sem taldi
að Háskóli Íslands hefði á síðustu
árum verið fjársveltur og kallaði eft-
ir auknu fjármagni til stofnunar-
innar.
Mér er ekki kunnugt um neina
ríkisstofnun sem ekki vill fá hærri
framlög á fjárlögum til að standa
undir starfsemi sinni og gera kröfur
þar um á hverju ári. Þingmenn
ákveðinna stjórnmálaflokka virðast
alltaf vera tilbúnir að taka undir
slíkar kröfur, en fæstir þeirra vilja
svo mikið sem heyra minnst á nið-
urskurð í ríkisrekstrinum.
Krafa um skattahækkanir
Það er mikilvægt að hafa það í huga
að kröfur um aukin framlög til op-
inberra stofnana í ríkiskerfinu fela í
raun í sér kröfur um skattahækk-
anir. Ef verða á við þeim kröfum,
sem gerðar voru af hálfu Björgvins
G. Sigurðssonar á fimmtudaginn
var, þá er ljóst að með einhverjum
hætti þarf að afla fjármagns. Og þar
sem fjármagn vex ekki á trjánum er
nærtækast að snúa sér
að skattgreiðendum,
senda þeim reikning og
krefja þá um aukinn
hlut launa sinna til rík-
isins til að standa undir
þessum kröfugerðum.
Ég er ekki talsmaður
slíkra hugmynda. Ég
tel mikilsverðara að
berjast fyrir auknum
fjárframlögum til
skattgreiðenda, í formi
minnkandi skattheimtu
hins opinbera.
Aukning fjár-
framlaga til menntamála
Þeir mælikvarðar sem fulltrúar
stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa
lagt til grundvallar við mat á stöðu
menntastofnana, þ.á m. til Háskóla
Íslands, eru þeir fjármunir sem var-
ið hefur verið á til málaflokksins. Sá
mælikvarði þarf alls ekki að vera
réttur því mun fleiri atriði koma þar
til skoðunar. Látum það samt liggja
milli hluta.
Þegar skoðuð er sú aukning sem
orðið hefur á síðustu árum á fjár-
framlögum til menntamála, þ.á m. til
Háskóla Íslands, er ótrúlegt að
menn skuli leyfa sér að tala um að-
gerðarleysi sjálfstæðismanna þegar
kemur þeim málaflokki.
Á tímabilinu 2000–2004 hafa fjár-
framlög til kennslu í háskólum
landsins aukist um 73,1% á verðlagi
fjárlaga. Aukningin er hins vegar
52,7% ef miðað er við fast verðlag.
Þá hafa fjárframlög til rannsókna í
háskólum aukist á sama tímabili um
60,2% á verðlagi fjárlaga, en um
41,3% á föstu verðlagi. Ef einungis
eru skoðuð aukin framlög til kennslu
og rannsókna við Háskóla Íslands þá
hafa þau á ofangreindu tímabili auk-
ist um 33,8%. Í ljósi þessa er furðu-
legt að menn skuli tala um fjárhags-
vanda og aðgerðaleysi og krefjast
aukinna fjárveitinga.
Nýjar leiðir
Háskóli Íslands þarf eins og aðrar
opinberar stofnanir að halda sig inn-
an fjárlaga og sníða sér stakk eftir
vexti. Telji forsvarsmenn Háskóla
Íslands og sendiboðar þeirra á Al-
þingi að þau fjárframlög sem stofn-
uninni eru veitt á fjárlögum (sem
aukist hafa ár frá ári) dugi ekki til að
veita þá þjónustu sem yfirmenn
skólans vilja veita, þá verða þeir hin-
ir sömu að leita nýrra leiða við fjár-
mögnun á sínum rekstri. Það gengur
ekki að óska endalaust eftir auknum
fjárframlögum úr vösum skattgreið-
enda.
Grátkórinn
Sigurður Kári Kristjánsson
fjallar um skatta ’Það gengur ekki aðóska endalaust eftir
auknum fjárframlögum
úr vösum skattgreið-
enda.‘
Sigurður Kári
Kristjánsson
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður.