Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 8
Á milli fimmtíu og sextíu fyrirtæki taka þátt í brúðkaupssýningunni í Vetrargarð- inum í Smáralind og þar er að finna allt sem hugsanlega getur viðkomið þessum merkilega viðburði í lífi hvers einstak- lings; fatnaður brúðar og brúðguma, for- eldra, barna og gesta, matur, vín, tertur, skreytingar, borðbúnaður, farartæki. Bara nefna það. Elín átti sjálf hugmyndina að brúð- kaupssýningunni. „Ég hafði verið með brúðkaupsþáttinn á Skjá 1 í tvö sumur og var orðin að eins konar brúðkaupsráð- gjafa. Fólk var stöðugt að hringja í mig til þess að spyrja hvar það fengi hitt og þetta – og til þess að leita ráða. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það vant- aði brúðkaupssýningu af þessari stærð- argráðu. Þótt öðru hverju væri verið að halda brúðkaupsdaga hér og þar, þá var enginn að bjóða upp á svona heildaryfir- lit. Í stað þess að fara að leita að ein- hverju fyrirtæki sem væri til í að gera al- vöru úr hugmyndinni, ákváðum við Hulda Birna, vinkona mín, að gera þetta sjálf- ar.” Brúðkaupsleikur og sjónvarpspör Hvernig hefur gengið? „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel. Á milli fimmtíu og sextíu þúsund manns hafa mætt á sýninguna bæði árin – sem ég held að sé einhver mesti fjöldi sem mætt hefur á svona sýningu hér á landi yfir höfuð.” Er þetta spurning um að ráfa á milli sölubása? „Nei, þetta er nú viðameira en svo. Það verða margar tískusýningar, til dæmis á brúðarkjólum, brúðarmeyjakjólum, undirf- atnaði, fatnaði fyrir móður brúðarinnar og svo framvegis. Síðan verða tónlistarat- riði. Þar koma fram tónlistarmenn sem gefa sig í að syngja við athafnir og í veislum. Það verður eitthvað nýtt að ger- ast á klukkustundarfresti alla helgina og í lokin verða dregin út heppin brúðhjón í brúðkaupsleiknum. Allir sem ætla að gifta sig á þessu ári geta tekið þátt í leiknum. Þetta verður alveg örugg- lega mjög skemmtileg helgi. Sjálf nota ég þessa helgi til þess að velja tólf brúðhjón í þátt- inn hjá mér í sumar.” Þú segir að þarna mæti á milli fimmtíu og sextíu þúsund manns. Ekki er allt þetta fólk að fara að gifta sig? „Nei, þetta er líka fyrir þá sem eru á leið í brúðkaup sem gestir. Það er eng- inn smá fjöldi af Íslendingum sem mætir í brúðkaup á árinu. Þarna má finna ótal hugmyndir að brúðargjöfum – og allt á einum stað.” En talandi um brúðkaupsþáttinn á Skjá 1. Hvað kom til að þú fórst að sjá um hann? „Hugmyndin kom eiginlega eftir mitt eigið brúðkaup – en það var vinkona mín sem fékk hana og hafði samband við Skjá 1. Ég var síðan fengin til þess að sjá um hann. Næsta skrefið verður að setja upp sameiginlega vefsíðu fyrir þátt- inn og brúðkaupssýninguna. Ég hef ekki haft tíma til þess ennþá en það kemur með vorinu.” Vefsíða í undirbúningi Það er kannski ekki að undra þótt Elín hafi ekki haft tíma til þess að koma vef- síðunni í verk, vegna þess að meðfram sýningunum og sjónvarpsþættinum, hef- ur hún lokið námi í Kennaraháskólanum, kennt tvö ár í Garðaskóla – eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og íslensku í tí- unda bekk – og eignast tvö börn, þar af er annað fjögurra mánaða. Það eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að fram- kvæma – jafnvel þótt maður sé ofur- kona. Hins vegar segist Elín ætla að nota restina af fæðingarorlofinu til þess að koma yfirgripsmikilli vefsíðu í gagnið. En hvernig velur hún pör fyrir brúðkaups- þáttinn á Skjá 1? „Ég reyni að finna brjúðhjón á öllum aldri. Ég vil helst spanna allan skalann til þess að þátturinn verði þverskurður af samfélaginu. Fólk er að ganga í hjóna- band á öllum æviskeiðum og ég vil bæði byggja þáttinn og brúðkaupssýninguna þannig upp að fólk á öllum aldri, með ólíkan smekk og þarfir, geti fundið það sem það er að leita að. Ég hef engan áhuga á að vera að búa endalaust til þætti um prinsessubrúðkaup. Þau eru vissulega yndisleg – en annars konar brúðkaup eru það líka.“ Eina raunveruleikasjónvarpið „Ég vil að brúðkaupsþátturinn sé mann- lífsþáttur vegna þess að þetta er í raun- inni eina „raunveruleikasjónvarpið” sem við framleiðum hér á landi. Við sem vinn- um þáttinn, erum eins og flugur á vegg í lífi fólksins sem er að fara að gifta sig. Við fylgjumst með undirbúningnum, myndum athöfnina og veisluna. Ég hef mikinn áhuga á fólki og það eru alger for- réttindi að fá að vinna við þáttinn.” Hefur fólk almennt mikinn áhuga á brúðkaupum? „Já, alltaf – og á öllum aldri. Ef þú ert ekki sjálf að fara að gifta þig, ert þú kannski á leiðinni í brúðkaup, en svo held ég að þessi brúðarfantasía sé bara hluti af okkur og fylgi okkur alla tíð. Við höfum svo fá tækifæri til þess að klæð- ast okkar fínasta pússi og taka þátt í gleði og hamingju fólks að það verður aldrei leiðigjarnt.” Fólk er að gifta sig á öllum aldri Brúðkaupssýningin „Já” verður haldin í Smáralind dagana 3.-5. mars næst- komandi og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin þar. Yfirumsjón með sýningunni hefur Elín María Björnsdótt- ir ásamt Huldu Birnu Bald- ursdóttur, en Elín eða Ella eins og hún er kölluð, er sú hin sama sem séð hefur um brúðkaupsþáttinn á Skjá 1 síðastliðin fjögur sumur og er nú að undirbúa fimmta sumarið. Elín María Björnsdóttir Eina raunveruleikasjónvarpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.